Morgunblaðið - 20.04.1960, Page 15

Morgunblaðið - 20.04.1960, Page 15
Miðvikudagur 20. apríl 1960 MORCVTSBL AÐIÐ 15 Samkeppni í aug- lýsingateiknun ÞAÐ er óhætt að segja, að aug- lýsingateiknun standi ekki á háu stigi hér á landi. Flestir lista- menn telja slíkt yfirleitt fyrir neðan virðingu sína. Meðal ým- issa annara menningarþjóða er litið á auglýsingateiknun, sem sérstaka listgrein, sem enginn er vansæmdur að. Enda stendur þessi listgrein víða á háu stigi erlendis. Nýlega kom Einari Elíassyni, framkvæmdastjóra Regnbogans i Bankastræti til hugar að efna til samkeppni meðal nemenda i Myndlistaskólanum í Reykja- einn poki í bollann einn hre ss^"di bolli | mm B°UlUoi mEcEmt, Reynið einn bolla Innihald pokans í einn bolla af sjóð- andi vatni, og þér fáið ágætt kjötseyði. Notið Vitamon sem kraft í súpuna, sósuna og kjötseyðið. Blandið duft- inu í raspið fyrir fiskinn og kóteletturnar, - og í vatnið þegar þér sjóðið hrísgrjón °g pylsur, - það gefur gott bragð. vík, um auglýsingateikningu af plastmálningu — Hörpu-silki. Færði hann þessa hugmynd í tal við Ragnar Kjartansson, kenn ara teiknideildar Myndlistaskól- ans, er þegar veitti hugmynd- inni brautargengi Almenn þátt- taka og áhugi var meðal nemenda skólans fyrir þessu heima-verk- efni, — og árangurinn eftirtekt- arverður. Þrenn peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjár beztu teikning- arnar, en dómnefnd skipuðu: for- maður skólans, Sæmundur Sig- urðsson, Jón B. Jónasson, mál- arameistari og Einar Elíasson, framkvæmdastjóri Regnbogans. Fyrstu verðlaun hlaut Ragn- heiður Jónsdóttir, og er mynd hennar birt hér með í blaðinu, önnur verðlaun hlaut Haukur Sturluson og þriðju verðlaun Þór arinn Þórarinsson. Auk þess keypti Regnboginn þrjár aðrar teikningar. Allar þessar auglýsingateikn- ingar voru til sýnis í gluggum Regnbogans í Bankastræti 7. yfir páska, og munu verða á sumar- daginn fyrsta og um næstu helgi. Geta þá vegfarendur og aðrir, sem áhuga höfðu fyrir aug- lýsingateikningum, séð þar ár- angur samkeppninnar. Sú spurn- ing hlýtur að vakna í sambandi við þessa samkeppni, hvort ekki væri tilvalið að efna til keppni sem þessarar, meðal nemenda í skólum landsins yfirleitt — jafn- vel barnaskólum — á breiðara grundvelli Má gera ráð fyrir að sérstakir hæfileikar á þessu sviði meðal einstakra nemenda kæmu þá í ljós — hæfileikar, sem ef til vill birtust ekki ella, þar sem þeir væru eldrei uppgötvaðir. An efa yrði þetta til að örva og skapa meiri fjölbreytni í þess- ari listgrein — og unga fólkið kæmist með því snemma í sam- band við atvinnulífið. Þegar Sesar rændi einum degi af febrúar Eftir LYNN POOLE KÞAÐ er siður að rífa niður (dagatalið hinn 31. desember /ár hvert og hengja upp nýtt, /taka glas og skála fyrir nýja Járinu og sofa svo út næsta lorgun, því að þá er hátíðis- iagur, fyrsti dagur ársins. En aafið þið nokkurn tíma hugs- /að út í það, að nýja árið byrj- /aði í raun og veru ekki fyrr en 21. marz sl.? Sagan af tímatali okkar er athyglisverð og varpar Skemmtilegu Ijósi á gang ver- aldarsögunnar og breytt við- lorf manna á hinum ýmsu ftímum. Babýlóníumenn gerðu /sér sennilega fyrstir manna /grein fyrir því, að jörðin sner- pist um möndul sinn, og skiptu iverjum snúningi jarðarinn- ar í tvö tólf stunda tímabil, f>ví að þeir töldu í tylftum, /en ekki í tugum eins og við /gerum. Frá Babýlóníumönn- 9um eru einnig komnir sjö dag- )ar vikunnar. Þeir litu nefni- Nlega á sjö himintungl sem (guði, þ. e. mánann, marz, ímerkúríus, júpíter, venus, /satúrnus og sólina, og nefndu /dagana eftir þeim. Heiti þess- lara daga á enskri tungu eru ikomin frá Engil-Söxum. Mon- Kday er dregið af Monandaeg, teða dagur mánans; Tuesday /er dregið af Teeosdaeg, eftir /norræna guðinum Tý, sem bamsvarar Marz; Wednesday ler dregið af Woden’s daeg, Keftir Óðni, sem samsvarar aft- (ur Merkúríusi; Thursday er /dregið af Thorsdaeg, eftir Þór, /sem samsvarar Júpíter; Fri- /day er dregið af Friggasdaeg, — Op/ð bréf Framh. af bls. 6. kostur þeirra sæmilegur, eða a. m. k. sá langbezti, sem fyrir finnst í þessum greinum á ís- landi. Þessar stofnanir verða ekki lagðar niður eða fluttar, þótt stofnaður yrði sjálfstæður landbúnaðarháskóli að Hvann- eyri. Við Háskóla íslands eru starf- andi prófessorar í efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði, verk- fræði, lífeðlisfræði og hagfræði Væri sjálfsagt að þeir kenndu sínar greinar væntanlegum land- búnaðarnemendum. Við Náttúru gripasafnið eru starfandi sér- fræðingar í sumum greinum jarð og grasafræði, sem veitt gætu tilsögn í sinum fögum. Við At- vinnudeild Háskólans starfa fjöl- margir sérfræðingar í efnafræði, fiskifræði, gerlafræði, erfða- fræði, jurtasjúkdómafræði, skor- dýrafræði, byggingarfræði, fóð- Jörð með áhöfn Stórbýli í Húnavatnssýslu til sölu nú begar. Jörðinni fylgja 500ær, 5 kýr og búvélar. Nánari uppl. á skrifstofunni. EINAR SIGURÐSSON, HDL. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. eftir Freyju, sem samsvarar Venusi; Saturday er dregið af Saeternesdaeg, eftir Satúrnusi og Sunday er dregið ar Sunn- andaeg, eða dagur sólarinnar. Á sama hátt og lengd dags- ins er ákveðin af snúningi jarðarinnar um möndul sinn, þannig var lengd ársins ákveðin af hringferð jarðar- innar umhverfis sólina. Nú er það svo, að árstíðirnar þ. e. gróðrartími jarðarinnar, fara eftir því, hvernig jörðin snýst umhverfis sólina, og því hefst borgaralegt ár okkar eða gróðrartíminn um jafndægur á vQ^in, það er 21. marz, fyrsta dag vorsins. En tímabilið frá jafndægri til jafndægurs er 365 dagar, 5 klst., 48 mínútur og 46 sekúndur. Þessum- klst., mín. og sek. verður því að bæta við sem hlaupári. En það er önnur saga að segja frá því. í flestum af hinum fyrstu tímatölum sögunnar er miðað við mánann og oftast reiknað með 12 tunglmánuðum. En tunglmánuður er aðeins 29 og hálfur dagur. Rómverjar höfðu einu sinni tunglmán- aðartímatal með 12 mánuðum, sem voru ýmist 29 eða 30 dag- ar hver. Þannig voru dagar ársins aðeins 354, en til þess að samræma tímatalið árstíð- unum bættu þeir við heiium mánuði annað hvort ár. Þá kom Júlíus Sesar til skjalanna og afnam tungl- mánuðina og fyrirskipaði, að árið skyldi talið frá vorjafn- dægri til vorj afndægurs.Marz, maí, quintilis, september og nóvember fengu 31 dag hver, og allir hipir mánuðirnir fengu 30 daga hver, að und- anskildum síðasta mánuðin- um, febrúar, , sem hafði ýmist 29 eða 30 daga, eftir því hvort það var hlaupár eða ekki. Loks nefndi hann mánuðinn quintilis í höfuðið á sjálfum sér og kallaði hann Júlí. Sú saga er sögð af Ágústusi Sesar, að hann hafði nefnt mánuðinn sextilis Ágúst, í höfuðið á sér. En til þess að hann yrði jafnlangur og mán- uður Júlíusar Sesars, júlí, er sagt, að hann hafi tekið einn dag af febrúar og b/;tt honum við 30 dagana í ágúst. Þetta segir sagan, að sé skýringin á því, að það eru 30 dagar í september, apríl, júní og nóv- ember, en 31 dagur í öllum hinum mánuðum ársins nema vesalings febrúar, sem var rændur einum deginum. Svo mikið er víst að hlaup- ársleiðrétting Júlíusar Sesars er ekki ýkja nákvæm, og árið 1582 var skekkjan í tímatali hans orðin tíu dagar. Þá var tekið upp gregoríanska tíma- talið að boði Gregoríusar páfa og notuð við það enn í dag. Hann gerði nokkrar breyting- ar á hlaupárskerfinu. og gerði janúar að fyrsta mánuði árs- ins í stað marz. Gömlu róm- versku mánaðanöfnin héldust óbreytt og þannig stendur á því, að níundi, tíundi, ellefti og tólfti mánuður ársins bera nöfn, sem í raun og veru merkja „sjöundi", „áttundi", „níundi" og „tíundi“ mánuð- ur. (Thp John Hopkins University). urfræði, jarðvegsfræði og bú- fjárfræði. Við Búnaðarfélag ís- lands eru starfandi ráðunautar í ýmsum greinum landbúnaðarins. Auk þess eru staðsettar í Reykjavík Iðnaðarmálastofnun, Mjólkursamsalan, Fiskifélagið, Veðurstofan, Teiknistofa land- búnaðarins, ýmsar niðursuðu- verksmiðjur, frystihús og sölu- fyrirtæki, allar skipaðar færum mönnum, og hafa skilyrði til að veita kennslu og verklega þjálf- un í ýmsum greinum. Hvanneyri hefur engan þessara kosta. Húsnæði fyrir skólann er þeg- ar fyrir hendi í Reykjavík. Má þar nefna kennslustofur Há- skólans, hús Atvinnudeildarinn- ar og húsnæði í húsi bænda á Melunum. Teljum við víst, að eitthvað af þessu húsnæði feng- ist til bráðabirgða, ef þörf kref- u_. Á Hvanneyri eru engin hús aflögu. Að sjálfsögðu verður háskóla- deild í landbúnaðarvísindum að hafa aðgang að jarðnæði og bú- fénaði fyrir tiiraunir, og einnig að hafa skilyrði til verklegrar kennslu í ýmsum greinum mat- vælaiðnfræði. Það skal viður- kennt, að á Hvanneyri er rekið myndarlegt stórbú í sambandi við Bændaskólann. Þar er au.,. þess nægilegt landrými, en sá ljóður er á, að jarðvegur er þar nokkuð sérstæður og ólíkur því, sem annars staðar gerist, og er því ekki sem heppilegastur fyrir tilraunir í jarðrækt, sem koma eiga að gagni sem víðast um landið. Vafasamt er, að unnt yrði að skapa þar skilyrði til verklegrar kennslu matvælaiðn- kennt, að engin af hinum fyrr- nefndu Reykjavíkurstofnunum hefur yfir að ráða viðunandi jarðnæði. Hins vegar hefur það lengi verið rætt að fá til afnota hluta af Korpúlfsstöðum eða Korpúlfsstaði alla fyrir tilrauna- starfsemi Atvinnudeildarinnar. Ef sú lausn fengist á málinu, væri þeirri þörf deildarinnar fullnægt. Korpúlfsstaðir eru aðeins stein snar frá Reykjavík. Tilrauna- stöðin að Keldum er staðsett i þessari leið, og eflaust yrði sam- starf væntanlegrar landbúnaðar- deildar við þessa stofnun til mikils gagns fyrir báðar. — A8 sjálfsögðu þyrfti að leggja í nokkurn kostnað til að skapa við unandi starfsskilyrði að Korp- úlfsstöðum. Stofnun landbúnaðardeildar við Háskóla íslands yrði því ekki aðeins einfaldasta úrlausn- in í þessu máli og sú heillavæn- legasta hvað snertir framtíð æðri menntunar í náttúrufræðum á íslandi, heldur yrði hún auk þess langódýrust bæði í stofnun og rekstri. Við treystum því, að háttvirt Alþingi taki til gaumgæfilegrar íhugunar sjónarmið okkar, sem höfum stundað nám við land- búnaðardeildir háskóla, bæði á Norðurlöndum og í Norður- Ameríku og höfum kynnt okkur fyrirkomulag slíkra skóla. Ithaca,, New York, 12. apríl 1960. Björn Sigurbjörnsson, dr. phii. (jurtaerfðafræði) Geir V. Guðnason, magister (mjólkurefnafræði) Jón R. Magnússon, magister (matvælaiðnfræði) Lárus Jónsson, agronom (jax-ðvegsfræði) Sverrir Vilhjálmsson, stud. agron (matvælaiðnfræði) r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.