Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCTJNRLAÐIÐ Miðvik'udagur 20. apríl 1960 10. kafli. Sárabætur. Næstu dagar voru daprir og ömurlegir eins og venja er til, þar sem dauðsfall hefur nýlega borið að höndum. Þar við bættist, að Jeanne var niðurbrotin vegna þeirrar vitneskju, sem hún hafði öðlazt um móður sína; hún myndi aldrei framar geta treyst neinum. Faðir hennar hélt burt eftir stutta dvöl til þess að beina hug anum frá sorginni, og von bráðar gekk allt sinn vanagang í hinu stóra, einmanalega húsi. Þá veiktist Paul, og Jeanne varð ekki mönnum sinnandi, neytti tæpast svefns né matar í tíu daga. Honum batnaði, en sú hugsun ásótti hana, að hann kynni ef til vill að deyja. Hvað' mundi þá verða um hana? Hvað gæti hún gert? Smám saman fæddist sú hugmynd, að hún gæti ef til vill eignast annað barn. — Hana dreymdi um það, og fyrr en varði komst engin önnur hugs- un að. Hún þráði að sjá sinn gamla draum rætast, drauminn um að hafa tvö lítil börn til að snúast í kringum sig, dreng og stúlku. En síðan þetta kom fyrir með Hosalie, höfðu þau Julien og hún ekki lifað saman sem hjón. Og sættir virtust óhugsandi, eins og nú stóð á. Hún vissi, að Julien elskaði aðra, og tilhugsunin um að hafa náin afskipti af honum fylltu hana viðbjóði. Hún gat Já ég afhenti Watson þing- manni bréfið yðar herra Brodkin. Ágætt, það minnir hann á mig heldur ekki ráðfært sig við neinn. Um síðir ákvað hún að fara til föður Picot til skrifta og trúa hon um fyrir því, sem henni lægi á hjarta í þessu sambandi. Hann sat og las úti í garði sín- um, þegar hún kom. Eftir að þau höfðu skipzt á nokkrum orðum um daginn og veginn, stamaði hún og roðnaði við um leið: „Mig langar til að skrifta“, „Monsieur le Abbé“. Hann leit steinhissa á hana um leið og hann ýtti gleraugunum upp á ennið. Síðan fór hann að hlæja. „Þú hefur áreiðanlega eng ar stórsyndir á samvizkunni". Hún varð vandræðaleg á svip: „Nei“, svaraði hún, „en mig lang ar til að leita ráða hjá yður, varð andi svo viðkvæmt mál, að ég get ekki haft það í flimtingum". Glettnin hvarf úr svip hans, og hann varð hátíðlegur í bragði. „Jæja, kæra barn, ég skal hlusta á þig í skriftastólnum. Komdu með mér“. En hún hikaði, henni ofbauð hálft í hvoru að minnast á mál sem þetta í kirkjunni sjálfri. „Eða — ég gæti ef til vill — ef þér viljið, sagt yður hérna hvert erindi mitt er. Við skulum setj- ast þarna í litla lundinn yðar“. Þau gengu í áttina þangað, og Jeanne reyndi að hugsa, hvern- ig hún gæti byrjað. Þau settust niður, og hún sagði á sama hátt og væri hún í skriftastólnum: „Faðir —“ Hún hikaði og endur tók: „Faðir —“ en kom síðan ef hann skyldi hafa hlustað á faguigalann í Markúsi. Á meðan. ekki ekki upp nokkru orði fyrir geðshræringu. Hann beið með hendurnar krosslagðar á ístrunni. Hann sá vandræði hennar og reyndi að telja i hana kjark. „Barnið mitt, það mætti næstum halda, að þú værir hrædd við mig. Hertu upp hugann". Hún sótti í sig veðrið og kom sér formálalaust að efninu á sama hátt og hugleysinginn, sem steyp ir sér út í hættuna. „Faðir, ég vildi gjarnan eignast annað barn“. Hann svaraði ekki, eins og hann skildi ekki, hvað hún ætti við. Hún hóf að útskýra þetta nánar, en hún var hikandi og vandræðaleg og átti bágt með að koma orðum að því: „Ég er alein í lífinu núna; föð- ur mínum og eiginmanni fellur ekki sérlega vel hvorum við ann- an; móðir mín er dáin, og — og —“ bætti hún við, og hrollur fór um hana, „um daginn lá við að ég missti son minn! Hvað hefði þá orðið um mig?“ Hún þagnaði. Presturinn starði undrandi á hana. „Heyrðu mig nú, komdu þér að efninu“. „Ég vil eignast annað bam“, sagði hún. Hann brosti, þar sem hann var vanur gamansemi af þessu tagi í viðskiptum sínum við sveitafólkið, sem var alls ófeim- ið við hann. Hann hnykkti til höfðinu, kíminn á svip. „Ja, ég sé ekki betur en að það sé undir sjálfri þér komið“. Hún leit á hann alvarlegum augum og sagði hikandi: „En — skiljið þér ekki, að síðan — síð- an —• þetta, sem þér vitið — meo þjónustustúlkuna — höfum við — maðurinn minn og ég — ekki verið hjón, nema að nafninu til“. Þótt hann væri ýmsu vanur í samskiptum sínum við hið óhefl- aða sveitafólk, kom þessi upp- Ijóstun mjög á óvart. Hann þótt- ist samstundis skilja hina raun- verulegu ástæðu að baki orða hennar, skotraði augunum góðlát lega til hennar og sagði: „Ég skil þetta vel. Einlífið reynist þér erf itt. Þú ert ung og hraust. Það er skiljanlegt, ofur skiljanlegt". Hann brosti, og föðurlegt um- burðarlyndi lýsti sér í svip hans, er hann klappaði á hönd Jeanne og sagði. „Það er fyllilega leyfi- legt og í samræmi við boðorðin. Þú ert gift, er ekki svo? Hvað er þá til fyrirstöðu?" Hún skildi ekki þegar í stað hina duldu merkingu orða hans, en þegar henni varð hún ljós, blóðroðnaði hún og tárin komu fram í augu hennar: „Ó, herra prestur, hvað eruð þér að segja? Hvernig dettur yður í hug? Ég gæti svarið —“. Hún var með grátstafinn í kverkunum og lauk ekki við setninguna. Hann varð undrandi og reyndi að hughreysta hana: „Nei, heyrðu mig nú, ég ætlaði ekki að særa tilfinningar þínar. Þetta var að- eins saklaust gaman, sem engan skaðar. En þú getur treyst mér. Ég mun tala við herra Julien". Hvers vegna skyldi Brodkin hafa sent mér þetta bréf? Hann veit að ég mun koma frumvarp- Henni varð orðfall. Henni var nú næst skapi að hafna öllum af- skiptum hans af þessu, en hún kom sér ekki að því. Hún stundi upp, um leið og hún hraðaði sér burt: „Þakka yður kærlega fyr- ir“. Ein vika leið. Kvöld eitt, er þau sátu yfir borðum, varð hún þess vör, að Julien horfði á hana, kyn legur á svip, og það vottaði fyrir ertnislegu brosi á vörum hans. Jafnframt var hann venju frem- ur stimamjúkur við hana. Er þau gengu að loknum kvöldverði eft- ir trjástígnum, sagði hann við hana, lágri röddu: „Svo virðist sem við séum sátt á ný“. Hún svaraði ekki, en starði niður í stíginn, sem var óðum að hverfa með grassprettunni. Spor barónsfrúarinnar höfðu myndað stíginn, og það var farið að fyrn- ast yfir þau á sama hátt og end- urminningarnar. Hugur Jeanne fylltist dapurleika, og hún fann allt í einu sárt til þess, hve ein- mana hún var. „Hvað mig snertir, óska ég eins kis frekar. Ég var hræddur um, að þú værir því mótfallin", hélt Julien áfram. Sólin var að setjast, kvöldloft- ið var milt og tært. Jeanne allt í einu gripin sterkri löngun til að gráta og þrá eftir einhverri and- lega skyldri sál, sem hún gæti trúað fyrir raunum sínum. Grát- urinn brauzt fram, og hún breiddi út faðminn og fleygði sér í faðm Juliens. Hann leit undr- andi niður á höfuð hennar, and- litið sá hann ekki, þar sem hún grúfði það við öxl hans. Hann dró þá ályktun af hegðan henn- ar, að hún elskaði hann enn, og hann lét svo lítið að kyssa hana lauslega á hnakkann. Þau fóru inn í húsið, og hann kom með henni til herbergis hennar. Þannig tóku þau upp sína fyrri lifnaðarhætti; honum var ekki óljúft að rækja skyld- ur sínar sem eiginmaður, og hún reyndi að sætta sig við ástarat- lot hans. Hún tók brátt eftir breytingu á hegðun hans, og eitt sinn, er þau hvíldu í faðmlögum, hvíslaði hún að honum: „Hvers vegna ertu ekki eins og áður?“ „Vegna þess, að ég vil ekki eignast fleiri börn“, sagði hann, eins og að gamni sínu. Hún hrökk við: „Hvers vegna ekki?“ Hann virtist steinhissa. „Hvað ertu að segja? Ertu gengin af vit inu? Ertu gengin af vitinu? Nel, ég kæri mig sannarlega ekki um það! Eitt er meira en nóg, sí-skæl andi og heimtandi, .áldrei stund- legur friður. Annað barn! Nei, þakka þér kærlega fyrir“. í lok mánaðarins sagði hún fréttirnar hverjum sem heyra vildi, að Gilbert greifynju und- anskilinni — af skiljanlegum ástæðum, blygðunarsemi hennar og velsæmiskennd aftraði henni frá því. Spádómar prestsins höfðu rætzt. Hún var barnshafandi. — Upp frá því læsti hún herbergis- dyrum sínum á hverjú kvöldi. - Hún var óumræðilega hamingju- söm, og hét því í þakklætisskyni við forsjónina að lifa algeru hreinlífi upp frá þessu. Hún kenndi heitrar gleði við tilhugsunina um það, að verða aðnjótandi ástar barna sinna, er þau yxu upp. Hún myndi eldast, og eiga rólega og ánægjulega daga, án þess að láta sig eigin- manninn nokkru skipta. í septemberlok kom Picot ábóti í heimsókn til þess að kynna fyr inu í gegn fyrir hann. Ég kemst ekki hjá því! ir henni eftirmann sinn. Það var ungur prestur, mjög lágvaxinn og grannur, með djúpa, dökka bauga undir augunum. — Rödd hans var þróttmikil og orð hans gædd krafti sannfæringarinnar. Gamli ábótinn hafði verið sett ur í annað embætti. Jeanne fann, að hún myndi sakna hans, þar gjíltvarpið Miðvikudagur 20. apríl. Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — 12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn“). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Sjórinn hennar ömmu" eftir Súsönnu Georgievskaju; III. (Pétur Sum- arliðason kennari). 18.55 Framburðarkennsla i ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. Í9.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Þjóðleikhúsið 10 ára. — Farið verður í leikhúsið og rætt við ýmsa starfsmenn þess. Síðan verður útvarpað upphafi afmæl- issýningarinnar í Skálholti eftir Guðmund Kamban. 21.00 Skólalíf og skoðanir, — samfeld dagskrá háskólastúdenta. Jón E. Ragnarsson stud. jur., Knútur Bruun stud. jur. og Heimir Steins son stud. mag. taka saman. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 I léttum tón: Frá kabarett Fóst- bræðra í Austurbæjarbíói. Flytj- endur: Þuríður Pálsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Kristinn Hallsson, Karlakórinn Fóstbræður o. fl. Stjórnendur: Ragnar Björnsson og Carl Billich. 23.00 Danslög. 23.45 Dagskrárlok. Fimmtudagur 21. apríl (Sumardagurinn fyrsti). 8.00 Heilsað sumri. a) Avarp (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). b Vorkvæði (Lárus Pálsson leik- ari les). c) Vor- og sumarlög (plötur.) 9.00 Fréttir. — 9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veðurfr.) a) Sinfónía nr. 1 í B-dúr (Vor- sinfónían op. 38 eftir Schu- mann (Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Josef Krips stjórnar). b) Þrjú vorlög eftir Mozart (Elisa beth Schwarzkopf syngur; Walter Gieseking leikur und- ir.) c) „Fuglarnir**, hljómsveitarsvíta eftir Respighi (Alesandro Scar latti hljómsveitin leikur; Franco Caracciolo stjórnar). d) Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven (Wilh- elm Backhaus og Fílharmoníu sveit Vínarborgar leika; Cle- mens Krauss stjórnar. 11.00 Skátamessa í Dómkirkjunni (Biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, messar. Organ- leikari: Kristinn Ingvarsson). 12.00 Hádegisútvarp. — 13.30 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Jóhann Hannesson prófessor flyt ur ávarp, lúðrasveitir drengja leika og Gestur Þorgrímsson skemmtir. 14.10 Landsflokkagríman 1960: Lárus Salómonsson, lögregluþjónn lýsir keppni; Bjarni Bjarnason, fyrrv. skólastjóri afhendir verðlaun og flytur ræðu. (Hljóðr. 29. f.m.). 15.15 Miðdegistónleikar: Fyrsta hálf- tímann leikur Lúðrasveit Reykja víkur undir stjórn Jans Mora- vek, síðan innlend og erlend sum arlög af hljómplötum (16.30 Veð urfregnir). 17.00 Sumardagurinn fyrsti, samfelld dagskrá (endurtekin). 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit „Villtu banana?" — Leikstjóri: Klemens Jónsson. b) Kristinn Hallsson syngur. c) Framhaldssagan: „Eigum við að koma til Afríku?'* eftir Lauritz Johnson; VII. kafli. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Islenzk píanólög (pl.) 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einsöngur: Arni Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) „Vor“ eftir Pétur Sigurðsson. b) „Vor“ eftir Magnús Bl. J6- hannsson. c) „Vornótt" eftir Helga Pálsson. d) „Hríslan og lækurinn" eftir Inga T. Lárusson. c) Þrjú vorlög eftir Sigvalda Kaldalóns. 20.40 Erindi „Ut við eyjar blár" (Sig- urður Bjarnason ritstjóri.) 21.05 „Höldum gleði hátt á loft“: Tryggvi Tryggvason og sexmenn- ingar hans syngja gömul alþýðu- lög; Þórarinn Guðmundsson að- stoðar. 21.25 Upplestur: Guðbjörg Vigfús- dóttir les vor- og sumarkvæði og dr. Broddi Jóhannesson kafla úr bókum eftir Björn Ðlöndal. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, þuá.m. leikur dans- hljómsveit Björns R. Einarsson- ar. Söngkona Díana Magnúsd. 01.00 Dagskrárlok. ct r k li á 600P...IT WILL REMIND 1 AAEANWHILE VES, I GAVE HIM l'M STILL AROUNP SENATOR WATSON 1 JUST IN CASE HE'S BEEN i YOUR NOTE, MR. i USTENING TO TRAIL'S . BHODKIN/ X YAPPING/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.