Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 3

Morgunblaðið - 20.04.1960, Side 3
Miðvikudagur 20. apríl 1960 M ORCUIS BL AÐIÐ 3 Narfi glæsileg asti togarinn Á SKÍRDAG kom hinn nýi togari Guðm. Jörundssonar, Narfi RE 13, hingað til lands- ins, en hann var, eins og áður hefir verið frá sagt, smíðaður í skipasmíðastöðinni Nobisk- rug. G. m. b. H í Rendsburg í Vestur-Þýzkalandi. Gekk hann í reynsluförinni ló sjóm. en verður annars „keyrður“ möð 14 sjóm. hraða, sém gef- ur bezta nýtingu hvað olíu- eyðslu og meðferð á vél snertir. Narfi er 890 tonn, 198 fet, bp, 34 feta breiður og 18 feta djúpur. — Er hann byggður með það sér- staklega fyrir augum að stunda veiðar á fjarlægum miðum. Til dæmis er tvöföld bandagrind frá brú og fram eftir. Þá er í honum tæki, sem á áð geta dælt 70—80° heit- um sjó úr fjórum stöðum, ef um ísingu er að ræða. Allar mannaíbúðir eru hinar glæsi- legustu og mjög haganlega fyrir komið. Lestarnar eru innréttaðar með aluminium og þar er ekki að finna eina einustu spítu. Eru þær 24 þús. kubikfet og taka 430—440 tonn af fiski. Til samanburð- ar má geta þess, að eldri tog- ararnir taka yfirleitt frá 280 —320 tonn. Þá er Narfi frá- brugðinn öðrum togurum að því leyti, að hann hefir all- mikla breidd um miðju. Einn- ig hefur stefnið svokallað perulag, en við það næst betri gangur. Samtals 245 lestir AKRANESI, 19. apríl: — f gær, annan í páskum, var aflamagn 20 báta, sem lönduðu á Akranesi, samtals 245 lestir. Aflahæstir voru Skipaskagi, með 21,8 lest, Sæfari og Ólafur Magnússon með 18 lestir hvor. — Heildaraflinn á skírdag var 185 lestir. Þann dag fékk Síldin 12 lestir í 10 net, þótt lítil sé (10 lestir), varð hún þriðji hæsti báturinn í flotanum, enda þótt allir bátarnir væru á sjó og sumir hafi um og yfir 100 net. —Oddur. Aðalaflvélin er Werksboov- díselvél, smíðuð í Hollandi. Er hún 1900 hestöfl og hefir beina tengingu á skrúfu. Þá eru hjálparvélar. Togvinda er t. d. drifin af 550 hestafla vél. Tvær ljósavélar eru í Narfa, önnur 240 hestöfl og hin 90. — Einnig er stór rafall tengdur við skrúfuöxul, og á að nota hann á öllum lengri siglingum og þarf þá ekki að „keyra“ ljósavélarnar. í togaranum eru að sjálf- sögðu öll nýjustu og fullkomn ustu siglingatæki, svo sem tveir Dekka-radarar, giró- áttaviti, sjálfstýring, Loran- tæki, tvö Atlas-fiskileitar- tæki og ný gerð af hraðamæli. Á stjórnpalli er mjög full- komið simakerfi og getur skipstjóri haft samband það- -------------------------------♦ Narfi er með perlulaga stefni, og er slíkt alger nýjung á ís- lenzkum skipum. Neta- tjónið rætt á Alþíngi NETATJÓN Grindavíkur- báta á föstudaginn langa var rætt utan dagskrár á fundi Sameinaðs Alþingis í gær. Þeir þingmennirnir Ólafur Jóhannessón og Jón Skaftason beindu til dómsmálaráðherra nokkrum fyrirspurnum varð- andi atburð þenna, m. a. hvort rétt væri að Landhelgisgæzlan hefði lofað að gæta netanna, an við skipsmenn. Inn af stjórnpalli er kortaklefi og - loftskeytaherbergi. Eru tæki af Telefunken og Simens-gerð og hin fullkomnustu. í fáum orðum sagt má segja, að Narfi sé eitt glæsi- legasta skip, sem smíðað hef- ir verið fyrir íslendinga. Er auðséð á öllu að vandað hefir verið mjög til smíði hans og lögð áherzla á að haga þar öllu á sem hagfelldastan hátt. Milligöngumaður um tog- arakaupin og útvegun lána til þeirra, annaðist dr. Magnús Z. Sigurðsson, sem er um- boðsmaður skipasmíðastöðv- arinnar. er smíðaði Narfa. — Hann kostaði hingað kominn 34 millj. kr. Var kjölurinn lagður 29. sept. í fyrra og af stokkunum hljóp hann 13. jan. sl. — Hann er eign Guðmundar Jörunds- sonar, sem áður átti togarann Jörund, og starfrækti þá út- gerð sína á Akureyri. En nú er hann fluttur hingað suður og verður Narfi gerður út frá Reykjavík. Skipstjóri er Þor- steinn Auðunsson, einn hinna þekktu Auðunsbræðra og kunnur aflamaður. 1. vélstjóri er Júlíus Hall- dórsson, 1. stýrimaður Aron Guðmundsson og Karl Kristj- ánsson loftskeytamaður. Narfi fór á veiðar laugar- daginn fyrir páska. Stjórnpallurinn á Narfa er tals- vert hærri en á eldri togurun- n m. hver bæri ábyrgð á tjóninu og hvort bátunum yrði það bætt, en sá síðarnefndi fullyrti, að tog- ararnir hefðu eyðilagt veiðar- færin vísvitandi. Málið rannsakað Ingólfur Jónsson, sem nú gegn ir störfum dómsmálaráðherra, kvað þingmenn mundu vera sammála um það, að atburðurinn væri bæði til leiðinda og raunar. 1 viðræðum við forstjóra Landhelgisgæzlunnar fyrir há- degið hefði hins vegar komið fram, að um einhvern misskiln- ing væri að ræða að því er snerti loforð Landhelgisgæzlunnar um netagæzlu fyrir bátana, enda miklum erfiðleikum bundið að gæta netanna, sem lögð væru aiu ni. V estmannaeyjum og vestur undir Snæfellsnes. Ekki væri Ijóst, hverjir sök ættu, en málið yrði rannsakað til hlítar. Tjón bátanna frá Grindavík væri mjög tilfinnanlegt og mæltu ým- is rök með því, að þeir fengju það bætt. En ekki væri hægt að gefa loforð um bætur úr rík- issjóði fyrr en málið hefði verið rannsakað niður í kjölinn. Ekki sambærilegt Ennfremur hafði ráðherrann orð á pví, að ekki væri sízt óheppilegt, að atburður sem þessi skyldi eiga sér stað ein- mitt nú. Það gæti á vissum stöð- um valdið misskilningi, að ís- lenzkir togarar skyldu hafa ver- ið að veiðum innan 12 mílna markanna, enda þótt slíkar veið- ar væru ekki ólöglegar, þar sem á þessum árstíma væru heimil- ar veiðar inn að 8 mílunum á þessum slóðum. islenzku togar- arnir, sem um væri að ræða, hefðu þannig ekki verið í land- helgi og væri að því leyti reg- inmunur á veiðum þeirra og brezku togaranna, sem spjöllum ullu hjá Ólafsvíkurbátum í vetur. Fullyrðingu J. Sk. um að tog- ararnir hefðu valdið tjóninu af ásetningi kvaðst ráðherrann telja hæpna. Væri nær að ætla, að þeir hefðu ekki séð merki á veiðarfærunum, og sú skýring eðlilegri. Ekki kvaðst ráðherr- ann þó vilja afsaka verknaðinn að órannsökuðu máli. STAKSIEINAR Hvernig s uppu kommar? Kommúnistar hafa eins og krtiHt ugt er fjölyrt mjög um það und- anfarið i blaði sínu, hvað ýmsir pólitískir andstæðingar þeirra hafi greitt í tekjuskatt og útsvar. Telja kommúnistar mikinn þjóð- arvoða stafa af því að á sama tíma sem tugir þúsunda af al- mennum skattgreiðendum losna algerlega við greiðslu tekjuskatts vegna skattalækkunar ríkisstjórn arinnar, þá skulu nokkrir stjórn- málaleiðtogar jafnframt fá tekju- skatt sinn lækkaðan nokkuð. Alþýðublaðið bendir á það í þessu sambandi að marg- ir leiðtogar og flokksgæðingar kommúnista hafi undanfarið greitt mjög litla tekjuskatta, þrátt fyrir háar tekjur og blóm- legan efnahag. Spyr blaðið að því, hvernig standi á því, að þess- ir höfðingjar hafi sloppið svo vel við skattgreiðslu. Nokkur dæmi Alþýðublaðið kemst síðan >8 orði á þessa leið: „Það er fróðlegt að nefna nokk ur dæmi: Einar Olgeirsson hefur sem aukatekjur þingmannskaup og nokkra. af hæstlaunuðu bitling- um landsins, eins og stjórn Sogs- virkjunarinnar og stjórn Lands- bankans. Þó borgar hann ekki meiri tekjuskatt en fjöldi miðl- ungsmanna í þjóðfélaginu, 6,903,- 00 kr. Það þýðir að hann gefur ekki upp nema 73.900,00 krónur skattskyidar tekjur. Magnús Kjartansson, r'tstjóri Þjóðviljans, greiðir ekki nema 2.267,00 kr. tekjuskatt og gefur því upp 46.850,00 kr. skáttskyld- ar tekjur. Blaðamannafélagið ætti að athuga, hvort ekki eru brotnir samningar á honum! Guðmundur Vigfússon hefur feita bitlinga hjá bænum, t.d. bæjarráð. Hann greiðir aðeins kr. 1888 í tekjuskatt og gefur því ekki upp nema 43,100,00 kr. skatt skyldar tekjur. Kristinn Andrésson stjórnar fyrirtæki, sem er að reisa stór- hýsi við Laugaveg fyrir a. m. k. 10 millj. Hann greiðir ekki i tekju skatt nema 2.863,00 kr.“ Alþýðuiblaðið nefnir nokkur fleiri dæmi um kommúnistaleið- toga, sem allir vita að hafa háar tekjur og eru efnaðir menn en greiða þó mjög lágan tekjuskatt. Þjóðviljinn ætti að gefa skýr- ingar á þessu dularfulla fyrir- brigði. Skipulagning fátæktarinnatr f framsöguræðu sinni fyrir tekjuskattsfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar á Alþingi við 2. umr. komst Birgir Kjaran, alþingis- maður m. a. að orði á þessa leið: „Þegar skattþunginn er orðinn það mikill á hvaða tekjuflokki sem er, að hann dregur beint úr framleiðslunni, þegar menn eru farnir að segja við sjálfa sig: Þú skalt heldur hlífa starfsorku þinni en auka þjóðarframleiðsl- una, auka þjóðartekjurnar, þeg- ar menn telja það blátt áfram ekki lengur borga sig að erfiða fyrir auknum tekjum vegna rang látra skatta, þá er það skatta- kerfi orðið þjóðinni böl. Þá er það skattakerfi orðið skipulagn- ing fátæktarinnar. Það skatta- kerfi gerir alla þjóðina fátækari og verður ekki réttlætt með nein- um vígorðum eða tildurrökum“. Þessi ummæli hafa vissulega við fyllstu rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.