Morgunblaðið - 21.04.1960, Qupperneq 3
Fimmtudagur 21. apríl 1960
MORGVNBLAÐIÐ
3
Kasper
maöur,
SÝNINGAR á Kardimommu-
bænum í Þjóðleikhúsinu eru
um margt merkilegar. Eitt er
það, að meðan þær standa yfir
er ekki síður gaman að horfa
út í áhorfendasalinn én upp
á sviðið, a. m. k. stutta stund.
Þegar ljósmyndari blaðsins
koin þangað sl. sunnudag, til
að festa á filmuna sína eftir-
væntingarsvipinn á börnun-
um, komst hann að raun um
að um það bil helmingur
þeirra var kominn vel af
barnsaldri, þó barnsleg eftir-
hann fann alltaf upp á að stela öllu
Tekst ræningjunum að stela Soffíu frænku? Ungir sem gamlir bíða með eftirvæntingu.
vænting skini ekki síður úr
andiitum þeirra en þeirra sem
yngri eru.
Þjóðleikhúsið er búið að
sýna Kardimommubæinn 38
sinnum fyrir 25700 áhorfend-
ur, þ. e. a. s. í sæti, en óhætt
mun að reikna um 100 fram-
yfir á hverri sýningu, því full-
orðnir halda á litlu krykkun-
um og tveir krakkar sitja víða
saman í sæti. Til samanburð-
ar má geta þess að aldrei hafa
fleiri en 18 þús. leikhúsgestir
sótt barnaleiksýningar fyrr.
Hann Kasper og hann Jesú
Kristur
Og krakkarnir í Reykjavík
þekkja orðið vel ræningjana,
þá Kasper, Jesper og Jónatan,
hana Soffíu frænku og aðra
íbúa þessa skemmtilega bæj-
ar.
Halli iitli kunningi minn er
alltaf að spyrja hann pabba
sinn hvort hann Kasper búi nú
ekki í vesturbænum, eins og
þeir. Og hann Þórður kunn-
ingi hans lærði í leikhúsinu að
ganga hokinn í hnjánum og
læðast eins og rseningi.
Stelpurnar kunna einnig að
meta þessa skemmtilegu ræn-
ingjasögu. Kristín litla, sem
er 6 ára, átti langar viðræður
við hann pabba sinn, þar sem
hann sat yfir blöðunum sínum
einn morguninn: — Pabbi,
veiztu að það kviknaði í hús-
inu hans Tobíasar.
— Ha, hvaða Tobíasar?
— Hans Tobíasar í turnin-
um, sem er alltaf að gá til
veðurs. — Þekjtirðu ekki hann
Tobías í turninum, pabbi? —
Árni litli, vinur minn, er
ekki nema fjögurra ára, en
hann kann þó að syngja vís-
una um „Kasper,.' Jesper, og
Jónatan“, en aðeins af bók.
Hafi hann sýnlngarskrána,
sama hvort hún snýr rétt eða
öfugt, þá syngur hann hástöf-
um. En hann skildi greinilega
leikritið, þó ungur sé. Spurn-
ingunni: — Hver fannst þér
skemmtilegastur ? svaraði
Viötol við leikhúsiiesti
Þú þekkir kannski ekki held-
ur hann Kasper, eða hann
Jesper, eða hann Jónatan?
En svo rættist heldur betur
úr fyrir Kristínu, því þegar
hún fór í brúðleikhúsið að sjá
Gosa, sat þá ekki nema Kasp-
er rétt hjá henni á áhorfenda-
bekknum, kembdur og strok-
inn með tvo krakka sér við
hlið. Og ekki nóg með það,
heldur sá hún annan rétt hjá,
sem henni fannst ekki síður
mikið til um. — Mamma,
sjáðu, alveg eins og Jesú
Kristur; Þetta reyndist vera
Thor Vilhjálmsson, rithöfund-
ur.
hann hiklaust: — Kasper,
maður, hann fann alltaf upp
á að stela öllu.
— En Jónatan, fannst þér
hann ekki líka sniðugur?
— Nei, nei, hann stal bara
með Kasper.
„Inspirera“ unga Iistamenn
En það eru ekki bara yngstu
leikhúsgestirnir, sem kunna
að meta ræningjana þrjá og
Kardimommubæinn. Ólafur
Sigurðsson, 9 ára, fór beint
heim til sín, þegar hann var
búinn að sjá ieikritið og fór
að búa til sinn eigin Kardi-
mommubæ. Hann fékk gaml-
an pappír hjá pabba sínum og
túbulím. Meira þurfti hann
ekki, engar vinnuteikningar,
engar myndir og engin
líkön. Svo labbaði hann með
listaverkið sitt í skólann og
gaf kennaranum, Sveinbirni
Magnússyni, það.
Við gengum á fund Ólafs
til að taka mynd af Kardi-
Enginn skipulagsuppdráttur,
ekkert iíkan, samt ris upp
heill Kardimommubær — á
skólaborði í Austurbæjar-
barnaskólanum.
STAK81EIMAR
mommubænum hans, og hitt-
um hann í vinnubókarstof-
unni í Austurbæjarskólanum,
þar sem hann var að lagfæra
listaverkið sitt. Þar voru fleiri
börn að frjálsu starfi undir
forustu Jóns Þórðarsonar,
kennara. Þau mega koma
þarna þegar þau vilja og velja
sér efni að vinna úr, safna
upplýsingum um það, og
teikna og skrifa bók um efnið.
Einn á orðið ljómandi laglega
vinnubók um Finnland, annar
um íslenzku fjöllin og sá
þriðji geysistórt kort með
nýju kjördæmunum á íslandi,
þar sem þingmennirnir eru
merktir inn, alþýðuflokks-
mennirnir grænir, framsókn-
armennirnir brúnir, alþýðu-
bandalagsmennirnir rauðir og
sjálfstæðismennirnir bláir. —
Þannig mætti lengi telja, við-
fangsefnin eru jafnmörg börn-
unum og unnin af natni og
áhuga.
En samtalið við Ólaf um
Kardimommubæinn varð held
ur lítið — hann er sýnilega
meira fyrir að láta verkin
tala og grúfði sig bara yfir
verkefni sitt.
Því miður hafði byggingar-
efnið í bænum hans ekki ver-
ið sem vandaðast, svo Svein-
björn kennari bauðst til að
útvega honum góðan pappa og
annað sem með þyrfti, og nú
í páskafríinu ætlar Ó’afur að
reisa annan og varanlegri
Kardimommubæ.
Kardimommubærinn hefur
„inspirerað" fleiri unga lista-
menn, því Þjóðleikhúsinu
hafa borizt margar teikningar
barna af efni úr leikritinu og
er ætlunin að veita verðlaun
fyrir skemmtilegustu lista-
verkin. E. Pá.
Grískar heimildir um
víkinga í Miklagarði
HINGAÐ til lands er kominn
Apolostos Dascalakis, prófessor í
miðalda- og síðari tíma bók-
mentum við háskólann í Aþenu
og fyrrverandi rektor Aþenuhá-
skóla. Prófessorinn kemur hing-
að í boði háskóla íslands á veg-
um menningarmálanefndar Ev-
rópuráðsins, en íslenzki fulltrú-
inn í þeirri nefnd er Ásgeir Pét-
ursson, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.
Prófessor Dascalakis er fædd-
ur í Spörtu 1904, lauk háskóla-
prófi í lögfræði og heimspeki og
síðar í sagnfræði og landafræði,
er doktor í sögu frá Sorbonne-
háskólanum í París. Árið 1939 var
hann skipaður prófessor í sögu
miðalda og síðari tíma við heim-
spekideild Aþenuháskóla. Árið
1944 var hann menntamálaráð-
herra grísku útlagastjórnarinnar
(í Egyptlandi). Hann var rektor
Aþenuháskóla 1953—55 og er m.
a. meðlimur ítölsku vísindaaka-
demíunnar. Hann er fastafulltrúi
Grikklands í menningarmála-
nefnd Evrópuráðsins í Strass-
bourg, forseti grísku þjóðnefnd-
arinnar hjá UNESCO og hefur
verið fulltrúi ríkisstjórnar sinnar
á mörgum alþjóðaráðstefnum,
enda er hann menningarráðu-
nautur gríska utanríkisráðuneyt-
isins.
Eftir hann liggja nokkrir tug-
ir sagnfræðirita, m. a. um upp-
runa Evrópuþjóða, frönsku stjórn
arbyltinguna, Miðjarðarhafslönd
in og sérstaklega um Grikkland
að fornu og nýju.
Prófessor Dascalakis mun
flytja fyrirlestur í hátíðasal há-
skólans á morgun um grískar
heimildir um víkinga í Mikla-
garði.
(Frá Menntamálaráðuneytinu)
Lítilmeni ska
Það hefur mælzt mjög illa fyr*
ir meðal íslenzks aimennings, að
meðan á Genfarráðstefnunni
stendur skuli blað kommúnista
hér á landi halda uppi ádeilum
og narti í þá tvo ráðherra, sem
ráðstefnuna sitja fyrir hönd ís-
lands, þá Guðmund í. Guðmunds
son, utanríkisráðherra og Bjarna
Benediktsson, dómsmálaráð-
herra. Öll þjóðin veit þó, að þess-
ir menn hafa haldið á málstað
tslands af festu og dugnaði. Þeir
hafa túlkað hinn íslenzka mál-
stað og reynt eftir fremsta
megni að vinna honum fylgi. Af
hálfu sendinefndar íslands í Genf
hefur því afdráttarlaiust verið
lýst yfir, að ekkert undanhald
komi tii greina frá þeirri stefnu,
sem mörkuð hefur verið í barátt-
unni fyrir vernd íslenzkra fiski-
miða. Lögð hefur verið sérstök
áherzla á það, að hnekkja rökum
Breta og annarra, sem haldið hafa
fram „sögulegum rétti“ .til þess
að fiska sem næst ströndum ís-
Iands.
Þegar á allt þetta er litið, verð-
ur ekki annað sagt en að komm-
únistum og blaði þeirra hafi far-
izt mjög lítilmannlega, þegar
þeir hafa haldið uppi árásum á
einstaka fulltrúa okkar í sendi-
nefndinni á Genfarráðstefnunni.
Kommúnistar ættú að géra sér
Ijóst, að slík framkoma borgar
sig ekki. Fólkið finnur að hún er
ódrengileg og getur engum orðið
að gagni, allra sízt hinum góða
málstað íslendinga í landhelgis-
málinu.
Mesta óheillasporið
Þegar kommúnistar hófu hin
pólitísku verkföll sín snemma á
árinu 1955 stóð atvinnulíf þjóð-
arlnnar með blóma. Atvinna var
mikil um allt land, framleiðsla
vaxndi og bæði hið opinbera og
einkaframtakið stóðu fyrir mikl-
um framkvæmdum og uppbygg-
ingu í landinu. En kommúnistum
var þessi þróun þyrnir í augum.
Fylgi þeirra hafði farið minnk-
andi i landi og þeir töldu lífsnauð
syn bera til þess að hressa upp á
það. Þá var það sem gripið var til
pólitískra hefndarverka til þess
að koma atvinnulífinu á kné og
styrkja hina pólitísku vígstöðu
kommúnista. Til þess að koma
þessum áformum fram fengu
þeir stuðning Hermanns Jónasson
ar, sem verið hafði mjög óheill í
samstarfi Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna um ríkis-
stjórn. Árangurinn af þessari iðju
þarf ekki að rekja. Stórfelt kapp
hlaup milli kaupgjalds og verð-
lags hófst á árinu 1955 og stór-
feldur hallarekstur skapaðist í
atvinnulífinu.
Kaldhæðni örlaganna
Kommunistar og Framsoknar-
menn tóku síðan höndum saman
um stjórn landsins, án þess þó
að hafa nokkra möguleika til
þess að stöðva verðbólgukapp-
hlaupið. Það var vissulega kald-
hæðni órlaganna að einmitt hin
vaxandi verðbólga skyldi verða
til þess að leggja vinstri stjórnina
að velli á miðju kjörtímabili. Her
mann Jónasson og kommúnistar
höfðu þó lýst því yfir, að þessi
stjórn þeirra skyldi verða langlíf
í landinu.
En nú hafa kommúnistar áhuga
fyrir því að hefja sama leikinn.
Nú hafa verið gerðar ráðstafanir
til þess að skapa jafnvægi í is-
lenzku efnahagslífi. Þá hyggja
kommúnistar sér til hreyfings að
nýju. En vill þjóðin að skemmd-
arverkamönnunum takist öðru
sinni að steypa taumlausu verð-
bólguflóði og upplausn yfir þjoð-
ina?