Morgunblaðið - 21.04.1960, Page 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. apríl 1960
TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. '
Hálfbróðir Stalíns
Ritstjórn: Aðalstrseti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SUMRI FAGNAÐ
1 DAG fagnar íslenzka þjóð-
in sumri. Þrátt fyrir marg-
víslega erfiðleika og umbrot
á sviði efnahagsmála sinna
getur þjóðin þó horft bjart-
sýn fram á veginn. íslending-
ar eiga nú betri og fullkomn-
ari framleiðslutæki en nokkru
sinni fyrr. Ræktun landsins
hefur aukizt hröðum skref-
um á undanförnum árum.
Framleiðsluafköst landbún-
aðarins hafa margfaldazt á
örfáum áratugum og landið
sjálft er nú betra og byggi-
legra en nokkru sinni fyrr.
Er það vissulega staðreynd,
sem öll þjóðin hefur ástæðu
til þess að fagna.
Við sjávarsíðuna hafa fram-
leiðsluafköstin einnig marg-
faldazt.
Hagstæður vetur
Veturinn, sem nú er að
líða, hefur verið einkar hag-
stæður um land allt. Mjög
snjólétt hefur verið og fén-
aður því léttur á fóðrum.
Afli hefur víðast hvar verið
góður og sumstaðar ágætur.
Má segja, að vetrarvertíðin
hafi yfirleitt verið mjög góð.
Arið 1960 hefur því, það
sem af er, verið þjóðinni hag-
stætt. Framleiðslutæki henn-
ar eru í fullum gangi og
ýmislegt bendir til þess að
þátttakan í framleiðslustörf-1
NÝTT
TJÉTT fyrir páskana sigldi
nýjasti og fullkomnasti
togari Islendinga í heima-
höfn. Það er togarinn Narfi,
sem er eign Guðmundar Jör-
undssonar, útgerðarmanns
frá Akureyri. — Islendingar
fagna jafnan nýju skipi, ekki
sízt þegar það er sérstaklega
vandað og glæsilegt að öllum
búnaði. Til þessa nýja togara
hefur mjög verið vandað og
lögð áherzla á að gera hann
að öllu leyti sem hagkvæm-
astan í rekstri.
34 milljón krónur
Narfi- kostaði hingað kom-
inn 34 millj. króna. Það er
vissulega há upphæð. Það
þarf mikinn afla og góðan til
þess að rekstur slíks skips
geti borið sig. En vonandi
farnast hinu nýja skipi vel.
Til þess ber ekki aðeins brýna
nauðsyn fyrir eiganda hans,
heldur og fyrir þjóðarbúið í
heild.
En koma þessa nýja og
unum muni á næstu misser-
um aukast. Til þess ber líka
brýna nauðsyn. Reynsla okk-
ar frá síðastliðnum vetri ætti
að kenna okkur það að byggja
rekstur framleiðslutækja okk
ar eingöngu á innlendu vinnu
afli.
Bætt aðstaða
Þær ráðstafanir, sem gerð-
ar hafa verið til sköpunar
jafnvægis í efnahagsmálum
okkar, ættu að hafa í för með
sér bætta aðstöðu útflutnings
framleiðslunnar, og þar með
vaxandi þátttöku fólksins í
framleiðslustörfum. íslend-
ingar verða að finna, að það
borgar sig bezt að vinna í
þágu útflutningsframleiðslu
sinnar. Hún er hyrningar-
steinn undir allri afkomu
okkar. Blómleg útflutnings-
framleiðsla þýðir nægur gjald
eyrir til kaupa. á hverskonar
nauðsynjum, sem þjóðin
þarfnast, hvort heldur er til
daglegrar neyzlu eða upp-
byggingar og framleiðslu í
landinu.
Þetta skulum við fyrst og
fremst hafa í huga, þegar
sumri er fagnað að þessu
sinni.
Morgunblaðið óskar öll-
um Iesendum sínum, öll-
um íslendingum,
gleðilegs sumars.
SKIP
glæsilega togara til landsins
hlýtur enn að vekja menn til
umhugsunar um það, hve
þýðingarmikið það er að
framleiðslutæki þjóðarinnar
séu rekin á heilbrigðum
grundvelli. Höfum við efni á
því að láta rekstur slíkra
tækja sökkva að nýju í fen
styrkja og uppbóta? Vill
ekki þjóðin leggja eitthvað á
sig til þess að hægt sé að
halda skipum hennar úti í
fullum rekstri, þannig að þau
skapi arð og atvinnu án þess
að leggja þurfi á skatta til
þess að borga hallarekstur
þeirra?
Það er óhætt að fullyrða
að yfirgnæfandi meirihluti
íslendinga kjósi ekkert frem-
ur en að kveðja styrkja- og
uppbótastefnuna endanlega.
Fólkið vill að atvinnutækin
séu rekin á heilbrigðum
grundvelli og skapi sem var-
anlegasta og bezta atvinnu í
landinu, og sem mestan arð
í þjóðarbúið.
— Jósef Davrichewy
(Sosso) býr ■
Eftirfarandi frásögn og sam-
talsorot birtist á dögunum í
brezka blaðinu „Daily Ex-
press“, sent til blaðsins frá
París af William Hamsher:
PNN — að fimmtíu árum
liðnum — má merkja
rússneskan hreim og áherzl-
ur í frönskunni hans. Og all-
ir íbúarnir við hina þröngu
Parísargötu, þar sem hann á
heima, nefna hann Sosso í
daglegu tali — en það er
rússneskt gælunafn fyrir
Jósef. — Það var hann líka
nefndur á sínum tíma heima
í Georgíu, hálfbróðir hans ■—
sem heimurinn þekkti síðar
sem STALIN.
Hinn „franski" Sosso — fullu
nafni Jósef Davriehewy, hand-
hafi hins eftirsótta heiðurs-
merkis „legion d’honneur", einn
hinna fyrstu fallhlifarhermanna,
fyrrverandi sprengjuflugmaður,
njósnari, byltingarmaður með
meiru — líkist hinum heims-
fræga, framliðna Sosso mjög,
einkum þegar yfir andlit hans
breiðist þetta dálítið háðslega
bros, sem hánn „setur upp“,
þegar hann vill bægja frá sér
spurningu, sem honum þykir
borin fram af of mikilli ágengni.
„Parísar-Sosso" er nú seztur í
helgan stein og lifir rólegu lífi
á eftirlaunum sínum — en hann
fylgist enn af áhuga með heims-
málunum og hefir áhyggjur af
ástandinu. — Hann kveðst lengi
hafa hugleitt, hvað hann gæti
gert í þeim málum til þess að
leggja fram „sinn skerf“. —
„Loks ákvað ég að senda Krús-
jeff bréf — og gerði það áður
en hann fór frá París,“ segir
hann.
Hann kann margar sögur að
segja af strákapörum þeirra
hálfbræðranna í æsku. Þeir
rændu og rupluðu í eplagarði
hershöfðingja nokkurs og voru
yfirleitt sífellt að angra góð-
borgarana í Gori. — Ef til vill
hefir „Sossounum“ liðizt meira
vegna þess, að faðir þeirra var
lögregluforingi í þessum litla
bæ.
„Faðir minn hafði auga fyrir
kvenlega fegurð," segir Davri-
chewy. „Ein ung og lagleg hnáta
kom oft heim til okkar til þess
að sinna ýmsum smávikum og
|Faðir hans átti!
)barn með ungrij
)þvottastulku — .
og sá barnungi
varð síðar
heimsþekktur
Isem einvaldur-
inn Stalín...
þvo þvotta o. s. frv. Föður mín-
um leizt víst mæta vel á stelp-
una. Og einn góðan veðurdag
eignaðist þvottakonan litla barn.
— Þessi barnungi varð Stalin."
Leiðir þeirra hálfbræðranna
skildi, er þeir uxu upp, og ör-
Hálfbróðírinn
Jósef Stalin —
sonur þvotta-
stúlkunnar
lög þeirra hafa orðið með ólík-
um hætti.
„Sjáið þér til,“ segir Davri-
chewy, „ég varð að hrökklast
frá Rússlandi — látum okkur
sjá, það eru víst meir^ en
fimmtíu ár síðan. Lögregla keis-
arans var á hælum mér.“
Það virðist ljóst, að menn
keisarans hafi talið, að Davri-
chewy gæti veitt þeim ýmsar
upplýsingar um nokkur alvar-
legri mál heldur en ránsferð
bræðranna um eplagarð hers-
höfðingjans — mál eins og
sprengjutilræði og peningarán
til fjáröflunar fyrir byltingar-
menn.
„Og hefðuð þér getað hjálpað
lögreglunpi við að upplýsa slík
mál?“ spyr blaðamaðurinn.
Við slíkar spumingar breiðist
yfir andlit Sossos hið háðslega
bros, sem gerir hann svo líkan
einvaldanum, hálfbróður sínum
— og það er eina svarið, sem
fæst. — En hann Jósef gamli
Davrichewy ætlar víst að segja
heiminum frá þessu og ýmsu
öðru seinna — í minningabók.
— Hann stendur nú á áttræðu,
en vonandi endist honum ald-
ur til að ljúka bókinni, því að
telja má víst, að hún verði girni-
leg til fróðleiks — og skemmt-
unar.
Jósef Davrichewy skoðar
franskt tímaritshefti með
forsíðumynd af einvaldanum
hálfbróður sínum og yfir-
skriftinni „Endalok Stalins“.