Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. apríl 1960 MORCUTSBLAÐIÐ 15 Werner von Braun, einn af þekktustu sérfræðingum á sviði eldflauga, virðist nú vera farinn að efast um að tunglferðir séu það mikilvægasta í veröldinni. Nýlega dó móðir hans úr krabba- meini, og þá lét hann blaðamenn hafa eftir sér „Ég spyr sjálfan mig hvort þessum 100 millj. dollara sem veittir eru til geim- rannsókna, væri ekki betur var- ið í baráttunni gegn krabba- meini“. Það var móðir Werners sem gaf honum fyrsta kíkinn þegar hann var sex ára gamall, og varð þannig til þess að hann kynntist dásemdum stjörnugeims ins. Þau mæðgin sjást hér sam- í fréttunum an skömmu fyrir lát gömlu kon- unnar. Það er annars undarlegt hve persónulegar tilfinningar geta breytt miklu um skoðanir manna, jafnvel þó allar forsend- ur hafi verið vitaðar fyrir. ★ Henry Montherland var nýlega valinn í frönsku akademíuna, en slapp þó við það að fara biðj- andi fyrir sér til allra hinna með- limanna áður, eins og siður hef- ur verið hingað til. — Hann til- kynnti ritara akademíunnar ein- faldlega að hann væri fús til að láta kjósa sig í akademíuna og þar með búið. Þegar stjómmálamaðurinn Georges Bideault heyrði þetta varð honum að orði. — Við stjórnmáálamennirnir ættum að hafa það eins og karlfjárinn hann Monther- land. Hugsaðu þér ef við gæt- um bara sent kjörstjórninni skeyti „Fús til að láta kjósa mig“ — og losna svo við öll frekari ó- þægindi. Skyldu fleiri stjórnmála menn ekki vera honum sam- mála? ★ Franska leikkonan Michele Morgan missti fyrir skömmu mann sinn, leikarann Henri Vidal. Hún varð þó að halda áfram að leika, (gráta og hlægja eftir því sem við átti) þangað til kvikmyndin var búin, sem var verið að taka. Nú loks hefur hún getað tekið ser fn, til að jafna sig og halda upp á fertugasta af- mælisdaginn sinn eða réttara sagt þann tíunda, því að hún er fædd 29. febrúar. Michele fór með „litlu“ systur sinni, sem er 16 árum yngri, upp í fjöll, á svissneska vetraríþróttastaðinn Crans-sur-Sierre. Dagskrá þeirra er svohljóðandi: Farið á fætur kl. 9, gönguferð kl. 10, skauta- tími kl. 11, skíðaferð kl. 15 og ítölskutími kl. 18 og bólið kl. 21. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 21. Téveir bræður eru nefnd- ir til, er voru hinir verstu illvirkjar. Hét annar Þprir Þömb, en annar „Ögmundur illi. Þeir voru meiri og sterk- ari en aðrlr menn. Þeir gengu berserksgang og eirðu engu, þegar þeir reiddust. — Ei- ríkur jarl gerði þá útlæga fyrir endilangan Noreg. Gekkst Þorfinnur mest manna fyrir sekt þeirra. í móti jólum fór Þorffnnur heiman til annars bús síns. Húsfreyja mátti eigi fara með bónda , þvi að dóttir þeirra frumvaxta lá sjúk. Grettir var og heima og átta húskarlar. • 22. Nú kemur aðfangadagur jóla. Bóndadóttur var þá batn að, svo að hún gekk með móður sinni. Leið nú á dag- inn. Þá sá Grettir, atí skip rért að eyjunni og stefndi að naustum Þorfinns. Og er skip ið kenndi niður, hlupu þeir fyrir borð, sem á voru. — Grettir hafði tölu á mönnun- um og' voru þeir tólf saman. Ekki þótti honum þeir frið- lega láta. Þeir hlupu að naustinu og rykktu karfa Þor- finns fram á fjörugrjótið. Síð an tóku þeir upp sitt skip og báru inn í naustið. 23. Þá þóttist Grettir sja, að þeir myndu ætla að bjóða sér sjálfir beina. Hann fagnaði þeim vel og spyr, foringja þeirra að heiti. Sá kvaðst Þór- ir heita og kallaður Þömb og bróðir hans, Ögmundur, og aðrir kumpánar þeirra. Grettir svarar: „Gæfumenn miklir munuð þér vera, því að þér hafið hér góða aðkomu. Bóndi er heiman farinn með 'Ma heimamenn. Húsfreyja er aeimu og bóndadóttir og er bér hvaðeina það, er hafa þarf, bæði öl og annar fagn- xður. Skal ég nú veita yður sem eg má, og gangið heim neð mér. 24. Þeir báðu hann hafa þökk fyrir. Grettir tók í hönd Þóri og leiddt hann til stofu. Húsfreyja var í stofunni og spurði, hverjum Gretttr fagn- aði svo vel. Hann svarar: „Það er ráð uusfreyj.* uó uika vel við gestum. Hér er kominn Þór- ir bóndi Þömb og þeir tólf saman“. Hún svarar: „Ekki tel eg þá með bændum, því þeir eru verstu ránsmenn og illvirkjar. Launar þú nú illa Þorfinni það, er hann tók þig af skip- broti félausanV. Grettir svarar: Betra er nú fyrst að taka vosklæði af gest ' iinum en að ámæla mér. Jóhann Gunnar Sigurðsson; Heiðlóarvísur Komstu þars í brekku blóm brosa móti sólu? Þar, sem.við þinn vorljóðsóm vonirnar mig ólu? Bað ei hlíð að heilsa mér hérna bak við fjöllin? Veik hún ekki vel að þér? Varstu hrædd við tröllin? Heyrðu loksins, lóa, þei, Litlu má ei gleyma. Sástu hvergi mæta mey mynd í barmi geyma? Kenndu mér nú lítið ljóð, lóa mín frá heiði. , , %jS) Þu, sem ert svo ferðafróð. Fékkstu ekki alltaf leiði? i D óumcir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.