Morgunblaðið - 23.04.1960, Page 3
Laugarðagur 23. apríl 1960
MORGVNBLAÐIÐ
•i
Fyrir nokkru komu sex ís-
lenzkir svanir fljúgandi af
himnum ofan og settust á
Tjörnina meö fögrum söng.
En það stóð ekki lengi. Keis-
arinn rak þá á flótta úr ný-
dvelja á litlu tjörninni — og
það virðist vera j !m nóg.
Þeir eru friðsemdar fuglar,
enda aldir upp í íslenzkri ör-
æfakyrrð, þar sem söngurinn
á upptök sín, aftnr á móti
Einvígi um íslands-
meistaratitilinn í skák?
Þetta er egg „keisarahjónanna". Það er um 10 cm. á langveg-
inn en um 5 cm. á þverveginn, Ijós- og dókkbrúnt. Hreiðrið
er allmikið fyrirtæki, barmarnir hlaðnir torfflögum, en að
innanverðu er það allt klætt heyi, sem hefur verið flutt út í
hólmann. Hólminn er hæstur, þar sem hreiðrið er staðsett,
og svanirnir sjá þar vítt of allan sjá. Það verður mikið og
fagurt ríki, sem blasir við augum „erfingjans", þegar hann
skríður úr egginu.
MJÖG miklar líkur eru á því að
Freysteinn Þorbergssonar og
Guðmundur Pálmason verði að
heyja einvígi um skákmeistara-
titil íslands. I áttundu umferð,
sem tefld var á sumardaginn
fyrsta vann Guðmundur Pálma-
son Hauk Sveinsson, en skák
Freysteins við Jónas Þorvalds-
son fór í bið. Biðskákin verður
tefld á sunnudaginn og er hún
jafnteflisleg. Verði hún jafntefli
verða þeir Guðmundur Pálma-
son og Freysteinn jafnir að
vinningum, með 6 hvor.
I 8. umferð fóru leikar sem
hér segir:
Kári Sólmundarson vann Pál
G. Jónsson, Guðmundur Pálma-
son vann Hauk Sveinsson. Guð-
mundur Lárusson vann Halldór
Jónsson og Ólafur Magnússon
vann Jón Kristjánsson. Aðrar
skákir fóru í bið.
í gærkveldi átti að tefla bið-
skákir þeirra Ingvars Asmunds-
sonar og Benónýs Benediktssonar
og Gunnars Gunnarssonar og
Braga Þorbergssonar. Skák
Freysteins og Jónasar verður
tefld á sunnudag eins og fyrr
segir.
Staðan í landsliðsflokkl
1. Guðmundur Pálmason 6 v.,
2. Freysteinn Gunnarsson 5% v.
og biðskák, 3 —4. Kari Sólmund-
arson 5 v., 3.-4. Guðmundur
Lárusson 5 v., 5. Gunnar Gunn-
arsson v. og biðsk., 6. Ólafur
Magnússon 4% v., 7. Páll G.
Jónsson 4 v., 8.—9. Ingvar As-
mundsson 3 Vt. v. og biðsk., 8.—9.
Jónas Þorvaldsson 3% v. og
biðsk., 10. Halldór Jónsson 3% v.,
11.—12. Benóný Benediktsson
3 v. og biðsk., 11.—12. Bragi Þor-
bergsson 3 v. og biðsk., 13. Hauk-
ur Sveinsson 1% v. og 14. Jón
Kristjánsson % v.
Meistaraflokkur
I meistaraflokknum er keppn-
in um efstu sætin eigi síður
hörð, en þar fóru tvær skákir
í bið og getur önnur þeirra haft
áhrif á efstu sætin.
Hæstir að vinningum eru
Magnús Sólmundarson og Sveinn
Framh. á bls. 23.
UM þessar mundir er ástalifið
að vakna meðal íbúa Tjarnar-
innar í Reykjavik. Blikarnir
rífast um kollurnar, sem láta
sem þær hafi engan áhuga og
reyna að komast undan þeim.
Bráðum verða hólmarnir í
tjörnunum krökkir af eggjum
og síðar litlum ungum, er eiga
fyrir sér að vaxa og verða
veraldarvanir.
Þýzku svanirnir á stóru
tjörninni láta ekki sitt eftir
liggja — eitt egg er þegar
komið í heiminn og „keisar-
inn“ og „keisaraynjan" skipt-
ast á að gæta þeirra og halda
á þeim yl. Já, það hlýtur að
renna keisarablóð í æðum
Þesi mynd er tekin af hólmanum, áður en lagt var út í hann. Skömmu áður en myndin var
tekin höfðu „keisarahjónin“ skipt um vakt. Frú in Iagði frá landi til að hreyfa sig og fá sér að
borða, en „keisarinn“ settist klunnalega en var Iega á eggið. Hjónin halda öudunum í hæfilegri
fjarlægð frá hreiðrínu, en skipta sér ekki að öðru leyti af smælingjunum.
eiga von á erfingja
þýzku svananna, þvl þelr eru lendu sinni — og þeir hurfu syngja þýzku keisarahjónin
svo herskáir, að engum öðr- ^ j himinbiámann á ný. Xveir ekki - nema stríðssöngva. En
um svonum ervært ínnan landa gaman verður að sja barmð
mæra þeirra, sem er öll stóra íslenzkir svanir fá fyrir sér- þeirra, þegar það skríður úr
tjörnin — minna dugar ekki. staka náð hans hátignar að eggi.
Ljósmyndari og blaðamaður Mbl. fóru í gær út í Tjarnarhólmann undir vernd Kjartans Ólafs-
sonar brunavarðar. Báturinn er staddur miðja vega milli hólmans og lands og Kjartan veifar
til brunnavarðanna á landi. Það var gott að hafa Kjartan með, því þýzku svanirnir báru svo
mikla virðingu fyrir einkennisbúningi hans, að þeir héldu sig hæversklega i fjarlægð sunnan
við hólmann, meðan ljósmyndarinn tók mynd af hreiðrinu þeirra og egginu.
Frv. um viðskipta-
frelsi komið
í nefnd
INNFLUTNINGS- og gjald-
eyrismálafrumvarp ríkis-
stiórnarinnar var aftur á
dagskrá Neðri deildar Al-
þingis í gær.
Þegar fundur hafði verið sett-
ur kl. 13,30 tók Einar Olgeirsson
upp þráðinn, þar sem hann varð
niður að falla í fundarlok á mið-
vikudaginn. Varð honum einkum
tíðrætt um það, að hið aukna
frelsi mundi leiða til minnkandi
viðskipta við kommúnistaríkin í
Austur-Evrópu. Þar með yrði
brotið niður aftur það sem hann
hefði á liðnum árum barizt fyrir
að byggt yrði upp. Lýsti E. Olg.
með mörgum orðum áhyggjum
sínum og oánægju með þessa
stefnu, sem hann kvað ekki
tekna með nægilegri forsjá.
Þjóðin yrði of háð vestrænum
þjóðum. Með stefnu ríkisstjórn-
arinnar í þessum málum væri
verið að gefa upp sjálfstæði ís-
lenzks þjóðavbúskapar og gefast
upp við að stjórna honum sem
heild. Frjáls verzlun gæfist allt-
af ilia.
Um þessi atriði og nokkur
önnur, skyld og óskyld, talaði
E. Olg. viðstöðulaust nær allan
fundartíma deildarinnar í gær,
eða fram undir kl. 16.
Að ræðu hans lokinni var
málinu vísað til 2. umræðu og
f j árhagsnef ndar.
3
STAKSIEIWU
Oftrúin á perrónuníðið
Islenzkur almenningur fagna#
því áreiðanlega að á hinum sið-
ari árum hefur mjög dregið úr
persónulegum skömmum og
skætingi í blöðum. Blaðamenn-
irnir sjálfir hafa gert sér ljóst,
að slíkur málflutningur borgar
sig ekki og er þeim þar að auki
ekki samboðinn.
En öðru hverju skýtur hin*
gamli draugur persónuniðsins
upp kollinum. Hann hefur til
dæmis verið á ferli í dálkum
Þjóðviljans undanfarið. Þar hef-
ur verið haldið uppi látlausum
persónulegum rógi um Sigurjón
Sigurðsson lögreglustjóra i
Reykjavík. Þessi samvizkusami
og regiusami embættismaður
hefur verið eltur með alls konar
upplognum ásökunum. Einn dag.
inn hefur Þjóðviljinn til dæmis
haldið því fram, að lögreglu-
stjórinn haldi uppi stöðugum
símahlerunum gagnvart sam-
starfsmönnum sínum. Annan
daginn á öll embættisfærsla hans
að mótast af hiki og fálmi.
Tilgangurinn með þessum skrif
um Þjóðviljans er, eins og bent
hefur verið á hér í blaðinu, ekki
eingöngu sá að sverta einstakan
mann, heldur að rýra traust fólks
ins á lögreglu höfuðborgarinnar
yfirleitt. Það er það sem fyrir
kommúnistum vakir. En óhætt er
að fullyrða að yfirgnæfandi
meirihluti Reykvíkinga gerir sér
ljóst að lögreglan í Reykjavík og
lögreglustjóri vinna verk sitt af
dugnaði og samvizkusemi. Per-
sónuníð Þjóðviljans mun engu
breyta um þetta almenniugsálit.
Áhuginn vaknaður
Ungur kommúnisti segir í greill
í Þjóðvilanum á sumardaginn
fyrsta, að „barátlan fyrir brott-
för bandaríska hernámsliðsins og
úrsögn íslendinga úr Atlantshafs
bandalaginu sé höfuðmál, sem
önnur pólitísk verkefni mega
aldrei yfirskyggja“.
Nú er áhugi kommúnista
skyndilega vaknaður fyrir brott-
rekstri varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli. En þeir sátu i ríkis-
stjórn í hálft þriðja ár án þess
að hreyfa legg né lið til þess að
framkvæma það stefnuatriði
ríkisstjórnar sinnar að láta vam-
arliðið fara. Meðan kommúnistar
sátu í ráðherrastólum gerði ekk-
ert til þótt ísland væri í Atlants-
hafsbandalaginu.
Svona sjálfir sér samkvæmir
eru þá kommúnistar eftir allt
saman, einnig í varnarmálunum.
Hver skyldi svo taka mark á
fleipri þeirra nú, um að brottför
varnarliðsins sé „höfuðmál, sem
önnur pólitísk verkefni megi
aldrei yfirskyggja?“
Of margar ræður
Frumsýningargestum í Þjóð-
leikhúsinu fannst of mikið um
ræðuhöld á hátíðarsýningunni í
tilefni af 10 ára afmælis leik-
hússins sl. miðvikudagskvöld.
Þrjár ræður voru haldnar við
þetta tækifæri, og enda þótt þær
væru allar ágætar fannst leik-
húsgestum að þarna væri um of-
rausn að ræða. Forráðamenn leik
hússins ættu að athuga þetta i
framtíðinni. Löng ræðuhöld á
undan leiksýningum eiga ekki
við. Eitt örstutt ávarp í tilefni 10
ára afmælis leikhússins hefði
nægt, ef nokkra ræðu hefði á
annað borð átt að halda. Hátið-
leiki hátíðarsýningar í leikhúsi
er fyrst og fremst fólginn i sjálfri
sýningunni, en ekki ræðuhöldum
*á undan henui.