Morgunblaðið - 23.04.1960, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.04.1960, Qupperneq 15
Laugardagur 23. apríl 1960 MORCVISTtL AÐIÐ 15 Mooir Og barn Eftir Lynn Poole ÁRLEGA fæðast 4.200.000 börn í Bandaríkjunum. En þúsundir þessara barna fæð- ast með ýmis konar likamlega ágalla eða sjúkdóma, eins og t. d. heilalömun, hjartasjúk- dóm, flogaveiki, blindu, heyrn arleysi, holgóm o. s. frv. Skýrslur sýna og, að fósturlát og andavana fæðing eiga sér stað í einu af hverjum fimm tilfellum. Hér er um bæði persónulegt og læknisfræðilegt vandamál að ræða, sem snertir hvort tveggja, efnahag manna og mannlegt líf og tilfinningar. Um orsök margra þessara með fæddu ágalla eða óeðlis í börn um er læknavísindunum ó- kunnugt, hreinlega vegna þess að þeir myndast í flestum til- fellum á tímabilinu frá því að barnið er getið og þar til það er mánaðar gamalt. Nú hefur verið boðuð víðtæk rannsókn í Bandaríkjunum til þess að fá viðunandi svör við sumum þessara spurninga og er ætlunin að fylgjast ná- kvæmlega með 40.000 barns^ hafandi konum frá upphafi meðgöngutímans og þar til barnið er að minnsta kosti fimm ára. Rannsóknir þessar voru skipulagðar af einni rann sóknardeild heílbrigðisyfir- valda landsins, The National Institute for Neurological Dis- eases and Blindness, og hefur hún yfirlit með starfi 16 þekktustu heilbrigðisstofnana, sjúkrahúsa og læknadeilda há skóla víðs vegar í landmu, sem taka þátt í þessu víðtæka starfi. Rannsóknin hefst í hverju tilfelli fyrstu vikur meðgöngu tímans, því að það er margt sem getur haft va;-anleg og óheppileg áhrif á barnið, með- an það er í móðurkviði. Er það þá fyrst, að sálfræðingar hafa tal af mæðrunum og fæðinga- læknar rannsaka þær reglu- lega, og báðir halda nákvæm- ar og tæmandi skýrslur yfir athuganir sínar. Meðan á fæðingu stendur, er nákvæmlega fylgzt með líð an mæðranna og mældur hjartsláttur þeirra, blóðþrýst- ingur og hitastig og hjart- sláttur fóstursins. Viðstaddur fæðinguna er barnalæknir, sem heldur shýrslu yfir allt það er gerist meðan á fæð- ingu stendur, því að sum af- brigðilegheit barnanna má rekja til hennar. Fáeinum mín útum eftir fæðinguna byrjar bamalæknirinn á reglulegum athugunum á hinu nýfædda barni. Þá athugar hann hjarta slög þess, litarhátt, andardrátt og vöðvaviðbrögð. Aðeins einni klst. síðar er barnið rann sakað öðru sinni og síðan eru gerðar nokkrar nákvæmar allsherjar rannsóknir á því, áður en það fer af sjúkrahús- inu. Á þessu stigi eiga margir meðfæddir ágallar, ef nokkrir eru, þegar að vera komnir í Ijós. Þegar barnið er fjögurra mánaða, er það aftur lagt inn á fæðingasjúkrahúsið til ná- kvæmrar rannsóknar, sem nær yfir meira en 100 rann- sóknaratriði. Nú er og athug- uð hegðun þess og móðirin spurð spjörunum úr um veik- indi þess, athafnir og fram- farir yfirleitt. Næsta ýlsherjarrannsóknin fer fram á barninu fjórum mánuðum síðar. Auk venju- legrar rannsóknar er það nú einnig látið ganga undir nokk- urs konar sálfræðipróf til að fá einhverja hugmynd um vitsmuni þess, og nákvæmar mælingar eru gerðar á hreyf- ingum þess. Enn líða fjórir mánuðir og þá rannsakar barnataugasér- fræðingur vöðvavöxt þess, samhæfingu hreyfinga, við- brögð og sjón-, heyrnar- og til- finningasky n j an. Þegar barnið er hálfs annars árs, er svo gert á því heila- linurit, og á það að leiða í ljós andleg afbrigði eða heila- sköddun, er um það ef . að ræða. Síðan eru gerðar nákvæmar rannsóknir á baminu á hálfs árs fresti frá tveggja ára aldri og þar til það er komið á skólaaldur, og er þá taliö, að gengið hafi verið úr skugga um, hvort barnið sé eðlilegt og heilbrigt. Þegar rannsóknum þessum lýkur, munu læknar fá að- gang að viðamiklu safni af ómetanlegum upplýsingum, sem áður voru ókunnar. Þær munu án efa gefa svör við mörgum af þeim spurningum, um þetta efni, sem nú eru óráðnar, og getc orðið mikill styrkur fyrir foreldra barna, sem áð einhverju leyti eru af- brigðileg. (The John Hopkins University). Grafir og grónar rústir ÞAÐ þótti ekki ríflega skammt- að hangikjötið á jólunum í gamla daga ef skammturinn entist ekki hófsemdarmönnum fram á þrett- anda. Sá gamli og góði skömmt- unarsiður er nú víst víðast hvar niðurlagður og heyrir til fortíð- inni eins og margt annað, sem eftirsjá er að. En nú á dögum tíðkast annar jólarefur engu síður vel úti lát- inn. Andlega fóðrið, sem bókaút- gefendur hér á landi bera á borð fyrir almenning um og fyrir jólin, er ekki skorið við nögl, og er það sízt að lasta. Fæstir munu torga því fyrir sumarmál og mörgum endast til veturnótta, ef efni hafa til að eignast, þótt ekki sé nema betri helmingurhm Ég hef verið að treina mér í vetur það litla, sem ég komst yfir af þessum andlega undir- stöðumat. Og nú í páskafríinu hef ég verið að narta í einn af feitu bitunum og get ekki stillt mig um að minna á hann, ef fleir um skyldi fara sem mér að þykja hann alj girnilegur við nánari athugun. Þetta er bókin Grafir og grón- ar rústir, eftir C. W. Ceram, þýdd af séra Birni O. Björnssyni, gefin út af Bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri. Þetta er mikil bók, 360 bls. í stóru broti með 310 ljiismyndum, 16 litmyndum, og útgáfan í alla staði hin vand- aðasta og fegursta 1 fyrra kom úf hjá sama forlagi, eftir sama höfund, bókin Fornar grafir og fræðimenn. Báðar til samans hafa bækur þessar að geyma geysimikinn fróðleik um forn- leifar, sögu þeirra og rannsóknir síðari alda. Hér opnast lesand- anum í myndum og máli heii furðuveröld fornrar menningar, sem legið hefur grafin og falin öldum saman í grónum rústum og grafhýsum fornaldar bæði í Afríku, Asíu og víðar. Grafr og grónar rústir er bók, sem full er af fágætum fróðleik í lesmáli, og þó eru myndirnar ekki síðri, sýna margar það, sem erfitt yrði að lýsa í orðum og þætti jafnvel ótrúlegt, að til væri, ef ekki sæist svart á hvítu. Um þýðingu séra Björns get ég ekki dæmt nema einhliða. Eg hef ekki séð bókina á frummálinu. En málfarið á íslenzku þýðing- unni liggur vitanlega opið fyrir lesandanum. Mér virðist stíll séra Björns nokkuð harður og hrjúfur á köflum, en alltaf hressi legur og bragðmikill og víða skemmtilegur, minnir að sumu leyti á þá fornu steina, sem geymt hafa í jörðu hina gömlu menn- ingu, og fer vel á því í þessari bók. Hér skal nú staðar nema. Það var aldrei ætlun mín að grípa fiatn fyrir hendur þeirra ágætu manna, sem gera sér það að nokkurri atvinnu að skrifa rit- dóma um bækur. Tilgangur minn var aðeins sá að votta út- gefanda og þýðanda þakklæti fyrir þessa bók, um leið og þessi fáu orð mættu verða til nokkurr- ar ábendingar þeim, sem eru á hnotskóg eftir góðri bók til gjaf- ar eða sjálfum sér til fróðleiks og skemmtunar. Freysteiim Gunnarsson. Lögreglumenn á Suðurnesjum lœra Jyo-do SÍÐASTA vetrardag bauð Björn Ingvarsson lögreglustjori á Kefla vikurflugvell fréttariturum að vera viðstaddir sýningu lögreglu manna á sjálfsvarnaraðferðum, sem japanskur fjölbragðameist- ari, Sawamura Matsouka, hefir kennt lögreglumönnum af Kefla- víkurflugvelli og úr Keflavík um tveggja mánaða skeið. Sýningin fór fram í leikfimis- sal barnaskólans í Ytri-Njarðvík. Benedikt Þórarinsson yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli ávarpaði gesti og kynnti kennar- ann Sagðist Benedikt svo frá að Matsouka væri mjög fær kennari, en hann er íþróttakennari að mennt og hefir æft japanska fjöl- bragðaglímu frá 15 ára aldri, en er nú þrítugur. Aðferð sú, er hann hefði kennt lögreglumönn- unum væri nefnd jyo-do, en þá er eingöngu um sjálfsvarnar að- ferðir að ræða. Annars skiptist hin japanska fjölbragðaglíma í fjóra flokka eða jyo-do, judo, akito og karati. Þjálfun manna væri svo skipt í ýms stig og væru sex stig í jyo-do, en lögreglu- mennirnir væru aðeins að nálg- ast að ljúka fyrsta stigi. Talið væri að þriggja ára þjálfun þyrfti til að ljúka öllum sex stigunum. ÁrásarmaSur vopnaður flösku reglunnar á Suðurnesjum og því ekki hægt að segja frá henni hér. Að sýningunni lokinni bauð Björn' Ingvarsson lögreglustjóri til kaffadrykkju að Vík í Kefla- vík. Á meðan setið var undir borð- um kvaddi lögreglustjóri sér hljóðs og færði þjálfaranum þakkir sínar og lögreglunnar fyr- u vel unnið starf. Gat hann þess að námskeiðið hefði staðið yfir í 2 mánuði og hefðu flestir lögreglu mennirnir hlotið þjálfun í 40—50 stundir.. Þjálfun þessi ætti að gera þá öruggari í starfi og hæf- ari til að gæta laga og réttar og öryggis borgaranna. Tök þau er þeir hefðu lært væru ekki skað- leg ef þeim væri rétt beitt, en þeir þyrftu meiri þjálfun og yrði henni væntanlega haldið áfram síðar meir. Lögreglustjóri hvað vera sér sérstaka ánægju að kynna herra Sawamura Matsouka fyrir frétta- riturum. Hann væri 30 ára að aldri, hann hefði kennt jap- anska fjölbragðaglímu víða um heim og þá einkum lög- reglumönnum Hann hefði feng- izt við kennslustörf m. a. í Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og verið sérstaklega fenginn '. (Ljósm. P. G. Jónss.) Benedikt tók það fram að hér væri eingöngu um sjálfsvarnar- æfingar að ræða, sem auðvelda ættu lögreglumönnunum lög- gæzlu. Að þessu loknu hófst sýningin undir stjórn Matsouka. Tröllaukn ir iögregluþjónar kútvltust á gólf inu, léttir og fjaðurmagnaðir. Sýnd var svokölluð judovelta, en þá láta menn sig falla á herðarn- ar, velta eins og köttur og spretta örskjótt upp aftur. Einnig var velta þessi sýnd þar sem tvö hundruð punda lögregluþjónn hoppaði yfir tvo beljaka, sem lágu á fjórum fótum, stakk sér á höfuðið, kútveltisf og spratt síðan upp eins og stálfjöður. Þessu næst var sýnt hvernig hægt er að kollvarpa andstæð- íngi með einfaldri axlarsveiflu og gera hann óvirkan án þess að. valda meiðslum. Ýms tök voru sýnd og hétu þau nöfnum, sem ein eru nægileg til að skjóta óróa seggjum skelk í bringu, svo sem lögreglulás, heill og hálfur Nel- son og ótugtarlegur Nelson, kyrk ingartak, og mætti svo lengi telja. Áhorfendur skemmtu sér vel, þegar Tögregluþjónn með kylfu á lofti, ætlaði að greiða öðrum höfuðhögg, en var afvopnaður og óvirkur ger á sviþstundu. Ekki gekk félaga hans, sem var vopn- aður ölflösku, betur Vörnin gegn þessum bareflum er ótrúlega ein- föld, en sú aðferð er nú sem stendur hernaðarleyndarmál lög til að þjálfa lögregluna í Helsinkl. Matsouka væri hinn prúðasti 1 allri framkomu, hann væri kvæntur íslenzkri konu og hefði dvalið hér í nærri þrjú ár. Hvað lögreglustjóri að Matsouka ætti þá ósk heitasta að setjast hér að fyrir fullt og allt og gerast Is- lendingur, en til þess að það mætti takast þyrfti hann að hafa nægilega atvinnu til að sjá fjöl- skyldu sinni farborða. Hann hefði nokkuð fengizf við kennslu í íþróttafélögum en þyrfti á fleiri r.emedum að halda. Að lokum flutti Benedikt Þór- arinsson yfirlögregluþjónn ræðu og þakkaði lögrglustjóra fyrir áhuga hans á þjálfun þessari og færði þjálfaranum þakkir lög- reglumannanna. B. P. Boð frá Danmörku Handknattleikssambandi Is- lands hefur borizt boð frá danska Handknattleikssambandinu um að senda 2 þjálfara á námskeið í Danmörku. Námskeiðið, sem fram fer í Vejle er að þessu sinni eingöngu fyrir karlmenn, og mun fara fram dagana 31. júlí til 7. ágúst n.k. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í þessu námskeiði eru beðn- íð að hafa samband við formann HSÍ, Asbjörn Sigurjónsson fyrir 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.