Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 24
Innrásin í Noreg
Sjá bls. 13.
91. tbl. — Laugardagur 23. apríl 1960
SUS-síða
Sjá bls. 10.
R-9586 dreginn upp á yfirborðið
18 ára piltur drukknar
í Hafnarfjarðarhöfn
Bíll með 3 monnum lenti í höfninni
HAFNARFIRÐI — Aðfaranótt fimmtudagsins gerðist sá hörmu-
Iegi atburður hér, að bíi var ekið út af Nýju-bryggjunni og 18
ára piltur, Sveinbjörn Sigvaldason, Brekkugötu 12, drukknaði. —
1 bílnum með honum var Baldur Ólafsson og Hreiðar Georgsson,
sem ók. SIuppu þeir báðir ómeiddir. — Gerðist þetta um fjögur
leytið, en þá voru þeir Sveinbjörn heitinn og Baldur á Ieið um
borð í vélbátinn Fiskaklett. —
ÚrslitatHraun tH þess að
tryggja hagsmuni íslands
Engar viðrœður íslendinga og Brefa
Uggvænleg klofningsslarfsemi Hermanns og Lúðviks
Hál bryggja.
Þar sem bíllinn lenti út af,
á bryggjunni, myndast stundum
hálka, þegar rignt hefur, eins og
gert hafði þessa nótt, en það kem
ur til af því, að þarna er landað
úr togurunum. Rennur þá að
sjálfsögðu meira og minna af
fiskslýsi og öðru því líku úr
löndunartogurunum og af bílun-
um á bryggjuna. Einnig er lýsi
affermt á bryggjuhominu.
Af þessum sökum get-
ur hún orðið æði hál á þessum
stað, þegar votviðrasamt er, og
því varasöm. — Er talið að bíll-
inn hafi runnið eina 16 metra.
Komust út.
Þegar bíllinn var um það bil
að steypast fram af bryggjunni,
tókst Baldri, sem sat hjá bíl-
stjóranum, að opna hurðina og
ná taki á bryggjuröndinni, þar
sem hann gat haldið sér. Hreið-
ari tókst einnig að komast út
um sömu dyr, en hann lenti í
sjónum. Er hann ósyndur, en
var bjargað upp í vélbátinn
Fagraklett, sem bar þarna að.
Sveinbimi heitnum, sam sat í
aftursæti, og varð því ekki eins
fljótur var við hættuna, tókst
ekki að komast út úr bílnum. —
Var fenginn froskmaður til að
ná líkinu, og um morguninn festi
Yfirlýsing
FRA Landhelgisgæzlunni^
)barst Mbl. svohljóðandi yfir-
yýsing í gær:
Að gefnu tilefni og til þessO
(að fyrirbyggja misskilning þaé
/þykir rétt að taka fram, að/
/svæði það milli 8 og 12 sjó-)
Wílna markanna á Selvogs-j
kgrunni, þar sem netatjónN
í Grindvíkinga varð í s.l. viku,0
[er ekki eingöngu ætlað ís-/
/lenzku togurum til veiða,/
/þótt þeir hafi heimild til tog-)
)veiða þar samkvæmt reglu-1
Kgerð frá 29 ágúst 1958, heldury
£er það frjálst veiðum allra ís-C
rlenzkra skipa og báta, og gild/
/ir þar eðlilega sama venja um/
/veiðar og annars staðar, að sá)
)jem fyrst hefir sín veiðarfærij
sjó á réttinn.
Pétur Sigurffsson.
hann taug í bílinn, sem var dreg-
inn upp af krana. Var bíllinn,
sem er af Ford-gerð ’57, mikið
dældur og skemmdur.
Foreldrar Sveinbjörns heitins
eru Ingibjörg Þorsteinsdóttir
og Sigvaldi Sveinbjörnsson skip-
stjóri, Brekkugötu 12. —G.E.
KOMMÚNISTAR hafa undan-
fariff veriff meff stöffugar dylgj
ur um þaff, aff ríkisstjórn fs-
lands hafi staffið í samningum
viff brezk stjórnarvöld um
einhvers konar undanslátt í
landhelgismálinu. Fyrir þess-
um dylgjum er ekki minnsti
fótur. Engar viðræffur hafa af
hálfu íslendinga fariff fram
um þessi mál viff brezk stjórn-
arvöld, hvorki í London né í
Genf. Ráffherrarnir Bjarni
Benediktsson og Guðmundur
í. Guffmundsson komu til
London sl. fimmtudag til þess
aff gefa Ólafi Thors forsætis-
ráffherra skýrslu um ástand og
horfur á Genfarráffstefnunni
og ráfffæra sig viff hann. eins
og skýrt er frá í skeyti frá
fréttamanni blaffsins í Genf.
Klofningsstarfsemi
Hermanns og Lúðvíks
Þaff hlýtur hins vegar aff
vekja nokkurn ugg hér heima
aff þeir Hermann Jónasson og
Lúðvík Jósefsson hafa lýst sig
andvíga því, að tilraun yrði
gerð til þess aff hindra þaff aff
hinn „sögulegi réttur“ til þess
aff fiska í 10 ár á ytri sex
mílum 12 mílna fiskveiffiland-
helgi, verffi framkvæmdur
gagnvart þjóffum, sem eru yf-
irgnæfandi háðar fiskveiffum
um afkomu sína og efnahags-
þróun. íslenzka sendinefndin
hefur flutt slíka viðaukatil-
lögu viff tillögu Kanada og
Bandaríkjanna. Er bæffi okkur
og öðrum fiskveiðiþjóðum,
sem líkt stendur á um auð-
sær hagur aff samþykkt henn-
ar. Meff því væri tryggður al-
ger sigur okkar í baráttunni
viff Breta fyrir 12 mílna fisk-
veiffitakmörkum.
Hernaðarlandhelgi
Rússa
En þeir Hermann og Lúð-
vík virðast láta sig þaff engu
skipta. Þaff er eins og tólf
mílna fiskveiffitakmörkin séu
þeim nú einskis virffi en 12
mílna hernaðarlandhelgi
Rússa affalatriðiff.
Slíkur hugsunarháttur af
hálfu tveggja fulltrúa í sendi-
nefnd íslands er vissulega lítt
skiljanlegur.
Tilraun, sem bar
að gera
Þaff skal aff lokum tekið
Urðu hvergi varir við báta
eða netalagnir
fram, aff öil ríkisstjórnin og
meginhluti sendinefndar okk-
ar í Genf voru á einu máli
um aff nefndinni bæri aff gera
fyrrgreinda tilraun til þess aff
tryggja hagsmuni íslands nú,
þegar sterkar horfur eru á aff
tillaga Kanada og Bandaríkj-
anna verffi samþykkt. ís-
Ienzka sendinefndin hefur
þannig á síffustu stundu gert
úrslitatilraun til þess aff losa
Islendinga undan hinum
„sögulega rétti“, ásamt öðrum
fiskveiðiþjóðum, sem eiga líf
sitt aff mestu undir fiskveiff-
um. Hvort sú tiiraun tekst er
ennþá óvíst. En þessa tilraun
bar að gera. Annaff hefði ver-
iff óverjandi.
Ríkisreikningur
RÍKISREIKNINGURINN fyrir
árið 1957 hefur verið lagður
fram á Alþingi, svo og frumvarp
um samþykkt á honum.
Niðurstöðutala reikningsins er
kr. 918.093.618,17, eða rúmlega
eitt hundrað milljónir umfram
þá upphæð, sem ráð var fyrir
gert í fjárlögum fyrir umrætt
ár.
Samtal við skipstjóra og loft-
skeytamann togarans Gerpis
TOGARINN Gerpir frá Nes-
kaupstað, hefur verið nefnd-
ur í fréttum blaðanna af
netatjóninu mikla suður á
Selvogsbanka á dögunum. í
gærdag var togarinn hér í
Reykjavíkurhöfn og landaði
rúmlega 100 tonnum. Skauzt
þá blaðamaður frá Mbl. um
borð til þess að ræða við
yfirmenn togarans um þær
sakir, sem á þá og skip þeirra
hafa verið bornar í sambandi
við netatjón Grindavíkur-
báta. —
í íbúð skipstjórans, Birgis Sig-
urðssonar, ræddi blaðamaðurinn
við hann og loftskeytamanninn,
Björn Ólafsson. Spurningunni um
það hvort þeim hefði verið stefnt
fyrir sjórétt, svöruðu þeir á þá
leið, að svo hefði ekki verið, en
eftir þeim fregnum að dæma, sem
við höfum fengið, þykir okkur
mjög sennilegt að svo verði, sagði
skipstjórinn.
Urffu ekki báta varir.
Skipstjórinn og Björn loft-
skeytamaður sögðu, að sam-
kvæmt dagbók skipsins, sem þeir
sýndu blaðamanninum, hefði
skipshöfn Gerpis verið önnum
kafin á föstudaginn langa, við
að slá undir flottrolli. Farið var
að kasta um kl. 6 um kvöldið.
Hvergi urðum við vstrir við ferðir
netjabáta og hvergi við netja-
lagnir í sjó, sögðu þeir, og var
Gerpir þá 11—12 sjóm. undan
Krisuvíkurbergi. Það var hald-
ið áfram veiðum fram á nótt, en
þá gerði vonzku veður og urðu
þá frátafir.
Varpan tekin inn.
Á laugardagsmorguninn kom
til okkar Grindavíkurbáturinn
Arnfirðingur, kallaði til okkar,
sagði Björn loftskeytamaður og
bar hann það þá'á okkur að við
hefðum valdið tjóni á netjum
Grindavíkurbáta, við værum
komnir inn á netjasvæði bátanna
og værum með stefnu á trossu,
sem hann ætti þar í sjónum.
Varpan var þá strax hífð upp og
um leið sveigt frá netjatross-
unni. Þegar forhlerinn kom upp,
kom í ljós að baujufæri var á
hleranum. Það var skorið frá í
skyndi, en hnýtt sama naftur og
því sleppt niður.
Staffhæfing gegn staffhæfingu.
Þetta eru einu netjaspjöllin,
sem við á Gerpi ollum Grinda-
víkurbátum á þessari ferð. — f
snatri kipptum við út fyrir 11
mílur og héldum veiðum áfram
þar.
Þeir Gerpismenn, Birgir skip-
stjóri og Björn loftskeytamaður
kváðust ekki viljaræða þetta mál
ferkar að sinni. Og í þessu alvar-
lega máli mun svo sem oft áður
í samskonar tilfellum, stendur
staðhæfing gegn staðhæfingu.
En það er ekki úr vegi að
benda á, að svona getur þetta
ekki gengið á þessu veiðisvæði.
Það er auðvelt fyrir 1—2 báta að
loka Forinni og botni Selvogs-
djúps í fullum rétti, fyrir öllum
togurunum, um leið og þeir svo
bera upp á þá fáheyrt netjatjón.
Það hljóta allir að sjá að svona
fyrirkomulag er algerlega óvið-
unandi, sagði' Björn loftskeyta-
maður á Gerpi að lokum, en að
sjálfsögðu verður að taka fullt
tillit til hvers konar veiðarfæra,
sem liggja í sjó og menn gera
það ekki að gamni sinu að spilla
veiðarfærum hver fyrir öðrum.
Viðgerð liafin
TOGARARNIR Hvalfell og Ólaf-
ur Jóhannesson, er mikið skemmd
ust í árekstri á Fylkismiðum um
páskana, eru nú komnir upp í
Slipp og er þar unnið af kappi
að viðgerð á þeim. Skemmdirnar
á Hvalfelli virðast hafa orðið
meiri en í fyrstu var talið. Kvaðst
Jónas Jónsson, framkvæmdastj.,
útgerðarinnar, vonast til þess að
eftir um það bil 2 vikur verði
viðgerðinni lokið, ef þá ekki
verða óvæntar tafir. Viðgerðin á
togaranum Ólafi Jóhannessyni
mun taka nokkuð svipaðan tíma,
að því er talið er.
VorLoðafundur
H AFN ARFIRÐI — Næstkom-
komandi mánudagskvöld kl.
8,30 heldur Sjálfstæffiskvenna
félagiff Vorboðinn fund. Eru
féiagskonur hvattar til aff fjöl
menna og taka með sér gesti.
Grindvíkingar vilja oð
,,opna" svœðinu verði
lokað
KEFLAVÍK, 22. apríl. — Á sum-
ardaginn fyrsta var.fundur hald-
inn í Grindavík, þar sem útgerð-
armenn og skipstjórar á Grinda-
víkurbátum, ræddu frásagnir
blaða af netjatjóninu mikla á
Selvogsbanka á föstudaginn
langa. Töldu þeir blöðin halla á
sig.
Til þessa fundar buðu þeir for-
stjóra landhelgisgæzlunnar og
skipherranum á varðskipinu Ægi.
Við þetta tækifæri hafði Pétur
Sigurðsson verið beðinn að gefa
um það yfirlýsingu að hið opna
svæði út af Grindavík, væri eigi
ætlað togurunum einum til veiða.
Hafði forstjórinn orðið við þeirri
ósk.
Á fundinum var um það rætt,
að hefja undirbúning að því á
breiðari grundvelli, að vinna að
lokun þessa opna svæðis þannig
að þar verði með öllu bönnuð
dragnótaveiði. — hsj.
□-
VARÐARKAFFI
i Valhöll í dag
kl. 3—5 síffd.
--------□