Morgunblaðið - 28.04.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.04.1960, Qupperneq 3
Flmmtudagur 28. apríl 1960 MORGUNfíL 4Ð1Ð 3 r Teheran, íran, 27. apríl. — (NTB-Reuter) — 1 DAG og í gær urðu nýjar jarðhræringar á jarðskjálfta- svæðinu hjá rústum borgar- innar Lar í suður íran. Ekki hefur verið tilkynnt um tjón af völdum þessara jarðhrær- inga. Utanríkisráðherra Breta; Sel- wyn Lloyd, hefur sent Iranskeis- ara samúðarjíveðjur Bretadrottn- ingar og tilkynnt að ríkisstjórnin muni gef 10.000 pund til aðstoðar þeim sem komust lífs af. Aðstoð berst nú víða að og streyma alls kyns gjafir til íbúa borganna Lar og Garash, sem lögðust gjör- samlega í eyði í jarðskjálftun- um sl. sunnudag. Engar nákvæm- ai fréttir hafa enn borizt um fjölda þeirra er fórusfc Var í fyrstu talið að 3.000 manns hafi beðið bana, mest konur og börn, því mennirnir voru við vinnu á ökrunum, en nú ber fréttunum ekki saman og er tala hinna látnu áætluð allt frá 400 til 3000. Tjaldbúðum hefur verið komið upp við borgina Lar, þar sem íbúarnir hafast við, því ekki stendur veggur eftir af húsum borgarinnar.— Er þcssum íbúum nú aftur ógn- að, í þetta sinn af úlfahópum, sem halda sig rétt utan við tjaldsvæðið. Fyrirlestur í Háskólanum PRÓFESSOR Eugene Hanson, forseti lagadeildar Ohio North- ern University í Bandaríkjun- um, sem kennt hefur við laga- deild Háskóla íslands á þessu kennslumisseri, flytur fyrirlest-, ur fyrir almenning í 1. kennslu- stofu skólans í dag kl. 5:15. Efni þessa fyrirlesturs próf. Hansons er: Dómskipun í Banda- ríkjunum. — Öllum er heimill aðgangur. I Tjörnin heitir Vilpa og báturinn Vilborg. Hásetar eru Þorgeir Guðmundsson, 15 ára; Sigurður Sigurðsson, 14 ára, og Halldór Bjarnason, 14 ára. Nafni stafnbúans, þriggja ára, kunnv.m við ekki skii á. — Sjómennska er þeim í blóð borin Vestmannaeyjum 23./4. ’60 Til ritstjórnar Morgunbl. Sendi ykkur þessar myndir, því að það voru svo margir búnir að benda mér á þessa stráka. Þeir hafa sem sé smíð- að þennan bát sjálfir, án hjálpar nokkurra fullorðinna, að lítilli tilsögn undanskilinni. Þeir voru rúman mánuð að smíða bátinn og þykir hann nokkuð merkilegur. Þarna er ég kom að, voru þeir ný- búnir að setja á flot og voru að reyna sjóhæfni bátsins og einnig að sjá hvort nokkur leki væri kominn að honum. Þeir sem sé' reyndu hann fyrst á þessari tjörn, en nú eru þeir búnir að setja hann á flot á saltan sjó, sem sé byrj aðir að róa bátnum um höfn- ina og svo munu beir efalaust sækja lengra, kannski ekki á þessum báti, en öðrum meiri. Þessir strákar eru sjómanna synir, svo þeim er sýnilega sjómennskan í blóð borin. Sjáið svo litla snáðann í bátnum. Hann er að sj ástjórn maður á þessum báti, og þá afa sínum líkur, því að afi hans er einmitt skipstjóri á mótorbát hér. Hann er mjög „monsaraleg- ur“ í sínum sjóklæðum, eins og sjá má. Sigurg. Jónasson, Vestm.eyjum * 0 M I Litli sjómaðurinn. MMW Jónas Pétursson stAksieinar Viðbrögð íslenzkr a blaða Viðbrögð íslenzkra blaða við úrslitunum á Genfarráðstefnunni mega heita á eina lund. Öll dag- blöðin í Reykjavík telja að ís- lendingar megi vel við una. — Morgunblaðið leggur álierzlu á að 12 mílurnar séu að sigra og hafi í raun og veru átt yfir- gnæfandi meiri hluta fylgi að fagna meðal þeirrra þjóða, sem ráðstefnuna sóttu. Telur blaðið að íslendingar geti verið sæmi- lega ánægðir með ráðstefnuna. Kemst blaðið síðan m. a. að orði á þessa' leið: „Bretar drógu flota sinn til baka af íslandsmiðum í þann mund, er ráðstefnan hófst. Eng- um dettur í hug að þeir telji sér sæma að hefja hernaðaraðgerð- ir á íslandsmiðum að nýju“. Megum vel við una Alþýðublaðið segir í upphafl forystugreinar sinnar: „Genfarfundinum um land- helgismálið er lokið án árang- urs, og geta íslendingar vel við unað þau úrslit, eins og málum var komið á ráðstefnunni. Vissu- lega hefði verið æskilegast að samkomulag næðist um afdrátt- arlausa 12 mlina fiskveiðilög- sögu, en veidi hinna stóru sér- réttindaþjóða reyndist of mikið til að slíku væri að heiisa“. Tíminn kemst m. a. að orði á þessa leið í forystugrein sinni um úrslit ráðstefnunnar: „ísiendingar mega því vel una úrslita sjóréttarráðstefnunnar, þótt ýmsa skugga beri á störf hennar eins og t. d. framkomu Bandaríkjanna“. Kommúnistablaðið Þjóðviljinn leggur að vísu mesta áherzlu á, að afsaka þá ráðabreytni Lúð- víks Jósefssonar og Hermanns Jónassonar að snúast gegn tillögu fslands um að við skyldum und- anþegnir hinum sögulega rétti. En niðurstaða Þjóðviljans er þó þessi í forystugrein blaðsins: Hlutdeildarfyrirkomulag eða opin hlutafélög Tillaga Sigurðar Bjarnasonar og fleiri þingmanna á Alþingi ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Magnúsar Jónssonar og Matthíasar Á. Mathiesen um hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri tslendinga, var tekin fyrir á fundi Sameinaðs þings í gær. Framsöguræðu flutti Sigurður 2) Bjarnason, 1. þm. Vestfjarða. Sagði hann í upphafi ræðu sinn- ar, að eitt af mest aðkallandi vandamálum á sviði efnahags- mála væri það, að tryggja sætt- ir milli vinnu og fjármagns. Ein leið að því takmarki væri hlutdeildar. og arð- skiptifyrirkómulag í atvinnu- rekstrinum. Tillögur um það efni hefðu verið fluttar á þingi alloft, en eigi náð afgreiðslu. Því væri ekki þörf á að ræða málið ýtar- lega í þetta sinn. Hlutdeild í arði Aðalatriði hlutdeildar- og arð- skiptifyrirkomulagsins kvað ræðumaður vera þessi: 1) Að verkamennirnir fái auk hinna föstu launa einhvern hluta af arði. Að þeim gefist kostur á að safna arðhluta sínum, eða einhverjum hluta hans, til þess með honum að eignast hlut í atvinnufyrirtækjunum. 3) Að verkamennirnir fái hlut- deild í stjórn fyrirtækjanna, annaðhvort með því að eign- ast hlutafé eða að nefnd verkamanna hvers fyrirtækis hafi íhlutun um rekstur þess. Opin hlutafélög Að svo mæltu gat Sigurður Bjarnason síðan þess, að önnur leið væri einnig hugsanleg til að sætta vinnu og fjármagn. Væru það hin opnu hlutafélög, eins og t.d. Eimskipafélag Is- lands, sem þjóðin hefði á sínum tíma sameinazt um að hrinda í framkvæmd. Sú reynsla, sem þar hefði fengizt, benti vissulega til þess, að hér væri einnig um athyglisverða leið að ræða. Nýjar leiðir Báðar þær leiðir, sem hér hefði verið getið, hefðu verið reyndar víða um lönd, t. d. í Vestur- Þýzkalandi, Bretlandi, Astralíu og Bandaríkjunum, og þar gefizt vel. Að lokum ítrekaði Sigurður Bjarnason þau ummæli sín, að brýn nauðsyn bæri til að reyna hér nýjar leiðir í þessum efnum. Mikii átök milli vinnu og fjár- magns hefðu átt sinn stóra þátt í hinni óheillavænlegu þróun ís- lenzkra efnahagsmála undanfar- in ár. Mæltist ræðumaður til þess að málið fengi nú skjóta og góða meðferð á þingi, og var því að framsöguræðu hans lokinni vísað til allsherjarnefndar með sam- hljóða atkvæðum. KOMIÐ er út hjá ísafoldarprent- smiðju fjórða bindið í ritsafni Jacks London. Er það „Uppreisn- in á Elsinoru“ í þýðingu Ingólfs Jónssonar. Þessi útgáfa á riturn Jacks Lon- don er þegar orðin mjög vinsæl hér, enda á höfundurinn marga aðdáendur bæði unga og gamla. Þær þrjár bækur, sem komnar eru út, eru „Óbyggðirnac kalla“, „Ævintýri“ og „Spennitreyjan". Væntanlegar síðar á þessu ári eru „Bakkus kóngur“, „Sögur frá Suðurhafseyjum" og „Hetjan frá Klondyke". heiðraður EGILSSTÖÐUM, 21. apríl 1960. 20. apríl sl. átti Jónas Pétursson alþingismaður Skriðuklaustri fimmtugsafmæli. í tilefni af því heimsótti hann margt manna. Kona Jónasar frú Anna Jósafats- dóttir átti einnig fimmtugs af- mæli um þessar mundir. Margar ræður voru fluttar fyr- ir minni þeirra hjóna. Að síð- ustu þakkaði Jónas gestum fyr- ir komuna og sýndann vinarhug. Nokkrir hreppsbúar færðu þeim hjónum fallega litmynd af Skriðuklaustri. — A.B. Ferðin til tunglsins Þá er komið út hjá ísafold ann að bindið af hinni heimskunnu sögu Jules Verne „Ferðin til tunglsins" í þýðingu ísaks Jóns- sonar skólastjóra. Fyrra bindið „Tunglflaugin" kom út sl. vetur, en þetta síðara bindi nefnist „Ferðin umhverfis tunglið“. Þýð- ing bókarinnar er tileinkuð æsku lýð þessa lands. Er þetta fjórða bókin í flokknum Kjörbækur fsa- foldar. Á undan eru komnar „Flugævintýrið" eftir Leif Hamre, „Fegurðardrottning" eft- ir Hannebo Holm og svo Tungl- flaugin. „Öll íslenzka þjóðin fagnar úr- slitunum í Genf“. Tvöfeldni Rússa Kommúnistar hér heima leggja höfuðáherzlu á það, að eiginlega hafi Rússar og Sovétblökkin ver_ ið aðalstuðningsmenn íslands á Genfarráðstefnunni. Þetta er auðvitað hin mesta firra. Rússar greiddu atkvæði gegn báðum til- lögum íslands og gerðu það sem þeir gátu til þess að hindra að sérstaða okkar yrði viðurkennd. Fulltrúi Kúbu svaraði Rússum mjög vel, að því er snerti ísland, í ræðu er hann flutti á síðasta degi ráðstefnunnar. Var þannig sagt frá ummælum Kúbumanns- ins í fréttaskeyti fréttaritara Morgunblaðsins í Genf í blaðinu í gær: „Amador frá Kúbu stóð upp og kvaðst hafa undrazt tvöfeldni Rússans. Hann hefði lýst yfir samúð með íslandi og skilningi, en síðan greitt atkvæði á móti því, af hreinum tæknilegum ástæðum, eins og hann komst að orði! En skýring Rússa á þess- um tæknilegu ástæðum nægir ekki, sagði hann, því þeir greiddu einnig atkvæði gegn tillögu Kúbu, sem var alveg eins og tíl— laga íslands um forréttindi, nema hvað þar var sett almenn regla. Ég vil því segja fulltrúa Rússa, að við smáþjóðirnar erum raun- ar þakklátar fyrir samúð þeirra og skilning, en það er ekki nóg, þeir verða líka að sýna það i verki“. Jnck London og Ju’es Verne Tvær nýjar bækur frá ísafold

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.