Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 16

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 16
16 MORCVNBT 4 010 Fimmtudagur 28. apríl 1960 Léttur iðnaður Reglusaman og ábyggilegan mann (25—35 ára) vantar nú þegar til starfa við léttan iðnað. Tilboð er greini fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir mánu- dagskvöld 2. maí merkt: „Sjálfstæður — 3219“. TILKYNIMING um áburðarafgreiðslu i Gufunesi Áburður verður afgreiddur, frá og með mánudeg- inum 2. maí 1960 og þar til öðru vísi verður ákveðið, eins og hér aegir: Alla virka daga kl. 7,30 f.h. — 6,30 e.h. Laugardaga kl. 7,30 f.h. — 3,00 e.h. Athugið að nú er Kjarni aðeins afgreiddur í Gufunesi. Gerið svo vel að geyma auglýsinguna. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. Skrifstoíusfúlka vön vélritun og öðrum algengum skrif- stofustörfum, getur fengið vel launaða at- vinnu nú þegar hjá einni eldri heildverzl- unum bæjarins. Enskukunnátta nauðsyn- leg. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. mánudag 2. maí merkt: „Ábyggileg — 4306“. Úfgerðarmenn rafvirkjameistarar Útvegum með stuttum fyrir vara hina viðurkenndu 32 volta spennustilltu bátaraf ala frá Norsk Junger A.S., sem hafa reynzt afburðavel í íslenzkum og norskum fiskiskipum. Útvegum ennfremur frá Siemens-Schuckertwerke A.G. rafala fyrir aðrar spennur svo og ýmsan annan búhað fyrir skip. Leitið upplýsinga hjá oss um tækni og verð. SMITH & IMORLAIMD H.F. Verkfræðingar — Innflyjendur Pósthólf 519 — símar 11320/21. Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu strax. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Belcgjagerðin Trésmíðavél sambyggð. Það er 12” afréttari, þykktarhefill og langhulsubor, er til sölu og sýnis á Súðavog 24. Sími 32773. Söngskemmtim , VALDASTÖÐUM, 24. apríl. — | Karlakór Kjósverja, efndi til | söngskemmtunar að Félagsgarði 23. þ.m. Söngstjóri kórsins sem áður, var Oddur Andrésson að Neðra-Hálsi. En einsöngvari kórs ins var Einar Sturluson. Og auk þess söng hann allmörg einsöngs ; lög. Undirleik annaðist Gunnar j Sigurgeirsson, með næmleik og (smekkvísi. Kór og einsöngvara var ágætlega tekið, og urðu þeir að syngja aukalög. Tvær ung- meyjar færðu söngstjóra og ein- söngvara blómvendi. Að lokum var stigin dans. —St. G. — Utan úr heímí Framh. af bls. 12. í fótum og annari hliðinni Hann getur ekki staðið nema 30 sek- 1 úndur í einu. Hann á mjög erfitt I með að tala og var kosningaræða hans telí n á segulband og bandið síðan klippt og tengt saman, þar til setningar hans fengu merk- ir.gu. ★ SEGIR AF SÉR Andstæðingar Syngmans Rhee hafa krafizt þess að kosningarn- ar verði úrskurðaðar ógiidar, og þessum kröfum hafa fylgt þær , miklu óspektir, sem lesa hefur j mátc um í blöðunum daglega und i anfarið. Náðu þær hárparki sínu j 20. apríl s.l., þegar um 100 manns j féllu og yfir 1000 særðust í átök- ' unum í höfuðborginni Seoul. Síðan hafa ver ð þar áframhald- andi mótmælagöngur og átök j íbúanna við herlið og lögreglu. S.l þriðjudag féllst Rhee loks á að segja af sér og láta fara fram nýjar kosningar, og verður það vonandi til þess að friður kemst á í landinu. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið Simi 17752 Lógfræðistörf og eignaumsýsla. Samkðmur K. F. U. M. — Ad. j Fundur í kvöld kl. 8,30. Magn- ús Runólfsson talar. — Allir karl menn velkomnir. i K. F. U. K. — Ud. | Munið síðasta fundinn í kvöld kl. 8,30. Mætum allar. j Sveitastjórarnir. Z I O N — Óðinsgötu 6-A Almenn samkoma í kvöld kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. All- i ir velkomnir. Til siilu og sýnis i dag Zodiac ’56 j Keyrður aðeins 30 þús. km. j Opel Caravan 60, ’59, ’58, I ’55 Opel Capitan ’60, ’59, ’57, ’56, ’55, ’54 Ýmisleg skipti koma til greina. Opel Rekord ’56 og ’55 Mjög góðir bílar. Volkswagen ’60, ’59, ’58, ’57, ’56 ’55 Moskwitch ’59, ’58, ’57, ’55 Rússneskur jeppi ’59 lítið keyrður. Skipti ósk- ast á 4ra til 5 manna bil. Úrvalið er hjá okkur. — Bifreiðasala. Bergþórugötu 3. — Sími 11025. — Rektor datt Frafh. af bls. 8 eru þar aðalskrifstofur skólans og ýmsar kennslustofur. Kennarar og nemendur Eins og áður var minnzt á, voru nemendur í upphafi aðeins átta, og þá voru kennarar fjórir. Nú eru nemendur um 6000, og tala kennara yfir 300. Háskólanum er skipt niður í tíu deildir, og hefur hver deild sitt eigið hús. Þar fer kennsla fram, að eins miklu leyti og hægt er, og sömuleiðis eru þar bóka- söfn hinna einstöku deilda. Auk þessara deildarbókaíafna er aðal- bókasafn skólans ,sem er til húsa* í sinni eigin byggingu. Bókasafn þetta telur um 400.000 bækur auk korta, tímarita, blaða og filmna. Mjög eru deildarhúsin ólík að út- liti og ástandi, sem eðlilegt er. Lagadeild og deild hinna æðri lista eru báðar til húsa í nýjum byggingum, og eru þær í alla staði mjög nýtízkulegar og glæsi- legar. I byggingu listadeildarinn ar eru auk kennslustofa, leik- hús og hljómleikasalur, hvor tveggja fram úr hófi skemmti- lega skreytt og búin góðum tækj um. - Félagslíf er mikið við skólann, og áhugi á íþróttum fram úr hófi mikill. Má í því tilefni minnast á, að skólinn hefur á að skipa ní- unda bezta háskólaliði í fótbolta (football) í Bandaríkjunum. Hér, sem annars staðar í Bandaríkjunum, eru kirkjusam- tök mjög sterk. Hver kirkja hef- Ur félagsheimili fyrir stúdenta úr sínum söfnuði, og geta þeir komið þangað hvenær, sem þeir vilja. I þessum félagsheimilum halda þeir skemmtanir, spila, tefla, eða koma saman með skóla bækurnar til þess að leysa úr verkefnum þeim, er kennarar hafa fengið þeim. Ólíkt því, sem við eigum að venjast á íslandi, eru kirkjur hér fullar af fólki á hverjum sunnu- dagsmorgni, og eru þar ungir jafnt sem gamlir. Mörgum þykir ekki nóg að fara í kirkju á sunnu dagsmorgnana, en fara einnig til messu á sunnudagskvöld. Systra- og bræðrafélögin Hin svokölluðu systra- og bræðrafélög setja einnig mikinn svip á allt skólalíf. Félög þessi eru nefnd eftir ýmsum stöfum hins gríska stafrófs og eru mjög gömul. Fyrsta félag af þessari tegund, sem stofnað var hér var Kappa Sigma (1890), og er það fyrir pilta. Fyrsta systrafélagið var Chi Omega, og var það stofn- að 1895. Vilji menn ganga í þessi; félög, verða þeir að uppfylla ýmis skilyrði, og verða auk þess að ganga í gegn um fjögurra mán- aða reynslutíma. Eftir að þeir eru orðnir fullgildir félagar, fá þeir nælur, sem eru með ein- kennisstöfum félagsins, gefi pilt- ur stúlku þessa félagsnælu, þýðir það, að þau séu trúlofuð, og þyk- ir þetta mjög hátíðlegt. Systra- og bræðrafélögin búa hvert í sínu húsi og eru þau mjög glæsileg, enda kostar það skildinginn sinn að vera meðlimur í þeim. Erlendir stúdentar Mikill fjöldi erlendra stúdenta stundar nám við Háskólann í Arkansas, og eru þar stúdentar frá Suður-Ameríku í miklum meirihiuta. Erlendu stúdentarnir hafa með sér félagsskap og eru mjög á- SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Gís/i Einarsson heraðsdomsiögmaður. Malf/utmngsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19631. hugasamir um að kynna lönd sín og þjóðir, enda veitir stundum ekki af. A hverju vori er haidin alþjóðleg vika, og er þá meðal annars höfð máltíð þar, sem hin- ar ýmsu þjóðir kynr.a helztu þjóð arrétti sína, og menn koma fram í þjóðbúningum. Einnig er svo farið í ferðalög og haldnir dans- leikir. Hinir erlendu stúdentar hafa einnig stofnað með sér fót- boltalið, og er þar átt við fót- bolta, eins og menn þekkja hann á íslndi. Sambúð hinna hvítu og svörtu Arkansas er þekkt um allan heim sökum kynþáttaæsinga þeirra, sem átt hafa sér stað þar á undanförnum árum. í Fayette- ville eru mjög fáir svertingjar, og menn verða lítið varir við hatur í þeirra garð. Við sjálfan háskólann stunda nokkrir svert- ingjar nám. Þeir búa í sérstökum húsum og blanda sér lítið við aðra stúdenta. Kennarar og flest- ir hinna hvítu stúdenta virðast ekkert hafa á móti svertingjun- um, en framkoma þeirra öll virð- ist byggð á varkárni. Þeir vilja ekki verða til þess að koma af stað meiri æsingum en orðið er. Þeir telja, að með tímanum muni verða komið á algjöru jafnrétti, en telja ekki rétt að fara of hratt af stað. Til gamans má nefna það, að þsgar fyrsti negrinn hóf nám við skólann fyrir um tólf árum, var hann látinn sitja öðru meg- inn í kennslustofunni, en hinir hvítu hinum meginn. Þessu var þó fljótlega breytt, og svo var komið áður en æsingarnar hóf- ust í Little Rock, að svertingjar bjuggu í sömu heimavistum, sem hinir hvítu og höfðu með hönd- um ýmsar staður í félagslífi skól- ans. Því miður var þessu öllu breytt, og óvíst er hvcnær það kemst í samt lag aftur. Strangar reglur f flestum skólum Bandaríkj- anna verða nemendur að hlýða ströngum reglum, svo er einnig við Ríkisháskólann í Arkansas. Sem dæmi má nefna, að kvenn- stúdentar verða að vera komnir inn fyrir kl. 10.30 að kvöldi fjóra daga vikunnar. Aðra daga mega þeir vera úti nokkru lengur. Ekki þurfa piltar að fara eftir nein- um regium, hvað útiveru snertir. í upphafi voru reglurnar þó enn harðari, þá urðu allir að vera komnir inn kl. 7 að kvöldi. Frá þeim tímum er sögð sú saga, að einn af fyrstu rektorum skólans tók mjög hart á öllum slíkum brotum, og varð þvi nemendum uppsigað við hann, eins og oft vill verða. Kvöld eitt eftir kl. 7 laumuðust nokkrir piltana út og niður að læk eihum, sem rann þar skammt frá. Yfir þennan læk lá plankabrú, og tóku þeir nokkra planka úr miðri brúnni og komu því svo þannig fyrir, að rektor frétti, að einhverjir hefðu laumazt út. Kom hann nú hlaupandi og tóku þá allir til fót- anna og stukku yfir opið í brúnhi, en rektor, sem átti sér einskis ills von, lenti niður ó milli plank anna og niður í lækinn. Kandídatastígarnir Ótölulegur fjöldi gangstiga hlykkjast fram og aftur umhverf is skólabyggingarnar. Flestir þessara stiga eru lagðir stein- hellum, og á þær eru letrað nöfn allra þeirra, sem útskrifazt hafa frá háskólanum með kandítats- prófi (bachelor). Það voru kandi datar útskrifaðir árið 1905, sem hófu þennan sið, en seinna var bætt við nöfnum þeirra, sem út- skrifazt höfðu áður. Talið er, að þessir kanditatastigar, eða Senior Walks, séu þeir einu í Bandaríkj- unum, sem hafa nöfn hvers ein- asta nemanda, sem útskrifazt hefur frá skólanum. Nú er svo komið, að stígarnir eru á þrot- um, en enginn vill verða af því að fá nafn sitt ritað á þá. Fram- tiðin ein mun skera úr því, hvað verður gert þeim til sárabóta, sem ekki fá nöfn sín rituð á stéttarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.