Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 15

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 15
Fimmtudagur 28. apríl 1960 MORCVNfíLÁÐIÐ 15 Leikfélag Kópavogs: Alvörukrónan „Gamansöngleikur“ eftir Túkall Leikstjóri Jónas Jónasson. Frumsýning 21. apríl. ★ I>AÐ væri synd að segja, að líf vantaði í leikhússtarfsemina hér í höfuðstaðnum og nágrenni hans, en ýmsir munu þó sakna listarinnar, a. m. k. á það við revíurnar, sem eru farnar að þjóta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug; flestir eru þó kann ski fegnir að vera lausir við hana, ef dæma skal eftir vinsæld- um hinna ómerkilegustu viðfangs efna og óvinsældum þeirra örfáu góðu sýninga er hér hafa litið dagsins ljós. — Samkvæmt þessari formúlu ætti engum að leiðast að bregða sér í Kópavog- inn til að skoða „Alvörukrónuna“ eftir Túkall, því hún er varla túskildingsvirði, fremur en plat- krónan okkar. Þetta er eins kon- ar revía, sem endar líkt og væm- ið melodrama, þar sem höf. er farinn að slefa ættjarðarástinni eins og hvítvoðungur slefar munn vatninu sínu, að öðru leyti lík „revíum“ þeim er gengið hafa hér að undanförnu. Þess vegna þyrfti leikdómurinn ekki að vera lengri. Þó get ég ekki stillt mig um að minna á að í „gamla daga“ voru sýndar skemmtilegar rev- íur, en það skiptir kannski engu máli, fyrst hæfileikanum að hlæja hefur fleygt svo fram hér á íslandi sem raun ber vitni, hvað við getum vafalaust þakkað við kynningu okkar við amerískan „sjó-bissness“. Höfundur umræddrar revíu nefnir sig túkall, og sýnir það að hann er maður lítillátur, því hann kallar sig ekki einu sinni alvörutúkall; einnig bendir dul- nefnið til þess að hann sé maður ekki einsamall: túkall tákni sem sé tvo kalla. Ég mun samt ekki leiða getum að því hvert hans (eða þeirra) raunverulega nafn sé, en hver svo sem höfundur er, virðist augljóst að hann hafi stúderað „Frjálsa fiska“, mest allra leikrita. Hitt mætti og segja mér að leikritið hafi ekki verið „sensúrað“ af Aðal- björgu, heldur af háttvirtum öðrum þingmanni þeirra í Kópa- vogi, eður hans bífalíngsmanni og prófoss. Því er ekki neitað að stungið er á mörgum kýlum í revíu þess- ari, og er það gott og blessað, en það er oftast gert með hálf- bitlausum instrúmentum, sem eiga fremur heima í eldhúsi en á fínni „klínikk“. Skopið er í grófara lagi, og stundum svo langsótt, að það lítur út eins og nokkurs konar þriðja flokks heimspeki. Undir þessu öllu saman er svo einhver væminn þjóðræknistónn, eins og áður er sagt, sem nær yfirhöndinni^ áður en lýkur, og kæfir loks grínið. Leikfélag Kópavogs er dug- mikill félagsskapur, og um með ferð þess á umræddu verkefni er ekki nema allt gott að segja, þegar tekið er tillit til aldurs þess og aðstæðna allra. Það brá fyrir ekki óskemmtilegum leik hjá sumum leikurunum; en ekki var Mangús B. Kristinsson (alias Gísli Sjakalín gúvenor yfir íslandi) eins skemmtilegur nú og í „Músagildrunni“. Þórir Þver- brestur hótelstjóri á Hótel Kóp (sem var sextán-og-hálf hæð) líktist réttilega nýlenduvörukaup manni eða virðulegum rútubíl- stjóra. Hann var leikinn af Sveini Halldórssyni. Hans frú var fjör- lega leikin af Auði Jónsdóttur. Símadaman, Auður Júlíusdóttir, bætti upp á sýninguna með þokka sínum, myndi hún hiklaust sóma sér vel í hvaða banka sem væri. Slíkt hið sama mætti segja um fleiri af hennar kyni er fram komu á þessari sýningu, en hér læt ég staðar numið, enda eru leikendur yfir þrjátíu. Leikstjór- inn Jónas JónasSon, hefur vafa- laust gert það sem efni stóðu til; en leiktjöld Snorra Karls- sonar voru dálítið misjöfn að gæðum: bragginn í fyrsta þætti líktist t. d. engum bragga, hvort sem litið var á hann raunsæj- um augum eða frá impressjón- ísku eða súrrealísku eða sym- bólsku sjónarmiði. Einhver upp hitunarkeimur var af lögunum, enda lætur höfundur ekki nafns síns getið. Útsetning Magnúsar Ingimarssonar var snotur. Síðan er mönnum í sjálfsvald sett, hvort þeir láti þennan grein arstúf hræða sig. Ég óska svo L. K. allra heilla. O. B. ~Z/z3 sem viiuium Andlitssnyrting FEGRUNARSÉRFRÆÐING- UR hefur skrifað eftirfarandi grein fyrir kvennaþátt! nn um andlitsföðrun (make up) og meðferð snyrtivara. Sérfræð- ingurinn segir: — Nútímakon- an gætir hófs í meðferð snyrti vara. Hún undirstrikar það 1 isem fallegt er í útliti sinu og reynir að dylja lýtin. Skal nú rakinn gangur and litssnyrtingar í stuttu máli og fjallar fyrsti kaflinn um HÖRUNDIÐ Við andlitföðrun (make up) skal gæta þess að andlitið sé vel hreint Eftir að hörundið hefur verið hreinsað, er gott að hressa húðina með andlits- vatni eða köldu vatni. Bómull Mjó lína er teiknuð kringum augnkantinn ^ við rætur augnhára- nna með grönnum augnabrúnablýant, og látin vísa upp á við i ytri augnkróunum. Augnskuggarnir eru settir á miðju augna- ioksins og litnum áreift út og upp. I er bleytt í vatninu og bankað upp andlit og háls. Þerrað. Sé húðin heilbrigð, skal liturinn á púðurundirlaginu vera i sam ræmi við hörundslitinn (ljós- hærðar konur ei ga að nota ljósa liti á snyrtivörum en dökkhærðar konur dekkri og sterkari liti). Fljótandi undir litur er í tízku og mjög fegr- andi. Setjið ofurlítið á kinnar, nef, höku, háls og enni. Sé k.nnalitur notaður, verið þá sparsamar á hann. Látið hann þar sem kinnbeinin eru hæst og dreifið vel úr eftir lögun andlitsins. Litaskipti eiga ekki að sjást. Því næst púðrið"yf.r húðina, notið bómull og púðr- ið vel yfir Púðrinu, sem ofauk ið er burstið þér burt með Bréf sent Morgunblaðinu: Til starfa erlendis // // Hr. ritstjóri: Tilefni bréfs þessa er grein- arstúfur, sem Velvakandi birti fyrir nokkru undir fyrirsögninni: „Til starfa erlendis", og fjallar um ráðningu íslenzkra verk- fræðinga til starfa utan íslands. Greinarstúfshöfundur taldi að fé íslenzkra skattgreiðenda myndi kastað á glæ ef verk- fræðingar flyttu af landinu eft- ir að hafa verið kostaðir nl náms af ísier.zkum fjármunum. Þessi skoðun er því miður al- geng, en byggist á talsverðri SKarnmsýni á hag þjóðarinnar. Eins og ástatt hefur verið á ís- landi undanfarin ár, hafa verk- fræðingar átt frekar erfið kjör rniðað við erlenda stéttarbræður sína. Margir þeirra hafa komið fx’á námi erlendis og rekið sig á þá staðreynd, að engin eftir- spurn var eftir vinnu þeirra og veikefni fyrir óreynda verkfræð- inga fa. Þess má geta, að sennilega er óvíða hægt að finna borg á stærð við Reykjavík með annan eins fjölda af vel menntuðum verk- íræðingum og með eins lítil skil- yrði til að fá vinnu við tæknileg efni. Nú er það svo, að með hinni einhliða framleiðslu landsins, þá er brýn nauðsyn að koma á fjöl- breyttari iðnaði, sem gæti aflað landinu tekna út á við. A Is- púðurbursta. Næst tökum við fyrir AUGUN og málningu á augnaumbúnað inum. Augnabrúnirnar eru burstaðar með 1 'tlum bursta til að fjarlægja púður, sem hefur setzt í þær. Síðan eru þær teiknaðar upp með mjúk- um augabrúnablýant, breiðast ar fremst og grennra út eftir augnboganum, og loI:s burst- aðar. Augnahárin sýnast dekkri og lengri, ef þau eru burstuð með bursta, vættum með vatni og augnaháralit, burstið upp efri augnhár og strjúkið létt yfir þau neðri. Augnskuggar og blýants- strik í kringum augnakantinn eru mjög í tízku sem kvöld- snyrting og getur verið falleg, ef vel er með farið. En í skarpri dagsbirtu gerir slík snyrting oft útlitið óeðlilegt og nær því ekki tilgangi sín- um. Teiknað er mð grönnum augnabrúnablýant mjó lína í kr.ngum augnkantinn við ræt ur augnháranna og aðeins upp á við í ytri augnakrókunum. Augnskuggarnir eru settir á miðju augnaloksins og litnum dreift út og upp. Litaskiptin eiga ekki að sjást Liti augna- skugga skal velja efttr lit augnanna, t. d. séu augun brún eða græn, skai nota brúna og grænleita augnskugga, séu augun blá fer bezt á að nota bláleita augnskugga. Þó getur það verið breyti- legt, hvað fallegast er fer það eftir lit á hörundi, klæðnaði og skartgripum. Að lokum málum við V ARIRNAR Þær eiga að vera þurrar og púðraðar. Fallegast er að teikna útlínur varanna með varapennsli, síðan er fyllt upp með varalitnum. Beðið andar- tak. Síðan þrýst pappírs- þurrku að vörunum til að fjar- lægja lit, sem ofaukið er. — m. Úr einu atriðinu í „Alvöruglettum". landi eru mörg góð skilyrði til arðberandi iðnaðar fyrir erlend- an markað, en þesskonar athafn- ir eru fyrirfram dauðadæmdar nema þær styðjist við trausta tækriilega kunnáttu. Hvernig má það þá vera, að sama þjóðfélagið geti þjáðst af skorti á útflutningsiðnaði og einnig af verkefnaskorti fyrir verkfræðingana, sem nauðsyn- legir eru til slíkra verka? I fyrsta lagi ber að gæta þess, að stofnun á hverskonar vanda- sömum iðnaði útheimtir ekki að- eins vel menntaða menn, heldur einnig talsverða reynzlu af verk um annarra. Sú reynzla er al- mennt ekki fáanleg á íslandi og þvi síður fæst hún með skóla- göngu einni saman. íslenzkir verkfræðingar hafa því miður allt of sjaldan ráðið sig til starfa erlendis, ef til vill vegna þröngsýni eða ásakana um landflótta. Auðvitað hentar sum um verr en öðrum að búsetja sig erlendis til langframa, en ég tel illa farið hve fáir hafa erft utan- fararhneigð forfeðra sinna. Það hefur löngum tíðkazt að sækja ráð til erlendra sérfræð- inga þegar mikið hefur iegið við. Það reynist oft dýrt, enda eru sér íræðingarnir oft misjafnir. Þeir standa sjaldnast lengi við og þekkja staðhætti okkár ekki nægi lega. Sú tækniléga þékking, sem landið þarf mest á að halda, þarf að koma frá íslenzkum verkfræðingum, sem hafa öðlazt reynzlu ytra og flutt hana með sér heim. Segja má, að ekki sé hægt að ganga - út frá að allir þeirra komi heim aftur. Um það er aldrei hægt að segja fyrirfram, sumir eignast ef til vill aldrei fyrir fargjaldinu heim, aðrir efnast svo mjög að heimþráin dofnar. Samt er það víst, að sumir þeirra hverfa aftur heim, og þá helzt þeir, sem landinu væri mest að gagn að. Auk þess sem nauðsyn er á haldgóðri reynzlu til tæknilegra athafna i þágu útflutningsiðn- aðar, þá er ekki síður áríðandi að afla kunnugleika á söluaðferS um slíkrar framleiðslu erlendis. Meðal erlendra þjóða taka verk- fræðingar virkan þátt í sölu iðn- aðarafurða, og því myndu ís- lenzkir verkfræðingar í störfum erlendis oft kynnast vel þeirri hlið málanna. Framleiðslan stæð- ist ekki, nema sala hennar væri framkvæmd .af þeirri þekkingu og harðfylgi, sem nútíma sam- keppni útheimtir allsstaðar. Hér er því enn önnur ástæða fyrir Íslendinga að afla sér reynzlu ytra. Vissulega eru til tæknimennt- aðir menn á landinu, sem hafa haft ágæt áform um að hefjast handa á eigin spýtur eða í félagi við aðra, um að reyna að koma á fót atvinnurekstri á grundvelli faglegrar kunnáttu. Þeir hafa oftast gefist upp vegna vonleys- ,is, fjárskorts, verzlunarhafta og skattpíningar. Fram að þessu hef ur þjóðfélagið ekki hlynnt mikið að þesskonar viðleitni. Það þarf að ryðja úr vegi öllum heimatil- búnum annmörkum til þess að nýr iðnaður nái fótfestu. Með hinni nýju viðreisn á efna hagsmálum þjóðarinnar koma væntanlega möguleikar á auknu athafnalifi. Það þarf að losa um viðjarnar og koma bókhaldinu í j.ag, en það má ekki bþegðast að hiynna að hverri þeirri tekjuöfl- un, sem völ er á út á við. Sé hugsað nægilega iangt fram í tímann, þá þarf þessi þjóð að eigiiast sem flesta verkiræðinga, og örva marga þeirra til.að leita sér víðtækrar reynzlu . érlendis, svo að okkar eigin menn ■ geti með tímanum tryggt landinu auknar tekjulindir. Þjóðin verð- ur vafalaust að knýja sig til sparn aðar til að jafna sig eftir vímu undanfarinna ára, en það ér eðli hennar nær að rétta síðan hall- ann með því að græða: meira. Þorsteinn Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.