Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 23
Tónleikar Poly- j íónkórsins í gær PÓLÝFÓNKÓRINN, sem starf- að hefur undanfarið hálft þr'iðja ár undir ötulli forystu Ingólfs Guðbrandssonar söngnámsstjóra, hélt tónleika í Kristkirkju í Landakoti í gærkvöldi, en fleiri verða haldnir næstu kvöld fyrir styrktarfélaga kórsins og aðra velunnara og áhugamenn. Markmið kórsins, samkvæmt því, er segir í efnisskránni, er að iðka og kynna fagra kórtónlist, kirkjulega og veraldlega, gömul verk og ný. Að þessu sinni var eingöngu kirkjutónlist á efnis- skránni, og öll viðfangsefnin er- lend. Tvö verk voru þar eftir samtímatónskáld: Mótetta um „Lofið vorn Drottin" eftir Hugo Distler (1908—42) og Þýzk messa eftir Joh. Nepomuk David (f. 1895). Bæði þesi verk eru mjög athyglisverð, einkum þó messan, sem er tilþrifamikil á köflum. Önnur viðfangsefni voru eldri, nokkur eftir þýzk og ítölsk tónskáld frá 16. og 17. öld, og loks þrír kórar úr kirkjuverk- Aðalfundur Kaupm. fél. Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — Kaupmanna- félag Hafnarfjarðar hélt aðal- fund sínn 26. þ. m. — 1 upphafi fundarins minntist formaður, Jón Mathiesen, látins félaga, Bergþóru Nýþorg kaupkonu, sem um 30 ára skeið starfaði hér í Firðinum. Vottuðu fundarmenn henni virðingu sína. Þá flutti formaðurinn skýrslu félagsins. — Gjaldkeri las upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Síðan voru frjálsar umræður og tóku margir til máls. Jón Mathiesen baðst undan endurkosningu og var Stefán Sigurðsson kosinn formaður í hans stað, Guðlaugur Þórðarson ritari og Haraldur Sigurjónsson gjaldkeri. Fráfarandi formaður var kosinn fulltrúi kaupmanna- samtakanna. — G. E. Þýzkaland vann Portú^al 2:1 Ludwigshaven, Þýzkal. 27. apríl (Reuter). — í LANDSLEIK, sem háður var hér í dag sigraði Þýzkaland Portúgal 2:1. Við leikhlé stóð leikurinn 1:0 fyrir Þýzkaland. Vormót ÍR VORMÓT ÍR fer fram á íþrótta- vellinum á Melunum sunnudag- inn 15. maí n.k. og hefst kl. 14,30. Keppt verður í eftirtöldum grein um: 100, 400, 3000 og llOm grinda hlaup, 4x100 m boðhlaup, 100 m drengir (f. 1942 og síðar), 800 m hlaup unglingar (f. 1940 og síð- ar), 100 m kvenna, spjótkast, kringlukast, stangarstökk, há- stökk og langstökk. Undankeppni fer fram í stangarstökki föstudag inn 13. maí kl. 18 og aðeins þeir sem þá stökkva 3.60 m. eða hærra komast í aðalkeppnina. — Þátt- tökutilkynningar sendist Guð- mundi Þórarinssyni, Bergstaða- stræti 50b (sími 17458) í síðasta lagi 10. maí. (Frá stjórn frjáls- íþróttadeildar ÍR). ÞAU mistök urðu í umbroti íþróttasíðunnar í gær að Bjarni Albertsson var sagður formaður Knattspyrnufélags Keflavíkur, en hann er formaður Knatt- spyrnuráðs Keflavíkur. Afmæli BJARNI Hákonarson, Efstasundi 74, er sjötugur í dag. um Bachs og tveir úr „Messíasi" eftir Hándel. Efnisskráin var óvenjuleg að gerð, eftir því sem hér gerist, og að mörgu leyti erfið í söng og vandasöm fyrir stjórnanda og kór. Söngstjórinn hefur unnið mjög þarft og merkilegt starf með stofnun og þjálfun þessa kórs, og hefur tekizt forkunnar- vel. Kom það þegar í Ijós á tón- leikum, sem kórinn hélt í Gamla bíói á sl. ári, að þar var á ferð- inni óvenjufagur og fágaður söngur, verkefni valin mjög með öðrum hætti en hér hefur verið tíðast og þeirra einkum leitað til höfuðskálda kórbókmenntanna á 16. og 17. öld. Þessir tónleikar bera því vitni, að haldið er áfram á sömu braut, og er það vel farið. Hin gamla kórtónlist er að mestu óþekkt hérlendis, en hún býr yfir miklum töfrum og óvenju- legri fegurð, ef vel er hlustað. Einar Sturluson tenórsöngvari söng á milli atriða á efnisskránni tvö lög eftir Bach og tókst vel. Árni Arinbjarnarson annaðist undirleik með einsöngvara og kór á orgel kirkjunnar og lék auk þess Prelúdíu og fúgu eftir Buxtehude og fór hvorttveggja fagurlega úr hendi. J. I*. — S.-Kórea Frh. af bls. 1. unum í gærkvöldi voru 24 drepn- ir og 134 særðir. Vegna hernaðarástands í land- inu, hefur ríkt þar útgöngubann 10 tíma næturinnar, og var þetta bann í dag stytt í 8 stundir. Háskólarnir munu taka aftur til starfa á föstudag og mennta- skólarnir á mánudag. Forsíðumyndin Annað stærsta dagblað Kóreu, „Kyunghyang Shinmoon“, sem var í andstöðu við Syngman Rhee og var bannað fyrir ári, hóf í dag aftur göngu sína. Á forsíðu birti það mynd af því þegar mykjuvagn dró styttu af Rhee eftir götum borgarinnar, en íbúamir spýttu á styttuna eða grýttu hana. Frjálslyndi flokkurinn, flokk- ur Rhees, hefur nú ákveðið að skipta um nafn og heitir í fram- tíðinni demókratíski sósíalista- flokkurinn. Hann mun þó halda áfram íhaldsstefnu sinni. Það hefur vakið mikinn fögn- uð í Seoul að tilkynnt hefur ver- ið í Washington að Eisenhower muni halda áætlun sína um að heimsækja Suður-Kóreu 22. júní nk., en vegna ástandsins var í ráði að hann hætti við förina. — S.-Afrika Framh. af bls. 1 teknir voru eru margir ásakaðir íyrir brot á vegabréfalögunum Þetta er fjórða árás lögreglunnar á East London síðastliðinn hálfan mánuð og hafa 1183 verið hand- teknir þar. Yfirmaður lögreglu- sveitarinnar skýrði frá því að ekki hafi fundizt vopn hjá biökku mönnunum, og að handtökurnar hafi farið friðsamlega fram og án árekstra. Samskonar árás var gerð á borgina Nyanga, nálægt Höfðaborg, þar sem 141 var hand tekinn. Ritskoðun Frá Höfðaborg berast þær frétt ir að fjöldi fréttaritara og blaða manna hafi fengið fyrirskipanir um að breyta fréttaskeytum sín- um, annars fengjust þau ekki send. Breytingarnar voru aðal- lega í því fólgnar að ekki mátti iáta uppi nöfn þeirra sem fang- elsaðir höfðu verið, né lýsingar á handtökunum. MORGUNBL AÐIÐ 23 ÞESSI mynd var tekin í DC-3 flugvél frá varnar- liðinu, er utanríkisráð- herra, Emil Jónssyni, og sendiherrum fimm NATO- ríkja í Reykjavík var boð- ið í kynnisför suður á Keflavíkurflugvöll. — Voru það sendiherrar Banda- rikjanna, Bretiands, Vest- ur-Þýzkalands, Danmerk- ur og Frakklands. Var gest unum ekið í bílum um flugvöllinn, en síðan flogið með þá um nágrennið i boði Willis, yfirmanns varnarliðsins. — Lengst til vinstri á þessari mynd er M. J. Brionval, sendiherra Frakka. Næstur honum Hans R. Hirschfeld, sendi- herra V-Þýzkalands. Annar í röðinni frá hægri er Emil Jónsson og næstur (fjær honum), er Tyler Thomp- son, sendiherra Bandaríkj- anna. — Íþf'óttir Framh. af bls. 22. verður gert ef sigurvegari í úr- tökumótinu hefir ekki náð lág- markskröfunni?“ — Verður venjan þá höfð að engu og hann skilinn eftir heima? Eða mun venjan verða haldinn, með að senda hann til Rómar, og þannig að ýta mönnum til hliðar, sem náð hafa lágmarkinu, þótt þeir hafi tapað fyrir honum á úrtöku- mótinu. s Þetta er spurningin sem menn velta mjÖg fyrir sér í Banda- ríkjunum í dag. Forustumenn frjálsíþrótta- manna eru hvergi hræddir og láta þá skoðun í Ijósi að allt ráðist vel á endanum. Þeir telja fullvíst að Bandaríkjamenn geti sent þrjá menn í hverja grein að undanteknu, ef til vill 10.000 metra hlaupinu. Forust- an telur að ef frjálsíþróttamenn- irnir ná sínu bezta í úrtöku- keppninni muni engin vandræði skapast. Og ef maður sem ekki hefir náð tilsettum árangri til Olympíuferðar sigrar í úrtöku- keppninni, eða verður á undan manni sem hefir náð lágmarks- kröfunni, þá vona þeir að þeim takist að hafa svar við því vanda máli. Úrtökukeppninni til æfinga fyrir Olympíuliðið verður háð i Stanford í Kaliforníu 1.—2. júlí nk. og ef menn ná til teknum árangri eftir þann tíma verður þeim gefinn kost- ur á að æfa með Ölympiulið- inu, sem verður kallað saman til æfinga góðum tíma fyrir brottför til leikjanna. Keppn- um verður komið þannig fyr- ir að hverjum einum verður gefinn kostur á að ná tilskild- um árangri. Og árangur sem unninn er tveimur vikum fyr- ir 31. ág. er aðalkeppni Olym- píuleikjanna hefst verður tek inn til greina. Ráðskona óskast í veiðihús í Borgarfirði í sumar, frá 10. júní til 11. september. I húsinu er rafmagn og öll þægindi, og þar dveljast að' jafnaði ekki fleiri en 4 í einu. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist blaðinu fyrir 5. maí n.k. ,merkt: „Ráðskona — 4304“. Eiginkona mín ÖLAFlA ÓLAFSDÓTTIR lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins 27. þessa mánaðar. Pétur Jóhannesson. Móðir mín og systir GlSLlNA SIGRlÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR andaðist að morgni miðvikudagsins 27. apríl. Jón Bjömsson, Þórný Þórðardóttir. Maðurinn minn SKÚLI ÁGÚSTSON frá Birtingaholti, andaðist í Landsspítalanum miðvikudaginn 27. þ. m. Elín Kjartansdóttir. Útför móður minnr ÞORGERÐAR HALLDÓRSDÓTTUR er andaðist 19. þ. m., fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 30. apríl kl. 2. Pálína Pálsdóttír. Jarðarför SÓLVEIGAR GUNNARSDÓTTUR fer fram föstudaginn 29. apríl frá Fríkirkjunni kl. 2. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Ættingjar. Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTlN BENEDIKTSDÓTTIR Barmahlíð 53 verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. þ.m. kl. 13,30. — Athöfninni verður útvarpað. Börn, tengdabörn, bamabörn Innilegar þakkir öllum þeim sem vottuðu mér vináttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns PÁLS JAKOBS JÓNSSONAR Sigríður Á. Björasdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför sonar míns GUÐMUNDAR ÞORLEIFSSONAR frá Breiðholti. Fyrir mína hönd og vandamanna. Jóhanna Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.