Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 24
Íþróttasíðan er á bls. 22. ItlwipmMstöíifo 95. tbl. — Fimmtudagur 28 aprfl 1960 Andtitssnyrting — Sjá bls. 15 — 7 bótor með 7000 tonn ÞORLÁKSHÖFN, 27. apríl. SJÖ bátar hafa verið gerð- ir út frá Þorlákshöfn í vet ur, og hefur afli þeirra verið ágætur frá vertíðar- byrjun — um 7000 tonna heildarafli. Aflahæstu bát- arnir eru Friðrik Sigurðs- son með 976 tonn og Þorlák ur II. með tæp 900 tonn. Undanfarið hefur verið unnið að því að Ijúka bygg ing hraðfrystihúss á Þorláks höfn á vegum útgerðarfél- agsins Meitils hf. Er bygg- ingunni nú lokið og tekur það til starfa um helgina. — G.G.Ó. Ók á Ölfusárbrú SELFOSSI, 27. apríl. — Síðast- liðinn mánudag um kl. 19 var fólksbifreið ekið með miklum hraða út á Ölfusárbrú, með þeim afleiðingum, að hún lenti utan í grindverki brúarinnar, og skemmdist það mikið. — Tókst bifreiðarstjóranum að losa bif- reiðina frá með því að slíta stuðarann og fleira smávegis af bifreiðinni. Hélt hann síðan áfram ökuferðinni, þó allt vatn væri farið af vatnskassanum. Lögreglan hér á staðnum kom þegar á vettvang og náði öku- þórnum austur með Ingólfsfjalli. Var hann einn í bifreiðinni — og sennilega undir áhrifum áfengis. — G. G. Ó. Kuldakast á Vestfjörðum ISAFIRÐI, 27. apríl: — Hér hefur verið sólskin og logn undanfarið, en kalt strax og sólar nýtur ekki, frost á kvöldin og næturna að jafnaði. Hefur veðurlag verið nokkru kaldara, síðan ísrekið byrjaði hér út af Vestfjörðum. Aður en kuldakast þetta gerði var brum farið að lifna á trjám, en það kelur nú aftur. — G.K. SKÓGRÆKT ríkisins hyggst á næstunni flytja inn frá Noregi bjöllutegundir, sem lifa á trjá- lús, en hún hefur lagzt mjög á vissar trjátegundir hérlendis, dregiff úr vexti þeirra og jafnvel drepið einstök tré. Ur.gur maður frá Hafnarfirði, Gunnar Finnbogason, vinnur að því um þessar mundir í Noregi að safna bjöllutegundunum, en hann nefur undanfarna tvo vet- ur stundað nám í skógverkstjórn á Steinkerum í Þrændalögum. Eru fyrstu bjöllusendingarnar væntanlegar hingað til lands um r æstu helgi. Þrjár tegundir Að sögn Guðmundar Arnar Árnasonar, skógfræðings, er hér um að ræða þrjár bjöllutegundir svokallaðar Maríuhænur, sem eru algjör rándýr meðal skordýra, en mjög sérhæfar, þannig að viss Maríuhænutegund lifir á ákveð- inni lúsartegund Þær trjátegundir hérlendis, sem aðallega líða af lús, eru Skógarfura og Sitkagreni. Lúsin, sem lifir á Skógarfurunni, nefn- ist Skjaldlús eða Ullarlús. Hefur mjög borið á því undanfarin 10 ár, að hún hafi dregið úr vexti Skógarfuru og jafnvel drepið hana. I fyrravetur fannst svo hin lúsartegundin, sem hefur lagzt á Sitkagreni. Mætti kalla hana Sitkagrenislús, en svo nefnist hún í Noregi. Hún er örsmá, vart sjáanleg með berum augum. Verða menn hennar bezt varir á því, að trén, sem hún leggst á, gulna fyrst og verða síðan brún. Skæffustu óvinir Maríuhænutegundir þær, sem fluttar verða inn, eru skæðustu óvinir þessara lúsa, og hefur sums staffar tekizt aff útrýma þeim, meff því að flytja bjöllutegundir þessar inn , þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Hcr á landi eru aðeins til tvær Maríuhænutegundir, en þær virð ast ekki sækja á þær lúsategund- ir, sem lifa á Skógarfuru og Sitkagreni. Er það von skógræktarmanna, að með innflutningi þessara norsku bjöllutegunda verði unnt að útrýma eða draga úr trjáalúsa plágunni. Hefur Gunnar Finn- bogason fengið allar upplýsingar varðandi þetta á tilraunastöð norsku skógræktarinnar að Asi, svo árangurinn fnegi verða sem beztur. Cylfi með 300 tonn PATREKSFIRÐI, 27. apríl: — Afli báta héðan hefur verið ágæt- ur undanfarið — 15—35 lestir í róðri eftir tvær nætur — sömu- leiðis afli handfærabáta. Togar- inn Gylfi er á heimleið af Fylk- ismiðum með 270—300 tonn af karfa — Fréttaritari. RANNSÓKNARLÖGREGLAN var enn í gær að leita af fjár- hirzlum sem innbrotsþjófarnir þrír höfðu rænt og köstuðu síð- an. í gærdag beindist leitin að Reykjavíkurtjörn. Voru rann- sóknarlögreglumenn þar á báti í námunda við Tjarnarbrúna. Það sem leitað var að eru tveir peningakassar, sem mennirnir stálu, er þeir brutust inn í skrif- stofu Mjólkursamsölunnar í des- embermán. sl., en þeir eru allir starfsmenn þar Einn innbrots- ÞESSI mynd'var tekin á annan sumardag á Siglu- firffi. Flugvélin á myndinni er sjúkraflugvél Björns Páls sonar, en hann varff aff Ienda þar á skíffum vegna þess aff snjór lá yfir öllu. Þaff er ekki hægt aff segja aff þaff sé sumarlegt um aff litast í þessari byggff. Á sama tíma hefffi ekki einu sinni veriff lendandi á Esj- unni á skíðum vegna snjó- leysis hér syffra. Ker til hafnar- gerða steypt á Akranesi JÓN ÁRNASON og nokkrir fleiri þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu í gær fram á Al- þingi þingsályktunactillögu um að athugað verði, hvort ekki sé hagkvæm aðstaða til að koma á fót á Akranesi framleiðslu stein- steyptra kerja til hafnabygginga víðs vegar um land. í greinar- gerð tillögunnar er m. a. bent á, að mjög sennilegt sé, að Akra- nes sé kjörinn staður til sJíkrar framleiðslu. Þar sé Sementsverk smiðjan staðsett og auk þess nær tækt þar úrvals steypuefni, sand ur og möl, sem miklu máli skipti í þessu sambandi. Tillögunnar svo og greinargerðarinnar með henni verður nánar getið hér í blaðinu síðar. þjófanna segir að hann hafi kast- að kössunum í Tjörnina, út af brúnni. í þessum kössum eru sagðar bankabækur með allmik- illi fjárhæð í, sem fryst var þá þegar er kunnugt varð um inn- brotið. Mjög er erfitt að leita í Tjörn- inni, því við minnstu hreyfingu gruggast vatnið, en þykkt leðju- lag er á botninum. Fór svo líka að ekki tókst að finna kassana og í gær var óráðið hvort áfram verður haldið leitinni. Þorsk og ýsuafli eykst, karti minnkar í GÆRDAG barzt Mbl. yfirlit frá tonn af bátafiski og 13.000 tonn Fiskifélagi íslands um aflabrögð- in á fyrstu tveim mánuðum þessa árs. Af því- kemur í ljós að þorsk afli landsmanna var í febrúar- lok 58.000 tonn: tæplega 45.000 Ljósameistarinn iél! í hljómseit- argryfjuna i í GÆRKVÖLDI, milli kl. 7 og / 8, varð þaff slys í Þjóffleikhús- inu, að Hallgrímur Bachman, ljósameistari, féll ofan í hljóm sveitargryfjuna, er hann var á leiff yfir leiksviffiff. Hallgrím- ur var þegar fluttur á Slysa- varðstofuna, þar sem í ljós kom ,að eitt rif hafffi sprung- ið við falliff. Hann var síðan fluttur heim til sín, þar sem honum virtist að öðru leyti ekki hafa orðið meint við fall- iff. _ var afli togaranna þá orðinn. Mið að við sama tíma árs í fyrra, var aflinn í febrúarlok sl. orðinn rúmlega 10.500 tonnum meiri. Aðaluppistaðan í fiskafla lands manna er sem fyrr þorskurinn og var hann í febrúarlok orðinn rúmlega 33.000 tonn, á móti tæp- lega 23 þús. tonnum á sama tíma í fyrra. Ýsuaflinn er einnig meiri í ár 11.500 tonn á móti 6.100 tonn um í fyrra. Karfaaflinn var orð- inn rúmlega 2850 tonn, en var í febrúarlok 1959 orðinn hvorki meira né minna en 15.000 tonn. Við verkun aflans hafa rúm- lega 33.000 tonn farið til fryst- ingar, til herzlu rúmlega 7.300 tonn og búið var að salta rúmlega 10.000 tonn. Er það miklu meiri söltun er orðin var í febrúarlok 1959, þá um 5.800 tonn. Herzlan er líka miklu meiri í ár en í fyrra. Innanlandsneyzlan er tæp- lega 15.000 tonn þessa tvo mán- uði sem skýrslan nær yfir á móti rúmlega 10.000 tonnum í fyrra. f skýrslunni er að lokum skýrt frá því að síldaraflinn sé rúm- lega 100 tonn. Leitad í Tjörninni \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.