Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. ajtríl 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík S'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STERKARI AÐSTAÐA ¥ SAMTALI, sem fréttaritari Morgunblaðsins í Genf átti við Bjarna Benediktsson dómsmálaráðherra að lokinni atkvæðagreiðslu á ráðstefn- unni, komst dómsmálaráð- herra m. a. að orði á þá leið, að íslenzka sendinefndin hefði hagað öllum sínum störfum á ráðstefnunni með það fyrir augum að greiða fyrir, að hún næði tilætluðum árangri. íslenzka nefndin hefði í tillögum sínum og öllum málflutningi, bæði manna á milli og á fundum, hiklaust og ótvírætt látið uppi, með hvaða skilyrðum hún gæti greitt atkvæði með þeirri lausn, sem bersýnilega hefði mest fylgi á ráðstefn- unni. Ráðherrann komst síð- an að orði á þessa leið: Aðeins fögur orð „Þeir sem mestu réðu hér, vildu ekki fallast á skilyrði okkar, heldur virtust halda að fögur orð gætu komið í stað athafna. Afleiðingin er nú komin fram og taki þeir á sig ábyrgðina á því sem hana raunverulega bera“. Þessi ummæli dómsmála- ráðherra eiga við fyllstu rök að styðjast. Svo virðist sem fulltrúar stórveldanna á Genfarráðstefnunni hafi talið það fullnægjandi fyrir ís- lendinga að farið væri fögr- um orðum um sérstöðu okk- ar og nauðsyn til verndar ís- lenzkum fiskimiðum. Ósigur hins sögulega óréttar En þrátt fyrir það að ráð- stefnan færi að verulegu leyti út um þúfur, þá er það rétt sem dómsmálaráðherra segir, og einnig hefur verið bent á hér í blaðinu áður, að aðstaða íslands er mun sterk- ari eftir ráðstefnuna en áður. Bretar hafa nú í raun og veru gert sér ljóst að 12 mílna fiskveiðitakmörkin hafa sigr- að og mikjll meiri hluti full- trúa á ráðstefnunni var sömu skoðunar. Mestur tími ráð- stefnunnar fór í togstreitu um það, að varðveita gömul sérréttindi Breta til þess að fiska í nokkur ár innan 12 mílna markanna. En sem betur fer náðist ekki nægur meirihluti fyr- ir hinum sögulega órétti. Hann beið ósigur. ISLENZK LIST I GRIKKLANDI | TNDANFARIÐ hefur staðið yfir sýning á málverka- prentunum Helgafells í Aþenu. Ritaði einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins, Sigurður A. Magnússon, grein um þessa sýningu í blaðið í gær. Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Sýningin á málverka- prentunum Helgafells var fyrsta kynning á íslenzkri list- í Grikklandi og mun óhætt að fullyrða að hún vakti óskipta athygli allra, sem sau hana. Létu margir Grikkir í ljós óskir um, að með þess- ari sýningu væri hafið nán- ara menningarsamband þess- ara tveggja útvarða Evrópu, og væri ekki fjarstætt að Is- lendingar reyndu nú að koma upp sýningu á grískri nú- tímalist. Báðar þjóðirnar mundu vafalaust græða á slíkum samskiptum.“ Höfuðvígi fagurra lista Fyllsta ástæða er til þess að taka undir þessi ummæli. íslendingar fagna því að tækifæri hefur gefizt til þess að kynna íslenzka málaralist í Aþenu, hinu forna höfuð- vígi fagurra lista. Fréttamað- ur Morgunblaðsins segir i grein sinni, að margir Grikk- ir hafi haft orð á því, hví- líkur ávinningur sé að mál- verkaprentunum sem þess- um. Hægt sé með tiltölulega litlum kostnaði að senda verk helztu listamanna okkar heimsborga á milli og sýna þau mönnum, sem varla hafa heyrt nafn íslands nefnt fyrr. Má hiklaust fullyrða, að Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, hefur unnið mjög merkilegt brautryðjendastarf með málverkaprentunum sínum og lagt okkur upp í hendur ómetanlegt tæki til landkynningar. ■ UTAN UR HEIMI Einvaldurinn faliinn Rís hann upp aftur? SYNGMAN RHEE forseti Kóreu er 85 ára gamall. Hann er þrár og ósveigjanlegur í skoðunum sínum og það er einkennandi fyrir hann að hann telur að eina leiðin til sameiningar Kóreu sé sú að senda herlið Sameinuðu þjóð- anna til að leggja Norður Kóreu undir Suður Kóreu. Hann tefur fyrir fjárhagsleg- um framförum í landinu með því að ala á hatri gagnvart Japan, sem er, vegna legu sinnar og skyldleika, hezt fallni viðskiptavinur Kóreu. Hann heldur svo fast við þá hugmynd sína að Kórea sé eitt land, að hann krefst þess að „Suður-Kórea“ sé skrifað með litlu S-i og gerir ekkert fyrir flóttamenn frá Norður Kóreu, þar sem að samkvæmt hans skoðunum er útilokað að til sé flóttamaður frá Kóreu í Kóreu. ★ f ÚTLEG® í æsku veikf st Syngman Rhee aí bólusótt og varð um stund Þegar Kóreustyrjöld- inni lauk var álitið að nýtt lýðveldi væri stofnað í Suður Kóreu. Þess í stað skapaðist þar lögregluríki undir einræðisstjórn Syng- mans Rhees. blindur af þeim sökum, en fékk lækningu hjá bandarískum trú- boðum. Hændist hann að Banda- ríkjunum, stundaði þar nám og varð kennari, Þar til árið 1945 bjó hann í útlegð frá heimalandi sínu og barðist þá fyrir rétti landsins sem var hernumið af Japönum. Það var ekki fyrr en að lokinni seinni heimsstyrjöld- inni að honum var unnt að snúa aftur heim og var hann þá kjör- inn forseti lýðveldisins Suður Kóreu, sm hann hjálpaði til að stofna. ★ ENDURKJ ÖRINN Það er lífil furða þótt Sygman Rhee valdi vmum sínum í Banda ríkjunum áhyggjum. Og á síð- ustu mánuðum hefur mörgum vinum hans þótt hann ganga allt of langt. Yegna þéss hve ákveð- inn hann var í því að hann skyldi er.durkjörinn forseti í fjórða sinn og að aðal stuðningsmaður hans í frjálslynda flokknum, Li Ki Poong, skyldi verða varaforseti, hefur hann sætt harðri gagnrýni. Hefur verið gefið í skyn að hann hafl ekki hikað við að beita öllum brögðum til að tryggja úrslit kosninganna sem fram fóru um miðjan marz s.l. ★ ÞJÓÐIN VANTRÚUÐ Þjóðin gat illa viðurkennt það sem staðreynd að Rhee hefði feng ið rúmlega 90% atkvæða við for setakosningarnar, þar sem hann fékk aðeins tæp 60% árið 1956. En algjörlega útilokað var að trúa því að Li Ki Poong skyldi vinna stórkostlegan sigur gegn John Myon Ohang, fyrrverandi varaforseta, frambjóðanda demó- krataflokksins. Li Ki Poong er nú hálf sjötugur þjáist af lömun Framh. á bls. 16. Stúdentar brjótast I gegnum gaddavírsgirðingar við stjórnarbyggingar í Scoul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.