Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 8

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 8
8 MORGVNBLAÐIh Fimmtudagur 28. apríl 1960 Fríða Bjömsdóttir: Rektor datt í lækinn EFTIRFARANDI grein um háskólann í Arkansas er eftir unga stúdínu, Fríðu Björns- dóttur sem stundar nám við skólann. — Hún tók einnig myndina af „Old Main“. — Ef litið er á kort af Bandarikj- unum, má sjá í norðvestur horni Fríða Björnsdóttir. Myndimar voru teknar 25. febrúar, en þá hafði snjóað mikið kvöldið áð- ur. Frostið komst niður í -x- 15 stig á celsíus. Fólk sagði þá stöðugt, að nú hlyti hún að kunna vel við sig, þetta hlyti að minna á ísland. Arkansas-ríkis smábæinn Fay- etteville, sem hefur aðeins um 18—19 þús. íbúa og virðist við fyrstu sýn vera lítið frábrugðinn öðrum bæjum ax sömu stærð. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að svo er, því að í Fayetteville er aðsetur Ríkisháskólans í Ar- kansas. í Fayetteville er mjög lítið um iðnað, en aftur á móti eru þar verzlanir, veitingahús og annað því um líkt í tuga tali. Virðast menn byggja afkomu sína alla á stúdentum, kennurum og öðr- um þeim, sem við háskólann eru. Stofnun Ríkisháskólans i Arkansas Hinn 27. marz árið 1871 var Háskólinn i Arkansas stofnaður og nefndist þá Arkansas Industri al University (1899 var nafninu breytt í University of Arkansas, og hefur það haldizt síðan). í reglugerð skólans frá þessum tíma var meðal annars sagt, að' hann skyldi verða samskóli fyrir pilta og stúlkur, og megin á- herzla skyldi lögð á kennslu í búfræði. Kennsla í skólanum hófst ekki fyrr en ári seinna eða 22. janúar 1872. Fyrsta daginn mættu átta nemendur, þar af ein stúlka. Sagt er, að stúlkunni hafi ekki litizt á skólafélaga sína þennan fyrsta dag, og þegar heim kom, sagðist hún ekki myndi fara aftur í skól- ann. Móðir hennar sagði, að brátt myndu fleiri stúlkur bætast í hópinn, og varð það úr að stúlk- an fór aftu/r næsta dag. Orð móðurinnar reyndust rétt, ný stúlka hafði innritazt í skólann. „Old Main“ Miklar breytingar hafa orðið frá þessum fyrstu dögum. í fyrstu fór öll kennsla fram í tveggja hæða timburhúsi, sem byggt hafði -verið í þessum tilgangi. Brátt sáu menn þó, að þetta nægði ekki, og var þá hafizt handa um byggingu nýs húss. Skyldi það verða aðalháskóla- byggingin eða „Old Main“, eins og hún er nú kölluð í daglegu tali. Auglýsti nú skólanefndin eftir teikningum að byggingu, sem myndi kosta um 85.000 til 125.000 dali. Ekki gat hún þó kom ið sér saman um þær teikningár, sem bárust, og varð því að taka til annarra ráða. Um svipað leyti hafði háskólinn í Illinois, sem þá var einnig búnaðarháskóli, byggt sína aðalbyggingu. Var nú nefnd send til Illionis, og átti hún að reyna að fá teikningarnar af þessari bgygingu fyrir lítið. Arkitektinn, sem teiknað hafði bygginguna, John Osdell, bjó í Chicago, en svo illa hafði viljað til, að í brunanum mikla þar í borg 8. október 1871 hafði hluti teikninganna brunníð. Má segja, að kýrin hennar frú O’Leary hafi látið sér standa á sama um mikil- vægi landbúnaðarháskóla, ann- ars hefði hún farið hægt í að velta um Ijóskerinu og koma með því af stað þessum mikla bruna. Arkitektinn samþykkti að bæta úr þessum skaða, og gerði hann því aftur þann hluta teikn- inganna, sem brunnið hafði. í ágústmánuði 1873 hófst smíðin og var henni lokið tveimur árum síðar. Plastlækningar Eítir Lynn Poole ALLS konar líkamslýti er nú hægt að lækna með svonefnd- um plastskurðaaðgerðum, sem eru ein grein handlækninga. Allt að því helmingur þeirra plastaðgerða, sem fram- kvæmdar eru við Johns Hop- kins sjúkrahúsið, eru gerðar á sjúklingum, sem hlotið hafa líkamslýti af völdum krabba- meins. Fjórði hluti slíkra að- gerða við sama sjúkrahús eru gerðar til að lækna vanskapn- að eða skemmdir á höndum og um það bil 20 af hundraði koma undir svonefndar „fegr- unaraðgerðir“ — þ. e. breyt- ingar í andliti. Enginn efast um gildi plast- aðgerða fyrir einstaklinga með augljós líkamslýti, en aftur á móti eru skoðanir skiptar, þegar um er að ræða lagfæringu á minni háttar lýti. Allir plastskurðlæknar vita af eigin raun, hve mikil gleði til- tölulega lítil breyting á útliti nefs eða höku getur orðið við- komandi manni. Það er ekki nema stutt síðan farið var að gera sálfræðikannanir til þess að komast að raun um, hvað veldur óánægju fólks með út- lit sitt og hvers vegna það vill lagfæra það. Dr. Wayne Jacobson, sér- fræðingur við Johns Hopkins sjúkrahúsið í geðsjúkdómum, hefur undanfarin ár lagt sig eftir að kynnast tilfinningúm og sálarlífi sjúklinga, sem vilja láta gera á sér plast- skurðaðgerðir vegna ein- hverra raunverulegra eða meintra líkamslýta. Hann hef- ur komizt að raun um, að það sem flestir slíkir sjúklingar þurfa öðru fremur er einhvern til að hlusta af- einlægni á vandamál þeirra og skilja þau, svo að þeir fái það ekki á til- finninguna að þeir séu að gera sig hlægilega. „Erfiðast af öllu þótti mér að taka upp símatólið og á- kveða fyrsta viðtalið við plastskurðlækni," sagði sjúkl- ingur, sem gengið hafði undir plastskurðaðgerð. „Svo marg- ir höfðu sagt mér, að ekkert væri athugavert við nefið á mér, að mér létti, þegar lækn- irinn var mér sammála.“ Mikils er um vert, að lækn- irinn kynnist af vörum sjúkl- inganna sjálfra, hvað það er, sem þeir telji líkamslýti, og viti nákvæmlega, hvernig þeir vilji fá það lagfært. Þá er það fyrst, að komast að því í smá- atriðum, hver áhrif umrædd líkamslýti hafa haft á æ\ú sjúklingsins, því að hér er um það að ræða að gera sjúkling- in sjálfan ánægðan, en ekki ættingja hans eða vini. Dr. Milton Edgerton, skurðlæknir við Johns Hop- kins sjúkrahúsið, segir að flestir sjúklingar hiki við að hafa tal af geðsjúkdómalækni, „Þangað til þeim er sagt, að það snerti á engan hátt and- legt heilbrigði þeirra, heldur hitt, að það geti orðið til þess að þeir verði langtum ham- ingjusamari eftir uppskurð- inn, ef þeim er ljóst, hvaða innri ástæður liggja til þess að þeir óski eftir útlitsbreyt- ingu. Sjúklingar, sem leita plast- lækninga, þjást oft af ófram- færni. Þá skortir sjálfstraust og varfærni þeirra er um of. Hinar augljósari ástæður fyr- ir því, að þeir óska eftir að- gerð, koma venjulega í ljós þegar í stað, en aðrar ástæð- ur, sem oft ná dýpra og eru mikilvægari, koma oftast ekki í ljós fyrr en síðar, þegar þeir hafa rætt við læknana nokkr- um sinnum. . Stundum hefur komið í ljós, að sjúklingarnir hafa á- hyggjur af því, hvað skyld- menni þeirra og nánustu vinir muni segja um breytingarnar á útliti þeirra eftir plastað- gerð. Undantekningarlaust er það, að mai'gs konar og mikil- vægar sálrænar ástæður eru fyrir því, að fólk óskar eftir lagfæringu á einhverju lík- amslýti. Og lagfæringarnar, sem óskað er eftir, benda síð- an oft til þess, að það sem sjúklingarnir eru í raun og Ýmsar sögur hafa spunnizt út hefur verið stolt og einingartákn af „Old Main“ og því, sem þar hefur skeð í öll þau ár, sem hún skólans. Ein þessara sagna er um turnana tvo, sem gnæfa hátt yfir veru að leitast við er að gera breytingu hið innra með sér. Þannig fórust einum sjúkl- inganna orð eftir aðgerð: „Þeg ar ég hafði talað við geðsjúk- dómalækninn, varð mér ljóst, að ég átti að ganga undir plastskurðaðgerð, þótt lífið hefði ekki leikið mig ýkja hart — það var ekki of langt gengið. Ég komst að raun um, að þetta var ekki eins hræði- legt, og menn höfðu viljað vera láta. Óþægindin og bólg- an hurfu fljótt og eftir nokkr- ar vikur átti ég erfitt með að trúa því, að plastskurðaðgerð hefði í raun og veru verið gerð á mér. Ég var ánægð og mér létti, þegar ég komst að raun um, að ég varð ekki óþekkjanleg eftir aðgerðina, heldur leit ég aðeins betur út. Ég var enn sama persónan eftir sem áður, og ég er viss um, að þegar fram líða stund- ir, minnist ég þess varla hvað hefur gerzt.“ Dr. Edgerton skýrir svo frá, að enn gæti þess víða, að plast skurðaðgerðir séu misskildar, ekki aðeins meðal almenn- ings, heldur og meðal lækna. „Tilgangurinn með skurðlækn ingum af þessu tagi er ekki og ætti ekki að vera að gera menn sjálfumglaða og hóg- lífa, heldur að losa þá úr viðj- um óframfærni og sjálfsóá- nægju. Ef þetta verður árang- urinn af starfi okkar, er marki okkar náð.“ Þó kemur það fyrir, að sjúklingarnir verði fyrir von- brigðum og örfáir þeirra eiga við vandamál að stríða, sem eru djúpstæðari og flóknari en svo, að plastskurðaðgerð fái nokkru um bætt. Þó telja sérfræðingar ekki vafa á, að plastskurðlækningar geri ann að og meira en að hafa áhrif á ytra útlit manna. Þegar gengið hefur verið úr skugga um, að slík aðgerð sé æskileg, fyrir viðkomandi sjúkling, getur hún átt drjúgan þátt í að færa honum lífshamingju. (The John, Hopkins Uni- versity, Baltimore, Mary. land). allt umhverfið og sjá má úr óra- fjarlægð. Svo vill til, að norður turninn er hærri en sá syðri, og hefur þetta valdið mönnum sí- feldum heilabrotum allt frá upp- hafi. Skólinn var stofnaður stuttu eftir lok þrælastríðsins og enn voru menn hvorki búnir að gleyma né sætta sig við úrslit þess. í skólanefndinni voru stuðn ingsmenn norðurríkjanna í meiri hluta, þegar svo kom að því að byggja turnana, er sagt, að þeir hafi séð sér leik á borði og á- kveðið, að norður turninn skyldi verða hafður hærri en sá syðri. Á þennan hátt hugðust þeir tryggja, að sigur norðanmanna félli aldrei í gleymsku, því að í hvert skipti, sem mönn- um yrði litið á turna „Old Main“, myndu rifjast upp í huga þeirra úrslit stríðsins. Skýringin er þó miklu einfald- ari. Á teikningunni af „Old Main“ í Illinois var annar turn- inn hærri en hinn, en þar var það bara suðurturninn, sem var hærri. Meðan á byggingunni stóð, munu svo teikningarnar hafa eitthvað brenglazt með þeim af- leiðingum, sem að ofan greinir. „Old Main“ hefur gegnt ýms- um hlutverkum í sögu skólans. Þar hafa verið til húsa flestar deildir háskólans auk bókasafns, tilraunastofa, leikfimisala, heima vistar og skrifstofa. Nú á dögum Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.