Morgunblaðið - 28.04.1960, Page 17

Morgunblaðið - 28.04.1960, Page 17
Fimmtudagur 28. apríl 1960 M O R C VIS B L A Ð IÐ 17 Frumherji V Jordell Bank, Englandi, 26. apríl (Reuter). — \ \ s s s s HIN mikla stjörnurannsókn- ^ arstöð hér hefir enn daglega s „samband við“ bandarísku 5 S gerviplánetuna Frumherja | - V, sem nú er kominn í nser s 10 milljón km fjarlægð frá j \ jörðu. — • 1 Enn er það minni sendi- s \ stöðin í Frumherja, sem send S \ ir merkin til jarðar, en hún | hefir aðeins 5 vatta styrk- ^ leika. Telja vísindamennirn- s ir í stjörnustöðinni að stærri j ekki settur í gang fyrr en \ eftir nokkrar vikur, en hann i á að geta sent merki til jarð- ar úr allt að 80 millj. km. fjarlægð. Frumherji V. fer á braut // Bréf sent Morgunblaðinu Cjafir eru yður gefnar 44 i milli Venusar og Jarðar. Hon ) um var skotið á loft 11. marz s Sl. — — Skipasmiðastöð Framh. af bls. 13 hafðar, vegna hugsanlegrar dekk hleðslu, sérstaklega á síld. í fyrstu var skipasmíðastöðin treg að smíða eftir hinum ströngu kröfum íslendinga, en allt slíkt var þegar í stað leið- rétt og ætti þessi stöð nú að hafa nokkra æfingu í að smíða sam- kvæmt fyllstu kröfum og bera þeir 5 bátar sem smíðaðir hafa verið þess glögg merki. Vinnudagur er frá 7,20 til hálf fimm. 15 mínútna hlé er klukkan 9 og 30 mínútna matarhlé um há- degi og hafa þá allir mat sér, en borða sína aðalmáltíð heima eft- ir að vinnu er lokið. Fólkið virð- ist hafa gott, að því er séð verður — það er nægjusamt og sparsamt. Sparsemi var einnig áberandi í skipasmíðastöðinni — þar var engu hent, jafnvel tuskurnar, sem notaðar voru til að þurrka með voru hirtar, þvegnar og not- aðar aftur — en við notum inn- fluttan tvist og svo er honum hent. Oll umgengni var mjög snyrtileg og allt efni hirt og not- að út í æsar. Byggingahraði er mikill. Sem dæmi má nefna að kjölur að „Hilmi“ var lagður 20. desember og báturinn var tilbúinn til af- hendingar og reynslufarar hinn 25. febrúar. íslenzku bátamir, sem þarna eru smíðaðir eru 25 metra langir og 5,7 metra breiðir. Ganghraði þeirra er 11 milur og sjóhæfni með afbrigðum góð. í heimablaði, sem út er gefið í Travermiinde, var skrifað um þessa íslenzku báta og þótti Þjóð- verjum svo litlir bátar vera sterk byggðir og sérlega vel útbúnir, bæði að vél og öðrum tækjum og á því sviði að miklum mun fullkomnari en þeirra eigin bát- ar. Fiskibátar, sem þeir fram- leiða fyrir sjálfa sig af svipaðri stærð, kosta ekki nema fjórðung verðs miðað við það sem þessir íslenzku bátar kosta. Þjóðverjum þykir gott að vinna fyrir fslendinga og telja sig hafa margt af þessum byggingum lært. — En nú er spurningin hvort þeir fá meira að læra af þessum bátasmíðum — vonandi flytjast bátasmíðamar heim, í vaxandi mæli, segir Margeir Sig- urbjörnsson að lokum. hsj. ÖLL þjóðin var þægilega snort- in þegar sú frétt barst henni að ein kempa þessa lands hefði gef- ið til slysvarna vélknúinn björg- unarbát, fullbúinn til starfsins. Gefandinn var og er landskunn- ur athafnamaður, er bætti enn um sín eigin met. Gjafir eru yður gefnar, og eru þær góðar í sjálfu sér, en dæmi eru til þess, alltof mörg, að svo hefur til tekist, að sáð hefur ver- ið í ófrjóan akur, — þiggjendur hafa ekki haft þá „reisn“ sem nauðsynleg er þeim, er þurfa að veita móttöku stórgjöfum og hag nýta, þannig að hinn rétti og óeigingjarni tilgangur gefandans nái tilgangi sínum, beri ávöxt. Er þá hætt við að tilgangurinn, stórgjöfin verði hefndargjöf, sem kallað er. Því eru þessar línur skrifaðar, að mig grunar að gjöf- in sú hin mikla, sem ég benti á hér að framan „flækist fyrir“ þiggjendum, og hafi frá önd- yerðu verið hornreka eða öllu heldur niðursetningur hjá ráða- mönnum Slysavarnafélags Is- lands. Einna helzt mætti líkja því við að þetta glæsilega björg unarskip hafi orðið lekabytta undir verulegan hluta samskota fjárins úr baukum Slysvarnafé- lagsins. Síðan björgunarbáturinn kom, virðist honum hafa verið ofaukið við og í kringum höfn- ina, stöðugur tekjuliður um- sjónarmanna, auk annarra um- fangsmikilla útgjalda, en um raunveruleg björgunarafrek er mér ekki kunnugt. Það leikur ekki á tveim tungum að alls staðar við firði og flóa þessa lands, annars stað- ar en hér, er meiri þörf fyrir björgunarbát þessarar tegundar. Ber margt til þess. meðal ann- ars, að hér eru ávallt tiltæk traust og vel mönnuð skip, sem hafa og munu tafarlaust bregð- ast vel við kalli og gera sitt ýtr- asta. Um það eru til mörg dæmi og öll hin drengilegustu. Ég bendi m. a- á skipakost hafn arinnar, sem ávallt er í kallfæri nótt sem dag, með valda menn í hverju rúmi, og fer ekki á milli mála að forseti Slysavarnafé- lagsins þekkir þar alla tilhögun til sjós og lands, eins og vasa sinn, og mætti vita að þaðan fer enginn „bónleiður til búð- ar“. Ég bendi síðast en ekki sízt á landhelgisgæzluna, sem aldrei hefir brugðizt kalli, enda oft og í mjög mikilvægum tilfellum, leyst af hendi hjálparstarfsemi með ágætum, ekki aðeins við Faxaflóa og nágrenni, heldur um land allt. Landssamtök. Þegar hér er komið sögu, er rétt að stinga við fæti, og athuga uppbyggingu og starfsemi slysa- varna fyrr og nú. Áhugamenn um slysavarnir komu félaginu á fæturna, deildir voru stofnaðar víðsvegar um land. Höfuðstöðvar rótfestust í Reykjavík sem eðlilegt var. — Deildirnar út um land störfuðu tvíþætt, voru viðbúnar, tóku sér fram um fyrstu fyrirgreiðslu og Afmæli Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen hjálpuðu eftir beztu getu, ávallt vel, og stundum með ágætum. Þá stóðu og standa deildirnar að margþættri fjáröflun, ýmist til átthagastarfsemi eða þær styrkja landssamtökin, með árstillögum eða beinum gjöfum, og þá eink- um til sérmála, er varða slysa- varnir þjóðarinnar allrar. í Reykjavík er yfirstjórn slvsa varna landsins, sem fyrst og fremst á að líta á landið allt sem „sitt“ umdæmi, og veita ávallt liðsauka þar sem bardaginn er harðastur, þ. e. leysa fyrst stærstu vandamálin eða þau mest aðkallandi. Mikið starf og óeigingjarnt hefur verið leyst af hendi, og Á seinni árum hefur slysavörn um til sjós fleygt fram, og við horf breyzt með degi hverjum, svo sem stærri og traustari fiski skip, stóraukinn öryggisútbún- aður hjá þeim o. fl. að því ó- gleymdu að landhelgisgæzlan hefur í vaxandi mæli, og á heilla drjúgan þátt veitt margþætta hjálp útifyrir ströndum landsins, enda hefur reynzla og aðkallandi þörf seinni ára, kennt okkur tvennt í senn, að líta eftir flota okkar og varðveita fiskimiðin með sama manna og skipakosti. verður svo áfram. Þjóðin er gjaf mild og fórnfús. Forystan verður að halda vöku sinni, má ekki sofna á verðinum og umfram allt fylgjast með tím anum. Það sem kom mér til að skrifa þetta greinarkorn, var einkum „Hilmir“ og „Þorkatla“ í reynslufcrð. þrennt. Ráðleysi ‘'stjórnenda Slysavarnafélagsins með björg- unarbátinn Gísla Johnsen. Skiln- ingsleysi þeirra á hið eiginlega verksvið þessarar tegundar björgunarbáts, og loks sem af- leiðingu af hvorttveggja, til- gangsleysið með að hafa bátinn hér í höfninni, eða venjulegast með öllu ótilkippilegan uppi á þurru landi. Ég hef nokkra vissu fyrir því, að varzla hans og tilburðir til rekstrar, hefur kostað stór fé, og enn mun eiga að bæta gráu ofan á svart með því að taka, — að mestu neðri hæð, þ. e. sennilega allt að tveim venjulegum íbúð- arhæðum, undir geymslu um björgunarbátinn, í hinu nýja húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði, og til viðbótar þeirri firru, er hugmyndin að smíða og setja upp mjög kostn- aðarsaman og næsta hæpinn út- búnað til að sjósetja oghýsabjörg unarbátinn, sem þá yrði geymd- ur sem safn-, eða sýningargripur í dýrasta „nausti" heimsins, sem talandi tákn til alinna og óbor- inna um hvernig eigi EKKI að stjórna slysavöirnum, eða ráð- stafa samskotafé. Hverskonar óvitaskapur er þetta sem hér er að ske? Ég vil eindregið skora á ráða- menn Slysavarnafélagsins að hætta tafarlaust við svona „kúnstir", en finna bátnum stað við hæfilegt starf, þar við land sem betur hentar, og þörfin er meiri. Mér kemur til hugar að hans sé mikil og brýn þörf á innan- verðum Breiðafirði, þar staðsett- ur, og undir þeirra stjórn, sem gleggst vita um aðstæður allar, þó koma eflaust fleiri firðir eða flóar til greina, þar sem halda þarf uppi fjölbreyttum samgöng- um með alls kyns bátakosti, „trillum" og árabátum. Umfram allt komið þið bátn- um í gagnið, því hann er ágætur, svo langt sem hann nær, eink- um við vörzlu lítilla báta, en gerið hann ekki að safngrip með hundruðum þúsunda króna stofn kostnaði, og að auki föstu mála- liði í hring um hann, — allt undir yfirskini slysavarna. Högni Gunnarsson. Framh. af bls. 11 ar og aðstæður leyfðu. Það gat henni möguleika til þolanlegs lífs. Henni tókst að sjá fyrir sér og börnunum án þess að þiggja nokkurntíma opinberan styrk, en það var henni innilsga á móti skapi sem fleirum. Þegar börnin stálpuðust, gat hún unnið enn meir úti við og má segja með sanni að aldrei .slyppi henni verk úr hendi. Heima við var og hver stund notuð tl hins ýtrasta. Jón- ína er mjög vel um alla handa- vinnu gefið, hverskonar saum, út- saum og hekl leikui' í nöndum hennar enn þann dag í dag. Kom það sér og vel á hinum erfiðustu timum hennar að geta brugðið fyrir sig hverskonar saumaskap og hannyrðum, sem af var látið af öllum er til þekktu. Börnin fóru furðu fljótt að létta af henni ýmusm störfum heimavið, voru henni mjög eftir- lát og ástrík og unni hún þeim mjög. Ég veit að oft var Jónína þreytt eftir langan og erfiðan starfsdag, en aldrei heyrðist hún kvarta. Störf sín vann hún af trúmennsku og gleði. Þótti henni bezt þegar hún gat mest fyrir börnin sín gert. Þannig liðu 10 ár með erfiðri vinnu, en ástríki og farsæld á heimilinu þrátt fyrir lítil efni. En þá urðu enn þáttaskil í lífi frú Jónínu. Um haustið 1924 kom á heimilið Isak Arnason, fæddur að Hrjóti í Eiðaþinghá, 24. des. 1898, prúður og starfsamur. Varð hann sem fyrirvinna heimilisins, geðþekkur og afhaldinn af heim- ilisfólkinu og samstarfsmönnum. Þeim Jónínu varð vel til vináttu og fundu margt samstætt í hug- arfari sínu. Síðan hafa þau búið saman að Seljalandi. Þau hafa eignast einn dreng Jón Þ. Isaks- son, flugmann, fæddan 28. febr. 1927. Hann er nú kvæntur í F.eykjavík Þóru Asmundsdóttur. Frá fyrstu samfundum þeirra Jónínu og fsaks hefir hann reynzt henni sem sannur hollvinur og lífsförunautur í hvívetna. Jónína var lengi frameftir ár- um heilsuhraust og stælt, en síð- ari árin hlaut hún varanlegt lík- amsmein vegna gigtar og liða- kölkunar, sem gerði henni erfitt um gang og gerir enn. Gengur hún um við tvo stafi til hvíldar og léttis. En andlega er Jónína vel hress og fylgist vel með öllu dag- legu lífi og viðburðum. Börn Jónínu og Jóns sál. Guð- mundssonar eru bæði gift hér i bæ. Einar kvæntur Lilju Guð- mundsdóttur Kristjánssonar og búa þau að Kalmanstjörn, ea Guðmunda Margrét, gift Ar- manni Bjarnasyni frá Neskaup- stað. Mjög innilegt samband er milli Jónínu og hálfsystkina hennar 1 báðar ættir, sem eru í Eyjum og annarsstaðar, barna hennar og tengdabarna. Nýtur hún nú elli- árana í ástúðlegri umhyggju þeirra og Isaks Árnasonar að Seljalandi. Ég hefi þá örlítið minnst hér frá Jónínu Einars- dóttur og fólks hennar í tilefni af 75 ára afmælinu, en orðið að fara fljótt yfir viðburðaríka og merkilega sögu þessa ágætu bænda og alþýðufólks í Eyjum. Það kynntist fátækt og erfiðleik- um í ýmsum myndum, sem það yfirvann með ótrúlegri seiglu og nægjusemi. Það lifði einnig á hinu furðulega umbrota og fram- faratímabili í Eyjum, sem færði íbúum þeirra mannsæmandi lífs- kjör hvar sem þeir stóðu í mann- félaginu. Það voru tvennir ólíkir tímar. I þeim stórbrotnu um- bótum tók þetta áminnzta fólk virkan þátt og gerði sitt til þess að hrinda af Eyjabúum oki fá- tæktar og* kúgunar, tók virkan þátt í því að gera garðinn fræg- an. Þau störf verða aldrei oflof- uð eða nósamlega þökkuð. Að endingu bið ég frá Jónínu frá Seljalandi allar blessunar á þessum merku tímamótum og þakka henni langa og góða sam- leið. Mæli ég þar ábyggilega fyr- ir munn fjölmarga Eyjabúa. Árni Árnason frá Grund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.