Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1960 „Við skulum láta hann eiga sig, þangað til ást hans er út- brunnin. Þá kemur hann heim af sjálfsdáðum", sagði baróninn. Nokkur tími leið, án þess að þau fengju fréttir frá honum. En svo var það morgun einn, að þau fengu, sér til mikillar skelf- ingar, örvæntingarþrungið bréf frá honum: „Veslings móðir mín! Það er úti um mig. Ég á einskis annars úrkostar en að fyrirfara mér kom ir þú mér ekki til hjálpar. Gróða- vænlegt fyrirtæki, sem ég lagði fé mitt í, varð gjaldþrota og skulda ég áttatíu og fimm þús. dali. — Heiður minn er í veði, greiði ég ekki skuldina — og öll sund eru mér lokuð. Ég endurtek, að ég vildi heldur skjóta mig en sætta mig við slíka smán. Ég væri sennilega þegar búinn að því, nyti ég ekki uppörvunar og hug- hreystingar þeirrar konu, sem ég hef aldrei minnzt á við þig í bréf um mínum — þótt hún sé mér þó tengd órjúfanlegum böndum. „Vertu sæl, elsku mamma mín — ef til vill er þetta síðasta kveðj an mín til þín. Vertu sæl. Paul“. Böggull með viðskiptaskjöl- um fylgdi bréfinu til nánari skýringar á öllum málavöxtum. Baróninn svaraði bréfinu um hæl og skýrði frá, að þau myndu gera það, sem í þeirra valdi stæði. Síðan hélt hann til Havre til þess að ráðgast við lögfræð- ing. Hann' veðsetti ýmsar eignir og sendi Paul hina umbeðnu upphæð. Ungi maðurinn skrifaði þrjú bréf þrungin þakklæti og blíðu- orðum og kvaðst myndi koma heim hið bráðasta til að hitta hjartfólgna ástvini sína. En hann kom ekki. Eitt ár leið. Jeanne og barón- inn voru komin á fremsta hlunn með að leggja af stað til Parisar til þess að gera úrslitatilraun hon um til bjargar, þegar þau fengu bréf þess efnis, að hann væri kominn aftur til London, og hefði nú stofnsett þar skipafélag með nafninu „Paul de Lamare & Co“. Hann skrifaði: „Ég mun áreiðan lega hagnast mjög vel á þessu — og áhættan er engin. Þegar við hittumst næst mun ég vera orð- inn áhrifamaður í þjóðfélaginu. Viðskipti er það eina, sem gefur nokkurn arð nú á dögum“. Þrem mánuðum síðar varð skipafélag-ið gjaldþrota og fram- kvæmdastjóri þess lögsóttur fyr ir ýms lögbrot í sambandi við rekstur félagsins. Jeanne fékk taugaáfall og lagðist í rúmið. Baróninn fór aftur til Havre til þess að leita sér upplýsinga. Hann hitti nokkra lögfræðinga, verzlunarmenn, málfærslumenn og dómara, og hann komst að raun um að skuldbindingar De Lamare fyrirtækisins námu tvö hundruð þrjátíu og fimm þúsund frönkum. Hann veðsetti enn nokkrar eignir, og honum tókst að fá talsverða upphæð gegn veði í landareign Espilundar og búgarðanna tveggja. Kvöld eitt, er hann var að ganga frá siðustu formsatriðun- um í sambandi við mál þetta, fékk hann slag og hné niður á gólf skrifstofunnar, þar sem hann var staddur. Maður var samstundis sendur á hesti til Espilundar til þess að tiikynna Jeanne um atburð þenn- an, en þegar hún kom til Havre var hann látinn. Hún flutti lík hans með sér heim, og hún var svo gjörsam- lega buguð,'að sorg hennar lýsti sér fremur sem sljóleiki en ör- vænting. Faðir Tob'.ac harðneitaði að lík ið væri borið til kirkju, þrátt fyr ir þrábeiðni kvennanna tveggja. Baróninn var því jarðsettur í skjóli rökkursins, án nokkurrar trúarlegrar athafnar. Paul frétti um atburð þennan gegnum einn þeirra manna, sem voru að ganga frá málum hans. Hann fór enn huldu höfði í Eng- landi. Hann skrifaði og afsakaði, að hann skyldi ekki hafa komið heim. Hann kenndi því um, að hann hefði ekki fengið fréttirnar um lát afa síns nógu snemma. „En nú, þegar þú ert búin að hjálpa mér úr kröggunum, mamma mín, mun ég brátt koma til Frakklands, og ég vonast til að fá brátt tækifæri til að vefja þig örmum“. Jeanne var svo niðurbrotin á sál og líkama, að hún virtist ekki skilja neitt. Þegar leið á veturinn fékk Lison frænka, sem nú var sextíu og átta ára gömul, lungnakvef sem snerist upp í lungnabólgu. Hún fékk hægt and lát, og síðustu orð hennar voru: „Veslings litla Jeanne mín. Ég mun biðja guð að miskunna þér“. Jeanne fylgdi henni til grafar, og er moldin skall á kistunni, hné hún niður. Hún átti þá ósk heitasta, að hún fengi einnig að deyja, til þess að hún þyrfti hvorki að þjást né hugsa fram- ar. Sterkbyggð sveitakona tók hana í fang sér eins og smábarn og bar hana heim. Þegar heim kom, veitti Jeanne, sem hafði vakað síðastliðnar fimm nætur við dánarbeð Lison frænku, enga mótspyrnu er hin ókunna bóndakona háttaði hana ofan í rúm. Handtök hennar voru blíð en ákveðin og Jeanne féll í þungan svefn, buguð af þreytu og þjáningu. Hún vaknaði aftur um miðja nótt. Ljós logaði á arinhillunni. Hún sá konu, sem blundaði í hægindastólnum. Hver var þessi kona? Hún bar ekki kennsl á hana í fyrstu. Hún hallaði sér fram í rúminu og rýndi á andlits drætti hennar í daufri skímu olíulampans. Henni fannst, að hún hefði ein hvem tímann séð þetta andlit. Hvenær og hvar? Konan svaf vært, höfuð hennar hafði sigið til hliðar og kappinn dottið á gólfið. Hún var á að gizka milli fertugs og fimmtugs. Andlit hennar var rjótt og hraustlegt, og hún var þreklega vaxin. Stór ar hendurnar héngu niður með stólörmunum. Hár hennar var að byrja að grána. Jeanne starði á hana, ringluð eftir svefninn og hina langvarandi geðshræringu. Hún hafði vissulega séð þetta andlit! Var það fyrr á ævinni, eða fyrir skömmu síðan? Hún áttaði sig ekki á því, og taugar hennar komust í uppnám. Hún reis hljóðlega á fætur og lædd- ist að stólnum til þess að virða hina sofandi konu betur fyrir sér. Þetta var konan, sem hafði tekið hana upp á arma sína í kirkjugarðinum og ' síðar háttað hana ofan í rúm. Hana rámaði eitthvað í það. En hafði hún ekki hitt hana einhvers staðar áður á æviskeiði sínu, eða var það ímyndim, að hún þekkti þetta andlit? Hvern- ig stóð á því, að hún var nú hér í herbergi hennar. Hvers vegna hafði hún komið? Konan opnaði augun, og stóð snöggt upp um leið og hún sá Jeanne. Þær stóðu þarna augliti til auglitis hvor við aðra, svo nærri að andlit þeirra snertust næstum. Ókunna konan sagði ön- uglega. „Hvað er þetta! Ertu komin á kreik? Þú teflir heilsu þinni í hættu með því að vera á ferli á þessum tíma nætur. Farðu aftur í rúmið!“ „Hver ert þú?“ spurði Jeanne. Konan tók hana í fangið og bar hana aftur að rúminu. Hún var karlmanns ígildi að burðum. Hún lagði hana mjúklega niður og breiddi ofan á hana sængina, en síðan brast hún i grát og kyssti Jeanne innilega á hár, enni og vanga: „Veslings húsmóðir mín“, stundi hún. „Mam’selle Jeanne, þekkirðu mig ekki?“ „Rosalie, er þetta þú!“ hróp- aði Jeanne, vafði báðum hand- leggjunum um háls hennar og kyssti hana á móti. Þær föðmuð- ust innilega, en grétu jafnframt. Rosalie varð fyrri til að ná valdi á tilfinningum sínum. „Heyrðu mig nú“, sagði hún, „þú verður að hegða þér skynsamlega og forðast ofkælingu". Hún hag- ræddi ábreiðunni ofan á henni og lagaði koddann. Jeanne hélt áfram að kjökra. Hún titraði af geðshræringu við þær endur- minningar, sem vaknað höfðu í huga hennar. Að lokum spurði hún: „Hvers vegna komstu hing- að aftur?“ „Heldurðu, að ég gæti látið þig vera aleina á þennan hátt?“ svar aði Rosalie. „Kveiktu á kerti, svo að ég geti betur séð þig“, sagði Jeanne. Þær virtu hvor aðra fyrir sér um stund í bjarma kertisins, án þess að mæla orð frá vörum. Að lokum rétti Jeanne hinni fyrrver andi þjónustustúlku hendina og sagði lágt: „Það lá við, að ég þekkti þig ekki, telpan mín, þú hefur breytzt talsvert. En þó ekki eins mikið og ég“. Rosalie virti fyrir sér hina hvíthærðu, mögru og fölleitu konu, sem hún hafði yfirgefið í blóma æsku og fegurð ar, og sagði: „Það er hverju orði sannara. Þú hefur breytzt Ma- dame Jeanne, meira en góðu hófi gegnir. En við ættum báðar að hafa það hugfast, að við höfum ekki sézt í tuttugu og fimm ár“. Þær þögðu báðar um stund og hugsuðu um fortiðina. Síðan sagði Jeanne hikandi: „Hefurðu verið hamingjusöm?" Rosalie, sem óttaðist, að hún yrði til þess að vekja sársauka- fullar endurminningar húsmóður sinnar, stamaði: „Já, já, auðvit- að. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég hef verið hamingju- samari en þú — það er áreiðan- legt. Það eina, sem skyggði á, var að ég gat ekki verið hér —“. Hún þagnaði skyndilega, er henni varð á að minnast á þetta. En Jeanne svaraði blíðlega: „Hvern ig áttirðu að geta það, stúlka mín? Það er svo margt, sem fer á annan veg en maður hefði kos- ið. Þú ert líka orðin ekkja, • r ekki svo?“ Rödd hennar var lítið eitt óstyrk, er hún bætti við: — „Áttu fleiri — fleiri börn?“ „Nei, madame". „Og hann — drengurinn þinn — hvað er að frétta af honum? Hefur honum vegnað vel? „Já, hann er góður drengur og duglegur við vinnu. Hann -íefur nú verið kvæntur í sex mánuði, og hann getur tekið við búskapn um af mér, nú þegar ég er kom- in til þín aftur“. Jeanne hvíslaði titrandi röddu. Þvo mér um hendurnar? Ég er löngu búinn aö því, gerði það í gær. — r i Ú á l'M SENPINS VOU TO TEAPOT ROCK.. IT'S THE BEST SPOT IN THE COUNTRV __ FOR ELK/ to Mark's curiosity is aroused WHEN MRS. BLITZ BORROWS HIS TAPE RECORPER UUST BEFORE THE ELK HUNT ^ I'LL HAVE THE GUIPE WORK THE ELK AROUNP SO VOU'LL BE SURE TO GET A SHOT/ NOW, PHIL, l'M GOING TO LET VOU ANP THE SENATOR HUNT TOGETHER n ...VOU'RE OLP FRIENPS/ Jæja Finnur, ég er að hugsa Um að láta þig vera með þing- manninum við veiðarnar. Þið er- uð gamlir vinir. Þið farið að Ketilskletti, það er bezti elgdýra j Ég skal láta leiðsögumanninn staðurinn hér um slóðir. Ireka elgdýrin svo öruggt sé að Ágætt! þið komist í skotfæri. „Þú ætlar þá aldrei að fara frá mér aftur?“ „Nei, ég hef þegar gert allar ráðstafanir". Jeanne varð ósjálfrátt á að bera saman í huganum, æviferil þeirra beggja, en þó án nokk- urrar beizkju, þar sem hún var löngu búin að sætta sig við óverð skuldaða grimmd forlaganna. — Hún sagði: „Hvernig kom eigin- maður þinn fram við þig?“ „Hann var vænsti maður, madame, vinnusamur og hag- sýnn. Hann dó úr tæringu". Jeanne settist upp í rúminu, gripin löngun til að öðlast meiri vitneskju um líf Rosalie. „Segðu mér, hvað á daga þína hefur drifið", sagði hún“. Rosalie færði stólinn nær og lýsti fyrir henni lífi sínu, heim- ili, ættingjum og jafnvel um- hverfinu í einstökum atriðum. Hún skellti upp úr öðru hvoru, er ánægjulegar endurminningar rifjuðust upp fyrir henni, og stundum hækkaði hún róminn, eins og bóndakonum er títt, þeg- ar þær skipa fyrir. Hún lauk máli sínu með þessum orðum: „Ég er nú prýðilega sett. Ég þarf ekki að bera neinn kvíðboga fyr ir framtíðinni". Hún varð allt í einu vandræðaleg á svip og sagði lágróma: „Þú átt þetta raunar allt hjá mér, og það máttu vita, að ég ætlast ekki til neins kaups. Nei, sannarlega ekki. Viljirðu ekki ganga að því skilyrði, fer ég leiðar minnar“. „Áttu við, að þú ætlir að þjóna mér kauplaust?" sagði Jeanne. SHtltvarpiö Fimmtudagur 28. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 JÞýtt og endursagt: Syngið við stofublómin ykkar (Margrét Jóns dóttir). 20.50 Einsöngur: Britta Gíslason syng- ur; Fritz Weisshappel leikur á píanó. a) „Visa i folkton" eftir Petter- son-Berger. b) Tvö lög eftir Agathe Backer- Gröndahl: „Bláveis" og „Mot kveld“. quist. c) „Lille barn“ eftir Gustav Nord d) „Sáv, sáv, susa“ eftir Jan Sibelius. 21.10 Dagskrá kvennadeildar Slysa- varnafélags Islands á 30 ára af- mæli hennar: — Formaður deild- arinnar, Gróa Pétursdóttir, flyt- ur ávarp, Guðbjörg Vigfúsdóttir les frásöguþætti um björgun úr sjávarháska, Eygló og Hulda Victorsdætur og kór kvennadeild arinnar syngja. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Dýrin“ eftir Pierre Gascar, í þýðingu Sigfúsar Daðasonar skálds (Lárus Pálsson leikari). 22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands í Þjóðleikhúsinu 12. þ.m. Stjórnandi: Olav Kielland. Sinfónía nr. 5 í c-moll (Orlaga- sinfónían) eftir Beethoven. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 29. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd; XI. (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Landsnefndin 1770—71, — erindi (Bergsteinn Jónsson cand.,mag.). 20.55 Islenzk tónlist: Verk eftir Jór- unni Viðar. 21.20 „Villisvanirnir", einleiksþáttur eftir Steingerði Guðmundsdóttur (Höfundur flytur). 21.40 Tónleikar: „Coppelia", ballett- músik eftir Delibes (Operuhljóm sveitin í Covent Garden leikur; Robert Irving stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Axel Magnús- son garðyrkjukennari talar um áburðarþörf jarðvegsins. 22.25 I léttum tón: Ymis lög sungin og leikin. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.