Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 6

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 6
6 MORCVTSBL ifílfí Flmmtudagnr 28. apríl 1960 Carmina Burana ÞAÐ var myndarlegur hópur manna og kvenna, sem lagði fram sinn skerf til að fagna 10 ára af- mæli Þjóðleikhússins með flutn- ingi tónverksins Carmina Burana sl. laugardagskvöld og sunnudag. Þar áttu hlut að máli Þjóðleik- húskórinn, söngsveitin Fílharm- onía og Sinfóníuhljómsveit fs- lands undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, ásamt ein- söngvurunum Þuríði Pálsdóttur, Þorsteini Hannessyni og Kristni Hallssyni, alls um 120 manns, og mun ekki í annan tíma hafa verið fjölmennara á sviði Þjóðleikhúss ins. Þýzka tónskáldið Carl Orff (f. 1895) samdi þetta verk 1937, og var það fyrsta verk hans, sem náði verulegri útbreiðslu. í því er frumstaeður kraftur og fersk- leiki, það er snilldarlega frá gengið í hendur hljómsveit og söngfólki og verður fyrir þá sök afar áheyrilegt og á köflum svo bráðskemmtilegt, að sá maður hlýtur að vera dauður eða alveg heyrnarlaus, sem ekki hrífst af gáska þess og lífsþrótti. Hinu verður' ekki neitað, að verkið ristir ekki ýkja djúpt. Margar hugmyndir tónskáldsins eru næsta hversdagslegar og frá- gangur þeirra að sama skapi í- 'burðarlítill um allt nema hljóð- fallið, sem oft gefur fátæklegri hugmynd óvenjuferskan blæ, og hinn ytri búnað í hendur hljóð- færaleikara og söngfólki, sem áður var vikið að, — þar eru engin listbrögð spöruð. — End- urtekningar eru afarmiklar, og er það í senn veikleiki verksins og styrkur: úrvinnsla stefja og lífræn framvinda er engin, en allir drættir og form mjög skýrt mótuð. Verkið er byggt eins og mósaík-mynd, — hver steinn get ur losnað úr tengslum við mynd- ina, ef nálægt er skoðað. Þó er myndin annað og meira en safn þeirra steina, sem í hana er raðað — hún er samstæð heild. And- stæður þær eða samstilling, sem skapast við niðurröðun stein- anna, gefa myndinni spennu og reisn, sem ekki býr í efniviði hennar sjálfum. í þessu felst á- hrifamáttur Carmina Burana. Það kann að virðast, að tón- verk, sem svo auðveldlega smýg- ur í eyru hlustenda, geti ekki gert ýkja strangar kröfur til flyt jenda. Hér er því þó — sem oftar — öfugt farið. Carmina Bur- ana er vandmeðfarið verk, sem krefst ýtrustu ná- kvæmni og fyllsta öryggis af öllum, sem hlut eiga að máli, þótt mest hvíli að sjálf- sögðu á stjórnandanum. Eitt hik- andi inngrip eða örlítill slapp- leiki í hljóðfalli geta stórskemmt heildaráhrif verksins. Hér var ekki um slíkt að sakast. Stjórn- andinn, dr. Róbert Abraham Ottósson, leysti þessa erfiðu prófraun af hendi með hinni mestu prýði. Hann dró skýrt fram beztu eiginleika verksins, þrótt þess og ferskleika, og heild armynd þess varð skýr í hönd- um hans. — Einsöngvararnir létu ekki sitt eftir liggja, en þar reyndi mest á Þorstein Hannes- son, sem skilaði ágæta vel erfiðu og mjög óvenjulegu hlutverki. — Kórarnir tveir stóðu hvor and- spænis öðrum á sviðinu og voru vel samstilltir, þegar þeir sungu saman, en mátti ekki á milli sjá, hvor hafði betur, þegar sungið var „í kapp“. Það verður naum- ast gert upp á milli þeirra, og hefir söngsveitin Fílharmonía farið vel af stað, þar sem þetta var frumraun hennar. Sinfóníu- hljómsveitin gerði sínum hluta óaðfinnanleg skil. í heild voru tónleikar þessir mjög glæsilegir og munu hafa komið mörgum á óvart. Vera kann, að einhverjir hafi sótt þá mest af þeirri ástæðu, að þeir vildu ekki láta slíkan viðburð fram hjá sér fara, þótt þeir væru uggandi um, að svo nýlegt tón- verk mundi vera tyrfið og tor- skilið, og boðskapur þess — ef einhver væri — mundi naumast ná til þeirra. Þeir munu hafa sannfærzt um annað. Carmina Burana nær umsvifalaust eyrum hvers manns og leggur engar tor- ráðnar gátur fyrir áheyrendur sína. Það er áreiðanlegt, að hér leiddist engum. Um leið og ég óska Þjóðleik- húsinu ti lhamingju með þessa tónleika, vil ég beina til þess þeim tilmælum, að verkið verði flutt enn einu sinni að minnsta kosti, svo að fleirum en orðið er gefist kostur á að njóta þeirr- ar ágætu skemmtunar, sem það hefir að bjóða. J. Þ. Fulltrúar 22000 flugmanna á fundi DAGANA 22. til 29. marz sl. var háð í Istanbul 15. ársþing alþjóða félagssamtaka atvinnufllgmanna. Þingið sat fyrir hönd Félags ísL atvinnuflugmanna Ragnar Kvar- an, flugstjóri hjá Loftleiðum. Samtök þessi sem voru stofn- uð árið 1948 hafa innan vébanda sinna 37 félög starfandi atvinnu- flugmanna með um 22.000 með- limum, sem lætur nærri að séu % hlutar allra atvinnuflugmanna heims. Einnig sátu þingið áheyrn- arfulltrúar stéttarfélags flug- manna Sovétríkjanna. Félag ísl. atvinnuflugmanna, en meðlimir þess eru 52, hefur átt aðild að samtökum þessum síðan 1956. For seti þeirra er Bandaríkjamaður- inn Clarence Sayen. Segja má í stuttu máli, að hlut- verk Alþjóðasambands atvinnu- flugmanna sé tvíþætt, en það er, að gæta sameiginlegra hagsmuna Viti á Hvalbak er mikil nauðsyn Ur ræðu Einars Sigurðssonar með frumvarpi sinu um vitabyggingu EINAR Sigurðsson fylgdi á dögunum úr hlaði á Alþingi frumvarpi sínu um að viti verði reistur á Hvalbak fyrir Austurlandi. 1 upphafi ræðu sinnar minntist Einar Sigurðs- son þess, að sú hefði verið tíð- in, að siglingar hefðu verið hvað mestar til Austurlands af öllum lándshlut- um og þar verið blómlegt atvinnulíf til lands og sjávar. Fiskveiðar þar úti fyrir hefðu verið miklar, en fiskur á þeim slóðum líka gengið einna fyrst til þurrðar, m. a. fyrir ágang erlendra veiðiskipa, sem áttu þangað skemmst að sækja til veiða hér við land. 1 fjölfarinni siglingaleið Af miðunum fyrir Austur- landi væri Hvalbalrur nú kunn- astur með þjóðinni. Samnefnt sker, sem liggur um 17,8 sjómíl- ur frá landi, væri grunnlínu- punktur, og á meðan landhelgin hefði verið 4 mílur, hefði verið hægt að toga fyrir innan Hval- bak, enda þótt 4 mílna landhelgi hefði verið umhverfis hann. Nú væri þetta svæði að sjálfsögðu friðað fyrir togurum. Þar sem Hvalbakur væri á hinn bóginn í fjölfarinni sigl- ingaleið, væri skerið hættulegt sjófarendum. Vitað væri um slys þar, en hin væru þó sjálfsagt fleiri, sem enginn vissi um og sjórinn hefði máð út öll vegs- ummerki um. „Það er því míkil nauðsyn“, sagði ræðumaður, „að koma þarna upp vita, ljósvita og hljóðvita. Mjög nauðsynlegt væri, að hafa þarna afdrep fyrir skipbrotsmenn, talstöð og ennfremur nokkurn mat- arforða". Viti og skipbrotsmannaskýli Þá gat Einar Sigurðsson þess, að skerið, sem er lágt en þó nokkuð stórt um sig, væri eitt af fjarlægari skerjum við ísland. Mannvirki þar væri því ákjósan- legt til þess að undirstrika sem bezt umróðarétt íslendinga yfir fiskveiðilandhelginni. „Allir sjófarendur myndu mjög fagna því, að góður viti, sem jafnframt væri skipbrots- mannaskýli, yrði reistur á Hval- bak og það sem fyrst“, sagði þingmaðurinn að lokum. Fleiri tóku ekki til máls um frumvarpið og var því að ræðu Einars Sigurðssonar lokinni vís- að til 2. umræðu og sjávarút- vegsnefndar. skrifar úr daglegq iífínu 3 Handbók stúdenta •Mikilvægt_mál> Ekki alls fyrir löngu kom út ný Handbók stúdenta. Er það þriðja útgáfa, en hand- bók fyrir stúdenta var fyrst gefin út árið 1936 og síðan 1948. Var önnur útgáfan orð- in úrelt um margt, enda tvennir tímar nú og fyrir meira en 10 árum. Þar við bættist svo að bókin var hvar vetna uppseld og máttu stúd- entar því leggja sig mjög í framkróka, til að hafa upp á bókinni og þeim fróðleik hennar, sem tímans tönn hafði ekki gert gagnslausan. Með hinni nýju útgáfu Handbókar stúdenta var því, eins og öll- um má ljóst vera, bætt úr mjög brýnni nauðsyn. Það er öllum almenningi litlu síður en stúdentum sjálf- mu mikilvægt mál, að greið- ur aðgangur sé að upplýsing- um um nám hér og erlendis. Þjóðinni í heild er það vissu- lega til góðs, að sem flestir einstaklingar hennar komist á rétta hillu. Og velferð ein- staklinganna sjálfra getur verið gjörsamlega undir því komin, að svo megi verða. — Strax af þeirri ástæðu er hér um mikið nauðsynjamál að ræða. • Fénu sé vel varið Annað atriði, sem *vo má einnig hafa í huga, er sú staðreynd, að á hverju ári er miklu fé varið af opinberri hálfu stúdentum og öðrum námsmönnum til styrktar. — Flestir eru sammála um, að því fé, sem notað er til upp- fræðslu þeirrar kynslóðar, sem við á að taka í þessu landi, sé síður en svo á glæ kastað. Þvert á móti sé því vel varið. En þess verður á hinn bóginn að krefjast, að það sé ekki misnotað, heldur í öllum tilfellum hagnýtt á sem allra hagkvæmastan hátt. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að úr ríkissjóði verði greiddar nær 6,6 milljónir króna til styrktar íslenzkum námsmönnum erlendis og við Háskóla íslands. Er þessi upp hæð nú mun hærri en áður, ekki hvað sízt vegna þeirrar hækkunar á námskostnaði er- lendis, sem gengisbreytingin olli. • Ánægjulegur skilningur Það er von allra, að bæði þessi fjárveiting og aðrar, sem til íslenzkra námsmanna ganga, megi koma að sem allra mestu gagni, landi og lýð til farsældar. Að því stuðl ar vissulega hver sú fræðsla, sem veitt er um námsmögu- leika og aðstæður hér heima og erlendis. Það er ánægjulegt til þess að vita, að stúdentar sjálfir skuli hafa sýnt skiln- ing sinn á þessu mikilvæga máli með svo raunhæfum hætti, sem umrædd útgáfa Handbókar stúdenta felur í sér, en það mun einmitt vera Stúdentaráð Háskólans, sem haft hefur forgöngu um út- komu bókarinpar. flugmannastéttarinnar á allan til tækan hátt, annarsvegar í tækni- legu og hinsvegar í kjaralegu og félagslegu tilliti. Hin félagslegu störf samtak- anna hafa einkum beinzt að öfl- un og miðlun upplýsinga um kaup og kjör flugmanna í hinum ýmsum'löndum í samræmingar- skyni, samræmingu slysa og skírteinistrygginga, aðstoð við aðildarfélög, sem í vinnudeilum eiga o. s. frv. 1 kjaramálum telja flugmenn sig eiga nokkra sérstöðu meðal annara stétta þjóðfélagsins m .a. vegna hinnar tiltölulegu stuttu starfsæfi þeirra og svo vegna hins, hversu lítið má út af bera með líkamshreysti þeirra, en al- kunnugt er, að flugmenn verða tvisvar á ári að gangast undir mikiu mun strangari læknisskoð- amr og hæfnispróf en nokkur önnur þjóðfélagsstétt. Því skal ekki neitað, að al- þjóðasamtök flugmanna áttu sér erfitt uppdráttar fyrst í stað gagn vart flugfélögum, flugmálastjórn um hinna einstöku ríkja og al- þjóða flugmálastofnuninni, ICAO. Á síðari árum hefur sam- tökunum m’jög vaxið fiskur um hrygg, Eiga þau einatt sérfróða fulltrúa í ýmsum starfandi nefnd um ICAO, sem hefur í sívaxandi mæli fært sér í nyt hina ein- stæðu tæknilegu reynslu þeirra. A þjóðlegum vettvangi er sam starfinu vða ábótavant og hirða flugmálastjórar einstakra ríkja lítt um að leita tæknilegs álits flugmannastéttarinnar. Flugmenn hafa frá öndverðu gert sér ljósa grein fyrir því, hver áhrif þreyta hefur á dóm- greind, viðbragðsflýti og al- menna hæfni við flugstörf. Regl- ur einstakra ríkja um mestan flugstundafjölda flugmanna án hvíldar eru mjög á reiki, og sums staðar alls ekki til af hálfu hins opinbera, og þótt nokkuð for- svaranlegar reglur séu víða til, eru dæmi til þess að gefnar séu frá þeim hinar fáránlegustu und- antekningar. Þetta hefur verið eitt af meiriháttar baráttumálum samtakanna og hefur nú verið leitað fulltingis alþjóða vinnu- málastofnunarinnar í Genf, ILO. Löngum hafa flugmenn í flugi landa milli reynt að fá skorið úr þjóðarlegum vandamálum um réttarstöðu í loftinu. Örfá ríki hafa á eindæmi sett lög þess efn- is að flugstjóra sé skylt að ann- ast réttargæzlu, meðan á flugi stendur, en hjá allflestum rikj- um eru engin slík lög til, eða ófullkomin eða engin fluglög yf- irleitt. Hafa flugmenn krafizt þess, að flugstjóri fái samskonar völl og skipstjóri um borð í skipi sínu á úthafinu Loks má hér drepa á nýtt vandamál, sem nú er á döfinni, en það er geislavirkni í háloftun- um af völdum kjarnorkuspreng- inga stórveldanna. Eru rann- sóknir í þessum efnum á byrjun- arstigi. Flugvallarmál Reykjavíkur eru nú mjög á döfinni. Af flugtækni- legum og öryggislegum ástæðum, sem ekki skulu raktar frekar að sinni, er það rökstudd skoðun og stefna Félags ísl. atvinnuflug- manna að flytja beri Reykjavík- urflugvöll og reisa nýjan flug- völl suður á Álftanesi, en varla verður vefengt að hinir starfandi atvinnuflugmenn sem um flug- völlinn fljúga að staðaldri séu* öðrum aðilum fremur dómbærir um þetta efni. Nú stendur fyrir dyrum skipun nefndar til þess að taka ákvarðanir um flugvalla- mál Reykjavíkur og hefur félagið borið sig eftir aðild að nefnd þessari. Þess er loks skylt að geta að Félag ísl. atvinnuflugmanna hefur jafnan notið góðrar fyrir- greiðslu og aðstoðar íslenzkra og erlendra flugfélaga við ferðir fulltrúa á hin árlegu þing.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.