Morgunblaðið - 28.04.1960, Page 13

Morgunblaðið - 28.04.1960, Page 13
Fimmtudagur 28. apríl 1960 MORCVNBL4Ð1Ð 13 Frá Kóngsins nýja torgi. — Konunglega leikhúsið til vinstri. Dr. Pdll Ísólísson: III grein. B ® ja ® Listir „INDEN FOR MURENE", eft- ir Henry Nathansen, er ágætt leikrit, sem nú er aftur sýnt á Konunglega leikhúsinu hér. Það er þrungið krafti undir niðri, en tiltölulega slétt og fellt á yfirborðinu. Það er um Gyðingaspursmálið þ. e. a. s., „inden for Murene“, f jöl— skyldupróblemog trúárleg.Það var unun að horfa á þennan leik, svo vel voru öll hlut- verk af hendi leyst. Þarna var Clara Pontoppidan ennþá sú sama á sviðinu. En svo er það Poul Reumert. Hann er hér enn sem oftar hinn fullkomni meistari orðsins og látbragðs- ins. Mér verður hugsað heim til Þjóðleikhússins okkar, sem nú á 10 ára afmæli. Það væri ranglátt að gera samanburð. Danir eiga leikhústraditionir í hundruð ára, við erum enn að feta okkur áfram. Mun- urinn liggur mest í samspil- inu, sem hér er mjög full- komið. Reumert er svo stór- kostlegur hér í hlutverki Levi’s gamla að vart er hægt að hugsa sér fullkomnari leik, en þó er ekki um ’stjörnuleik* að ræða. Allt er eðlilegt, og í rauninni hversdagslegt og á- takanlegt í einfaldleik sínum. fslenzkir leikarar eru marg- ir ágætir og geta í alla staði verið sambærilegir við kollega sína á Norðurlöndum. En spurningin er: er nógu hart tekið á hlutverkum heima? Fámennið er okkur fjandsam- legt. Til þess að ná verulegum árangri í listum er sjálfsagi og miskunnarlaus þjálfun höf uðskilyrði. Um leið og ég óska Þjóðleikhúsinu til hamingju með afmælið, óska ég því jafn framt þess, að það sæki á bratt ann og eigi erfiða framtíð fyrir höndum — þó ekki fjár- hagslega, heldur listrænt séð. Það er haft eftir merkum erlendum manni að ísland sé eitthvert dýrðlegasta land 1 heimi, þar sé bókstaflega allt hægt að gera. Og satt mun það vera, að á íslandi ske svo að segja daglega hlutir, sem ó- hugsanlegt sé að eigi sér stað annars staðar á byggðu bóli. Þar með er ekki sagt, að allt sé svo bölvað sem skeður, en margt lýsir þó oft æði mikl- um losarabrag. Til mín kemur ungur mað- ur. Hann kennir á hljóðfæri, hann segir líka til í leik- list og hann málar og teikn- ar og semur sögur. Allt er þetta gott og blessað, að öðru leyti en því, að hann kann ekkert í neinu af þessu. En það er þó eflaust af mörgum litið á hann sem gjaldgengan mann, og hann hefur býsna mikið að gera. Á íslandi hafa menn löngum beðið eftir „in- spíratiónum“ — guðlegum inn Poul Reumert blæstri. Maður einn gekk upp Túngötu hér á árunum. Hann var berhöfðaður og naut þess að sólin skein. Allt í einu skeit fugl á skallann á hon- um. Honum fannst þetta svo dásamlegt, að hann taldi þetta æðri opi'nberun. Síðan gengur vesalings maðurinn oft Tún- götuna, einkum þegar sólin skín, í von um ...... Næst síðustu „fimmtudags- tónleikarnir" fóru fram þ. 21. hér í útvarpshöllinni. Mog- ens Wöldike stjórnaði. Kon- sert Bachs fyrir tvær fiðlur, var fyrst fluttur er konsert- meistararnir Leo Hansen og Charles Senderovitz léku ein- leikshlutverkin. Anton Heill- er organleikari frá Wien, lék B-dúr orgelkonsert Handels mjög smekklega með hljóm- sveitinni. Þar á eftir kom „Flugeldasvíta“ Hándels. 'En eftir hléið var svo önnur sin- fónía Carls Nielsens „De fire temperamenter". Þessi sinfón- ía er, eins og raunar flest verk Nielsens, stórbrotið og oft mjög í anda Brahms, að mér finnst. Það vekur undrun manns að þessi danski meist- ari skuli ekki vera leikinn víð ar í heiminum en raun ber vitni um. En það verður auð- skildara þegar maður athugar að sjálfur Anton Bruckner er tiltölulega lítið leikinn enn sem komið er. Einnig Max Reger. Hvað veldur? Hljóm- sveit danska útvarpsins er stórkostleg og einhver sú bezta á meginlandinu núna. Salarkynni danska útvarpsins eru þá einnig eins og bezt verður á kosið. Hvenær eign- ast íslenzka útvarpið húsa- kynni við sitt hæfi? Það hef- ur sjaldan gengið eins átak- anlega upp fyrir mér og á þessum tónleikum hversu mikil nauðsyn bað er fyrir ísl. útvarpið að eignast eigin höll fyrir starfsemi sína. Þó vil ég engan veginn gera lítið úr því húsnæði sem útvarpið hefur nú, en það er stór fram- för frá því sem áður var. En hitt verSur að ske, ef vel á að ganga. Danir eru að vonum stoltir af útvarpi sínu og eink- um hljómsveitinni. Hún hef- ur farið sigurför um víða ver- öld. Hljóðfærakostur danska útvarpsins er þá einnig ein- hver sá bezti, sem til er í heiminum. Það var Emil Holm, sem lagði grundvöllinn að hljómsveitinni, byggði hana upp, keypti hin fínu og dýru hljóðfæri og var ná- kvæmlega sama þó hann væri hundskammaður af heimsk- um lýð. Nú vill enginn Dani láta eitt þeirra hljóðfæra af hendi. Þau eru milljóna virði og fylla eyrun auk þess hin- um dásamlegasta hljómblæ, sem hugsazt getur. Holm gamli, sem var fyrsti útvarpsstjóri danska útvarps- ins, var merkiskarl. Ég heim- sótti hann nokkru áður en hann dó. Hann hafði verið óperusöngvari, aðallega í Þýzkalandi, en um leið rak hann heildverzlun með ýmsar vörur, og hafði m. a. viðskipti við ísland. Hann taldi að þetta tvennt: listin og kaup- skapurinn hefði gert sér mögu legt að byggja upp útvarps- starfsemina, sem þá var alger- lega ný. „Ég þekki íslenzkt lýsi eins og aríur eftir Mozart eða Glúck“, sagði hann og hló við. En svo gleymdist að bjóða honum þegar nýja höll- in var vígð, segir sagan. Þetta er það íslenzkasta, sem ég hef orðið var hjá Dönum. En nú er danska útvarpið eitt hið glæsilegasta í veröldinni og hljómsveitin ein hin bezta, svo að Holm gamli getur legið rólegur í gröf sinni. P. f. Þeir smíöa báta fyrir ísiendinga Sagt trá skipasmíðastöhinni í Travsmunde FRÉTTIR af nýjum bátum eru að verða hversdagslegar. Svo ör hefur koma þeirra til landsins verið á undanförnum vikum að lítt þykir tíðindum sæta þó margra milljóna króna bátur lendi í heimahöfn. Þegar „Hilm- ir“ kom til Keflavíkur, þótti sjálfsagt að fara niður á bryggju og dást að þessum fallega, hnarreista bát og segja frá því að nýr bátur væri kominn. Á dekki þar var einn snaggara- legur náungi að snúast og gerðist landkrabbi svo djarfur að á- varpa hann og inna frétta — Sá reyndist vera Margeir sonur Sigurbjörns útgerðarmanns og eiganda „Hilmis". Hafði hann tekið sér nokkurt frí frá lög- fræðiskræðum og gerzt háseti á heimsiglingu — sjaldgæft en gott tækifæri — á við marga tíma í lögfræði. Margeir þótti ljúft að leggja frá sér störfin á dekki og geng- um við til góðviðarklæddra hí- býla. — Þar var sagt frá öllum þeim furðutækjum, sem fiski- bátar eru nú búnir og kosta marg ar litlar krónur, en skila afla, ör- yggi og arði í hendur sjómanna og útgerðar. Mér þótti fýsilegt að spyrja nokkuð um þann stað í Þýzka- landi, þar sem íslenzku bátarnir eru smíðaðir — ef þar mætti af læra og vekja athygli þess að færa þessar bátasmíðar hingað heim. Skipasmíðastöðin Schlichting- en Werft, er í smábæ, með um 40 þúsund íbúa, skammt frá Lú- beck og um 80 kílómetra frá Hamborg. Að sumri til er 'þessi litli bær mikið sóttur af ferða- fólki, því þar eru baðstrendur góðar, mörg hótel og skemmti- staðir. Skipasmíðastöðin er stofnuð árið 1898 og frameftir árum fékkst hún við smíði smáskipa. Eftir 1950 er starfsemin aukin að mun, og þá smíðuð jöfnum hönd- um tfé- og járnskip. Um þessar mundir voru þar í smíðum tvö 2500 tonna stálskip, eitt 1800 tonna kæliskip og einn 120 tonna stálbátur fyrir Grind- vikinga. Auk þess var að ljúka smíði fimm 70 tonna trébáta, fór einn til Ólafsvíkur, tveir til Grindavíkur og tveir til Kefla- víkur. Bátarnir eru byggðir eftir teikningum Egils Þorfinnssonar. Kaup og samningsverð varðandi bátana annast Kristján G. Gísla- son stórkaupmaður. Skipasmíðastöðin tekur nú til við verkefni fyrir þýzka herinn, er áformað að smíða þar 5 tund- urduflaslæðara 150 tonn og eitt 2800 t skip til að hirða tund- urduflin frá veiðiskipunum. Byrð ingur þessara skipa verður þre- faldur, samanlímdur og er það talið þrælsterkt og ódýr bygg- ingarmáti. 7 til 800 manns vinna nú við skipasmíðastöðina, en voru áður um 1000. Breytt verk- efni orsaka fækkunina. Skrokkarnir af íslenzku bátun- um eru smíðaðir inni, en ýmsir hlutar innréttinga og yfirbygg- inga á öðrum verkstæðum og oft eru þau í nokkurri fjarlægð. Af íslenzku bátunum eru gerðar 300—400 sérstakar vinnuteikning ar af hinum ýmsu lögnum og hlutum og eru þær að sjálfsögðu allar í samræmi við höfuðteikn- inguna. Sem dæmi má nefna að allt sfni til raflagna er sniðið niður á verkstæði áður en laanir um bátinn eru gerðar. Vélin var sett í bátinn daginn eftir sjó- setningu og yfirbygging kom samdægurs í heilu lagi og virtist allt saman svo sem vera átti — þar var ekki verið að hlaupa með hverja spítu til að vita hvort hún passaði — hvert gat og naglafar var á réttum stað. Það vakti sérstaka athygli skipasmiðanna og annarra hve íslendingar byggja vandaða og trausta báta. Þeir vissu, eða skildu ekki að bátar hér þurfa að vera búnir meira burðarmagni og sjóhæfni en þeirra bátar, sem mest eru á innsjóum. — Þeir skildu heldur ekki hve háar yfir- byggingar og háar lunningar eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.