Morgunblaðið - 30.04.1960, Page 8
8
MOR C 11 NfíTJfílP
Laugardagur 30. aprn 1960
IJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITST JÖRI: BJARNI BEINTEINSSON
. - " » ■ —' ' ■ ■■ ■■ " . . . .. . - - -
Pátur Sigurðsson, alþingism.:
Genfarráöstefnan og Þjdðviljinn
| Afstaða kommúnista markast enn 7 sem fyrr
S
fyrst og fremst af því, h verjir eru
| hagsmunir Sovétrí1 janna.
ÖLL þjóðin fagnaði þeirri skip-
an ríkisstjórnarinnar í sendi-
nefnd okkar á sjóréttarróðstefn-
una í Genf, að þar ættu sæti auk
fulltrúa ríkisstjómarinnar og
hinna ötulú sérfræðinga, tveir
fulltrúar stj órnarandstöðuflokk-
anna.
Þjóðin fagnaði því, að með
þessu sýndu sundurþykkir stjórn
málaflokkar, að þeir bæru gæfu
til að koma fram á alþjóðaráð-
stefnu, sem fulltrúar órjúfandi
heildar fslendlnga í þessu lífs-
hagsmunamáli þeirra.
Skömmu eftir að sendinefndin
fór utan fór þó að brydda á tor-
tryggni hjá mörgum hér heima,
hversu heils hugar um farsæla
lausn íslendingum til handa þeir
menn væru, sem öðrum fremur
hafa frammi fyrir almenningi
rifið sér í hár og barið á brjóst
og talið sig hina einu sönnu máls
svara fyrir hagsmunum þjóðar-
innar.
Þeir sem til þeirra þekkja,
ætluðu að kommúnistar þyrðu
ekki að fella grímuna og standa
enn einu sinni naktir í augsýn
þjóðarinnar, og fá á sig þá bylgju
þjóðarfyrirlitningar sem á þeim
brotnaði í kosningunum 1959, út
af saurskrifum þeirra og land-
ráðabrigslum um Sjálfstæðis-
menn. Þá fengu þeir glögglega
að sjá að þjóðin treystir Sjálf-
stæðisflokknum bezt til for-
göngu í því máli ,sem alltaf hef-
ur verið hans brjóstbarn, sem
Og þjóðarinnar, eins og upphaf
baráttunnar, friðunarlögin frá
1948, sanna bezt. En þjónkun
kommúnista við erlenda hags-
muni varð sýndarmennskunni
ofurefli.
Þáttur „ungkomma”
Við sem erum úr hópi ungra
Sjálfstæðismanna hér í Reykja-
vík, erum e. t. v. þeir fyrstu sem
fengu áþreifanlega sönnun þess
að vilji kommúnista hefur aldrei
verið sá, að samkomulag tækist
á þessari ráðstefnu, jafnvel þótt
hagsmunir og réttindi íslendinga
væru tryggðir, ef því fylgdi jafn
framt samstæða með nágranna-
ag vinaþjóðum okkar, setn stór
meirihluti þjóðarinnar æskir eft-
ir og óskar að halda áfram menn
ingar og viðskiptatengslum við.
Á fundi Heimdallar og mið-
aldra kommúnista þ. 29. marz
al. brutu kommúnistar venjur
slíkra funda og áður undirskrif-
aðan fundarsamning með því að
bera fram tillögu, sem var að
öllu leyti vítur á eina þjóð meðal
þátttakenda á Genfarráðstefn-
unni, vítur fyrir tillögu, sem
fram kom í byrjun ráðstefnunn-
ar. Vitandi vits að viðræður og
samningar milli nefnda voru rétt
að hefjast, vitandi að sendinefnd
okkar sem annarra var rétt að
byrja að þreifa fyrir sér um
stuðning við tillögur, breyting-
artillögur og ályktanir eVa aðrar
leiðir til samkomulags, en ber-
lega kom í Ijós, að það var vilji
mikils meiri hluta allra þátttöku
ríkja.
Að ætla sér að láta það ber-
ast út, ekki aðeins til sendi-
nefndar okkar, heldur líka allra
hinna, að einn fjölmennasti fund
ur í höfuðborg íslands um langt
Skeið, sé að víta einstakar áhrifa
miklar þjóðir á þessu stigi máls-
ins, lýsir svo miklu ábyrgðar-
leysi eða svo miklum barnaskap
hins „slungna og gáfaða“, en mið
aldra kommúnista, Inga R. Helga
sonar, að af því er ekki hægt að
draga aðrar ályktanir en ég hef
að framan gert.
Sagnfræði Þjóðviljans
Nú verða birtar glefsur úr mál
gagni kommúnsta, Þjóðviljanum
um landhelgismálið á meðan á
ráðstefnunni stóð, og eru þær frá
5. apríl:
„— meiri Bandaríkjamaður en
íslendingur —“
„— óttast um gengi Banda-
ríkjanna og Atlantshafsbanda-
lagsins á íslandi, en hefur eng-
an áhuga á sæmd og rétti og
framtíð íslendinga“,
„Kanadamenn hafa svikið okk
Ur og gengið í lið með andstæð-
ingunum“.
„Danir og Norðmenn svíkja
okkur enn —
„íslendingar munu ekki sætta
sig við bandarísku tillöguna, jafn
vel þó hún fái % atkvæða, nema
allar þjóðir heims hafi gert það
áður“ — og 14. apríl: „—sama
máli gegnir um þær heimildar-
lausu yfirlýsingar, sem Guð-
mundur í. Guðmundsson hefur
nú birt í tveim ræðum: — „að
við hefðum getað fallisí á þrönga
landhelgi". Slík stefna hefur
aldrei verið samþykkt á Alþingi
íslendinga né neinum öðrum
bærum aðila; hún er auðsjáan-
lega til þess fallin að styrkja
verstu andstæðinga okkar, en
gengur í berhögg við stefnu og
hagsmuni þeirra ríkja, sem hafa
stutt okkur.“ — og 20. apríl: „—
þá værum við að svíkja allar|
þær þjóðir sem hafa stutt okkur
í landhelgismálinu og gert okk-
ur kleift að berjast til sigurs.
Við værum að samþykkja að
níðzt yrði á rétti þeirra, aðeins
ef við fengjum undanþágu —“.
„ — Vonandi verður hin ó-
sæmilega afstaða Guðm. í. Guð-
mundssonar og Bjarna Bene-
diktssonar ekki skjalfest sem
stefna íslands á ráðstefnunni í
Genf“.
„ísland svíkur tólf mílna rik-
in. Ólafur Thors, Bjarni Bene-
diktsson og Guðm. í. gera smán-
arsamning í Lundúnum um að
styðja andstæðinga okkar í land
helgismálinu".
„— Ólafur Thors semur við
Bandaríkin og Bretland, kallar á
Guðmund og Bjarna og gengur
frá samningum“.
„Undir orðalag breytingartil-
lögunnar getur engin þjóð fall-
ið nema ísland“.
„ísland á að greiða atkvæði
gegn tillögu Bandaríkjanna og
Kanada hvernig svo sem atkvæði
falla um íslenzku breytingartil-
löguna. Ríksstjórnin gæti þá af-
sakað breytingartillöguna með
því að hún hefði reynt að tryggja
hagsmuni íslands hvernig sem
færi. En ríkisstjórnin myndi um
leið neita því að taka þátt í að
svipta nokkra aðra þjóð réttind-
um sem við höfum alltaf fylgt
og barizt fyrir“.
„Stuðningur“ Rússa
Sjálfsagt á hin stórfurðulega
afstaða kommúnista í landhelgis
'málinu eftir að koma enn betur í
ljós næstu daga, þegar nefndar-
menn koma heim frá Genf, og
afstaða einstakra nefndarmanna
þar ytra skýrt nánar.
En í gegnum allan málflutning
kommúnista hér heima og þeg-
ar kunna afstöðu ytra, í
þessu hagsmunamáli þjóðar-
innar, má greina í gegn-
um glamur og skrúðmælgi
Pétur Sigurðsson
lýðskrumarans beinagrindina í
stefnu þeirra: þjónustuna við er-
lenda hagsmuni, fram yfir hags
muni íslands.
Meginlínur kommúnista eru
þær, að allar þjóðir séu að
svíkja okkur og séu okkur óvin-
veittar, ef þeirra hagsmunir
falla ekki saman við okkar eða
okkar við þeirra, sem kommún-
istum er svo kært að hafa fram.
Sú staðreynd virðist algerlega
fordæmd, að ákveðinn ríkjahóp-
ur, (austanblökkin) sem greitt
hefur atkvæði undir vissum
kringumstæðum með hagsmun-
um okkar, sé að gæta hagsmuna
sinna.
Annað er alls ekki viðurkennt
en að þessi „stuðningur við okk-
ur“ stjórnist af öðru en óeigin-
gjörnum hvötum. Kommúnistar
hér heima telja Rússa og fylgi-
ríki þeirra hafa verið aðalstuðn-
ingsmenn íslands á ráðstefn-
unni, þrátt fyrir þá staðreynd að
Rússar hafa greitt atkvæði gegn
báðum tillögum íslands og gerðu
það sem þeir gátii til að hindra
að sérstaða okkar yrði viður-
kennd.
Ef ekki er nóg að draga fram
þessar staðreyndir, virðist ærin
ástæða til að benda á eftirfar-
andi ummæli Amadors frá
Kúbu, en heilvita mönnum
myndi sízt detta í hug, að sá
fulltrúi væri að þjóna hags-
munum Bandaríkjanna eða At-
lantshafsbandalagsins.
Amador sagði: Að hann undr-
aðist tvöfeldni Rússans. Hann
hefði lýst yfir samúð með íslandi
og skilningi, en síðan greitt at-
kvæði á móti þvi, af hreinum
tæknilegum ástæðum, eins og
hann komst áð orði! En skýring
Rússa á þessum tæknilegu ástæð-
um nægir ekki, sagði hann, því
þeir greiddu einnig atkvæði gegn
tillögu Kúbu, sem var alveg eins
og tillaga íslands um forrétt-
indi, nema hvað þar var sett al-
menn regla. „Ég vil því segja
fulltrúa Rússa, að við smáþjóð-
irnar erum raunar þakklátar
fyrir samúð þeirra og skilning,
en það er ekki nóg, þeir verða
líka að sýna það í verki“.
Þá hafa kommúnistar talið
það ganga glæpi næst að reyna
að tryggja íslendingum 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, eingöngu
vegna þess að ákveðin „vina-
ríki“ fá ekki viðurkennda 12
mílna pólitíska og hernaðarlega
landhelgi, og virðist þá gengið
fram hjá þeirri staðreynd að við
stefnum að friðun fiskimiða
okkar fyrir ágangi annaría þjóða
með stækkun og útfærslu fisk-
veiðilandhelgi, en látum hina
pólitísku landhelgi lönd og leið,
nema það geti samrýmst hags-
munum okkar gagnvart fiskveið
unum.
tmræður á Alþingi
Eins og sést á síðustu tilvitn-
unum mínum í Þjóðviljann nér
að framan, þá koma þær í blað-
inu eftir að íslenzka sendinefndin
hefur gripið til þess ráðs að
flytja breytingartill. við bræð-
ing Kanada og Bandaríkjanna til
þess að reyna að fá ákvæðið
um hinn söulega rétt numið burt
úr tillögunni, þegar um er að
ræða þjóffir, sem lifa að lang-
mestu leyti á fiskveiðum við
strendur landa sinna.
Þessi breyt.till. er sett fram,
er svo horfir á ráðstefnunni, að
bræðingurinn verði samþykktur
með sínum sögulega rétti .
Eins og allir sjá, sem ekki eru
blindaðir af annarlegum sjónar-
miðum, þá er þarna það eitt að
hafzt, sem íslenzku þjóðinni er
fyrir beztu og reynt að tryggja
12 mílna mörk okkar gegn þá
væntanlegri lagareglu.
Þegar Ólafur Thors kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár í Samein-
uðu þingi sl. mánudag, og gaf
þar yfirlýsingar um ferð sína
og fund við ísl. ráðherrana ytra
hrakti hann lið fyrir lið gróu-
sögur og uppspurva sem komm-
únistar hefðu haldið á lofti bæði
hér heima og í Genf, til stór-
skaða fyrir málstað okkar.
Ólafur sagði orðrétt:
„Ég hefi ekkert umboð frá
neinum í þessu þjóðfélagi til
þess að afsala íslandi 12 mílna
fiskveiðilandhelgi bara af því
að einhver önnur þjóð fær
ekki 12 mílna landhelgi. Ann-
að er fátæka mannsins einasta
lamb þ. e. okkar fiskur, hitt er
hápólitískt og hernaðarlegt
• mál“.
S Svar æðstaprests kommúnista,
1 Einars Olgeirssonar, ætti að send
J ast í hendur hvers einasta fiski-
S manns á íslandi.
i Eftir að hafa lýst því yfir, a8
i alþjóðlegt „princip“ hafi átt að
S ráða störfum ísl. nefndarinnar,
en ekki íslenzkir hagsmunir, þá
sagði hann „að við hefffum átt
aff hugsa um samstöffuna með
fiskimönnum nágrannaríkjanna,
sem líta á okkur sem foringja í
þessu máli, og þeirra hagsmuni
mætti ekki svíkja“, (Brezkra
líka?) og taldi síðan að með
þessari tillögu væri settur blett-
ur á heiður íslands.
Honum virtist aldrei verSa
hugsað til hagsmuna íslenzkra
sjómanna, til íslenzku hagsmun-
anna, þeir væru aukaatriði, aðal-
atriðið væri, að húsbændurnir
erlendu yrðu ánægðir.
Öllum íslendingum er nú kunn
ugt um úrslitin í Genf, þegar við
einir vestrænna þjóða, buðum
byrgin stórveldum þeim, sem
þar sóttu fast að með boð um
gull og græna skóga. Enn meiri
athygli vekur sú afstaða, þegar
sú staðreynd er mönnum Ijós, að
kommúnistar hafa alið á því við
ísl. þjóðina að undanförnu, að
við værum búnir að selja okkur
á mála hinna „Vestrænu kreppu-
ríkja Atlantshafsbandalagsins," í
sambandi við efnahagsaðgerðir
okkar.
Það er því mikið áfall vægast
sagt fyrir kommúnista að verða
að éta ofan í sig óhróður og lyg-
ar sínar, en viðurkenna með þjóð
inni allri, að í Genf hafi meiri
hluti sendinefndarinnar komið
fram sem sannir fulltrúar þjóðar
sinnar, sem gættu sóma lands
síns og þjóðarhagsmuna, þannig
að til mun verða tekið víða um
heim.
Landráffabrigzlin
Enginn íslenzkur stjórnmála-
maður hefur orðið fyrir hat-
rammari árásum kommúnista
en Bjarni Benediktsson dóms-
málaráðherra.
Hvar standa nú fullyrðaringar
kommúnista um hann sem „lepp
Bandaríkjanna“, um okkur Sjálf
stæðismenn sem „landssölu-
menn“, og þó oftar „landráða-
menn“?
Það mun þó hafa verið al-
mennt viðurkennt fyrir þessa
síðustu atburði, meðal almenn-
ings á fslandi, að það sé Bjarni
Benediktsson, að öllum öðrum
ólöstuðum, sem manna frekast
hafi mótað þá virðingu sem ís-
lendingar nutu meðal erlendra
þjóða, áður en kommúnistar og
Framsóknarmenn byrjuðu hina
eiginlegu landssölustefnu sína og
hann hafi ásamt Ólafi Thors
komið í framkvæmd þeirri skoð-
un okkar Sjálfstæðismanna, að
í utanríkismálum okkar skuli
þjóffarhagsmunir og sómi íslands
ráða, og sú stefna á einnig fullt
fylgi okkar og Alþýðuflokksins
í landhelgismálinu, eins og síð-
utu atburðir sanna, að því við-
bætttu, að við reynum að halda
vináttu og frið við allar þjóðir.
Hagsmunir Rússa enn i fyrirrúmi
Hvað tekur við?, spyrja menn,
og er ekkert undarlegt eftir það
svívirðilega ofbeldi sem Bretar
hafa sýnt okkur og aldrei gleym-
Framh. á bls. 16.