Morgunblaðið - 30.04.1960, Qupperneq 13
Laugardagur 30. apríl 1960
MORCVTSm. 4Ð1Ð
13
í fr iálsu þjd
i er farsæld
einstaklinganna bezt tryggi
Þær aldir,
lifskjorin lokust
sem verzlunin var ófrjálsust, voru
fátæ ktin mest
og
- Úr ræðu Birgis Kjaran og um-
ræðum um viðskiptamál á þingi
Fríverzlunarfrumvarp rík-
isstjórnarinnar kom til ann-
arrar umræðu á fundi Neðri
deildar í gær, eftir að hafa
verið til athugunar í fjár-
hagsnefnd deildarinnar síðan
skömmu fyrir páska. -
Þáttaskil í efnahagsmálum
Framsögumaður meiri hluta
nefndarinnar var Birglr Kjaran
og gat hann þess í upphafi ræðu
sinnar, að hér væri um að ræða
mál, er snerti hagsmuni og af-
komu allrar þjóðarinnar. í>að
væri einn liður í aðgerðum, sem
kynnu að marka þáttaskil í efna-
hagsmálasögu Islendinga.
Stefnan í viðskiptamálum væri
veigamikill þáttur hinnar al-
mennu efnahagsmálastefnu nú-
verandi ríkisstjórnar, sem keppti
að því að tryggja þjóðinni næga
atAnnu og helzt stöðugt batnandi
lífskjör.
Þessum markmiðum hyggð-
ist stjórnin fyrst og fremst ná
með aukinni framleiðslu og
sem hagkvæmastri sölu á af-
urðum landsmanna og inn-
kaupum á nauðsynjum þeirra.
Xakmark þessarrar stefnu
væri það, að gera okkur kleift
að kaupa nauðsynjar okkar í
sem ríkustum mæli þar sem
þær væru beztar, ódýrastar
og hentugastar, og með þeim
hætti, að verða aðilar að sem
frjálsustum viðskiptaheimi.
Aðaláhættan fyrir þjóð með til-
tölulega ríka þörf fyrir umfangs-
mikla utanríkisverzlun, fjöl-
breyttar innflutningsþarfir en
einhæfa útflutningsframleyðslu,
væri sú, að verða einstökum
mörkuðum of háð. Af þessu hefð
um við Islendingar vissulega
bitra reynslu.
Stuðningsmenn haftanna
Engu að síður væru fyrirfinn-
anlegir í hópi stjórnarandstöð-
unnar menn, sem einlæglega
tryðu því, að það væri beinlínis
æskilegt, að gera okkur með jafn
kevpissamningum sem allra háð-
asta ákveðnum mörkuðum, með
sem stærstan hluta af framleiðslu
okkar og að góð lífskjör verði
yfirleitt einungis tryggð með
höttum á öllum sviðum viðskipta
og framleiðslu. Stuðningsmenn
núverandi ríkisstjórnar væru
hins vegar þeirrar skoðunar, að
góð, lífskjör yrðu helzt tryggð
með sem allra víðtækustu at-
hafna- og verzlunarfrelsi. Sú
skoðun byggðist á mati á stað-
reyndum og fenginni reynslu.
Vék ræðumaður því næst að
þeim sögulegu staðreyndum, er
hann kvað skjóta stoðum undir
þessa afstöðu, og komst í þvi sam
bandi m. a. svo að orði:
Ófrelsi og fátækt
„í þá hálfa þriðju öld, sem
íslenzk utanríkisverzlun hefur
verið ófrjálsust, „skipulögðust“,
hafa lífskjörin verið einna lökust
í landinu, fátæktin mest og fram
takið minnst. Hver áfangi til
frelsis þýddi auknar framfarir.
Áfangastaðirnir voru árið 1789,
er verzlunin var gefin frjáls öll-
um þegnum Danakonungs, árið
1854, er hún var gefin algerlega
frjáls hverjum þeim, er hér vildi
reka viðskipti. Að fullum notum
kom þetta frelsi þó ekki fyrr en
landsmenn fengu nokkurt fé milli
handa og þá fyrst og fremst með
tilkomu íslenzkrar myntar.”
Og eftir að hafa rakið sögu
myntarinnar, sagði hann síðan:
„Sjálfstæði íslenzku krónunn-
ar í viðskiptum við aðrar þjóðir
er því ekki nema tæpra 40 ára.
Þótt aldurinn sé ekki hár, hefur
þó saga þessara ára verið við-
burðarík í íslenzkum peningamál
um, því að á þessu árabili hefur
gengi krónunnar verið fellt 6
smnum eða að meðaltali sjötta
hvert ár og má þó fullyrða, að
yfirleitt hafi verið forðazt í
lengstu lög að stíga spor geng-
isfellingarinnar hverju sinni.”
Höftin hafa alltaf brugðizt
Þau ráð, sem oftast hefði ver-
ið gripið tii í viðleitninni til að
hindra gengisfellingu, kvað ræðu
maður einmitt vera viðskipta- og
gjaldeyrishöft í einu eða öðru
formi. Allt frá árinu 1931 hefðu
þau verið „úrræði”, sem æ ofan
í æ hefðu átt að jafna metin. En
hið athyglisverðasta við sögu
haftanna væri það, að þau hefðu
aldrei dugað til þess að vernda
verðgildi íslenzku krónunnar,
eins og þeim hefði'verið ætlað.
„Þrátt fyrir höftin 1931—
1939 varð að fella gengi ís-
lenzku krónunnar árið 1939“,
sagði Birgir Kjaran. „Þrátt
fyrir höftin 1947—1950 varð að
fella gengi krónunnar árið
1950 og þrátt fyrir höftin
1956—1960 varð að fella gengi
krónunnar árið 1960. Höft í
viðskiptum milli landa eru
nefnilega engin lækning mein
semdar, því að þau beinast
ekki að sjúkdómsorsökinni,
heldur glíma aðeins við ytri
einkenni sjúkdómsins. Þau
eru hrossalækning, sem getur
skotið vandanum á frest og
geta verið forsvaranleg neyð-
arúrræði um stundarsakir, en
þau leysa ekki vandann var-
anlega til þess eru önnur úr-
ræði nauðsynleg“.
Auk þess vitaði ræðumaður til
ummæla ýmissa hagfræðinga
bæði hér á landi og erlendis, er
öll hnigu að þeirri niðurstöðu, að
stöðug verzlunarhöft væru ekki
einungis óheppileg og gagnslítil
til þess að ráða við þau viðfangs-
efni í þjóðarbúskapnum, sem
þeim væri ætlað að leysa, heldur
til tjóns fyrir almenning. Þau
gætu aðeins verið gagnleg, þegar
skyndilegar efnahagsbreytingar
eða jafnvægisskerðing ætti sér
stað í viðskiptum milli landa, og
þá sem neyðarráðstöfun um stund
arsakir, meðan verið væri að
finna nýjan jafnvægisgrundvöll.
Hitt væri hagsmunum alþjóðar
algerlega fjandsamlegt, að höftin
væru gerð að varanlegu ástandi,
eins og átt hefði sér stað hér á
landi og þannig hindruð um ára-
bil myndun nýs jafnvægis,
Frjáls viðskipti þýða aukna
velmegun
„En hvert er þá það viðskipta-
kerfi, sem að er stefnt og hvaða
kosti hefur það til að bera fram
yfir önnur viðskiptakerfi?“
spurði þingmaðurinn síðan. Og
hann svaraði einnig: „Það kerfi
viðskipta, sem .felst m.a. í því
frumvarpi, sem hér er til um-
Birgir Kjaran
ræðu, hefur verið nefnt friverzl-
unarkerfi. Það er kerfi sem gef-
ur öllum jafnan rétt til verzlun-
ar, ívilnar hvorki né íþyngir og
skapar hvorki einstaklingum né á
kveðnum hópum neina réttarlega
eða raunverulega sérstöðu til
verzlunarreksturs og á þetta
jafnt við um verzlun milli ríkja
og innanlands. Rök fríverzlunar-
stefnunnar eru klár og einföld og
öllum auðskilin. Þau byggja á
staðreynd verkaskiptingar, ein-
staklinga, stétta, byggða og þjóða,
sem eykur framleiðshma og
þeirri staðreynd, að frjálsu við-
skipti allra þessara aðilja auka
velmegun þeirra allra“. Frjálsa
utanríkisverzlun kvað Birgir
Kjaran ennfremur m.a. tryggja
þjóðinni ódýrari vörur, betri
vöru, meira vörumagn og aukið
vöruval. Þetta hefði svo í för
með sér auknar þjóðartekjur,
meiri velmegun og fjölbreyttari
lifnaðarhætti.
Fyrsta stóra sporið.
Síðar sagði hann m.a.:
„Með þessu frumvarpi er stigið
fyrsta stóra sporið frá 30 ára
haftabúskap, sem við höfum orð-
ið að lúta. Jafnframt er létt af 13
ára gömlum fjárfestingarhöml-
um. í sama mund hefur ríkis-
stjórnin veitt eftirhreytum
skömmtunarkerfisins nábjargirn
ar. Varðandi útflutningsverzlun-
ina kveður frumvarpið svo um,
að útflutningsnefnd skuli hverfa
úr sögunni. Er ekki að efa, að
almennt muni því fagnað, að með
frumvarpi þessu týna nokkrar
af nefndum þjóðfélagsins töl-
unni“.
Framsokn tvínónandi
f síðari hluta ræðu sinnar vék
Birgir Kjaran m.a. að gagnrýni
stjórnarandstæðinga á frumvarp
inu.
Afstaða Framsóknarflokksins
til haftabúskaparins hefði verið
tvínónandi og tækifærissinnuð
Höftin hefðu þjónað flokknum
sérlega vel í því mikla átaki að
sveigja innflutningsverzlunina að
verulegum hluta undir ofurvald
Sambandsins. Þetta hefði senni
lega aldrei tekizt með öðrum
hætti en þeirri aðstöðu og þeim
vinnubrögðum, sem harðsvírað
haftakerfi hefði veitt óbilgjörn
um handhöfum þess“. En þegar
höftin gerðust óvinsæl, venti
Framsókn sínu kvæði í kross“,
sagði ræðumaður, og vitnaði t.d
í leiðara Tímans hinn 23. þ.m.,
þar sem m.a. segir: „Nú dettur að
sjálfsögðu engum í hug að við
halda höftum haftanna vegna“
Ekki kvaðst ræðumaður sjá,
hvernig framsóknarmenn gætu
verið á móti þessu frumvarpi, án
þess að vera sjálfum sér ósam-
kvæmir.
Vonbrigði komma
Hjá Alþýðubandalagsmönnum.
sagði þingmaðurinn, að gætt hefði
nokkurrar biturrar og sárra von-
brigða, sem skiljanlegt væri þeg
ar haft væri í huga, að nú væri
skotið loku fyrir áralangar til-
raunir þeirra til þess að lauma
efnahagskerfi sínu, ríkissósíalism
anum inn um bakdyr íslenzks
þjóðarbúskapar. Þess í stað væri
nú fordyrið opnað upp á gátt
fyrir nýrri, farsælli þróun og
væri það sú staðreynd, sem Al-
þýðubandalagsmenn >i-ttuðust
mest.
Ummæli Einars
Viðhorf þeirra kæmu kvað
gleggst fram í nokkrum ummæl-
um Einars Olgeirssonar upp á
síðkastið, þar sem hann hefði m.
a. sagt eftirfarandi:
„Alþingi þarf að hafa vit fyrir
þjóðinni. Það má ekki sleppa
fjármunum við hana. Við höfum
skapað stórfelldar framfarir með
ríkisafskiptum, við hefðum þurft
að hafa ríkisafskiptin meiri. Við
hefðum aldrei átt að afnema
skömmtunina. Maður á að spara
við sig sykur og kaffi, þegar mað
ur á peninga. Það hættulegasta
í þessu frv. er frjáls verzlun.
Frjáls verzlun er verri en herinn.
Engin ástæða er til að skrá rétt
gengi. Öhjákvæmileg nauðsyn að
þjóðnýta alla utanríkisverzlun-
ina. Það sem gera verður, ef
menn verða varir við verðbólgu,
er að herða á stjórn þjóðarbúskap
arins. Almennt viðskiptafrelsi er
ekki lengur til í heiminum. Gall-
inn var, að höftin voru ekki nógu
alger. Þjóðfélagið verður með
harðri hendi að stjórna fjárfest-
ingunni. Stundum er jafnvel
betra að veifa röngu tré en öngu
og hafa slæma stjórn, og slæm
stjórn er betri en engin stjórn”.
Kommúnistar gegn verkalýðnum
Það eina, sem kommúnistar
gætu fundið íslenzkri haftapóli-
tík til foráttu, væri það, að höft
in hefðu ekki verið nógu ströng.
Þessi stefna kommúnista væri
í beinni andstöðu við hagsmuni
og hugsun allrar íslenzku þjóðar-
innar og e. í v. fyrst og fremst
til mestrar kjararýrnunar fyrir
verkalýðinn og launþegana í
landinu. Það væri því ekki ís-
lenzkur verkalýður, sem komm-
únistar þjónuðu með þessan bar-
áttu sinni.
Frelsi og farsæld
Af öðrum atriðum, sem Birgir
Kjaran tók til meðferðar í hinni
yfirgripsmiklu ræðu sinni, var
sú þróun, sem utanríkisviðskipt-
in mundu fylgja við hina nýju
skipan. Sagði hann m.a. að frum
varpinu væri ekki beint gegn
eðlilegum viðskiptum við neina
þjóð ,heldur væri því ætlað að
reyna að auka viðskipti íslend-
inga við sem flestar þjóðir og
væri sá mergurinn málsins.
Að lokum sagði framsögumað-
urinn, að það væri skoðun meiri-
hluta fjárhagsnefndar, að farsæld
einstaklinganna væri bezt tryggð
í frjálsu þjóðfélagi, þar sem frum
varpið miðaði að þeirra dómi
að auknu efnahagslegu frelsi
borgaranna og mundi að vonum
stuðla að aukinni framleiðslu,
aukinni framleiðni og aukinni
almennri velmegun allrar þjóð-
arinnar, leggðu þeir til að frum-
varpið yrði samþykkt.
Keynslan sker úr
Næstur tók til máls Skúli Guð-
mundsson og kvað hann ríkisaf-
skipti af viðskiptamálunum hafa
reynzt svo nauðsynleg, að engin
ríkisstjórn á liðnum árum hefði
talið sig geta horfið frá þeim.
Frumvarpið fæli ekki í sér efnis -
breytingu, heldur yrði það áfrani
á valdi ríkisstjórnarinnar að á--
kveða takmörkun á innflutningi
vara. Það tryggði því ekki frjálsa
verzlun. „Eg veit ekki hvað um
þetta á að segja“, sagði ræðumað
ur. „Reynslan ein sker úr því,
hver ahrif frumvarpið hefur“.
Að öðru leyti lagði Skúli til að
frumvarpinu yrði vísað frá með
rökstuddri dagskrá.
Ekki rétt að gera of lítið úir
Einar Olgeirsson var næstur á
mælendaskná og kvaðst haim
leggja til að frumvarpið yrði
fellt. Ekki væri rétt að gera of
lítið úr því, að ríkisstjórnin
beitti sér ekki fyrir nýrri stefnu
í þessum málum. Hún væri líka
sú fyrsta, sem hefði nægklegt
lánsfé til umráða, til þess að
geta gert frjálsa verzlun raun-
verulega. Það væri hins vegar
glæfraspil, að ætla að gera
viðskipti Islendinga við hinn
kapitaliska heimsmarkað frjáls.
Alls talaði E. Olg. í rúmlega tvær
og hálfa klukkustund og kom
mjög víða við. Auk hiiis áður-
nefnda varð honum tíðrætt um
auðhringa, áætluiiarbúskap,
bankavald o. m. fl., og er þess
enginn kostur að rekja hið langa
mál hans.
Að ræðu hans lokinni var um-
ræðunni frestað.
Tryggir sig gegn
aflýsingu brúð-
kaups!
London, 28. apríl.
(Reuter). —
BLAÐIÐ Daily Express
skýrir frá því í dag, að hinn
konunglegi klæðskeri, Nor-
man Hartnell, sem er nú
önnum kafinn við að sauma
brúðarkjólinn er Margrét
prinsessa mun klæðast á
heiðursdegi sínum hinn 6.
maí, hafi keypt sér 2000
punda tryggingu — sem
kemur til útborgunar, ef
svo skyldi fara, að brúð-
kaup þeirra Margrétar og
ljósmyndarans Armstrong-
Jones yrði aldrei haldið.
Blaðið segir, að Hartnell
hafi látið svo um mælt, að
þótt það sé harla ólíklegt,
verði hann að gera ráð fyr-
ir þeim fjarlæga möguleika,
að eitthvað geti gerzt, sem
kollvarpi ,6. maí áætlunun-
um“, eins og komizt er að
orði.