Morgunblaðið - 30.04.1960, Qupperneq 17
Laugardagur 30. apríl 1960
MORGVTSBLAÐIÐ
17
Hallar á Botvinnikl
í viðskiptunum við Tal
NÚ ER tekið að síga á seinni
hlutann í einvígi þeirra Botvinn-
iks og Tals um heimsmeistara-
titilinn í skák. Fáum blandast
orðið hugur um, að Botvinnik
hefur hitt fyrir ofjarl sinn að
þessu sinni, þótt hitt megi af
skákunum ráða, að Botvinnik
teflir nú naumast af þeirri
skerpu, sem honum er gefin,
þegar hann er upp á sitt bezta.
Botvinnik hefur þó teflt flestar
skákirnar vel framan af, en hann
r.otar mun meiri umhugsunar-
tíma en andstæðingurinn, lend-
ir svo í tímaþröng og leikur þá
oft af sér. Það er einmitt þessi
gangur skákanna — góð upp-
bygging hjá Botvinnik og afleik-
ir í tímaþröng, sem vafalaust
munu valda því, að ýmsir skák-
menn, sem ekki kunna vel að
meta skákstíl Tals, svo sem til
dæmis Smysloff, munu ekki
vilja viðurkenna yfirburði Tals,
þótt hann fari með sigur af
hólmi og munu að líkindum
hvetja Botvinnik til hefnda að
ári, í þeirri von að hann verði
þá betur fyrirkallaður. En ein-
víginu er nú enn ekki lokið —
ennþá getur heimsmeistarinn
orðið harður í horn að taka.
Fréttir af einvíginu hafa ekki
verið eins góðar að undanförnu
eins og þær voru í fyrstu. Eink-
uir var það skarð fyrir skyldi,
þegar aðstoðarmaður Tals,
Koblenz, sá sér ekki lengur fært
að senda fréttabréf frá einvíg-
inu. Alls hafði hann þá sent
átta bréf og tekið fyrir jafn i
margar skákir. Blaðið mun1
væntanlega geta birt síðustu
skákir einvígisins tiltölulega
skömmu eftir að þær verða
tefldar, en bilið á milli greina
eðstoðarmannsins og skáka
þeirra, sem birtar verða nýjar,
ætla ég að brúa nokkuð með
því að rekja gang baráttunnar
um miðbik einvigisins.
Eins og lesendur minnast,
hafði aðstoðarmaðurinn lýst því
í síðustu grein sinni, hvernig
Tal fékk verri stöðu með svörtu
í áttundu skákinni, e*i tókst sem
oftar að grugga vatnið með peðs-
fórn og ná sterkri gagnsókn.
Hefði sú gagnsókn getað orðið
Botvinnik skeinuhætt, ef svo
hefði ekki brugðið við, að einn-
ig Tal komst í ofsalega tíma-
þxöng, og þótt hann sé álitinn
vera bezti hraðskákmaður heims
ins, varð honum þó á að leika
röngum hrók um einn reit og
réði sú yfirsjón úrslitum skákar-
innar, eins og fyrst kom í ljós
þegar öll lætin voru um garð
gengin, og menn gátu litið yfir
baráttuvöllinn í ró og næði.
Þannig varð fyrsti sigur Bot-
vinniks í einvíginu næsta til-
viljunarkenndur, og staðan í ein-
viginu hefði næstum alveg eins
getað verið 6:2, eins og 5:3,
sem hún var í reyndinni.
Niunda skákin
Þá er að segja lítillega frá
niundu skákinni. Að því sinni
kom Tal með heimatilbúná
sprengju gegn Caro-Kann vörn-
inni, sem Botvinnik hafði sett
traust sitt á. Nýjung þessi var
allglæfraleg mannsfórn í 11.
leik, sem þó hefði sennilega
verið básúnuð sem nothæf og
glæsileg, ef Botvinnik hefði ekki
einmitt ratað á réttu vörnina og
þannig sýnt fram á, að hér var
um púðurskot að ræða. Botvinn-
ík hratt sókninni, hélt manni
yfir gegn þrem heldur lítilfjör-
legum peðum og vann svo
endataflið með nákvæmni fag-
mannsins í 58. leik. Þetta var
mikill móralskur sigur fyrir
Botvinnik, en þungt áfall fyrir
Tal, sem ekki áttl í bili neinar
notthæfar sprengjur í fórum sín-
um gegn hinu trausta virki Caro-
Kann varnarinnar. Þá var stað-
an í einvíginu líka orðin
ískyggilega jöfn, 5 : 4 fyrir Tal.
Tíunda skákin
í 10. skákinni beitti Tal kóngs-
mdverskri vörn og með nokkuð
óvenjulegri leikjaröð kom upp
þekkt staða í 11. leik, sem Bot-
vinnik virtist þó ekki vera vel
kunnugur. Að minnsta kosti brá
liann út af alfaraleið með þeim
miður góða árangri, að tapa
strax peði án nokkurra teljandi
sóknarfæra. Það varð þó heims-
meistaranum til happs, að einnig
Tal tefldi skákina gloppótt, og
þegar báðir höfðu misst af beztu
leið nokkrum sinnum til skiptis,
endaði skákin friðsamlega í 60.
leik ,og staðan var orðin 5%:
4%. —
Ellefta skákin
I 11. skákinni gerðust þau tíð-
indi, að Tal lék í fyrsta skipti
ekki kóngspeðinu fram í fyrsta
leik, en lét sér nægja hina ró-
legu Rétibyrjun: 1. Rf3. Lesend-
ur múna ef til vill, að aðstoðar-
maður hans hafði látið svo um
mælt í einni greina sinna, að ef
svo sterkt vopn yrði slegið úr
hendi Tals, sem kóngspeðsbyrj-
unin er, þá væri einvígið að
hálfu unnið fyrir Botvinnik. Svó
miklir atburðir höfðu þó ekki
gerzt. Eins og síðar kom í ljós,
var hinn nýi byrjunarleikur að-
eins tímabundin tilraun, ætluð
til þess að drepa tímann á með-
an nýjum skotfærum var safnað
gegn Caro-Kann-virkinu. „Til-
raunin“ bar þó óvæntan árang-
ur. Ýmsir höfðu búizt við, að'
Bolvinnik myndi kunna vel við
sig í hinni rólegu Rétibyrjun,
en með snilldarlegri tafl-
mennsku tókst Tal að ná betra
tafli út úr byrjuninni og það
var ekki fyrr en í miðtaflinu,
sem Botvinnik tókst með viðlíka
snilli að rétta hlut sinn. Þá barði
hins vegar víðkunnur vágestur
— timaþröngin — að dyrum hjá
Botvinnik og varð honum þá á
að hrasa lítillega út af braut ná-
kvæmninnar. Ekkert slíkt fór
fram hjá hvössum arnaraugum
andstæðingsins. Tal herti sókn-
ina að nýju og tókst að ná sigri
í 72. leik eftir vel teflda skák
af beggja hálfu. Bilið hafði nú
aftur aukizt — staðan var orðin
6%:4% Tal í hag.
Tólfta skákin
í 12. skákinni beitti Tal
Tarrasch-vörn og sýndi vel sinn
skæða árásarstíl. Þannig tefla
aðeins menn, sem þora að gefa
nokkurn höggstað á sér. Bot-
vinnik tefldi hins vegar traust-
lega að vanda — skipti upp á
hættulegustu árásarmönnum
andstæðingsins og stefndi út í
hagstætt endatafl. Hinar djarf-
!egu áætlanir Tals höfðu kostað
mikinn umhugsunartíma og
komust nú báðir keppendur
snemma í timaþröng. Missti þá
Botvinnik oftar en einu sinni af
beztu leiðum, sem hefðu fært
honum góðar vinningsvonir og
loks rændi hann peði, sem
hefði getað kostað hann skák-
ina, en þá var röðin komin að
Tal að missa af öruggri vinn-
ingsleið. Eins og skákin tefldist,
tókst Botvinnik ekki einungis að
koma fyrir sig vörnum, heldur
komst hann út í endatafl með
peð yfir. Biðskákina tefldi Tal
af mikilli nákvæmni, og varð
Botvinnik ekkert ágengt með
peð sitt í drottningarendatafl-
inu. Jafntefli var samið eftir 72.
ieik. Staðan að hálfnuðu einvígi
var því 7:5 áskorandanum í hag.
Þrettánda skákin
13. skákin varð áhorfendum til
vonbrigða. Eftir aðeins stundar-
baráttu og 16 leiki sömdu kepp-
endur jafntefli. Virtist svo sem
báðir væru dasaðir eftir hin
löngu endatöfl dagana áður og
kysu því heldur að safna kröft-
um fyrir lokahríðina. Báðir
gátu líka að vissu leyti verið
ánægðir með úrslitin, Botvinnik
vegna þess að hann náði jöfnu
með svörtu mönnunum, en Tal
af því að hann hélt hinu góða
forskoti sínu. Tal er í síðara
helmingi einvígisins kominn i þá
Skrifstofuvélasýning
í dag klukkan 2 e. h., opnum við kynningarsýningu á skrifstofuvélum
f Bröttugötu 3A. — Sýndar verða bókhaldsvélar .reikningsútskriftavélar,
rafmagnsritvélar, ferðaritvélar, reiknivélar, búðarkassar o. fl. — Sýn
ingin verður opin frá kl. 2 til 7 e.h., laugardag, sunnudag, mánudag, þriðju
dag og miðvikudag. — Þarna verða sýndar ýmsar nýjungar í skrifstofu-
vélatækni.
Bæjarbíó hefur síðan á páskum sýnt ítölsk-frönsku myndina
Pabbi okkar allra (Padri e Figli). Hefur hún verið vel sótt og
hlotið góðar undirtektir. Myndin, sem er í CinemaScope, hlaut
1. verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Berlín. — Hún
verður sýnd í Bæjarbíói um helgina.
aðstöðu að geta teflt upp á jafn-
tefli og látið Botvinnik sækja á.
í skákinni urðu skjót uppskipti
á drottningum og fleiri mönnum,
svo ekki var orðið mikið til að
tefla upp á er samið var. Nokkru
áður hafði Botvinnik hafnað
tækifæri til að flækja taflið sér
í hag. Staðan var nú 7!4:5%.
Fjórtánda skákin
í 14. einvígisskákinni valdi
Botvinnik skarpt framhald gegn
Nimzo-indverskri vörn Tals, en
áskorandinn svaraði með skjótri
xiddaraárás, sem nýtur lítins
stuðnings skákfræðinnar. Vera
■kann, að Botvinnik hafi óttazt
leynivopn hjá Tal í þessu af-
brigði, svo mikið er víst, að
hann notfærði sér ekki uppskrift
skákfræðinnar gegn leiknum,
heldur tefldi óvenjulega leið,
sem gaf Tal færi á að skipta upp
í endatafl. Þrátt fyrir sinn unga
aldur sýndi Tal mikla leikni í
endataflinu. Botvinnik komst
ekkert áleiðis, og var það aðdá-
endum hans til vonbrigða, að
hann skyldi engu fá áorkað með
hvítu mönnunum. Jafntefli var
samið eftir 22. leiki, og staðan
var orðin 8:6 áskorandanum í
hag.
Fimmtánda skákin
1 15. skákinni lék Tal aftur
kóngspeðinu fram í fyrsta leik.
Virðast þeir félagar, hann og
Koblenz, aftur hafa verið búnir
að safna skotfærum gegn Caro-
Kann-vörninni. Með hinni nýju
ieið sinni tókst Tal að halda
betra tafli allt fram að biðtíma,
en Botvinnik afstýrði mestu
hættunni með uppskiptum, og
þótt hann hefði peði minna í
biðstöðunni, var samið um jafn-
tefli án frekari baráttu, þegar
heimarannsóknir höfðu leitt í
liós, að Botvinnik gat haldið
skákinni. Staðan að loknum 15
skákum var því sú, að Tal hafði
£V2 vinning, en Botvinnik 6!4.
Verður nú baráttán ekki rakin
lengur að sinni, en lesendum
sjálfum leyft að líta á 16. skák-
ina, sem birt er nær skýringa-
laus rúmsins vegna. 17. skákin
verður svo væntanlega birt í
blaðinu eftir helgina og síðan
þær skákir, sem. eftir eru af ein-
viginu. — Freysteinn.
★
sextAnda skákin
Hvítt: Botvinnik.
Svart: Tal.
1. d4 Rf6, 2. c4 e6, 3. Rc3 Bb4,
4. a3 Bxc3, 5. bxc3 Re4, 6. Dc2
(1 14. skákinni lék Botvinnik hér
6. Rh3, en varð ekkert ágengt
eftir 6. — c5, 7. e3 Da5, 8. Bd2
cxd4, 9. cxd4 Rxd2, 10. Dxd2
Dxd2f, 11. Kxd2 b6 o. s. frv. í
þessari skák fer Botvinnik meira
að ráðum skákfræðinnar). 6. —
Í5, 7. Rh3 d6, 8. f3 Rf6, 9. e4 fxe4,
10. fxe4 e5, 11. Rf2 0-0, 12. Be2
c5, 13. dxe5 (Botvinnik stefnir
að því að koma riddara sínum
á reitinn d5, þar sem hann verð-
ur að stórveldi, svartur á ekki
samsvarandi reit á d4), 13. —■
dxe5, 14. 0-0 Rc6, 15. Bg5 De8,
16. Rdl Dg6, 17. Bxf6 Hxf6, 18.
Re3 Hxflf, 19. Hxfl Be6; 20.
Dd3 Hd8, 21. Rd5 Hf8, 22. Rc7
Hxflt, 23. Bxfl Df7, 24. Dd6 Bc8
i Tal verst vel. Ekki mátti leika
24. — Bxc4? sökum 25. Bxc4
Dxc4, 26. Re6 og hvítur mátar
eða vinnur drottninguna), 25.
Ra6 Df4, 26. Dd5t Kh8, 27. Dxc5
Be6, 28. Rc7 Bg8, 29. Df2 Dxe4,
30. Re8 Dg6, 31. Df8 e4, 32. Rd6
Re5, 33. c5 Rd3, 34. Rf5 Re5, 35.
Re7 Df7, 36. Dxf7 Bxf7, 37. Kf2
Bc4, 38. Bxc4 Rxc4, 39. c6 bxc6,
40. Rxc6 a5.
Hér fór skákin í bið, en kepp-
endur sömdu síðan jafntefli án
framhalds, og staðan í einvíginu
varð 9:7 áskorandanum í hag.
Fjársöfnun
breiðfirzku
átthagafélaganna
BREIÐFIRZKU átthagafélögin !
Reykjavík höfðu fjársöfnun um
síðustu mánaðamót fyrir björg-
unarskútusjóð Breiðafjarðar.
Alls söfnuðust um 40 þús. kr.
með kaffisölu, merkjasölu og
skemmtisamkomu. Ennfremur
bárust sjóðnum gjafir. Pétur Pét
ursson, Malarrifi og börn hans
gáfu 20 þús. kr. til minningar um
Magnús son hans, sem fórst 18.
marz 1959 með vitaskipinu Her-
móði. Þá sendi Sigurður Jónatan-
son frá Rifi 5000 kr. að gjöf. Aðr-
ar 5000 kr. bárust frá börnum Eyj
ólfs Stefánssonar frá Dröngum,
til minningar um hann og eigin-
konu hans, Sigríði Friðriksdótt-
ur og Jósefínu Jónsdóttur. — Þá
hefur Breiðfirðingafélagið ákveð
ið á aðalfundi sínum að gefa all-
an ársarð sinn af eigninni Breið-
firðingabúð hf. og skorar það á
alla aðra hluthafa að gera hið
sama.
Vísitalan 104 stig
KAUPLAGSNEFND hefur reikn-
að vísitölu framfærslukostnaðar
í byrjun apríl 1960 og reyndist
hún vera 104 stig eða 3 stigum
hærri en hún var í marzbyrjun
1960. Verðhækkanir síðan 1.
marz 1960 af völdum gengisbreyt-
ingar og vegna hins nýja sölu-
skatts námu 6,6 vísitölustigum,
en þar á móti kom 2,8 stiga vísi-
tölulækkun vegna hækkunar
fjölskyldubóta frá 1. apríl 1960.
Vísitölulækkun vegna hækkunar
fjölskyldubóta nemur alls 8,5 stig
um og hefur því í vísitöluna 1.
apríl 1960 verið tekinn þriðjung-
ur þessarar lækkunar.
(Hagstofa íslands 22. apríl ’60).