Morgunblaðið - 18.05.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 18.05.1960, Síða 1
24 síður mæfti ekki Hótar að fljúga tii Berlínar í dag PARÍS, 17. maí. — (Reuter) — Enn er ekki annað sýnt en að toppfundurinn ætli að fara algerlega út um þúfur. í kvöld lýsti Krúsjeff því yfir, að hann myndi yfirgefa París í fyrramálið, ef Eisenhower hefði ekki heðizt afsök- unar á njósnafluginu. Kvaðst hann myndi fljúga til Austur- Berlínar. — Áður um daginn hafði Krúsjeff þrívegis gefið yfirlýsingar um að hann myndi ekki sitja toppfundinn nema Eisen- hower bæðist afsökunar. Þegar de Gaulle boðaði til fundar síðdegis framfylgdi Krúsjeff þessu. Leiðtogar vesturveldanna mættu til fundar og biðu góða stund eftir Krúsjeff, en hann lét ekki sjá sig, heldur sat um kyrrt í rússneska sendiráðinu. Segja má, að síðustu vonir manna um málamiðlun hafi brostið í dag, þegar Krúsjeff virti að vettugi fundarboð de Gaulles. — 'k Yfir Parísarborg var fagurt vorveður og sólin hellti geislum sínum yfir Signubakka, en í þessu fagra umhverfi var nú leikinn í dag einn hörmulegasti leikur, sem leikinn hefur verið í alþjóðastjórnmálum. Margir töldu að þetta væri hinn hættulegasti leikur með eldinn og mönnum finnst uggvænlegt, hve hin grófa og frekjulega framkoma Krús- jeffs líkist mikið framkomu Hitlers við Chamberlain, er hann vildi niðurlægja hann skömmu fyrir hinn örlagaríka Múnchen-fund. — Nokkur ótti hefur gripið um sig á Vesturlöndum vegna framkomu Krúsjeffs og rnenn spyrja hvort stefnubreyting Krúsjeffs eigi að verða upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni. 'k Það þótti mjög táknrænt, að þegar Eisenhower forseti kom til hins árangurslausa fundar í Elysée-höllinni í dag, var hann ákaft hylltur af miklum mannfjölda, sem safnazt hafði saman utan við höllina. Framh. á bis. 23. s •• Orlagaþung spor í París s Arúsjeff gengur út. De Gaulle sést á bak við. Eisenhower gengur út í þungum þönkum. Lokatilkynning SEINT í gærkvöldi barst Mbl. svohljóðandi hraðskeyti frá Reuters-fréttastofunni: Hinir þrír leiðtogar Vesturveldanna gáfu í kvöld út sameiginlega tilkynningu, þar sem lýsa því yfir að reynzt hafi óframkvæmanlegt vegna framkomu Krúsjeffs að halda toppfund um hin alþjóðlegu vandamál. Þrátt fyrir þetta kveðast hinir vestrænu leiðtogar vera reiðu- búnir að mæta á nýjum toppfundi á hverjum þeim tíma, sem heppilegur telst í framtíðinni. Fulltrúar franska utanríkisráðuneytisins sem sáu um útgáfu tilkynningarinnar sögðu, að þetta væri LOKATILKYNNING. Aðeins ánægdir ef skilyrðum fullnægt PARÍS, 17. maí. Einkaskeyti til Mbl. frá Matthiasi Jóhannessen. — f morgun var ég viðstaddur blaðamannafund, sem James Hag erty blaðafulltrúi Eisenhowers hélt. Þegar þessi fundur stóð yf- ir var Krúsjeff kominn upp ísveit í heimsókn sína um Marne-víg- völlinn, en þeir Eisenhower og Macmillan höfðu einnig skroppið örskammt út fyrir París til að Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.