Morgunblaðið - 18.05.1960, Page 10
10
MORCVIXBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. maí 1960
Litmyndir frá Noregi
Fölna stjörnur
Ivar Orgland sendikennari sýnir og
skýrir skuggamyndir á vegum
landfræðifélagsins
Karl Bjarnhof: Fölna stjörnur.
Almenna bókafélagið, —
marzbók 1960.
Þ A Ð væri synd að segja, að
mikið hefði verið þýtt á íslenzku
af nýjum, dönskum bókum að
undanförnu. Líklega spyrja ís-
lendingar enn, þegar Danmörk
á í hlut: Hvað gott getur komið
frá Nasaret? Eða finnst okkur
áríðandi að sýna, að við þurfum
ekkert til Dana að sækja fram-
ar? Ef til vill. Við ætlum seint
að fyrirgefa þeim, að við skyld-
um eitt sinn hafa verið bón-
bjargarmenn þeirra.
Nú hefur þó verið þýdd á ís-
lenzku hin fræga bók Karls
Bjarnhofs: Stjemerne blegner,
bernskuminningar hans, og
fylgja vonandi fleiri danskar
merkisbækur frá seinni árum í
kjölfarið.
Bjarnhof er fæddur í Vejle á
sunnanverðu Jótlandi, og segir
bókin frá bernskuárum hans
þar, unz hann hverfur til Kaup-
mannahafnar, nýlega fermdur, á
blindraheimili. Höfundur segir
frá í fyrstu persónu, en þó forð-
ast hann að láta alla frásögnina
snúast um sjálfan sig, heldur
sýnir lesandanum inn í foreldra-
hús sín, lýsir leikfélögum, ná-
grönnum og næsta umhverfi;
bókin er ekki rituð sem ævisaga,
heldur endurminningar, hún er
byggð líkt og skáldsaga, og er
hin hæga framvinda hennar sú
staðreynd, að drengurinn er
smám saman að verða blindur.
Tíminn í sögunni finnst manni
líða eins og hinzti dagur að
kvöldi: birtan dvin hægt og
hægt, og á næsta leyti er myrk-
ur, sem varir að eilífu.
Sennilega hefðu ýmsir höf-
undar í sporum Bjarnhofs fallið
í þá freistni að melódramatísera
frásögn sína. Hér vottar ekki
fyrir slíku. Það sem gerir bók
þessa svo eftirminnilega er
þvert á móti hitt, hvað höfund-
urinn forðast að gera mikið úr
reynslu sinni. Hann er ekki eins
sjólfhverfur og margir verða,
sem orðið hafa hart úti á lífs-
leiðinni. Hann ritar minningar
sínar með hlutlægri ró, sem
aldrei raskast. Hann áfellist
engan, hvorki guð né menn, og
kennir ekki í brjósti um sig,
hann er fordómalaus og beiskju-
laus, hann gerir ekkert veður út
af raunum sínum, hann hefur
ekkert tjón beðið á andlegu
heilbrigði.
I bók Bjarnhofs er að finna
allt, sem prýða má skáldverk.
Persónurnar lifa, maður gleym-
ir þeim ekki. T. d. amman, sem
kemur frá Svíþjóð til að deyja:
Föðuramma sat í stólnum sínum
við gluggann og las í sálmabók-
inni sinni og beið eftir dauðan-
um. Hún sat og beið eftir dauð-
anum og gægðist út um glugg-
ann til að vita hvort hann kæmi
ekki, eins og annað fólk var á
gægjum eftir póstinum. — Hún
fór stundum út að hliðinu og
stóð þar með hendurnar undir
sjalinu og horfði á þá sem fram-
hjá gengu. Og stundum fór hún
inn í húsagarðinn, settist á
hækjur sínar við niðurfallið og
kastaði af sér vatni. Svo lagaði
hún fötin sín, strauk kjólinn
niður að aftan og brosti vin-
gjarnlega - við fólki sem sá til
hennar og undraðist yfir þessu.
Aðrar lýsingar bókarinnar
standa persónulýsingunum ekki
að baki; hvar sem borið er niður
getur að lesa hreinan skáldskap,
myndrænan og ljóðrænan: En á
sunnudögum var farið í kirkju.
Það var guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli og samkoma í Tönnes-
götu. Kirkjuferðir með tilbreyt-
ingum frá morgni til kvölds.
Það var eins og þak yfir degin-
um, lágt og þungt þak af söng
og klukknahljómi. —
Sumar frásagnirnar eru ð-
gleymanlegar, svo sem eins og
heimsóknin í blindraheimili L.
Podes, sleðaferð feðganna í skóg-
Karl Bjarnhof
inum o. fl. o. fl. Viða gætir
húmors, jafnvel brosir höfund-
urinn góðlátlega að sjálfum sér,
þegar hann er að rekast á veggi
og hrufla sig, vegna þess hvað
hann var farinn að sjá illa. Þá
vottar einnig fyrir íróníu, sem
þó er mjög í hóf stillt, eins og
t. d. í frásögninni af ferming-
unni, þar sem presturinn tekur
hann upp í sögunni um misk-
unnsama Samverjann. Hæst ber
þó í bókinni sjálfslýsingu höf-
undarins; frásögnin um ást hans
á systur sinni er eitt það feg-
ursta, sem ég hef lesið af slíku
tæi; en einkum er aðdáunarvert,
hvað honum tekst að líta síg
hlutlægum augum, ekki sem
stjörnuleikara á sögusviðinu,
heldur hluta af heild, hann horf-
ir á sig sem hverja aðra per-
sónu, enda þótt það sé hann
sjálfur, sem söguna segir, sem
kallar fram í hug sinn þessa
liðnu daga, þennan horfna heim.
1 fáum orðum sagt: bók Bjarn-
hofs er í senn fagurt skáldverk
og mannlegt skilríki.
Ég er varla dómbær á þýðingu
Kristmanns Guðmundssonar, því
ég hef ekki borið hana saman
við frumtexta. Veit því ekki,
hversu nákvæm hún kann að
vera, né hversu vel hann nær
stílblæ höfundarins. En á ís-
lenzkunni hefði stíllinn allvíða
mátt vera fágaðri.
Hannes Pétursson.
IVAR Orgland sendikennari er
senn á förum til heimalands síns
eftir nær áratugs starf á íslandi.
Hann kom fyrst hingað sumarið
1949 og var þá á hámskeiði, sem
haldið var á vegum Háskólans,
síðan stundaði hann frekara nam
hér veturinn 1950—51. Og frá
haustinu 1952 hefur hann starf-
að sem sendikennari við Há-
skólann. Jafnframt hefur hann
Hagur Andakíls-
virkjunar stcndur
með blóma
AKRANESI, 16. maí: — Nýlokið
er endurskoðun á reikningum
Andakílsárvirkjunar. Hana fram-
kvæmdu Sigurður Haraldsson,
bæjargjaldkeri Akranesi, Sturla
Jóhannesson hreppstjóri á Sturlu
reykjum fyrir Borgarfjarðarsýslu
og Jón Sigurðsson, Skíðsholtum
fyrir Mýrarsýslu. Endurskoðunin
sýnir að hagur Andakílsárvirkj-
unarinnar stendur með blóma og
fjárhagur virkjunarinnar hefur
batnað til muna á núliðnu reikn-
ingsári þó góður væri fyrir.
— Oddur.
unnið að miklu riti um Stefán
frá Hvítadal og hefur þýtt fjölda
íslenzkra Ijóða á norsku. Nýlega
kom út bók á norsku með frum-
sömdum ljóðum eftir Ivar Org-
land, sem hlotið hefur mjög
góða dóma.
Ivar Orgland hefur áður sýnt
myndir opinberlega og haidið
fyrirlestra um Noreg. Hann varð
góðfúslega við óskum Land-
fræðifélagsins um að sýna og
skýra myndir á vegum þess, áð-
ur en hann hverfur af landi
brott. Verður þetta fimmti og
síðasti fundur Landfræðifélags-
ins á þessum vetri.
Fundurinn verður haldinn í I.
kennslustofu Háskólans í dag,
miðvikudaginn 18. maí, kl. 20,30
og er öllum heimill aðgangur.
’ C^íðsem virmum• • | Ík?3, 1
nefið gljáir
GLJÁANDI nef er eitt af því,
sem veldur minnimáttar-
kennd, auk þess sem þær, sem
þjást af nefgljáa eru sífellt að
hugsa: — Glansar það ekki?
s4priLóóuLa i i
Og það er alveg sama, hversu
vandlega þær púðra það,
venjulega lýsir nefið eins og
götuljós hálftíma seinna.
Örlítið getur það hjálpað að
nudda nefið með dagkremi á
morgnana eftir að hafa borið
á það andlitsvatn og húðin er
enn rök .En ef nefgljáinn er
mjög slæmur og viðkomandi
vill allt til vinna til þess að
losna við hann, er ágætt að
bræða saman 4 tsk. af hreinu
glycerin og 2 tsk. hveiti
(glycerinið og hveitið er sett
í litla skál, skálin sett ofan
í pott með sjóðandi vatni, og
þannig er bræðingurinn lát-
inn jafna sig) og nokkrir drop
ar bornir á nefið hvern morg-
un, áður en það er púðrað.
Þetta er þolinmæðisverk, en
borgar sig.
Orsök nefgljáa er oft á tíð-
um of feit og sterkjurík fæða
eða slæm melting. Og á því
er sem betur fer hægt að ráða
bót.
150 gr. aprikósur (þurrkað-
ar), 275 gr. hveiti, 1 egg, ca.
2 dl. mjólk, 2 matskeiðar
brætt smjör, 100 gr. hakkaðir
hnetukjarnar, 125 púðursykur,
% tsk. salt, % tsk. natron,
4 tsk. lyftiduft.
Aprikósurnar eru soðnar
nokkrar mínútur í litlu vatni,
þerraðar og skornar í smá-
stykki.
Eggið þeytt með púðursykr-
inum, hökkuðu hneturnar og
brædda smjörið hrært saman
við. Hveitið sigtað ásamt lyfti
duftinu og natróninu og bland
að í deigið, mjólkinni bætt
smám saman við. Hrært vel
saman. Síðan eru niðurskornu
aprikósurnar settar í, og deig-
inu helt í vel smurt sand-
kökufodm og bakað við jafn-
an hita í ca. klukkustund.
Vorhottuz
VORHATTUR úr hvítu strái,
skreyttur með bláum, breið-
um borða. Hatturinn er saum-
aður af danska hattameistar-
anum Aage Thaarup, sem eins
og kunnugt er rekur stóra
hattaverzlun í London, og
meðal föstu viðskitpavina
hans er Elísabet drottning.
Tvískift drogt \
TVÍSKIPTIR kjólar og dragt-
ir eru mjög mikið í tízku um
þessar mundir, sér í lagi létt-
ar ullardragtir í pastellitum.
Þær klæða líka vel grann-
vaxnar stúlkur, en feitlögn-
um ber að varast eins og heit-
an eldinn að hafa pilsið með
léttum fellingum undir jakk-
anum, eins og meðfylgjandi
mynd sýnir.
Sítrónukoffi
KAFFIÐ er búið til á venju-
legan hátt en þó heldur sterk-
ara. Aætlað er ein matskeið
af kaffi fyrir hverja persónu.
Börkur af einni sítrónu rif-
inn niður í smátt, vandlega
gætt að enginn safi fylgi,
hrært saman við 14 líter af
heitu kaffi, látið standa í tvær
til þrjár mínútur, síað síðan
i kaffibollana.