Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 12

Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. maí 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði mnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. DÖKKAR BLIKUR Á LOFTI UTAN UR HEIMI 'C'REGNIRNAR um að fund- * ur æðstu manna í París hefði í raun og veru farið út um þúfur, áður en hann hófst, komu eins og þruma úr heið- skíru lofti. Ástæða þess að til þessa fundar var boðað var fyrst og fremst sú, að menn gerðu sér nokkrar von- ir um, að kalda stríðinu væri að linna og fyrir hendi væri einlægur vilji af hálfu ráða- manna stórveldanna til þess að bæta samkomulagið í al- þjóðamálum. Rússar, og þá fyrst og fremst Nikita Krús- jeff, forsætisráðherra þeirra, höfðu látið svo sem þeir hefðu mikinn áhuga fyrir slíkum fundi. Þeir töldu að með honum væri hægt að hreinsa andrúmsloftið og komast að samkomulagi um mörg ágreiningsmál, sem staðið hafa góðri sambúð þjóðanna fyrir þrifum. Macmillan, forsætisráð- herra Breta, hafði einnig beitt sér mjög fyrir því að æðstu menn hinna fjögurra stórvelda kæmu .saman. Rökstudd varííð Af hálfu Eisenhowers Bandaríkjaforseta og amer- ískra stjórnmálaleiðtoga yfir- leitt, kom hins vegar lengi vel fram veruleg gagnrýni á áformin um fund æðstu manna. Eisenhower benti á það, að til þess að eitthvert raunverulegt gagn yrði af slíkum fundi, yrði hann að vera vel undirbúinn og trygging fengin fyrir því, að Rússar meintu eitthvað með hjali sínu um nauðsyn bættr- ar sambúðar milli austurs og vesturs. Það er nú orðið augljóst, að þessi varúð og gagnrýni Eis- enhowers forseta hefur átt við meiri rök að styðjast, en menn gerðu ráð fyrir. — Njósnaflug Bandaríkjanna inn yfir Rússland rétt áður en fundurinn átti að hefjast var að vísu einstakur klaufaskap- ur og engan veginn vel til þess fallið að bæta andrúms- loftið í sambúðinni milli hinna tveggja forystustór- velda í austri og vestri. Þá staðreynd verður að viður- kenna, þrátt fyrir það þótt allir viti, að Rússar hafa að sjálfsögðu stundað víðtækari njósnir um allan heim en nokkur önnur þjóð. Situr því vissulega illa á þeim að lát- ast vera ákaflega hneykslað- ir yfir þessu njósnaflugi Lengsta farþ heims Bandaríkjamanna. En það hefur gefið Nikita Krúsjeff yfirskinsástæðu til þess að splundra toppfundinum í þann mund, sem hann átti að hefjast. Hin raunverulega ástæða En margir eru þeirrar skoðunar, að hin raunveru- lega ástæða hinnar ofstopa- fullu og dæmalausu fram- komu Krúsjeffs á Parísar- fundinum sé ekki fyrst og fremst njósnaflugið heldur allt önnur. Raddir hafa þrá- faldlega heyrzt um það und- anfarið, að Krúsjeff væri engan veginn fastur í sessi heima fyrir. Vaxandi gagn- rýni hefur undanfarna má»n- uði orðið vart í Sovétríkjun- um sjálfum á vináttutilboð- um Krúsjeffs í garð vest- rænna þjóða, hvort sem bak við þær hefur legið heill hugur hans eða ekki. Þegar svo vitnaðist um njósnaflug Bandaríkjamanna, virðast foringjar Rauða hersins hafa átt ríkan þátt í því að æsa upp almenningsálit gegn Krúsjeff og vináttutali hans. Uggvænlegar horfur Eftir þessi úrslit fundar hinna æðstu manna verður ekki annað sagt, en að mjög uggvænlega horfi í alþjóða- málum. Framferði Krúsjeffs og Rússa verður naumast við annað líkt en framkomu Hitl- ers og nazista,* þegar frekja þeirra og yfirgangur var á hápunkti. En eitt hefur þó áunnizt með hinum stutta Parísarfundi. Hinn lýðræðis- sinnaði heimur kann nú enn- þá betur en áður skil á hug- arástandi og vinnubrögðum forsætisráðherra Sovétstjórn- arinnar. Nikita Krúsjeff hef- ur afhjúpað sig sem ábyrgð- arlausan æsingasegg á ör- lagastundu, þegar mest reið á stillingu og ábyrgu og þrautseigu starfi og baráttuj fyrir varðveizlu friðar og öryggis í heiminum. í staðinn fyrir útrýmingu kalda stríðs- ins og batnandi friðarhorfur, hafa þjóðir heimsins nú fengið enn aukið öryggis- leysi, upplausn og óvissu. Dökkar blikur eru á lofti. Það er vissulega von og ósk allra friðelskandi manna um víða veröld að úr þeim greiðist, enda þótt j ástæða til biartsýni sé lítil. að sinnL 1 — I>2ýr keppi- nautur um „Bláa bandið46? RISASTÓR farþegaskip renna nú af stokkunum hvert á fætur öðru. Hér er í al- gleymingi sú barátta um far- þegana, sem hin stóru skipa- félög og flugfélög, sem eru að taka í notkun hinar hrað- fleygu farþegaþotur, heyja nú — og enn mun eiga eftir að harðna mjög. — Miðviku- dagurinn 11. maí sl. var stór dagur í siglingasögu Frakk- lands — og markaði jafn- framt enn einn áfangann í þessari baráttu. — þá braut forsetafrú Frakklands, ma- dame Yvonne de Gaulle, flösku með úrvals-kampavíni á stefni hins nýja og glæsi- lega, franska Atlantshafsfars, sem stóð á stokkunum í skipasmíðastöðinni í St. Naz- aire, — og gaf því nafnið „France“ (Frakkland). — 35 —40 þúsund manns horfðu á, þegar þetta risavaxna skip rann hægt og tígulega í sjó fram. Hið nýja, franska risa- skip „France66 er 315^2 metri á lengd. — Vélaaflið er 160 þusund hestofl, og ganghraðinn verður 31 hnútur.... XVÖ SKIP liafa áður botið nafnið „France“. — Á efstu myndinni hér sést hið elzta þeirra, fullsmíðað árið 1854. Það var búið seglum til „aðstoðar“ spaðahjólunum á síðun- um, sem gengu fyrir gufuafli. — Árið 1912 var öðru skipi með sama nafni hleypt af stokkunum, og var það í ferðum á Atlantshafi til 1934 (sjá myndina í miðju). — Loks er neðst teikning af hinu nýja „France“, eins og það mun líta út fullgerí. — France hefir þegar áður en það er fullbúið verið nefnt „heimsins fegursta skip“. En hvort sem það kemur til með að bera það nafn með rentu, þá er það a. m. k. mest að öðru leyti. — Það verður nefnilega lengsta farþegaskip heimsins, 315 Vá metri á lengd — sem er meira en hæð Eifelturns- ins! Og mjótt er það og „renni- legt“ þetta 55 þúsund lesta skip. Talið er, að það muni kosta full- búið talsvert yfir 300 milljónir hinna nýju „þungu“ franka. • FRANCE STÆRST France er stærsta skip, sem hleypt ehfir verið af stokkunum í Frakklandi eftir heimstyrjöld- ina — og hið stærsta þeirra frönsku farþegaskipa, sem eru í förum milli Evrópu og Ameríku, en þau eru „Ile de France“, „Normandie", „Flandre“ og „Liberté“. — Ætlunin er að France geti með tímanum tekið að sér hlutverk þeirra elztu í Atlantshafsflotanum, sem eru Ile de France og Liberté — hið fyrr- nefnda smíðað 1927, hið síðar- nefnda 1930. Einnig er gert ráð fyrir, að ekki líði ýkjamörg ár, áður en Normandie verður einn- ig lagt, en það er líka komið til ára sinna — flotsett árið 1932. — Munu þá e.t.v. Flandre og France verða einu fulltrúar Frakklands á Atlantshafsleiðinni um nokk- urra ára skeið, unz „fjölskyldan" tekur að stækka á ný. — Eigandi France er félagið „Compagnie Generale Transatlantique“. • HORFT FRAM Á VEGINN Sérfræðingar þeir, sem unnið hafa að smíði hins nýja risaskips, hafa reynt að horfa fram á vég- inn. Þeir vita vel að tímarnir eru slíkir, að þau skip, sem nú þykja nýtízkulegust, geta jafnvel verið orðið úrelt innan skamms. — Ein sú nýjung, sem nú bólar á, er að skip verði e. t. v. almennt knú- in kjarnorku í náinni framtíð — og því hefir France verið þann- ig útbúið, að unnt er með hægu móti og á skömmum tíma, að taka úr því hinn mikla vélabúnað, þegar það þykir tímabært. — Annars eru vélar skipsins ekk- ert smásmíði — 160 þús. hestöfl — enda verður ganghraðinn hvorki meira né minna en 31 Framh. á bls. 16. „France“ rennur í sjó fram í skipasmíðastöðinni í St. Nazaire hinn 11. þessa mánaðr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.