Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 23

Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 23
Miðvikudagur 18. maí 196(> MORGUNBLAÐIÐ 23 — Krúsjeff mœtti ekki Framh. af bls. 1. Framkoma Krúsjeffs á hinum þýðingarmikla toppfundi veldur hneykslun um gervallan hinn frjálsa heim. Menn fordæma það, að hann skuli meðhöndla heimsmálin eins og pókerspil væri. Hins vegar berast fréttir víða að, um að Eisenhower forseti njóti samúðar og stuðnings. I dag til- kynntu forustumenn beggja stjórnmálaflokka Bandaríkj- anna, repúblikana og demókrata, að þeir stæðu örugglega að baki stefnu forsetans. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í alþjóða- sambandi Málamiðlun Macmillans Á mánudagskvöldið átti Mac- millan tveggja klst. fund með Krúsjeff I rússneska sendiráðinu í París. Var þá talað um að málamiðlun Macmillans væri einasta vonin um að ráðstefnan færi ekki út um þúfur. Sremma í morgun fór Mac- millan síðan til fundar með de Gaulle og Eisenhower og var sagt að það væri síðasta örvænt- ingarfulla tilraunin til að bjarga við ráðstefnunni. A gangstéttinni En Krúsjeff lét hann ekki lengi lifa í voninni. Snemma í morgun sáust fordyr rússneska sendiráðsins opnast og út gekk búlduleitur maður, sem flestir könnuðust við. Hann var í ágætu skapi, hló og lék við hvern sinn fingur. Þegar hann kom út á gangstéttina setti hann sig í ýms- ar stellingar, svo ljósmyndarar gætu tekið rnyndir af honum, túlkar hans fylgdu á eftir hon- um og síðan hófst furðulegur blaðamannafundur á gangstétt- inni. Með Krúsjeff var Malin- ovsky marskálkur og stóðu þeir arm í arm eins og þeir væru hamingjusöm brúðhjón. Krúsjeff lýsti því yfir, að Rúss ar sættu sig við ekkert minna en að Bandaríkin birtu opinber- lega afsökunarbeiðni til Rússa. Hann kvaðst ekki vilja breyta einu orði í ræðu sinni og fyrri yfirlýsingum um þetta mál. — Ef Bandaríkin biðja okkur ekki af- sökunar, þá flýg ég heimleiðis á morgun með viðkomu í Aust- ur-Berlín. — Hvers vegna Berlín? spurðu fréttamennirnir. — Vegna þess, að ég á vini þar. Þeir Ulbricht og Grotewohl eru þar. Skömmu síðar sagði Krúsjeff, að hann vildi með gleði ræða við Eisenhower um lausn þessa vandamáls, en að- eins ef Eisenhower óskaði eftir slíkri viðræðu. Jafnframt tók Krúsjeff fram, að eina lausnin væri enn sem fyrr, að Eisen- hower bæði hann afsökunar. Hann sagði, að yfirlýsing Eisen- howers á fundinum í gær um að njósnaflugi væri hætt, nægði ekki. Rússar krefðust afsökunar- beiðni. Á vígslóðum Að þessum óundirbúna blaðamannafundi loknura ók Krúsjeff í kynnisferð út úr Par- ís. Var tilkynnt ,að hann yrði allan daginn fjarverandi úr borg inni. Hann og fylgdarlið hans óku til smábæjarins Sesanne og nágrennis um 120 km fyrir aust- an París en sá bær er frægur fyrir það, að hann var á miðju bardagasvæði hinnar miklu Marne-orustu í fyrri heimsstyrj- öldinni. Ætlaði Krúsjeff að skoða minnismerki og heim- sækja sögulega staði. Hann not- aði samt fljótt tækifærið, þegar til Sesanne kom, fór inn í gripa- hús og hélt þar annan blaða- mannafund. Þar lýsti hann því yfir sem áður, að hann myndi ekki koma til leiðtogafundar nema Eisenhower bæði hann af- sökunar. Fundarboð með bifhjólum Þegar hér var komið sögu, höfðu hinir þrír leiðtogar Vest- urveldanna lokið fundi sínum, þar sem þeir ræddu möguleika á málamiðlun. Ákvað de Gaulle Frakklandsforseti að boða til nýs fundar þjóðaleiðtoganna ki. þrjú síðdegis. Sveit franskra lögreglumanna á bifhjólum var f^ið það hlut-, verk að koma fundarboðinu til Krúsjeffs. Þeysti bifhjólasveitin með 150 km hraða á klst. aust- ur til Marne-vígstöðvanna og voru sírenur bifhjólanna ákaft knúðar. Þeir náðu bílalest Krús- jeffs skammt fyrir austan Ses- anne og birtu honum fundar- boðið. Þegar Krúsjeff hafði lesið orð- sendingu de Gaulles, var bíla- lest hans þegar snúið við og hún ók á fleygiferð aftur til Parísar. Fiskisagan flaug brátt. Ut- varps- og og sjónvarpsstöðvar hættu venjulegri dagskrá og birtu tilkynningar um för Krús- jeffs, hvemig hann nálgaðist borgina. Blöðin gáfu í skyndi út aukaútgáfu. „Krúsjeff snýr til baka á ráðstefnuna". Aftur gerð- ust menn bjartsýnir og komu Krúsjeffs til borgarinnar var beðið með feikilegri eftirvænt- ingu. Biðin í Elysée-höll Hann kom til borgarinnar um stundarfjórðungi áður en fund- urinn skyldi hefjast. Þá voru þeir Macmillan og Eisenhower að aka til Elyséé-hallarinnar. En Krúsjeff ók til rússneska sendi- ráðsins og kom ekki aftur út til að mæta á fundinum. Leiðtogar Vesturveldanna sátu um stund í Elysée-höll og biðu ,en ekki ból- aði á Krúsjeff. Loks gengu þeir Macmillan og Eisenhower og af fundi og menn sögðu, að þar með væri síðasta vonin úti. Svar N. S. Krúsjeff Síðdegis safnaðist mikill mannfjöldi saman fyrir utan rússneska sendiráðið og var í hópnum fjöldi blaðamanna. — Krúsjeff kallaði á blaðamennina inn. Las hann fyrir þeim stutla yfirlýsingu, sem hann kallaði „Svar N. S. Krúsjeffs við spurn- ingum blaðamanna.“ Hún hljóð- aði svo: — Ég er reiðubúinn að taka þátt í fundi með de Gaulle, for- seta Frakklands, Macmillan, for- sætisráðherra Bretlands og Eis- enhower, forseta Bandaríkjanna til að ræða við þá um hvort kringumstæður hafi breyzt svo að hægt sé að hefja toppfundinn. Ef Bandaríkin hafa í raun og veru fallizt á að fordæma svik- samlegar árásir bandariskra her- flugvéla inn yfir Rússland, lýsa opinberlega yfir afsökunarbeiðni sinni yfir þessari skerðingu, refsa þeim sem bera sök á henni og ábyrgjast að slíkur átroðn- ingur verði ekki gerður í fram- tíðinni, þá myndum við verða reiðubúnir gegn slíkum trygg- ingum að hefja þátttöku í topp- fundi. Lokahnútur Þegar einum talsmanni Banda ríkjastjórnar var sýnd þessi yfirlýing, fórnaði hann höndum til himins og hrópaði: — Þarna höfum við það, nú er ráðstefnan búin að vera. Með yfirlýsingu Krúsjeffs var talið að lokahnúturinn væri bundinn á toppfundinn 1960. — /Jb róttir Framh. af bls. 22. inga 23. febrúar sl. og voru þrek- æfingar einu sinni í viku frá þeim tíma til páska. Þessar æfingar voru ekki teknar alvarlega af landsliðsmönnunum og harmaði stjórn HSÍ það. Ástæðuna taldi stjórnin vera þá, að landsliðs- mönnunum fyndist of fljótt farið af stað með æfingarnar, en stjórn HSÍ er aftur á móti þar alger- lega á annarri skoðun. Æft í sumar Vegna íslandsmótsins í hand- knattleik hafa landsliðsæfingarn ar fallið niður um tíma, en nú nýlega hefir stjórn sambandsins skrifað öllum þeim er valdir voru til æfinganna og tilkynnt þeim að æfingar væru að hefjast að nýju og yrði æft tvisvar í viku. Önnur æfingin þrekæfing og hin æfingar með knött. Jafnframt hefir verið leitað eftir aðstæð- um manna til æfinganna í sumar og þannig reynt að fá strax fram upplýsingar um ef menn geta ekki skuldbundið sig til að mæta á æfingunum. Þrekæfingamar mun Benedikt Jakobsson sjá um sem fyrr, en Hallsteinn Hinriks- son hefir verið ráðinn þjálfari landsliðsins. Danir byrjaðir að æfa Til marks um það er ekki væri of snemma af stað farið með æfingarnar upplýsti stjórn HSI fréttamenn um það að Danir væru þegar byrjaðir að æfa und- ir Heimsmeistarakeppnina og tækju 80 til 90 manns þátt í þeim æfingum, þó er ekki sú keppnis- reynsla, sem danskir handknatt- leiksmenn hafa sambærileg við þá íslenzku, þar sem leikja og móta fjöldi er margfallt meiri hjá Dönum heldur en hér á ís- landi. , STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefir nýlega gerst aðili að alþjóðasamtökum til styrktar iömuðu og fötluðu fólki. Félagið er nú meðlimur International Soeiety for the Welfare of Crippl es. 1 samtökum þessum eru ein- göngu félög áhugamanna í hinum, ýmsu löndum, en engar stofnanir eða stjórnardeildir á vegum ríkis eða bæjarfélaga, sem svipuðum málum sinna. Samtökin reka ekki sjálf spít- ala eða neinar stofnanir aðrar til lækninga eða annarar hjálpar fyr ir fatlaða, heldur vinna þau ein- göngu að söfnun upplýsinga og útbreiðslu þekkingar á læknis- fræðilegum, tæknilegum og fé- lagslegum vandamálum er snerta lamaða og fatlaða. Samtökin styðja á þennan híft eftir mætti starfsemi hinna ein- stöku félaga í hinum ýmsu lönd- um. Eitt aðalverkefni samtak- anna er að efna til alheimsráð- stefna á 3ja ára fresti um þessi málefni. Mót þetta sækja læknar, nudd- konur, umbúða og skósmiðir til þess að fylgjast með nýjungum í sérgreinum sínum og ennfremur leikmenn er áhuga hafa á mál- efnum fatlaðra. Næsta alþjóðamót verður hald ið í New York í ágúst 1960. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hefir nú fengið fná samtök- unum stutta kvikmynd um starf- semi eins slíks félags í U.S.A. og hefur hún þegar verið sýnd hór, og mun verða sýnd oftar. Þakka kærlega öllum þeim, sem minntust mín á einn eða annan hátt í tilefni af 75 ára afmæli mínu 3. maí 1960. Steindór Björnsson, Sölfhólsgötu 10 Hjartans þakkir til allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum á 70 ára af- mæli mínu 3. maí. —- Drottinn blessi ykkur öll. Steinunn Bjamadóttir Bústaðaveg 6. Innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu, f jær og nær, sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, blómum, skeytum og gjöfum á áttatíu ára afmælisdaginn 4. maí sl. og gerðu mér hann ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Lárusdóttir, Keykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði Lokað í dag vegna jarðarfarar Margrétar Auðunsdóttur. Volti ^ SJÁLFSIÆÐISFELAG KÓPAVOGS heldnr fund í félagsheimilinu fimmtudaginn 19. mai kl. 8,30 e. li. Fnndarefni: 1. Ólafur Thors forsætisráðherra. Stjómmálaviðhorfið. 2. Önnur mál. Stjórain . Fósturmóðir mín og systir Agista jónsdóttik Bakkastíg 4 lézt í Landsspítalanum 17. maí Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurjón Jónsson Útför INGIBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR Höfðaborg 79 fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. maí kl. 1,30 Ásta Ólafsdóttir Páll Ólafsson, Sigurður Ólafsson Húbert Ólafsson, Jóhannes Ólafsson Maðurinn minn, GUÐMUNDUR PÉTURSSON vélstjóri, Vallartröð 7, Kópavogi andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 16. maí. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Guðjónsdóttlr Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. þ.m. kl. 1,30 e. h. — Jarðað verður í Gamla kirkjugarðinum. Ásta E. Jónsdóttir, Geir Baldursson, Sigurður G. Jónsson, Jónfríður Halldórsdóttir, Hermanníus M. Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Jón G. Hermanníusson, Jónína E. Eiríksdóttir. Þökkum aðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eigin- konu minnar og móður okkar SVANFRlÐAR UNU ÞORSTEINSDÓTTUR Jaðri, Ólafsvík Þórður Kristjánsson og börn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐKÚNAR SIGURÐARDÖTTUR Meðalholti 8 Magnús Guðmundsson Brigitta og Eyþór Dalberg María og Hallgrímur Dalberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.