Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 2
r 2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1». maí 1960 Starfsgrundvöllur veðdeildar Búnaðarbanka ns verði tryggður S'NA/Shnúfor y SVSOhnútar ¥ Snjákoma f 06/ U Skúrir K Þrumur ms& Kutíaskit ^ HihsM H Hat L * Laeqi Þingsályktunartillaga Sj álfstæðismanna um það efni samþykkt í gær ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktunartillögu nokk- urra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja starfsgrundvöll veðdeildar Búnaðarbanka íslands. Alyktun þingsins, sem sam- þykkt var mótatkvæðalaust, hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka fjárþörf veðdeildar Búnaðar- banka íslands og undirbúa tillög Real Madtid Evrópumeistarar REAL MADRID sigraði Eintracht 7:3 í úrslitaleiknum um Evrópu- bikarinn í knattspyrnu, en leik- urinn fór fram í gærdag í Hamp- den Park í Glasgow. Spánverj- arnir unnu fyrri hálfleikinn 3:1. — Áhorfendur að leiknum voru 135.000 manns, auk þess sem leikn um var sjónvarpað um megin- hluta Evrópu. — „Iceland Close" Framh af bls. 1. í nánum tensglum við Hull. Kaup skipin hafa þar tíðar viðkomur, ísler_zku togararnir landa þar oft, nokkrir togaranna eru byggðir þar. og segja má, að íslendingar hafi ekki staðið í nánari verzlun- arsamböndum við neina aðra borg á Englandi. Bæjarfélög og útgerðarmenn Þess vegna var það, að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, þáverandi borgarstjóri, átti frum kvæðið að því að efnt var til fjársöfnunar hér í styrjaldarlok- in í þeim tilgangi að sýna Hull-bú um vináttuvott og veita þeim stuðning í hinu erfiða endurreisn arstarfi. Reykjavíkurbær, Hafnarfjörð- ur, ísafjörður og samtök togara- útgerðarmanna lögðu þá af mörk um, samtals um 20,000 sterlings- pund. Var það sent borgarstjór- anum í Hull árið 1945, en síðar var leitað samþykkis hinna ís- renzku gefenda fyrir því að fénu yrði varið til framkvæmda þeirra, sem nú er lokið. 1 „Iceland Close“ eru 27 íbúðir fyrir aldraða sjómenn og sjó- mannaekkjur. Mun borgarstjór- inn, Geir Hallgrímsson, vígja minningartöflu, sem helguð er þessum húsum. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁR á fundum Alþingis í dag eru sem hér segir: Fyrirspurnir: a. Endurskoðun laga um verkamannabústaði. — Hvort leyfð skuli. b. Skaðabóta- kröfur á hendur ríkissjóði. — Hvort leyfð skuli. Efri deild: Fiskveiðasjóður, frv. — 2. umr. Neðri deild: Alþjóðasiglinga- málastofnun, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 2. Áburðarverksmiðja, frv. — Frh. 2 .umr. (Atkvgr.) 3. Jarðræktar- og húsagerðarsam- þykktir í sveitum, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). 4. Innflutn- ings- og gjaldeyrismál, frv. — Ein umr. 5. Bifreiðaskattur o. fl., frv. — 2. umr. 6. Aukaútsvör rík- isstofnana ,frv. — 2. umr. 7. Sala tveggja jarða í Austur-Húna- vatnssýslu, frv. — Ein umr. 8. Landnám, ræktun og byggingar í sveitum, frv. ;— 3. umr. 9. Drag nótaveiðar í fiskveiðilandhelgi, frv. — 2. umr. 10, Tollaskrá, frv. -— 1. umr. /Ef deidin leyfir/. ur um, hvernig tryggja megi veð deildinni starfsgrundvöll með það fyrir augum, að hún geti gegnt hlutverki sínu fyrir land- búnaðinn á viðhlítandi hátt. Flutningsmenn þingsályktunar tillögunnar voru þeir Jónas G. Rafnar, Jónas Pétursson, Magnús Jónsson, Bjartmar Guðmundsson og Sigurður Agústsson. Gæti leyst lánsfjárþörfina í ræðu, sem Jónas G. Rafnar Lutti, eftir að fjárveitinganefnd hafði haft tillöguna til meðferð- ar, komst hann m. a. svo að orði: Eins og fram kemur í greinar- gerð fyrir tillögunni má gera ráð fyrir því, að öflug og vel starfrækt veðdeild við Búnaðar- bankann myndi í flestum tilfell- um leysa lánsfjárþörf bænda fram yfir það, sem þeir hafa get- að fengið úr ræktunar- og bygg ingarsjóði til nýrra framkvæmda, ?egar deildin ir a r stofnuð nun og hafa /erið til þess etlazt. í reynd nni hefur því niður v e r i ð pannig að deild _nni búið um fjármagn, að hún hefur sárá- lítið getað lánað að undanförnu miðað við þörfina. Hefur þetta fgetuleysi að sjálfsögðu komið bændastéttinni mjög illa og án efa í mörgum tilfellum hindrað það, að dugandi menn réðust í búskap þar sem þeir hafa hvergi getað fengið hagkvæm lán til jarða- og bústofnskaupa. Allir t munu vera á einu máli um, að úr þessu þurfi að bæta. Raunhæfar leiðir verði fundnar Með tillögu þessari, sem fjár- veitinganefnd hefur nú fjallað um, er lagt til, að ríkisstjórnin láti rannsaka fjárþörf veðdeild- arinnar og undirbúið að þeirri athugun lokinni tillögur um það, hvernig tryggja megi deild inni starfsgrundvöll. Má ætla, að ríkisstjórnin og þeir aðilar, sem hún kemur til með að til- kveðja, hafi bezta aðstöðu til þess að finna raunhæfar leiðir til úrlausnar. Á síðasta búnaðarþingi var samþykkt ályktun um eflingu veðdeildar Búnaðarbankans á þá leið, að skorað var á ríkis- stjórnina og Alþingi að stuðla að því, að tekið yrði á þessu ári allt að 50 millj. kr. erlent lán handa veðdeildinni, sem tryggt yrði með ríkisábyrgð. Með þess- ari tillögu búnaðarþings er bent á ákveðna leið til fjáröflunar fyrir veðdeildina, sem án efa verður rækilega athuguð. Heiðmerkurferð FERÐAFÉLAG íslands fer gróð ursetningarferð í Heiðmörk í kvöld. Lagt verður af stað frá Austur velli kl. 8. . HÁÞRÝSTISVÆÐIÐ hefur ) færzt nokkuð suður á bóginn \ og er vindur þá orðinn vestan S stæður hér á landi og á Græn- ) landhafi. Kuldaskil eru \ skammt fyrir norðan landið, S enda er 15 stigum kaldara á i Jan Mayen en á Akureyri. S Annars er veður enn sem S fyrr mjög stillt og gott á öllu ^ svæðinu, sem kortið nær yfir. S Þess vegna hafa nú verið S dregnar línur fyrir fimmta i hvern millibar í stað tíunda. S Tekið er að vora á Nýfundna S landi, hiti er 5 stig í Gander i en 1 st. í Goose Bay. Hljýjasti staður á korta- svæðinu er Stockhólmur með 21 st. hita, þar næst París með 19 st. Á Akureyri er 15 stiga hiti. Veðurútlit: SV-land, Faxafl. SV-mið, Faxafl.mið: Vestan gola, úrkomulaust að mestu, léttskýjað með köflum. Breiðafj. Vestf. Breiðafj.mið og Vestfj.mið: Vestan gola eða kaldi, skýjað, dálítil rigning með köflum. Nland, N-mið: Vestan gola NA-land til SA-land NA- mið til SA-miða: Breytileg átt léttskýjað. „Gæðasmjörsmálinu" v/soð frá dómi í hæstarétti f HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í máli því sem ákæruvaldið höfðaði gegn stjórnendum Osta- og smjörsölunnar. Þau urðu úr- slit málsins í Hæstarétti að dóm- ur undirréttar var gerður ómerk- ur og málinu vísað frá. Þessi úr- slit málsins jafngilda því að taka verður mélið alveg upp að nýju, ef það á að koma til kasta Hæstaréttar. Mál þetta snýst um „Gæða- smjör“ Osta- og smjörsölunnar. Neytendasamtökin töldu að þessi söluaðferð bryti gegn lögunum um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. Var málið tek- ið til rannsókna í sjó- og verzl- unardómi. Þar urðu úrslit máls- ins að stjórn Osta- og smjörsöl- unnar var talin hafa gerzt sek um refsivert athæfi, við að auð- kenna vöruna „gæðasmjör", því brostið hafi að eiginleikar vör- unnar væru þeir er nafngiftin undirstrikaði sérstaklega. f forsendum frávísunardóms Hæstaréttar segir m.a.: „Ákæruskjal dómsmálaráð- herra, dags. 25. maí 1959, greinir engin tímamörk athafna þeirra, sem ákærðu er sök á gefin í máli þessu, og er það andstætt ákvæð- um 2. tl. 2. mgr. 115 gr. laga nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála. Vegna þessa ágalla þykir ákæruskjalið eigi verða lagt til grundvallar dómi um efni máls. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða kaupkröfur gœtu til atvinnuieysis Verkföll kollvarpa ekki viðreisnarstefnunni Nýjar leitt í UMRÆÐTJM á Alþingi á dögunum vakti próf. Ólafur Björnsson athygli á því ann- ars vegar, að kauphækkanir mundu eins og nú stendur á, að líkindum leiða til atvinnu- Ieysis og hins vegar, að verk- fallsbarátta væri nú tilgangs- laust vopn í baráttu stjórnar- andstöðunnar til að kollvarpa viðreisnarstefnunni. STJÓRNIN EKKI AÐILI VINNUDEILNA Ríkisstjórnin hefur marg- lýst því yfir, að hún muni ekki gerast aðili að vinnudeil- um eins og gert var á tím- um vinstri stefnu, þegar Iaiun- þegum var talin trú um, að þeir væru að fá kjarabætur, en launahækkununum var þegar í stað velt yfir á al- menning á ný. Eina leiðin til að fá kjara- bætur er að sækja þær beint til þeirra atvinnurekenda, sem hagnast svo mikið, að þeir geti greitt hærri laun. Auð- vitað er sjálfsagt að verka- menn heimti til sín réttmæta hlutdeild afrakstursins í slík- um tilfellum og noti til þess verkfallsréttinn, ef þörf kref- ur. En ef ekki er nm slíka ó- eðlilega gróðamyndun að ræða, hlýtur verkfall annað hvort að enda með því, að atvinnurekendur standi gegn kaupkröfum, þar til verkfall- ið fer út um þúfur eða þeir fallast á einhverjar launa- hækkanir, en draga jafnframt saman rekstur sinn. Af því gæti hæglega skapast alvarlegt atvinnuleysi. BREYTIR ENGU UM EFNAHAGSSTEFNUNA Kommúnistar virðast þrátt fyrir þessar staðreyndir vera ákveðnir í því að reyna að efna til vinnudeilna, sem óhjá- kvæmilega hlytu að koma verst við verkalýðinn, hver sem niðurstaðan yrði. Þeir telja sér trú um, að á þann hátt geti þeir kollvarpað ríkis stjórninni og stefnu hennar, og hvaða máli skipta þá fórnir al- mennings. En þeim skjátlast í því, að slík átök mundu breyta ein- hverju um stjórnarstefnuna. Ríkisstjórnin gæti ekki skipt sér af slíkum deilum án þess að innleiða á ný hafta- og upp bótakerfi, en einmitt það væri hið versta, sem hún gæti gert bæði fyrir launþega og þjóðar- heildina. Stjórnarstefnan er skýlaus í þessu máli og þess vegna er það ekki á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar, ef böl vinnudeilna og atvinnuleysis verður leitt yfir þjóðina af pólitiskum ævin- týramönnum. Vissulega búa nú margir við þröngan kost vegna þeirra erf- iðleika, sem langvarandi vinstri stefnu hefur bakað landsmönnum á sama tíma sem aðrar frjálsar þjóðir hafa bætt sinn hag. Fnimskilyrði þess, að þeir erfiðleikar verði skjótt yfirunnir er að uppræta haftakerfið með rótum. Þess vegna mundi því að- eins hægt að telja ríkisstjórn- ina hafa brugðizt, ef hún hverf ur á ný að uppbótakerfi, t.d. með því að hafa afskipti af vinnudeilum, stuðla að óraun- hæfum kauphækkunum, en velta þeim síðan, þegar í stað yfir á almenning á ný. dóm og vísa ákærunni frá sjó- og verzlunardóminum. Sakarkostnaður í héraði og fyr ir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin laun sækj- kr., og laun verjanda í héraði og anda fyrir Hæstarétti, 12.000,00 fyrir Hæstarétti, samtals 16.000,00 krónur. Annmarkar á héraðsdómi Þá eru á héraðsdómi þessir annmarkar: 1. Ákærðu eru samkvæmt á- kæruskjali m.a. sóttir til refs- ingar „fyrir að auðkenna smjör, sem „Osta- og smjörsalan s.f.“ sér um pökkun, geymslu og dreif- ingu á og talið er fyrsta flokks með orðinu „gæðasmjör", þótt engar opinberar reglur séu til um mat á smjöri“. Héraðsdómur hefur látið ódæmt þetta ákæru- atriði, en þess í stað tekið til úrlausnar, hvort smjör á vegum greinds fyrirtækis væri þeim kostum búið, að, því hæfði vöru- heitið „gæðasmjör". 2. í forsendum héraðsdóms er lýst athugunum, sem framkvæmd ar höfðu verið á sýnishornum smjörs frá byrjun aprílmánaðar 1959 til loka októbermánaðar s. á. Eru niðurstöður þessara athug- anna síðan metnar ákærðu til refsingar, án þess að greint sé í milli sakaratriða, sem rannsökuð höfðu verið, er ákæruskjal var gefið út, og hins vegar atvik, sem eftir þann tíma gerðust og ákæran gat því ekki tekið til.“ Sauðárkrókur Ferming í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 22. maí (Prestur: Séra Þórir Stephensen) Stúlkur: Dagrún Björnsdóttir, Baldvinsskúr Guðbjörg E. Sigurjónsdóttir, Skagfirð- ingabraut 37. Gyða B. Flóventsdóttir, Freyjugötu 42 Hallfríður H. Agústsdóttir, Kálfárdal Hildur Svafarsdóttir, Oldustíg 10 Jóhanna Evertsdóttir, Bárustíg 10 Jóhanna Gunnarsdóttir, Aðalgötu 12 A Kristín M. Graham, Aðalgötu 18 Kristín B. Helgadóttir, Skógargötu 9 Lilja I. Sveinsdóttir, Ingveldarstöðum Rósa F. Eiríksdóttir, Bárustíg 11 Sigurlaug R. Rafnsdóttir, Ægisstíg 8 Þuríður Skarphéðinsdóttir, Gili Piltar: Gísli Olafsson, Skagfirðingabraut 33 Gylfi B. Geiraldsson, Hólavegi 5 Hallgrímur Þ. Ingólfsson, Freyjugötu 3. Haraldur S. Friðriksson, Ægisstig 2 Haraldur H. Hákonarson, Aðalgötu 25 Haukur Tómasson, Kambastíg 6 Olafur V. Björnsson, Hólavegi 8 Olafur G. Guðmundsson, Freyjugötu 32 Páll Ragnarsson, Aðalgöfu 8. Pálmi S. Sighvatsson, Aðalgötu 11 Snæbjörn Sveinsson, Aðalgötu 14 Sveinn R. Sigfússon; Suðurgötu 2 Viðar Jónsson, Skógargötu 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.