Morgunblaðið - 19.05.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.05.1960, Qupperneq 22
22 MORCJJJSBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. maí 1960 Sfaðið í stað i aSa arfjóroung England tapaði 3:0 i Madrid ENSKA landsliðið keppti fyrsta leikinn í Spánarferðinni við Real Madrid sl. mánudag. Úrslit Íeiks- ins — 3:0 fyrir Spánverjanna — varð svo mikið áfall fyrir Joe Mears formann brezku landsliðs- nefndarinnar að hann sagði af sér. — Að vísu var vitað að mikil óánægja ríkti með val brezka landsliðsins og frétzt hafði að Joe Mears hefði hótað að segja af sér áður en liðið lagði upp í reisuna, en fyrir tilmæli sam- starfsmanna sinna tekið málið til nánari athugunnar. Úrsögn landsliðsnefndarfor- mannsinS hefur vakið mikla at- hygli í Englandi og segja blöðin að úrsögnin skýri það hvers vegna Mears sé ekki með liðinu í Madrid, þó að sú skýring eigi ef til vill ekki við um aðra sjö nefndarmenn, sem heima sátu. Keppnin í Madrid var af mörg- um blöðum talin geta orðið úr- siitadómur um þá knattspyrnu, sem landsliöið brezka hefir leik- ið upp á síðkastið, en það hefir aðeins unnið fjórá af tuttugu landsleikjum. Aftur á móti hefir Real Mádrid farið sigurför um alla Evrópu og af mörgum talið bezta knattspyrnulið veraldarinn ar. Höfuðborg knattspyrnumenn- ingarinnár sé því ekki lengur í London heldur í Madrid. Álit spænskra blaða Spænsku blöðin reyna að kom ast hjá því áð dæma Bretana hart, þó þau (fylji ekki álit sitt á ensku knattspýrnunni. Táknræn er um- Dómaranám- skeið í Hafnar- firði í NÆSTU viku mun knattspyrnu dómarafélag Hafnarfjarðar efna til dómaranámskeiðs í Hafnar- firði. Námskeiðið verður haldið í félagsheimili K.R.H við knatt- spyrnuvollinn og hefst kl. 20,30 e. h. næstkomandi mánudag. Heimií þátttaka er öllum knatt spyrnuuhnendum í Hafnarfirði og verður áherzla lögð á að nám- skeiðið og sá fróðleikur sem þar verður fluttur nái til sem flestra yngri sem eldri áhugamanna í Hafnarfirði. Þess vegna hefur stjórn K.D.R. ákveðið að þeim, sem námskeiðið sækja sé ,alger- lega í sjálfsvald sett, hvort þeir gangi undir próf að námskeiðinu loknu eða ekki. 19 sinnum :i yfir 2.13 iANDARÍSKI hástökkvarinn (ohn Thomas keppti á skóla- nóti í Syracuse, N.Y. sl. laug- irdag. Kallt var í veðri og hellirigning, en samt lét Tomas ekki veðráttuna aftra iér frá að stökkva 2,13 metra hástökki og vinna þar með reppnina. Thomas reyndi ekki við meiri hæð, þar sem hann íar orðinn öruggur sigurveg- iri, og auk þess erfiðar að- itæður. í keppninni byrjaði rhomas á 1.87. Lét síðan aækka fimm sinnum og feldi aldrei neina hæð. Þetta er í aítjánda sinnið sem Thomas stekkur yfir 2.13 eða hærra, en sem kunnugt er er hið nýja heimsmet hans 2.17 metrar. sögn blaðsins Hoir de Lunes í Madrid, en það segir: „Brezk knattspyrna er enn leikin með gamla laginu, sem einu sinni í fyrndinni gerði þá að meisturum en er orðin úrelt“. „Þeir leika í samstæðum hóp- um, líkamlega sterkum, en leik- aðferðin er svo hefðbundin að hún verður einhliða". „Þessi gagn rýni er ekki sögð í illum til- gangi, en samt verður ekki kom- izt hjá því að segja sannleikann". — „Ensk knattspyrna hefir stað- ið í stað í aldarf jórðung". 1 kvölcS í KVÖLD kl. 8,30 er fyrsti knattspyrnuleikur sum- arsins á grasvelli. „Landsliðið“ og lið íþróttafrétta- manna ganga til leiks. Þetta er fyrsta „leiksviðsæfing" fyrir landsleikinn gegn Noregi 9. júní n. k. I gær er þetta er skrifað var ekki vitað um nein forföll í liðunum, og munu þau væntanlega mæta til leiks eins og þau voru tilkynnt hér í blaðinu í gær. Varamenn liðanna eru „sameign“ landsliðsnefndar og blaðamanna (talandi tákn um góða samvinnu). Varamennirnir eru: Markverðir: Björgvin Hermanns- son, Val, Jóhann Gíslason, Víking. Bakvörður: Þor- steinn Friðþjófsson, KR. Framverðir: Gunnar Felix- son, KR og Ragnar Jóhannsson, Fram. Framherjar: Guðmundur Óskarsson, Fram, Bergsteinn Magnús- son, Val. — Sungu sig til Hafnar KNATTSPYRNUMENN skozka atvinnumannaliðsins Glasgow Rangers hafa verið á skemmti- ferðalagi í Kaupmannahöfn, en 'iðið er mjög þekkt í Danmörku síðan einn frægasti knattspyrnu- maður, sem Danir hafa att „Kalli skósmiður“ .ék með félaginu. $ Glasgow Rangers hafa verið mjög sigursætir í ár. Félagið hef- ir unnið þrjár bikarkeppnir, Oharity Cup, Glasgow Cup og Scottish Cup og félagið varð nr. 3 í skozku meistarakeppninni. Og í keppninni um EvrópuDÍkarinn komst félagið í undanúrslit. Nýlega er liðsmenn Glasgow Rangers voru í baði eftir unninn leik og framkvæmdastjórinn kom inn í búningsklefann til þeirra heyrði hann lagið þekkta um Kaupmannahöfn „Wonderful, wonderful Copenhagen“ hljóma frá baðklefanum og var sungið af mikilli raust og tilfinningu. Söngurinn hafði þau áhrif á framkvæmdastjórann að hann til kynnti knattspyrnumönnunum að hér með væri þeim boðið í fimm daga skemmtireisu til Kaup mannahafnar. Og þar hafa hinir skozku knattspyrnumenn sólað sig síðustu daga. Körfuknattleiksliðið „Garðar“ ásamt þjálfaranum John M. Page. — Á gólfinu fyrir framan þá sjást hinir veglegu gripir, sem liðið vann á sl. skólaári. * Litlu víkingarnir unnu 5 bikara KÖRFUKNATTLEIKS- LIÐIÐ „Garðar“ vann sér nýlega það til frægðar að vinna 5 bikara í körfuknatt- leikskeppni skólanna í Mani- toba og N-Dakota í Banda- ríkjunum. Fyrir lesendur íþróttasíðunnar er þessi frétt athyglisverð og ánægjuleg, vegna þess að körfuknatt- leiksliðið er skipað drengjum, sem allir eru af íslenzkum ættum, sumir í móður-, en aðrir í föðurætt. Þetta er í fyrsta skipti, sem lið frá Pembina-héraðinu í Dakota tekur þátt í skólakeppni ríkisins og „litlu víkingarnir ‘ létu sér ekki nægja minna en að koma heim með alla bikar- ana, sem keppt var um. Hinir ungu víkingar háðu oft harða og tvísýna keppni og börð- ust af dugnaði og þrautseigju, þótt þeir ættu í höggi við sér stærrj menn. Blaðadómar lofuðu þá fyrir góðan árangur, sem væri að þakka einstæðri ástundun við æfingar, öruggi í skotum (Doug Bjornsson og John Johnsson) jafnframt sterkum varnarleik. Við heimkomuna var drengj- unum fagnað^mjög vel og efnt til veizlu, þar sem kvenfólkið í sókninni bar fram alls kyns matarföng, en karlmennirnir þvoðu upp á eftir. — Aðallið „Garðars" skipa þeir: Douglas Bjornson, Herby Hei- gaard, Johnny Johnson, Rickie Thomasson og Ted Olafsson, en auk þeirra eru Mayo Bjornson og Eddy Laxdal. Þjálfari liðsms er John M. Page. Hver vill ekki sjá lands- leikinn i -SAMBANDI við landsleik- , nn við Noreg, sem fram fer í )sló, 9. júní n.k., hefir Knatt- ipyrnusamband islands efnt ;il happdrættis og er þegar jyrjað að selja miðana. Vinn- ngurinn í happdrættinu er erð með landsliðinu til leiks- ns í Ósló og heim aftur, svo »g uppihald á meðan dvalið er Ósló. Dregið verður í happa- lrættinu 31. þ.m. og verð rvers miða er kr. 10,00. — Það er enginn vafi á því að pessu happadrætti Knatt- spyrnusambandsins verður vel tekið því hver hefir ekki áhuga á að sjá landsleikinn í Ósló? Ítalía-Bretland 5:1 Horfin von um Olympiusigur Hér gefur að líta einn nýjan hástökksstíl. Ekki viljum við gefa honum nafn, en eitt er víst að hann er sérkennilegur. — Myndin er tekin af Frakkanum Raymond Dugarreau og hæðin er 2.02 metrar. — BRETAR telja að vonir um knattspyrnusigur á Olympíu- leikunum í sumar hafi dáið í fæðingunni. Það er leikur- inn við ítali, sem gerir þetta að verkum, en leiknum töp- uðu Bretar 5:1. Leikurinn var háður í borginni Brescia, sem er fræg fyrir framleiðslu skot vopna og sýndu ítalarnir að þeir geta skotið öðru en byssu kúlum, því það voru þeir, sem hittu markið, en Bretarnir brenndu af. Hegðun Bretanna á leikvelli var líkari því að þeir ætluðu til Rómar til að keppa í hástökki en knattspyrnu. ítalarnir áttu í engum erfiðleikum við að komast að marki Bretanna, því líkast var að þeir væru að æfa knattþrautir og Bret- arnir væru standstyttur til að leika fram hjá. Miðframvörður Bretanna var eini maðurinn, sem sýndi einhverja viðleitni til að standa sig og gerði hvað hann gat til að örva menn sína til fór fram sjálfur á síðustu mínútum leiksins og gerði til raun til að skora. Milljónir ítala horfðu á leikinn í sjón- varpi, svo ekki er að furða þótt Bretar séu ekki hrifnir af kynningunni, sem áhuga- mennirnir gáfu á sér rétt fyrir Olympíuleikina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.