Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 8
8
MORCVNBl AÐIÐ
Fimmtudagur 19. maí 1960
Útgáfa Lögbirtings og Stjórnar-
tíðinda sameinuð í dóms
málaráðuneytinu
Farið að fyrirmælum laga um
þetta efni og útgáfan um leið
gerð ódýrari og hagkvæmari
Upplýsingar Bjarna Bene-
diktssonar dómsmálaráðherra
i Sameinuðu faingi \ gær
Á DAGSKRÁ Sameinaðs
þings í gær var m. a. fyrir-
spurn til dómsmálaráðherra
um Lögbirtingablað og
Stjórnartíðindi, borin fram af
Þórarni Þórarinssyni.
Fyrirspurnin var svohljóðandi:
1. Hver er ástæðan fyrir því,
að dómsmálaráðherra hefur
sagt Birgi Thorlacius ráðu-
neytisstjóra upp starfi sem
ritstjóra Lögbirtingablaðs,
er hann hefur gegnt í meira
en 17 ár, og einnig Baldri
Öxdal fulltrúa í ríkisbók-
haldinu, sem annast fjár-
reiður blaðsins, án þess að
nokkru sinni hafi verið að
störfum þeirra fundið?
2. Hverjar hafa verið árlegar
greiðslur fyrir þessi störf
síðastliðin fimm ár?
3. Hefur verið ráðinn starfs-
maður eða starfsmenn í
þeirra stað og þá hver eða
hverjir og fyrir hvaða
greiðslur?
4. Hverjir starfa við útgáfu
Stjórnartíðinda, og hverjar
hafa verið greiðslur til
þeirra hvers um sig síðast-
liðin fimm ár? Var þeim
sagt upp starfi um leið?
Æskilegt aff fá upplýsingar
Þórarinn Þórarinsson mælti
fyrst nokkur orð til skýringar á
fyrirspurninni. Hann kvað tilefni
'hennar vera það, að fyrir nokkru
hefði Birgir Thorlacius ráðuneyt
isstjóri verið látinn hætta rit-
stjórn Lögbirtingablaðsins, án
þess að gerð hefði verið opinber-
lega a. m. k. grein fyrir ástæð-
lim til þeirrar breytingar. Það
vildi jafnan verða svo, þegar slíkt
ætti sér stað, að ýmsar ágizkanir
og kviksögur kæmust á kreik.
Því væri æskilegt, að fá fram
hið sanna í málinu.
Fyrirmæli laganna
Bjarni Benediktsson, dómsmála
ráðherra, tók þvínæst til máls
og gaf eftirfarandi svör:
í 5. gr. laga 64 1943 um birtingu
laga og stjórnvaldaerinda seg-
ir: ,,Dómsmálaráðuneytið gefur
Stjórnartíðindi og Lögbirtinga-
blað út. Ræður dómsmálaráð-
herra mann eða menn til útgáf-
unnar og segir fyrir um tilhög-
un hennar“.
í 6. gr. segir: „Kostnaður af
útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirt
ingablaðs telst til skrifstofu-
kostnaðar dómsmálaráðuneytis-
ins, enda kveður dómsmálaráð-
herra á um gjöld fyrir auglýsing-
ar er aðilar eiga að greiða. Einnig
getur dómsmálaráðherra sett fyr-
irmæli um annað er að útgáfu
Stjónartíðinda og Lögbirtinga-
blaðs lý^ur“.
í 4. gr. segir: „Vafamál um
það, hvar birta skuli atriði þau
er í 1.—3. gr. segir, eða hvort er-
indi skuli birt eða eigi, úrskurð-
ar dómsmálaráðherra“.
Svo sem sjá má af framan-
greindum lagatilvitnunum er ná-
ið lagalegt samhengi milli þess-
ara tveggja rita og til þess ætlazt
að dómsmálaráðherra hafi yfirum
sjón með útgáfu þeirra beggja og
úrskurðarvald í sambandi við
vafaatriði, sem upp kunna að
rísa hennar vegna. Má og benda
á, að við flutning frumvarps til
laga þessara á Alþingi 1943
(B. 369) segir flutningsmaður,
þáv. dómsmálaráðherra Einar
Arnórsson, er hann ræðir um
Stjórnartíðindi og Lögbitinga-
blaðið, með leyfi hæstvirts for-
seta,: „Þessi tvö útgáfurit eru í
raun og veru skyldari en menn
skyldu ætla að órannsökuðu máli,
því að stundum kann að vera
nokkur vafi á um það i hvoru
bessara útgáfurita sumt eigi að
birtast".
Ráffuneytisstjóri
annars ráðuney tis
Framkvæmd þessara mála hef-
ui' hins vegar orðið sú, að starfs-
maður sá, sem á sínum tíma var
fengin útgáfa Lögbirtingablaðs-
ins, er nú orðinn ráðuneytisstjóri
í öðru ráðuneyti. Hinn, er annast
hefur útgáfu Stjórnartíðinda,
vann einnig lengi í öðru ráðu-
neyti, þó að aðalstarf hans hafi
síðari ár verið þessi útgáfa og
h'ann hafi nú bækistöð í dóms-
málaráðuneytinu. Sá maður verð-
ur sjötugur á þessu ári. Þykir
sjálfsagt, þegar hann lætur af
störfum að sameina útgáfu beggja
ritanna í dómsmálaráðuneytinu,
eins og lög standa til. Ætla má,
Siglfirðingar
í Ileykjavík og nágrenni
minnast afmælis Siglufjarðar föstudaginn 20. maí
í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30.
Ávarp: Gunnar Jóhannsson, alþm.
Sýiung: Revían „EITT LAUF“.~
Aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu kl. 2,30 í dag.
Sími 12339. Pantanir sækist fyrir kl. 6 í dag.
NEFNDIN.
að með hagkvæmum vinnubrögð-
um verði hvortveggja starfið
ekki ofætlun einum manni, og
mun þess vegna sameiningin í
senn hafa í för með sér sparnað
og aukm þægindi fyrir alla aðila.
Sameining ritanna undirbúin
Mér þótti einsætt að hefja nú
þegar undirbúning þessara endur
bótá og þá eðlilegast að láta þann
mann, sem fyrirhugað er að taki
við öllum starfinu, fá nú þegar
færi á því að setja sig inn í það
og taka við nokkrum hluta þess,
þar sem unnt var að gera það
með þeim sjálfsagða hætti að
dómsmálaráðuneytið tæki aftur
við því starfi^, sem því lögum
sanikvæmt er skylt að inna af
hendi.
Með því sem ég hefi nú greint,
ætla ég að svarað sé 1. lið fyrir-
spurnarinnar og þar með höfuð-
efni hennar og mun nú stuttlega
skýra frá þeim öðrum atriðum,
sem um er spurt.
Greiffslur vegna Lögbirtings
Það er þá um 2. tölubl. að segja,
að greiðslur fyrir ritstjórn og
fjárhald Lögbirtingablsins á und-
anförnum 5 árum hafa verið:
1955 kr. 11.070.00
1956 —-
1957 —
1958 —
1959 —■
10.300.00
11.840.00
26.200.00
35.800.00
Hefir þóknunin vegna ritstjórn
arinnar verið 2000 krónur á mán-
uði en þóknunin fyrir fjárhaldið
1000 krónur á mánuði, frá árs-
byrjun 1958, en þá var þóknunin
fyrir ritstjórnina, samkvæmt
ákvörðun þáv. dómsmálaráð-
herra, Hermanns Jónassonar,
hækkuð úr 11.070.00 krónum á
ári í 24 þús. krónur á ári en rit-
stjórinn jafnframt leystur frá
störfum við fjárhald blaðsins og
það starf fengið öðrum manni,
siarfsmanni í fjármálaráðuneyt-
inu og launað með 12 þús. krón-
um á ári.
Þá er í þriðja lagi spurt um,
hvort ráðinn hafi verið starfs-
maður eða starfsmenn í stað
þefrra er áður störfuðu við rit-
stjórnina og fjárhaldið og þá hver
eða hverjir og fyrir hvaða
greiðslu. Ráðinn hefir verið dr.
phil. Jón Ragnarsson með sömu
kjörum og þeir höfðu þ.e. 3000
krónur á mánuði.
Útgáfa stjórnartíffinda
Loks er í fjórða lagi spurt um
útgáfu Stjórnartíðinda. Hverjir
starfi við þau, hverjar greiðslur
hafi verið fyrir þau störf, og
hvort þeim hafi verið sagt upp
starfi um leið. — Þessu síðasta
atriði er raunar svarað með því
sem hér var sagt áður um þessar
ráðstafanir. Um greiðslur fyrir
útgáfu Stjórnartíðinda er það að
segja að ráðuneytisstjórar, áður
skrifstofustjórar dómsmálaráðu-
neytisins hafa um marga áratugi,
a.m.k. frá því fyrir fyrra stríð,
fengið nokkra þóknun íyrir um
sjón með útgáfu Stjórnartíðinda.
Sú þóknun nemur nú 7200 krónur
á ári og hefir svo verið síðustu
Hefur sparnaff í för meff sér
Ritstjórn Stjórnartíðinda hefur
um langt árabil annast Jón Gunn
laugsson, fulltrúi, sá starfsmað-
ur stjórnarráðsins, sem áður var
frá greint. Hann hefir nú, er
hann á þessu ári nær aldurshá-
marki, verið í 40 ár starfsmaður
stjórnarráðsins, hefir hann gegnt
ýmsum störfum á þessu tímabili
og verið að nokkru leyti starfs-
maður atvinnumálaráðuneytis
síðar félagsmálaráðuneytis og
c'ómsmálaráðuneytis.
Hafa störf hans því verið
nokkuð breytileg, en nú rúman
áratug hefir hann aðallega starf-
að við ritstjórn Stjórnartíðind-
anna, en launakjör hans markast
nokkuð af þessum breytingum á
störfum hans. Hann hefur um
árabil auk fulltrúalauna haft sér
stakar greiðslur fyrir afgreiðslu
Stjórnartíðindanna og útsendingu
ásamt bifeiðastyrk, en vegna hús
næðisskorts eru Stjórnartíðindi
geymd á 4 stöðum, þar á meðal
á lofti Bessastaðakirkju. Greiðsl-
ur þessar nema á s.l. 5 árum kr.
16.452.— hvert árið og auk þess
hefir hann fengið greidd inn-
heimtulaun. — Svo sem áður var
sagt eru nú fyrirhugaðar breyt-
ingar í sparnaðarskyni á öllu
þessu fyrirkomulagi við samein-
ingu umræddra starfa.
Ekki allskostar ánægffur
Þegar Bjarni Benediktsson
hafði lokið mál sínu, kvaddi Þór-
arinn Þórarinsson sér hljóðs að
nýju og þakkaði fyrir svörin, sem
hann kvaðst vera ánægður með
að vissu marki. Þær tölur, sem
nefndar hefðu verið kvaðst hann
ielja að skoða mætti sem sönnun
þess, að launagreiðsluhn fyrir
ritstjórn Lögbirtings hefði verið
mjög í hóf stilt. Með annað væri
hann ekki jafn ánægður. Ekki
hefði að sínum dómi borið sér-
staka nauðsyn til að breyta fyrir
komulagi útgáfunnar til samræm
is við lagaákvæðin. Og þar sem
breytingin ætti ekki að ganga í
gildi fyrr en um næstu áramót,
væri ekki hægt að finna aðra
skýringu á uppsögn Birgis Thorla
cius en þá, að ráðherra hafi þurft
að koma í fast starf manni, sem
væri honum vandabundinn póli-
tískt. Það mundi áreiðanlega
sýna sig, að breytingin mundi
ekki gera umrædda útgáfustarf-
semi ódýrari. Bezt væri þó að
spá engu þar um, en áreiðanlega
yrði fylgzt með því, hver útkom-
an yrði.
Frekari umræður urðu ekki um’
málið.
„1 Skálholti" hefur nú veriff sýnt 9 sinnum í Þjóffleikhúsinu
og jafnan fyrir fullu húsi og er auffséff aff þessi ágæta saga
Kambans á enn djúp ítök í huga fólks. — Næsta sýning verff-
ur í kvöld. — Myndin er af Val Gíslasyni í hlutverki Brynj-
ólfs biskups. —
— Göngugarpar
Framh. af bls. 3.
— Nei, en okkur sárnaði, að
enginn skyldi stoppa, svo við
gætum neitað fari, segir Þröst
ur.
— Urðuð þið ekki sárfætt-
ir?
— Jú, sumir, en við höfðum
sjúkrakassa og settum plástra
á tærnar á þeim.
— Þegar við komum að
Botni vöktum við upp, segir
Magnús, það var um tólf leytið
og við vorum orðnar svangir
og kaldir.
— Við sáum ekki á okkur
putana, því það var orðið svo
dimmt, segir Snorri.
— Þar var okkur boðið að
sofa, heldur Magnús áfram,
en við afþökkuðum það, þ. e.
a. s., þeir sem voru harðgerð-
astir afþökkuðu fyrir hina.
— Þegar við lögðum af stað
út Hvalfjörðinn, hefði ekki
veitt af smurolíu til að liðka
okkur, segir Þröstur, við vor-
um orðnir svo stirðir að það
brakaði í öllum limum.
— Já, við gengum hálfpart-
inn í svefni, segir Valdimar.
— Sáuð þið nokkra drauga?
— Nei, draugarnir héldu
víst að við værum draugar.
— Svo gengum við og geng-
um, segir Magnús, og þú getur
ekki trúað því hvað það var
langt að Staupasteini, og svo
kom Laxárvogur, honum höfð
um við alveg gleymt og hann
lengdi leiðina um 7 kílómetra.
Bara að við hefðum ekki mun
að eftir honum.
— Þá vorum við orðnir mat
arlitlir, þeir sem meira höfðu,
skiptu á súkkulaði og appel-
sínum við hina fyrir rúsínur,
segir Snorri.
— Á Kjalarnesi voru marg
ir komnir með varaþurrk, seg
ir Magnús, og þá fórum við
að Sjávarhólum og fengum
júgursmyrzl til að bera á var-
irnar. Seinasta spölinn til
Reykjavíkur voru menn orðn
ir þreyttir og fátalaðir. Þá
fór einn að tala um bað og
uppbúið rúm, en það var
fljótt þaggað niður í honum
og hann talaði ekki meira það
sem eftir var leiðarinnar.
— Það varst þú sjálfur, seg-
ir Þröstur.
— Hver, ég?
— Hvenær komuð þið svo
til Reykjavíkur?
— Við komum að Skáta-
heimilinu klukkan 1,40, eftir
23 tíma og 40 mínútur, en það
eru bara sérstakir þrekmenn,
sem geta þetta, segir Magnús,
næst ætlum við líka að ferð-
ast á putunum.
—Skilaðu kveðju til Magn
úsar í blaðinu — hann er von-
andi búinn að kveikja í píp-
unni sinni — og Eiríks í Botns
skála.
i.e.s.
Útvarpstruflanir
ÓLAFSVÍK, 16. maí: — Hin
nýja og öfluga „loranstöð" á
Gufuskálum, veldur miklum
tuflunum á sendingum útvarps-
stöðvarinnar. Eru mönnum tæp-
lega hálf not af viðtækjum sín-
um vegna þessara truflana. Reynt
hefur verið árangurslaust, enn
sem komið er að fá þetta lagfært
og hefur þetta vandamál verið
rætt við sima- og útvarpsstjórn-
ina, en árangurslaust. —R.