Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 19. maí 1960 MORCUNBLAÐIÐ 23 — Blaðamenn Framh. af bls. 1. höfum okkar stolt. Það, sem for- setinn átti við^ með yfirlýsingu sinni 16. maí, var að njósnaflug mundu ekki farið á meðan hann gegndi forsetaembættinu — eða fram í janúar næsta ár. Það er ekki hægt að byggja á embættis- tíma eins manns í samskiptum þjóða — hvers virði yrði alþjóð- legt samkomulag, ef slíkt væri gert? sagði Krúsjeff. • S. Þ. EKKI DEILD ! PENTAGON Hann sagði, að það væru Rússar einir, sem ákvæðu, hvort erlendar flugvélar fengju að fljúga óhindraðar yfir land þeirra — og hann gæti fullyrt, að slíkar flugvélar yrðu misk- unnarlaust skotnar niður, og stöðvar þær, sem þær kæmu frá, eyðilagðar. — Hann kvað rúss- nesku sendinefndina hafa undr- azt þá yfirlýsingu Eisenhowers, að hann hygðist leggja fyrir Sameinuðu þjóðirnar nýja til- lögu um vígbúnaðareftirlit úr lofti. — Maður leyfir sér að vona, sagði hann, að S.þ. séu ekki fylki 1 Bandaríkjuniun, né deild í Pentagon, hermálaráðuneyti þeirra, og muni hafna slíkri til- lögu. — • VANTAÐI VILJASTYRK Krúsjeff sagði, að stjóm sín harmaði, að ekki hefði reynzt unnt að halda leiðtogafundinn nú — hún vildi friðsamlegt sam- band allra þjóða og lausn deilu- mála með samningum. Hún vildi reyna annan slíkan fund — jafn- vel fyrr en eftir 6—8 mánuði, sem hann stakk upp á, en því aðeins að allir gerðu sér ljóst, að Sovétríkin gerðu sér ekki að góðu neins konar yfirtroðslur eða ógnanir. — Krúsjeff þakkaði þeim de Gaulle og Macmillan fyrir einlægar tilraunir þeirra til að koma á viðræðum, en kvaðst harma, að þeir hefðu ekki sýnt „meiri viljastyrk“ til þess að fá bandarísku leiðtogana til að fordæma njósnaflug sitt og beiðast afsökunar. Þá hefðu von- irnar, sem tengdar voru við þennan fund kannski ekki brugð izt. Að svo mæltu kvaðst hann reiðubúinn að svara spurningum fréttamanna. , • „PÚAГ Krúsjeff virtist órólegur, þar sem hann sat á milli Grom- ýkó utanríkisráðherra og Malin- ovsky landvarnaráðherra — og öðru hverju steytti bann hnef- ann eða benti ógnandi fingri fram í salinn. Er hann hafði lok- ið að lesa yfirlýsingu sína stóð hann upp og tók að ávarpa fréttarnennina í háværum tón, eins og hann væri að tala á póli- tískum fjöldafundi. Klöppuðu nokkrir hinna sovézku embætt- ismanna, sem viðstaddir voru, og Sjötíu og fimm ára PÉTUR Einarsson, ökrum, Stykk ishólmi er 75 ára í dag. Kvæntur er hann Jóhönnu Jóhannsdótt- ur frá Öxney. Jófríður Krisl jáns dóttir 85 ára FRÚ JÓFRÍÐUR Kristjánsdóttir, Stykkishólmi á 85 ára afmæli í dag. Hún er fæddur í Rifgirð- ingum á Breiðafirði og voru for- eldrar hennar Ingibjörg Jóhannes dóttir og Kristján Friðriksson, en hann drukknaði skömmu áður en Jofríður fæddist og ólst hún upp hjá föðurafa sínum Friðrik Jóns- syni, sem bjó þar alla ævi. Hún giftist Magnúsi Finnssyni frá Hellissandi en missti hann eftir þriggja ára sambúð. Til Stykkis- hólms kom hún um aldamótin og þar hefur hún dvalizt síðan. Hún hefur alið upp tvö fóstur- börn og býr nú þar í skjóli ann- ars þeirra, Benédikts Brýnjólfs- sonar, sem lætur henni líða vel. ' Jófríður er mannkostakona og á marga vini. , fréttamenn „járntjaldsblaða“ — en margir vestrænu blaðamann- anna „púuðu“ til að láta í ljós andúð sína. • KRÚSJEFF ÆSTUR Þegar hlé varð á, mælti Krús- jeff og var rjóður mjög: — Mér hefir verið tjáð, að Adenauer kanslari Vestur-Þýzkalands hafi sent hingað nokkra af óþjóða- lýð sínum, þcim sem ekki fengu fyrir ferðina í Stalingrad-orrust- unni — og það eru þeir, sem nú „púa“. — Við skulum gefa ykk- ur svo til tevatnsins, að þið miss- ið alla löngun til að koma hér inn og „púa“ aftur. Þetta eru þorpararnir, sem réðust inn í Sovétríkin til þess að ræna og rupla. Þeir hafa komizt undan refsingu. Þið eruð öll skynugt fólk og munuð vera þess vís, „í fyllingu \ tímans" ! PARÍS og Berlín, 18. maí (Reuter) Augu manna bein- rst nú mjög að Berlínarmál- I inum eftir upplausn topp- { fundarins. — í dag lýsti Krú- sjeff því yfir á blaðamanna- fundi sínum, að Rússar mundu gera sér-friðarsamning við I Austur-Þjóðverja — og | mundu þá Vesturveldin svipt herseturétti sínum í Vestur-Berlín. Þegar Krúsjeff var spurður, tivenær slíkur samningur mundi undirritaður, svaraði hann: „Það er okkar mál“. — Kvað hann það mundu gert „í fyllingu tímans“. — Hann kvað þolinmæði sína í Berlín- Iarmálinu á þrotum. Eina lausn in væri, að Vesturveldin hyrfu á brott með her sinn úr borginni og íbúamir fengju að ákvarða framtíðar-stjórn- skipulag sitt sjálfir í kosning- um. hver stendur frammi fyrir ykk- ur. — Ég er fulltrúi Sovétríkj- anna, hinnar miklu Sovétþjóð- ar — lands Lenins og fólksins, sem sigraði í októberbyltingunni, nú lands kjamorkuframfar- anna. — Þið, litli hópur („pú- ararnir"), eruð fulltrúar þeirra, sem þýzka þjóðin sjálf mun fyr- irverða sig fyrir. Ég er að tala um þennan fámenna ruslaralýð — ekki hina miklu, þýzku þjóð. Það er mér aðeins styrkur og sýnir mér, að ég er á réttri leið, að þið skulið gera hróp að mér. — kc — Við þessi ummæli heyrðist strjált lófaklapp í salnum. Varð nú allgott hljóð, og stóð þá Krús- jeff aftur upp og sagði í gaman- sömum tón, að hann hefði unun af að takast á við óvini verka- lýðsins — það væri gott að kynn- ast „æði þjóna heimsvaldastefn- unnar“. Var nú hlegið. „En fátt mun verða þeim til framdráttar. Sovétríkin stefna fram, stöðug og óbifanleg, til þess að byggja upp kommúnism- ann, og ekkert getur stöðvað þau á göngiuini tii þeirrar áttar“, sagði Krúsjeff. • ÉG VARÐ TORTRYGGINN Það kom fram hjá Krúsjeff, að hann hefði vitað um ferðir U-2 flugvéla inn yfir sovézkt land, er hann ræddi við Eisenhower í sept. sl. Er hann var spurður, hví hann hefði ekki rætt málið við forset- ann, kvaðst hann hafa verið kom- inn á fremstu hlunn með það . . . „en svo varð ég tortrygginn — mér fannst eitthvað grunsamlegt við öll vinahót forsetans og hætti við að bera upp málið“. Svo náðum við þeim — og ég hafði haft rétt fyrir mér. Þegar við náum kettinum í dúfnabúr- inu, klípum við duglega í skottið á honum, því að það er eina ráðið til að koma nokkurri glóru inn í kollinn á honum. • BLEIÐURNAR HÆTTU- LEGAR Blaðamaður beindi spurningu til Krúsjeffs í sambandi við við- búnaðaræfingar Bandaríkja- manna í herstöðvum sínum sl. mánudag. Hann kvaðst ekki hafa vitað um þær. — Ef þetta er rétt, sagði hann, þá er það ögrun, sem gerir málin enn flóknari. Ef til vill er hér um heigulshátt að ræða. Bleiðurnar eru oft eins hættulegar og þeir, sem ögra. — Heiglarnir geta komið af stað styrjöld með heigulshættinum einum. — Malinovsky marskálk- ur hvíslaði nú einhverju að Krús- jeff, sem síðan hélt áfram: — Malinovsky marskálkur kveðst ekki hafa skipað sovézka hern- num að vera viðbúinn — og hann ætlar ekki að gera það. • ÆSTUR OG ÓRÓLEGUR Fréttamenn eru yfirleitt sam- mála um, að Krúsjeff hafi að ýmsu Ieyti verið brugðið á þess- um fundi. Hann hafi ekki virzt önuggur, heldur æstur og óróleg- ur. Sumir skilja þetta sem von- brigði manns, sem hefir talið sig vera að eignast vin, en missir hann ekki aðeins, heldur ógnar til vonandi vinurinn honum. Hinir eru þó fleiri, sem telja framkomu Krúsjeffs stafa af einhverjum meiriháttar erfiðleikum, sem hann eigi við að stríða — heima fyrir. — Hvað sem um það er, voru hinir reyndu fréttamenn sem þrumu lostnir yfir framkomu Krúsjeffs, sem ýmist var rauður af reiði og sýndi fágætan rudda- skap eða brosti breitt og gerði að gamni sínu. — Ber mönnum saman um, að þessi blaða- mannafundur hafi í rauninni verið alveg einstæður. Framkoma Krúsjeffs Framh. af bls. 15. segir: — Eisenhower forseti til- kynnti að njósnaflugi yfir Rúss- landi væri hætt og yrði ekki byrjað aftur. En Krúsjeff lét sér ekki nægja það, hann setti úr- slitakosti og krafðist þess, að þeim yrði refað sem bæru á- byrgð á atburðinum. Þess vegna fer ráðstefnan út um þúfur. En ábyrgðinni af því hefur með þessu verið velt af herðum Eis- enhowers á herðar Krúsjeffs, þar sem yfirlýsing Eisenhowers hefði átt í allri sanngirni að nægja Rússum. Fram að því virtist sem Banda ríkin væru að réttlæta og ætl- uðu að halda fast við njósna- flug sín. Ef það hefði verið rétt var ekki nema eðlilegt að Krús- jeff setti fram algert úrslitaskil- yrði að njósnafluginu yrði hætt. Annars hefðu Rússar orðið fyrir álitshnekki. Auðvitað eru láta- læti og uppgerð í þessu öllu. Öll stórveldin stunda stöðugt njósn- ir hvert hjá öð.ru og ekkert stundar eins víðtækar njósnir og Rússar. En Rússar hafa alltaf neitað að viðurkenna líkt. Eis- enhower forseti hefur komið Rússum í klípu með því að ætla að stæla George Washington í hreinskilni. Þar sem hann fékkst ekki til að segja ósatt neyddi hann Krúsjeff til að gera þetta að úrslitaatriði. Mr. Krúsjeff getur ekki hald- ið fast við úrslitakosti «ína an þéss að hljóta sökina ai’ því að hann sé af ráðnum hug að slíta sanmingaumleitunum vif Vest- urveldin. Þörf á djörfung og festtt Dagens Nyheter í Stokkhólmi segir: — Eisenhower hefur lýst því yfir, að njósnaflug yfir Rúss- landi verði ekki hafið að *»ýju og túlkar eldri yfirlýsingu sína þannig öðruvísi en flestir gorðu. Svo virðist sem Krúsjefí laki ekkert tillit til þess, hve naikil eftirgjöf er fólgin í þessu. Rúss- neski einræðisherrann vúðist vera reiðubúinn að valda hinu alvarlegasta hættuástandi 4 al- þjóðavettvangi, meðan 4ann fylgir venju einræðisherr* og kennir öðrum um. Nú er þess mest þörf að Vesturlönd sýni sambland af djörfung og festu, sem þau hefur skort alltof mik- ið að undanförnu. —• Vonir þjóðanna Framh. af bls. 1. að þau hafi þjappað Vesturveld- unum saman, svo að aldrei hafi ríkt betri eining með þeim en einmitt nú eftir átök undangeng- inna daga. úr Hættuástanð Afstaða og tilfinningar flestra nú hafa e. t. v. verið settar hvað ljósast fram af Jens Otto Krag, utanríkisráðherra Dana, er hann sagði: „Samningar og undirbún- ingur mánuðum saman, sem hefðu getað boðað nýja þróun mála, dregið úr spennu og við- sjám og stöðvað kalda stríðið, virðast nú hafa verið til einskis. Vonir þjóðanna hafa verið að engu gerðar". Von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, lét í ljós ótta um, að menn yrðu nú að horfast í augu við nýja Ber. línardeilu. —• 1 yfirlýsingu stjórnarflokks Adenauers kansl- ara segir, að ástandið í heimin- um sé nú alvarlegra en nokkru sinni eftir lok heimsstyrjaldar- innar. — Yfirleitt má nú víða heyra raddir um það, að jafn- hættulegt ástand hafi ekki rikt síðan í Kóreustyrjöldinni — jafnvel ekki síðan 1939, um það leyti, sem heimsstyrjöldin brauzt út. — ár „Hermangari" 1 kommúnistalöndunum er Krúsjeff hrósað fyrir einbeitta afstöðu og Bandaríkjamönnum einum kennt um, hvemig farið hefir. Kínversk blöð nefna Eis- enhower forseta t. d. „hermang- ara“ — og eitt þeirra segir, að eina leiðin til friðar sé „einbeitt barátta gegn bandarískri heims- valdastefnu.“ Skrifstofuhúsnœði Höfum til leigu skrifstofuliúsnæði ca. 250 ferm. Slippfélagið í Reykjavík hf. Sími 10123 SIGURÐUR BJARKLIND, fyrrv. kaupfélagsstjóri andaðist að sjúkrahúsinu Sólvangi mánudaginn 16. þ.m. Börn og tengdadóttir. Eiginkona mín, LAUFEY BJARNADÓTTIR Lönguhlið 7, Reykjavík lézt að heimili sínu aðfaranótt 18. þ.m. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna: Andrés Bjarnason. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 20. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Jarðað verður í Gamla kirkjugarðinum. Ásta E. Jónsdóttir, Geir Baldursson Sigurður G. Jónsson, Jónfríður Halldórsdóttir Hermanníus M. Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir Jón G. Hermanníusson, Jónína E. Eiríksdóttir Útför - STEINDÓRS HJALTALlNS útgerðarmanns fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. þ.m. kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent 4 Slysavarnarfélag íslands. Svava Hjaltalín, börn og tengdasonur. Útför föður okkar GUÐJÓNS ÚLFARSSONAR fyrrum bónda í Vatnsdal fer fram frá Fossvogskirkju, laugardag 21. þ.m. kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. ' Börn hins látna Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vináttu, gáfu blóm, kransa og skeyti og margs- konar hjálp og aðstoð við útför bróður míns RUNÓLFS BJARNASONAR frá Vallholti, Miðnesi Jónas B. Bjarnason Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÁLFS HELGASONAR, bifreiðarstjóra, Barónsstíg 25 Baldur Alfsson, Svava Helgadóttir Gyða Helgadóttir, Karl Helgason, Benedikt Helgason, Eiður Bergm. Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.