Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 10
10
MORCUISBT AÐIÐ
Fimmtudagur 19. maí 1960
Lanj»holtskirk ja
Langholtssöfnuður er nú að
byggja stóra kirkju, sem er nýr
áfangi og markar tímamót í
kirkj ubyggingum og starfi þjóð-
kirkju á íslandi. Kirkjan er bæði
safnaðarheimili og guðsþjónustu
hús og verður þannig stofnun,
sem starfar sem menningarmið-
stöð hverfis og sóknar.
Einn af sölum kirkjunnar hef-
ur nú verið starfræktur nær vetr
arlangt og hafa þar verið fjöl-
sóttar barnasamkomur og mess-
ur um hverja helgi, fermingar-
undirbúningur og fundir.
Nú er næsti áfanginn að full-
gera stóran sal, sem kominn er
alllangt áleiðis, en hann mun
rúma um fjögur hundruð manns
og myndar fullgerður nokkurn
hluta sjálfs messuhússins.
Ekki þarf mikið fé til að ljúka
þessum áfanga, en sem stendur
er byggingin í fjárþröng. f>ess
vegna er nú stofnað til happ-
drættis á vegum allra félaga
safnaðarins undir forustu safn-
aðarstjórnar. Verða þessir happ
drættismiðar seldir bráðlega og
komið skipulega á öll heimili
sóknarinnar. Er þess fastlega
vænzt að safnaðarfólk styðji sem
bezt að útbreiðslu þeirra, bæði
með því að kaupa þá og selja.
Hlýtur það að vera öllum sókn
arsbörnum metnaðarmál að þessi
menningarstofnun Langholts-
hverfanna komizt sem lengst
áleiðis hið allra fyrsta.
Þá mun turn Langholtskirkju
bera ókomnum kynslóðum vott
um fólk, sem skildi sitt hlutverk
og vissi að kirkja sem er sam-
eiginlegt heimili sóknarbarn-
anna verður bjartasti vitinn við
leiðina frama og farsældar.
Rvík 16. mai 1960.
Árelíus Níelsson.
Á leiö
f ÞÚSUND feta hæð yflr
Kópavogi fóru þeir að tala
um tulipana og yfir Færeyj-
um var enn talað um tuli-
pana. Það var heldur ekkert
undarlegt þó blómdn væru
ofarlega á dagskrá í stjórn-
klefanum á Snorra, því hann
var á leið til Hollands, lands
blómanna, og flugmennirnir
voru strax farnir að gera víð-
tækar áætlanir um blóma-
kaupin.
Hallgrímur Jónsson, flug-
stjóri, gat veitt félögum sín-
um góða leiðsögn. Hallgrím-
ur veitt allt um blóm í Hol-
landi, því að hann starfaði
Hallgrímur — Gerhard — Guðlaugur áður en kaktusarnir komust á dagskrá.
til tulipana - landsins
hjá hollenzka flugfélaginu
KLM í nokkur ár og þar tala
menn jafnmikið um túlipana
og fólk talar hér um veðrið.
— Kvenfólkið er mjög veikt
fyrir blómunum ,segir Hall-
grímur, og það er óhugsandi
að koma heim frá Hollandi
án þess að hafa blóm með-
ferðis. Ég tók líka þessa
blómasýki, þegar ég bjó þar
ytra. Og það er engin vit-
leysa að segja eins og kven-
fólkið, að maður geti fundið
til með blómunum.
— Þess vegna blöskrar mér
stundum að sjá aðfarirnar
hjá Hollendingunum við
blómlaukaræktina. Þú þarft
ekki að fara langt í Hollandi
til að sjá stórar spildur af
blómstrandi, eldrauðum tuli-
pönum. En þegar þeir eru
hvað fegurstir koma blóma-
mennirnir með klippur sínar
og klippa .blómin af stilkun-
um.
— Svo er blómunum rakað
saman í stóran bing, þetta
látið rotna og síðan notað í
áburð. En eftir standa koll-
óttir stilkarnir og blómavinir
þjást með þeim. Með því að
skera blómin af hleypur vöxt
urinn í laukana og á þennan
hátt gefur hver tulipani af
sér 4—5 nýja lauka.
Þegar hér var komið sögu
sá aðstoðarflugmaðurinn,
Guðlaugur Helgason, þrumu-
ský á ratsjárskífunni svo að
Snorra var snúið lítið eitt af
leið. Þegar vélin var aftur
komin í rétta stefnu kom.ust
blómm enn á dagskrá.
Og það var ekki fyrr en
flugfreyjurnar báru fram
gijllas að það sljákkaði í flug
mönnunum.
— Eigið þið ekki einhverja
kaktus-stöppu fyrir þessa
blómamenn? spurði Gerhard
Olsen, vélamaður, flugfreyj-
una — þvi blómafræðslan
hafði farið fyrir ofan garð og
neðan hjá honum. Hann var
enginn „blómakarl“ og kærði
sig kollóttan um það hvort
þeir Hallgrímur og Guðlaug-
ur keyptu túlipana eða græn
kál svo lengi sem hann fékk
sitt gúllas, á réttum tíma.
Skotland á þrettán
mílna fiskilandhelgi
NÝLEGA er út komið rit í Skot- opinberlega í þessi lög, síðast í
landi, þar sem færð eru rök að fiskveiðilögunum frá 1895.
því að fiskveiðilandhelgi Skot-
lands sé réttilega 13 sjómílur. •—
Bókin nefnist „Tartan Tapestry“
(Skozkt vaðmál) og er eftir John
Hay, kaptein í Hayfield og Del-
gatie kastala. Segir Fishing News
frá þessu í síðasta hefti.
Hay kapteinn byggir kröfu
sína til 13 mílna landhelgi á göml
um skozkum lögum, sem voru í
gildi áður en koungssambandið
komst á milli Englands og Skot-
lands, en oft hefur verið vitnað
Höfundurinn skýrir mismuninn
á stærð ensku og skozku land-
helginnar, að Englendingar mið-
uðu landhelgi sína á mið-
öldum við það hvað langt væri
hægt að skjóta fallbyssukúlu, en
það voru þrjár mílur, — Skotar
miðuðu við, hvað langt væri
hægt að sjá út á sjóinn. Komust
Skotar þannig að því, að fisk-
veiðiréttindi strandríkis giltu 13
sjómílur frá ströndinni, þótt þeir
hefðu einnig sex mílna lögsögu-
Óskum eftir að ráða
húsgagnabólstrara
Trésmiðjan VÍÐIR
Stúlka oskast
til afgreiðslustarfa
Síld og Fiskur
Austurstræti
Rafvirki
óskast nú þegar.
Amper hf.
Þingholtsstræti 21
ísl. stúdentar til
Fœreyja í sumar
Klakksvík er einn af
þeim stöðum í Færeyjum,
sem heimsóttir verða í
hópferð Ferðaþjónustu
stúdenta þangað i júlí í
sumar. Myndin sýnir
mannsöfnuð í Klakksvík á
fánadaginn fyrir nokkrum
árum.
Munu verða þar um Olafsvökuna
FERÐAÞJÓNUSTA stúdenta
hefur ákveðið að gefa stúd-
entum kost á 12 daga hópferð
til Færeyja í sumar. Hefur
ferðin verið skipmlögð með
það fyrir augum að íslenzkir
stúdentar fái tækifæri til að
taka þátt í hinni árlegu merk
ishátíð Færeyinga, hinni svo-
kölluðu Ólafsvöku, sem hald
in er í lok júlímánaðar ár
hvert og fræg er orðin um
öll Norðurlönd.
Að öðrum þræði liggur svo
auðvitað til grundvallar þess
ari ferð að kynnast hinum
'næstu nágrönnum aikkar,
sem við því miður sækjum
sárasjaldan heim.
Ferðast um eyjarnar
Ráðgert er að leggja upp
frá Reykjavík með m.s.
Hel^lu hinn 23. júlí„ og verð-
iur komið heim aftur með
ssama skipi 3. ágúst. Sjálf
dvölin í Færeyjum er frá 25.
júlí til 3. ágúst. Verður dval-
izt við margs konar skemmt-
an á Ólafsvökunni í Þórs-
höfn, en auk þess verður far-
ið í stuttar ferðir til dæmis
til Klakksvíkur og Fugla-
fjarðar, og verður það eins
dags ferð, og til Suðureyjar
með viðkomu á Stóra-Dímon,
sem rómaður er fyrir fegurð,
og tekur sú ferð tvo daga.
Auk þessa verður væntan-
lega farið í stuttar ökuferð-
ir um Straumey.
Ódýr ferð til frændþjóðar
Hyggur ferðaþjónustan gott
til, að stúdentar notfæri sér
þessa fyrstu utanlandsferð á
hennar vegum. Eru væntan-
legir þátttakendur vinsamn
legast beðnir að tilkynna þátt
töku sína hið fyrsta, þar eð
þátttakendafjöldi er takmark
aður. Allar nánari upplýsing
ar fást hjá Ferðaþjónustu
stúdenta í Háskólanum eða í
síma .1-59-59 kl. 9—-12 árdeg
is. Verði er mjög í hóf stillt.