Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. maí 1960
MORCIJ1SBLAÐ1Ð
13
Apótek í tvær aldir
NEÐAN við áletrunina Reykja-
víkur Apotek á húsinu við Aust-
urstræti 16 stendur á tveimur
stöðum ártalið 1760. Það ár var
Bjarni Pálsson skipaður fyrsti
landlæknirinn hér á landi og
honum gert að stofna og reka
lyfjabúð. Það varð fyrsti vísir-
inn að Reykjavíkur Apóteki. Er-
indisbréf Bjarna var dagsett 19.
maí og því á apótekið 200 ára
afmæli í dag.
Vegfarendur um Austurstræti
sjá í sýningargluggum lyfjabúð-
arinnar þrjár krukkur. Á einni
stendur Bessastaðir 1760, en þar
sat Bjarni Pálsson með lyfjabúð
sína fyrstu 3 árin. Á krukkunni
í næsta glugga stendur Nesstofa,
sem var samastaður lyfjabúðar-
innar 1763—1833, eftir að stein-
húsið Nes við Seltjörn var byggt
fyrir kóngsins fé handa land-
lækni. Og loks stendur Reykja-
vík á krukkunni 1 þriðja glugg-
anum. Þangað fluttist lyfjabúðin
1833, er Oddur Thorarensen
byggði húsið við Thorvaldsens-
Vagga Reykjavíkur Apóteks. — í kjallaranum í Nesi við
Seltjörn var lyfjabúð Bjarna Pálssonar, fyrsta lyfjabúð á
Islandi. —
þó aðeins sé talið frá þeim tíma
er lyfjabúðin flutti til bæjarins,
en þá keypti O. Thorarensen á-
Scheving Thorsteinsson, lyfsali, flettir í lyfjaspjaldskrá sinni,
sem er á tveimur slíkum hjólum, hvort með 30—40 þús.
spjöldum. —
stræti. Minnir sá vasi bæði á
„gamla apotekið" og núverandi
húsakynni lyfjabúðarinnar, sem
Scheving Thorsteinsson keypti og
fluttist í árið 1930.
Reykjavíkur Apotek er eflaust
elzta fyrirtæki landsins, jafnvel
höld hennar og muni. Þangað til
var apotekið í raun og veru í op-
inberri eigu.
Frá Nesi til Reykjavíkur
Á þessum 200 árum hafa mikl-
ar breytingar orðið á lyfjasöl-
.’’'|ð er mikið að gera í afgreiðslusal apóteksins síðdegis á
—»n*n. Afgreiddir hafa verið mest tæpl. 1000 lyfseðlar á dag.
unni, eins og að líkum lætur.
Húsakynni fyrsta apoteksins
munu helzt hafa líkzt fangaklefa
frá miðöldum. Því þar var komið
fyrir niðurgröfnum kjallara und
ir útbygginguvið norðurgafl húss
ins. Einn gluggi var á stafni og
gengið inn úr eldhúsinu. í lyfja-
búð þessa voru sótt lyf fyrir allt
landið. Mannfjöldi var að vísu
ekki nema 40—50 þúsUnd, en
langt var fyrir suma að sækja
lyfin.
Landlæknir var leystur frá lyf
salastarfinu 1772 og skipaður sér-
stakur lyfsali, Björn Jónsson að
nafni. Árið 1792 var farið að
reyna að fá leyfi hjá Rentu-
kammerinu til að flytja apótekið
til Reykjavíkur, en 20 ór liðu
áður en leyfið loks fékkst, og þó
hélt þáverandi lyfsali áfram að
sitja með leyfið upp á vasann í
Nesi í 21 ár í viðbót. Eftirmaður
hans var Oddur Thorarensen,
sem keypti apotekið og flutti það
til Reykjavíkur, eins og áður er
getið.
13 lyfsalar — einn í 40 ár
Oddur var ekkj lengi lyfsali í
Reykjavík. Hann seldi og setti
upp aðra lyfjabúð á Akureyri. f
næstu 83 árin ráku danskir lyf-
salar búðina hver fram af öðrum.
Húsið við Thorvaldsensstræti
reyndist brátt of lítið. Árið 1881
lét Kriiger apotekari reisa út-
byggingu við lyfjabúðina. Var
hún með flötu þaki, en upp á
þakbrúnina lét hann setja tvær
líkneskjur af Askelepiosi, guði
læknislistarinnar, og Hygieiu,
gyðju heilbrigðinnar. Styttur
þessar settu svip sinn á miðbæ-
inn í 70 ár, eða þangað til 1953.
Þær standa nú í afgreiðslusal
Reykjavíkur Apoteks.
Á þessum 200 árum í sögu
lyfjabúðarinnar hafa 13 lyfsalar
veitt henni forstöðu. Fyrstu 12
ráku hana til jafnaðar í 13—14
ár hver. Sá þrettándi, Þorsteinn
Scheving Thorsteinsson, hefur
þegar átt Reykjavíkur Apotek og
stjórnað því í 40 ár.
Hann kom í apotekið sem lær
lingur hjá Michaels Lars Lund,
föður Göggu Lund, og fylgdi svo
með í kaupunum, eins og hann
segir sjálfur, er Christensen
keypti af honum. En svo kom að
því að Ohristensen seldi og flutt-
ist til Danmerkur, þar sem hann
býr enn við góða heilsu á 87.
aldursári. Keypti þá Scheving
Thorsteinsson apotekararéttindin
og búðina fyrir 300 þús. kr.
í gær leit tíðindamaður blaðs-
ins inn á skrifstofu Þorsteins
Schevings Thorsteinssonar, til að
leita frétta af stofnuninni og til-
drögum þess að hann árið 1930
keypti Natan & Olsens húsið og
flutti Reykjavíkur Apótek í það.
Stórhýsi meðfram endilöngum
Austurvelli
Er Scheving Thorsteinsson
keypti árið 1919 var þegar orðið
þröngt um lyfjabúðina á gamla
staðnum. Honum leizt ekkert á
að fara að endurbæta gamla
húsið, og hugðist byggja nýtt á
horni Kirkjustrætis og Thor-
valdsensstrætis. Gerði hann róð
fyrir að Austurvöllur mundi í
framtíðinni ná út að Austur-
stræti og áætlaði byggingu með
fram honum endilöngum að
vestanverðu og á 35 m svæði
meðfram Kirkjustræti. Áttu að
vera þarna skrifstofur, viðtals-
stofur lækna o. fl., og var Sig-
urður Guðmundsson, arkitekt,
búinn að teikna þetta mikla hús.
En leyfið fyrir húsinu fékkst
ekki. — Líklega hafa rúðurnar
ekki verið af réttri stærð. Það
var allt upp á rétta gluggastærð
í þá daga, segir Scheving Thor-
steinsson. Þeir höfðu sem sagt
vit fyrir mér!
Þegar svo var búið að byggja
húsaranann milli Austur-
vallar og Austurstrætis, þá var
ég kominn á baklóð, heldur
Scheving áfram. Þetta hús var
þá búið að vera til sölu í mörg
ár. Natan & Olsen, sem byggðu
það, gátu ekki haldið því og það
lenti hjá íslandsbanka, sem
seldi mér. Rosenberg rak þá
veitingastað hér, en hann keypti
Hótel ísland samtímis því að ég
keypti þetta hús. í fyrstu notaði
ég ekki alla fyrstu hæðina,
leigði út þann hlutann sem snýr
að Pósthússtræti. Þar var þá
fyrsti vísirinn að Hressingarskál-
anum. En smám saman tókum
við alla götuhæðina og höfum
J J MMA', ;v!íí>!íj isjjj. S.ÍJÍ>
ANCKfcí, SKiVKftR P
n-.els sCHMím- Kaec-ea
E«!t HANS rvr.or.
MARTINJ
oixsr.H.
1 afgreiðslusal Reykjavikur
Apóteks er tafla yfir þá 13
lyfsala, sem rekið hafa Iyfja-
búðina á þessum 200 árum.
lyfjabúðarinnar og Ijósmyndar-
inn tekur myndir. Viðskiptavin-
ir búðarinnar sjá tæplega nema
um 5% af því húsrými sem lyfja-
búðin notar. Við erum þar á
ferð síðdegis og allt starfsliðið
er önnum kafið, því á timamun
frá 3 til 6 er þar meira að gera
en allan annan tima dagsins.
Þess vegna var sá háttur upp
tekinn, að fólkið vinnur á víxl á
Apótekið var flutt til Reykjavíkur 1833, í nýtt hús við Aust
urvöll og 1881 var reist útbygging við lyfjabúðina, prýdd
styttum af guði læknislistar og gyðju lieilbrigði.
nú auk hennar kjallarann og 4.
hæðina og má ekki minna vera.
Hér vinna nú 43, þar af 9 lyfja-
fræðingar, í stað 8 manna starfs-
liðs til að byrja með.
Viðskiptavinir sjá 5%
af húsrýminu
Scheving Thorsteinsson geng-
ur með okkur um húsakynni
morgnana, en allt þessa þrjá
tíma. Stúlkur eru í miklum
meirihluta. Það er ein breyting-
in. Scheving Thorsteinsson segist
halda að Sólveig Eggerz hafi
verið fyrsta'konan, sem vann í
lyfjabúð hér á landi. Hún af-
greiddi á árunum 1905—1906. A
göngu okkar um apótekið hitt-
Framhald á bls. 17.
Uppi á 4. hæð fyllir Guðrún Isleifsdóttir á glerhylki.