Morgunblaðið - 19.05.1960, Page 3

Morgunblaðið - 19.05.1960, Page 3
Fimmtudagur 19. maí 1960 MORCVTSBLAÐlh 3 Göngustafirnir uröu þreyttir ÞVÍ hefur oft heyrzt fleygt hin síðari ár, að íslendingar væru orðnir svo latir og þol- lausir til göngu að þeir gætu varla hreyft sig milli húsa, án þess að fara í bíl, og æskan sæti lon og don á rassinum inn á veitingahúsum með „brauð- fæturna“ hangandi niður af stólunum og vissi varla til hvers þeir væru. Nýléga afsönnuðu 5 strákar úr Reykjavík þessa kenningu eldri kynslóðarinnar — þ. e. a. s. hluta hennar — sem á sínum tima var nauðbeygð til að nota postulafæturna að meira og minna leyti, vegna þess að þau farartæki, sem nú eru í umferð, þekktust ekki — og freistingin þar af leiðandi engin. Drengirnir 5 heita Þröstur Jónsson, Valdimar Jörgenson, Snorri Hansson, Magnús Gunn arsson og Kjartan Ragnars- son — á aldrinum 13—16 ára og allir í Jórvíkingadeild Skátafélags Reykjavíkur. Leið in — sem þeir gengu á brauð- fótunum" — var Akranes — Reykjavík. Blaðamaður Mbl. náði tali af göngumönnunum eftir ferð ina og spurði þá spjörunum úr — en þeir voru allir léttklædd ir í sumarsólinni. ★ — Hvers vegna voruð þið að leggja þetta á ykkur? — Við fáum skjöld — heið- ursskjöld — fyrir þá vega- lengd, sem við göngum á 24 tímum, segir Þröstur. — Já, meira að segja silfur- skjöld, ekta silfur, bætir Valdi mar við, það er bara svo asna- legt að maður þarf að kaupa þá sjálfur. — Uss, ekki segja ljótt, seg- ir Þröstur. — Nú, þetta er satt. — Hvers vegna völduð þið þessa leið — Akranes — Reykjavík? — Það er svo skemmtileg taia, 111 kílómetrar, segir Snorri. — Þið hafið fyrst farið upp á Akranes með skipi — eða syntuð þið? — Við vorum fyrst að hugsa um það, en hættum við það, af því það var svo kalt, segir Magnús. — Voruð þið nokkuð sjó- veikir á leiðinni? — Nei, nei. — En allir aðrir voru sjó- veikir um borð, held ég, segir Þröstur, eftir fýlunni að dæma. — Nú skal ég segja frá, seg- ir Magnús. — Já, blessaður segðu frá, segja hinir. — Hum, hum, segir Magnús og ræskir sig. — Hvað ætlar að verða úr þessu hjá honum, segir Valdi- mar. — Já, hum, við héldum okk- ur frammí í stefni á leiðinni til Akraness. — Það heitir ekki stefni, segir Snorri, það heitir hval- bakur. — Við héldum ok'kur frammi í stefni, heldur Magn ús áfram og sungum — spurð þú svo. — Hvað sunguð þið? — Kjartan söng einsöng og Göngugarparnir skrásetja dagbækur sínar Spjallað við 5 göngugarpa var nærri búinn að sprengja í okkur hljóðhimnurnar og hefði áreiðanlega gert það, ef við hefðum ekki tekið það til bragðs að syngja enn hærra sjálfir. — Við sungum skátasöngva, dægurlög og svo frumsamin lög og texta, segir Þröstur. — Viltu heyra eina vísu, segir Magnús, þú mátt prenta hana, ef þú getur líka prentað nóturnar. — Kondu með hana. — Hún er svona — á ég að syngja hana? — Já, svo ég geti prentað • nóturnar líka. — Hún er svona: Löbbum hér og löbbum þar,. löbbum líka alls staðar. Ég er í stuði að labba í dag, eða hvað segir þú um það? — Heldurðu að við fáum ekki skáldastyrk út á hana? — Þú ættir að minnsta kosti að fara í söngskóla. — En Kjartan þyrfti þess ekki, hann hefur meðfædda rödd. Verst að hann skuli ekki vera hér líka, hann getur sung ið svo hljóðhimnan .... Hve- nær lögðuð þið af stað frá Akranesi í þolgönguna? — A mínútunni tvö í hlaupa stellingum. — Við hlupum nú ekki nema fyrstu 25 metrana, segir Valdi mar, og gengum restina. — Við gengum of hratt til að byrja með, segir Þröstur. — Já við vorum svo hressir og bjartsýnir, að við héldum að við næðum heim fyrir kvöldið, þegar við komum að vegamótunum við Lambhaga- mela, segir Snorri. — Nú skal ég segja frá, grípur Magnús fram í: — Hum, þegar við komum að Ferstiklu, stóð Magnús, veit- ingamaður við borðið og var að kveikja sér í pípu. — Kom ið þið langt að drengir? spurði hann. — Frá Akranesi, segjum við. Þá slokknaði á fyrstu eld spýtunni. — Og á hvaða leið eruð þið?, spurði hann. — Til Reykjavíkur, segjum við. Þá lsokknaði á annarri eldspýtunni. — Hvernig?, spurði hann. — Gangandi segjum við. Þá slokknaði á þeirri þriðju .— Hvar ætlið þið að gista?, spurði hann. — Hvergi, segj- um við. Og þá brenndi hann sig á fjórðu eldspýtunni. Síð- an gaf hann okkur að borða — og sumir átu yfir sig, því hann sparaði ekki meðlætið. ■— Svo gaf hann okkur ýms holl ráð í kaupbæti, segir Valdimar. — Við vorum þyngri á okkur, þegar við lögðum af stað aftur, segir Þröstur, einn varð að æla til að létta á sér, og hinir léttu á sér á Hvalstöðinni, þegar við komum þangað. Svo urðum við líka mátt- lausir af hlátri, þegar einn ónefndur tók sig til og sýndi þróun dansins frá menúett til vangadans á þjóðveginum, skýtur Magnús að. — Hvern vangaði hann? — Göngustafinn,. gamalt kústskaft, sem hann fann í garði á Akranesi. — Við höfðum allir göngu- stafi, þegar við lögðum af stað, segir Þröstur, en þeir urðu þreyttir og lögðust út af veginum, þegar líða tók á, nema kústskaftið, sem dansaði vangadansinn. — Svo gengum við og geng- um, segir Magnús, og leiðin inn að Botni virtist endalaus, alltf komu ný og ný nes. — Datt ykkur aldrei í hug að stöðva bíl og fá að fljóta með. Framh á b’s 8 t--------------------------- Á leiSarenda — Þröstur — Valdimar — Snorri — Magnús — Kjartan. — SlAKSl II Wli Ört vaxand' þjóð Blaðið „Siglfirðingur“ mln«$* ist nýlega 30 ára afmælis Félaya ungra Sjálfstæðismanna á Siglu- firði. Birti blaðið þá m. a. for- ystugrein, þar sem komizt var aS orði á þessa leið: „íslendingar eru ört vaxandl þjóð. Árlega koma þúsundir ungra manna og kvenna á vinnu- markaðinn, sem hasla þurfa sér völl í lífsbaráttunni. Á komandi áratugum þarfnast íslenzka þjóð- in stórvirkari atvinnutækja, stórum meiri verðmætissköpun- ar og þjóðartekna, ef lífskjör þjóðarinnar eiga að vaxa í sam- ræmi við kröfur komandi tima. Menntun er máttur. Æska landsins í dag er betur mennt og betur undir það búin að sækja á brattann en nokkur önnur kyn slóð, sem lifað hefur í þessu landi. Það er því ástæðulaust að efast um, að hún verði hlutverki sínu vaxin, ef þjóðarbúinu verð- ur skilað í hendur henni í sæmi- legu ásigkomulagi“ Styrjaldarótti Vonir þær, sem milljónir manna gerðu sér um friðvæn- legri horfur í heiminum að lokn- um fundi æðstu manna, hafa brostið. í staðinn er upp runnið nýtt tímabil óvissu og upplausn- ar. Hinn skelfilegi ótti við nýja styrjöld og hyldjúpa óhamingju er vaknaður að nýju. Það er vissulega hörmulegt að geðofsi og vanstilling eins manns, skuli geta haft slík áhrif á líf og örlög mannkynsins. Engum get- ur dulizt, að það er Nikita Krús- jeff, sem með hótunum sínum og ofstopa eyðilagði Parísar-fund- inn, er ber ábyrgð á þessu. Hann hagaði sér mjög svipað og þeir Hitler og Mussolini á sínum tíma, en það voru einmitt þessir naz- ista- og fazistaforingjar, sem steyptu veröldinni út í mesta blóðbað sögunnar. Viðbrögð heimsblaðanna Um allan hinn lýðræðissinn- aða heim er framkoma Nikita Krúsjeffs harðlega fordæmd. Fyrst í stað má segja, að aðallega yrði vart almennarar undrunar á slíku framferði eins valdamesta stjórnmálaleiðtoga heimsins. Gat þetta í raun og veru gerzt, að forsætisráðherra stórveldis kæmi til mikilvægs fundar, sem undir- búinn hafði verið misserum sam- an til þess eins að slöngva þar móðgunum og svívirðingum fram an í viðsemjéndur sína? En þetta var engu að síður ein- faldlega það sem gerðist. Krús- jeff hellti sér með óbótaskömm- um yfir forseta Bandaríkjanna og lýsti því síðan yfir, að hann mundi fara heim í fússi!! Almenn undrun Meðal þeirra 3000 erlendu blaðamanna, sem voru saman komnir í París, þegar þetta gerð- ist, ríkti almenn furða yfir þessu háttalagi hins sovézka leiðtoga. Eru blaðamenn þó ýmsu vanir af honum. Ekkert skal um það full- yrt, hvað hæft er í þeim fregn- um, að Krúsjeff standi nú mjög höllum fæti heima fyrir í Rúss- landi, og að áhrif Rauða hersins á stjórn Sovétríkjanna fari nú stöðugt vaxandi. En það vakti mikla athygli blaðamannaí París, að Manuilsky, landvarnarráð- herra, vék naumast hársbreidd frá hlið Krúsjeffs, þegar hann kom þar opinberlega fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.