Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. mai 1960 Leiksviðsteikningar í Mbl.-glugganum í GLUGGA Mbl. hefur nú verið komið fyrir leiksviðsteikningum og líkönum eftir Gunnar Róberts- son Hansen. Eru þetta leiksvið, sem ekki rafa sézt hér í R.-vík, tvö líkön frá sýningum úti á landi, Systur Maríu á Bolungar- vík og ímyndunarveikinni á Isa- firði, og fjölmargar teikningar frá sýningum sem Gunnar R. Han sen hefur sett á svið erlendis. Má þar nefna 12 sviðsteikningar úr Pétri Gaut, frá sýningu í Árósum árið 1935 sviðsteikningar úr tveimur óperum frá Konunglega leikhúsinu og japanskt svið úr óperu eftir Kurt Weil og Bertold Brencht. Hefur Gunnar R. Hansen gert upp undir 100 sviðsteikning- ar og módel til notkunar hér og erlendis, en því miður er mikið af þessum teikningum hans týnt. Þó á hann alla uppdrætti, sem notaðir hafa verið hér. Gunnar R. Hansen byrjaði eig- inlega feril sinn sem leiktjalda- málari á Islandi, jafnframt því sem hann lék þá í fyrsta sinn, er hann var Guðmundi Kamban til aðstoðar við uppsetningu á Vér morðingjar og Sendiherrann frá Jupiter árið 1927. Er hann kom út aftur gerði hann leiktjöldin fyr ir sýningu á Vesalingunum og var það hans fyrsta stóra verkefni. Seinna, þegar hann gerðist leik- sljóri, fannst honum eðlilegra að teikna leiktjöld sjálfur og gerði hann það alltaf erlendis, jafn- framt því sem hann teiknaði leik tjöld fyrir sýningar, sem aðrir settu á svið. 1 júní í fyrra og fyrri hluta sl. vetrar hafði Guðmundur R. Hansen námskeið í Handíðaskól- anum, þar sem kennd var leik- tjaldamálun. Ég ifil tala við nœsta Bandaríkj aforseta — sagði Krúsjeff i A-Berlin Austur-Berlín, 20. maí. — KRÚSJEFF frestaði enn í dag að láta verða af hótunum sínum um sérstakan friðar- samning við Austur-Þýzka- land. í ræðunni, sem beðið hefur verið með töluverðri eftirvæntingu, sagðist hann mundi bíða og freista þess að semja við Vesturveldin á öðrum „toppfundi“, eftir 6—8 mánuði. Dró hann enga dul á það, að hann vildi slá þess- um viðræðum á frest þar til forsetatíð Eisenhowers væri á enda. Malinovsky á sínum stað Um 10 þúsund manns hlýddu á ræðu Krúsjeffs. Fleiri komust ekki inn í íþróttasalinn við Marx-Engels-torg þar sem Krús- jeff talaði. Hafði áður verið til- kynnt, að hann flytti ræðuna á sjálfu torginu þar sem 250 þús. manns hefðu getað hlýtt á hann. Hins vegar var ræðunni útvarp- að um öll leppríkin. Krúsjeff var tiltölulega róleg- ur, þegar hann flutti ræðuna, sem jafnharðan var þýdd á þýzku. Við hlið hans sat eins og áður Malinovsky, rússneski varnarmálaráðherrann, og datt hvorki af honum né draup all- an tímann. Að baki Krúsjeffs var stemgdur borði með svohljóð- andi áletrun: — Bindum endi á ögranir Eisenhowers og Aden- auers. Bíðum eftir næsta forseta Þrátt fyrir að Krúsjeff væri nú rólegri í ræðustólnum en í París á dögunum var hann lítt mildari í orðavali. Hann sagði að Adenauer væri potturinn og Gaitskell hrósaði Macmillan fyrir framkomu hans á „toppfundinum" LONDON.20. maí. — Macmillan flutti brezka þinginu skýrzlu um „toppfundinn" og afleiðingarnar af því hversu Qla tókst til. Sagði hann að Eisenhower hefði gengið jafnlangt og stjórnarskrá Banda- rikjanna leyfði honum, lofað að engin njósnaflug skyldu fara fram yfir Kússlandi í hans for- setatíð. En þetta hefði reynzt þýð- Mœðradagurinn ÞAÐ hefur verið siður hér á landi sl. 26 ár að tileinka mæðr- um landsins einn dag á árinu og þær heiðraðar á þeim degi með blómagjöfum. Dagur mæðranna er á morgun og nú eins og hin fyrri ár verða mæðrablóma- merkin til sölu á götum bæjarins og blómaverzlanir opnar milli 10 fji. til 2 e.h. Ágóðinn af söiu merkja og blóma rennur að þessu sinni til mæðraheimilisins Hlað- gerðarkots í Mosfellssveit. Mæðrastyrksnefnd, sem gengst fyrir sölu mæðrablómsins, ræddi við blaðamenn sl. fimmtudag um þennan dag húsmæðranna. 1 upphafi minntust þær á, að mæðradagurinn ber að þessu sinni upp á sama dag og fyrsti mæðradagurinn, sem haldinn var hátíðlegur, en það var 22. maí 1934. Þá ræddi mæðrastyrksnefnd allítarlega um hvíldarheimili hús mæðra, Hlaðgerðarkot í Mosfells svtit, en eins og áður er getið rennur ágóðinn af blóma- og merkjasölu dagsins til starísemis þess.. Ráðgert er að það verði þrísetið í sumar, eins og í fyrra, og hafa konur börn sín með. Þess utan verður ein hvíldarvika fyr- ir fullorðnar og þreyttar mæður. Mæðrablómin verða afnent í öllum skólum bæjarins og í skrif stofu Mæðrastyrktarnefndar að Laufásvegi 3. Eru foreldrar hvatt ir til að leyfa börnum sínum að selja blómin þennan dag og taka virkan þátt í mæðradeginum, góðu málefni til styrktar, og hljóta að launum ánægju allra mæðra í landinu og þökk mæðra- styrksnefndar. Helgi Eiríkssoii aðstoðarbanka- st jori sextugur ingarlaust — og hann rómaSi mjög framkomu Eisenhowers á fundinum. Macmillan sagðist ekki hafa gefið upp alla von, en menn yrðu að vera búnir undir að mæta nýj um ógnunum og þvingunum af hálfu Rússa. Sagðist hann ekki óttast, að ástandið mundi leiða til sérlegra alvarlegra atburða Hann sagði að Krúsjeff hefði sent sér bréf fyrir fundinn, en ekki gefið á minnsta hátt til kynna að afstaða hans yrði sú, sem raun bar vitni, þegar til fundarins kom. SEXTUGUR er í dag Helgi Ei- ríksson, aðstoðarbankastjóri við Ú tvegsbankann. Helgi á að baki langan starfs- feril og góðan. Yfir 40 ár hefur Helgi starfað að bankamálum og er einn elzti starfandi bankamað- ur landsins. Um skeið starfaði hann mikið að gjaldeyrismálum þjóðarnnar. Helgi var íþróttamaður góður og fjölhæfur. Átti hann á sínum tíma íslenzk met í frjálsíþróttum og golfmaður var hann afburða- góður. Helgi dvelur um þessar mundir í Kaupmannahöfn hjá systur sinni, frú G. de Fontenay, Hjalm- ar BranUngsplads 4. Járnþilið verður 173 metrar HAFNARFIRÐI. — Framkvæmd um við að reka niður járnþilið hér í höfninni hefir miðað vel, en það verður á mili bryggjanna við Fiskiðjuverið, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu. Það verður 173 metrar á lengd og 16,5 m á hæð og gengur 8 metra niður í gegnum lag af leðju á fastan botn. Þegar þilinu hefir verið komið fyrir, verður svæðið fyrir innan það fyllt upp með grjóti, sem flutt verður úr Kapelluhrauni og vikri frá Vatnsskarði. Myndast þá þarna svæði, sem verður 43 þús. rúmmetrar. Er reiknað með að verkinu verði lokið um næstu áramót. Verður þá mestur hluti Gömu bryggjunnar rifinn og tog ararnir afgreiddir við hið nýja bólvirki. Munu hafnarfram- kvæmdir þessar kosta 9% milljón króna. Daníel Gestsson verkfræðing- ur hefir annast eftirlit með fram kvæmdum þessum af hálfu vita- og hafnarmálaskrifstofunnar. — G.E. Misstu st jórn á hnettinum MOSKVU, 20. maí. — Rússaf hafa nú misst stjórn að gervi- hnettinum, sem þeir skutu á loft 15. maí. Segir í opinberri tilkynn- ingu í dag, að hnötturinn sé kom inn út af fyrri umferðarrás um- hverfis jörðu og sé það vegna þess að einhver biliin hafi orðið á útbúnaði hnattarins, þegar mæli tsékjahylkið var losað frá hon- um. - Gaitskell, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, þakkaði Macmillan, hrósaði framkomu hans og lýsti yfir fullum stuðningi stjórnarand stöðunnar við gerðir hans og af- stöðu á „toppfundinum“. — Eisenhower Framh af bis. 1. til Hamborgar. Sagði hann, að vel gæti verið, að hún hefði villzt inn yfir Austur-Þýzkaland — og ef svo væri mætti búast við hinu versta. Síðari fregnir herma, að austur-þýzk yfirvöld hefðu tilkynnt í kvöld, að banda- riska flugvélin hefði lent í Brunshagen, 22 mílur innan við landamæri Austur-Þýzka- lands. Áhöfnin, 9 manns, er heil á húfi, en í vörzlu Rússa. pannan í því að endurlífga „kalda stríðið“ — og leiðtogar Bandaríkj anna hefðu verið hræddir um að einhver árangur næðist á Parísarfundinum og hefðu þeir því gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að spiila fyrir fundinum. Ur því að við getum ekki tal- að sama máli og Eisenhower, bíðum við bara eftir að næsti forseti taki við, sagði Krúsjeff, en það getur farið svo, að and- byltingarsinnarnir ráði kosn- ingu hans. „Engir ævíntýramenn" Sagði Krúsjeff að óeining væri með leiðtogum Bandaríkjanna og því ekki svo gott að ræða við þá menn. Hins vegar fullkomin eining með forystuliði Ráðstjórn arríkjanna — bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Og allir vissu, að Ráðstjórnarleiðtogarnir væru engir ævintýramenn, orð- um þeirra mætti treysta og þeir ynnu markvisst í þágu friðarins. Rússar gætu gert sérstakan friðarsamning við Þýzkaland hvenær sem þeir vildu, en þeir mundu bíða næsta „toppfundar", sagði Krúsjeff og varaði Vestur- veldin við að aðhafast nokkuð, sem komið gæti í veg fyrir að sá fundur yrði haldinn. „Vinátta og friður" Ræða Krúsjeffs stóð í 80 mín- útur. Að henni lokinni var hon- um vel fagnað af börnum, sem veifuðu til hans blómum — og Krúsjeff hrópaði: „Vinátta. — Friður. —. Vinátta!“ Á morgun heldur hann til Moskvu með föruneyti sínu. Þann dag verður mikið um að vera í Vestur-Berlín, því þá fer fram hin árlega hersýning Banda ríkjahers í borginni. Er búizt við að mikill fjöldi Vestur-Ber- línarbúa komi og hylli hermenn- ina. —. í dag var bannaður allur inn- flutningur á bókum og blöðum frá V-Berlín til A-Berlínar. — Munu austur-þýzk stjórnarvöld taka hart á brotum gegn bann- inu. / NA /5 hnúiat\ »/ SV50hnúfar tk Snjókoma » Oéi \7 Skúrir K Þrumur Ks KuUaskil Hi/tskil H H«9 L L<x<j9 IKaldur loftstraumur flæðir suður yfir j Lægðarmiðja er nú yfir vest- mið og Faxafl.mið: Vaxandi anverðu fslandi, enda tvíátta norðanátt í nótt, allhvasst og og bteytilegt veður. Á Vest- skýjað með köflum á morgun. fjörðum er komið NA-hvass- viðri með snjókomu eða slyddu og yfirleitt er kaldur loftstraumur að flæða suður yfir fsland, en lægðin og hlýja loftið er á undanhaldi suður eftir. Hiti er um frostmark á annesjum fyrir norðan og austan, en 6—9 stig í innsveit- um nyrðra og á Suðurlandi. Má búast við kalsaveðri um allt land næstu dægur. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Breiðafj. og Breiðafj.mið: Hvass NA, skýjað, sums stað- ar slydda í nótt. Vestf., Norðurl., Vestfj.miS or Norðurmið: Hvass NA, snjó koma eða slydda, lægir held- ur annað kvöld. NA-land, Austfirðir, Norð- austur mið og Ausfjarðamið: NA-stinningskaldi og síðar allhvass, slydda. SA-land og SA-mið: Breyti leg átt í nótt og dálítil rign- ing austan til, allhvass NA og SV-land, Faxafl. Suðvestur- léttskýjað siðdegis á morgun. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.