Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBl AÐIÐ Laugardagur 21. maí 1960 Dr. Páll ísólfsson: Leipzig í MOSKVU þurftum við að ' fá leyfi hjá pólsku og austur- þýzku sendiráðunum til að mega ferðast yfir löndin til Berlínar. Ég sótti einnig um leyfi til að dvelja nokkra daga í Leipzig, því Leipzig var ein- mitt eitt aðaltakmark mitt á þessari ferð. En slíkt leyfi gat sendiráðið í Moskvu ekki veitt. Það urðum við að fá í Berlín. Þetta kostaði þó nokkuð um- stang og mikla skriffinnsku, en gekk þó að lokum vel. Kom um við til Leipzig 7. maí og lentum á hinni miklu járn- brautarstöð þar, sem mun vera einhver hin stærsta í heimi. Verið er að lagfæra hana enn eftir loftárásirnar í styrjöld- inni. Þar tók vinur minn og kennari, próf. Hans Grisch á móti okkur, og bjuggum við hjá honum á meðan við dvöld- um í Leipzig. • „Mein Leipzig lob’ ich mir! Es ist ein klein Paris und bild- et seine Leute“, segir Goethe í Faust. Og Holberg segir í einni af „kómedíum" sínum: „ In Leipzig war ein Mann, ein grosser Mann“! Að vísu er hér um fyndni að ræða hjá Holberg, en hitt er engu að síður satt, að „in Leipzig war ein Mann, en grosser Mann“, sem sé Joh. Seb. Bach. Og það var hann aðallega, sem mig langaði að hitta á ný á þessum helga stað evangelískrar tónlistar. Þar svífur andi hans yfir vötnun- urrf eins og áður. En um Leipzig má í dag segja að „nú er hún Snorrabúð stekkur". Svo mjög he-fur allt hér breytzt. Þessi mikla og merka músíkborg með Thom- asarkirkjuna og Gewandhaus, hvorttveggja heimsfrægar mið stöðvar tónlistar, andlegrar og veraldlegrar, er nú aðeins svip ur hjá sjón. Bach, hinn óvið- jafnanlegi meistari; á mestan þáttinn í frægð þessarar borg- ar. Hér starfaði hann síðustu áratugi ævi sinnar, því honum var veitt „Kantors“ staðan við Thomaskirkjuna fyrir náð! 1724. Hann var ní. 2 Tele- mann nr. 1. En hann vildi ekki stöðuna og þá varð að sætta sig við Bach! Mannlegri heimsku eru engin takmörk sett; — eða máske var þetta eðlilegt, því hver gat vænzt þess að menn gætu á þeim tim um fylgt Bach upp í þær hæðir sem tónsköpun hans náði? • Leipzig hefur goldið mikið afhroð í styrjöldinni, eins og flestar borgir í Þýzka- lands. Heil hverfi hafa gjör- samlega horfið af yfirborðinu, — hafa þurrkazt burt. Verið er að byggja í sífellu, en gengur að vonum seint. En þó mun mikil áherzla lögð á að endur- byggia borgina ekki sízt vegna kaupstefnunnar, „Messunnar“ frægu, vor og haust. Óperan, „Gamla leikhúsið“ (þar sem Goethe og Schiller færðu upp leikrit sín), pósthúsið, háskól- inn, listasafnið, margar kirkj- ur, „Gewandhaus", allt eyði- lagt eða horfið. Verið er að ljúka við að byggja óperuna, en hún er ekki falleg lengur. — Þetta um viðurstyggð eyði- leggingarinnar má víðar sjá. Hún er alls staðar sú sama, og enginn talar um hana lengur. Yfir hana ná engin orð. Leipzig er ekki lengur sú mikla músíkborg sem hún áð- ur var, að vísu stendur Thom- asarkirkjan enn, þótt ótrúlegt sé, þar sem hringinn í kring um hana hefur allt hrunið á stórum svæðum. Kurt Thomas er nú í stöðu Bachs sem „Thom as-kantor“, ágætur maður og gott tónskáld. Gunther Ramin var fyrirrennari hans en lézt fyrir 4 árum, geysimikill organ snillingur og merkur tónlistar- maður. Núverandi organleikari við kirkjuna heitir Kestner, ungúr og duglegur maður. Og enn syngur Thomasarkórinn með sínum fínu englaröddum kantötur og móttettur Bachs í kirkjunni. Þar má segja að allt sé í sama anda og stíl og áður var. En „Gewandhaus" er eyðilagt — rústir einar. Kons- ertarnir fara fram í öðrum ó- æðri sal í bili, og er allt hið göfuga andrúmsloft sem hvíldi yfir Gewandhaustónleikunum að mestu horfið, — að mér finnst. En þetta kann enn að breytast þegar nýtt „Gewand- haus“ rís af grunni. • Ég ráfaði víða um borgina og rifjaði upp gam.lar endur- minningar frá lærdómsárun- um hér. „Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var“, segir Grímur rétti- lega. Og ég skammast mín ekki fyrir að segja það, að ég komst við, er ég hugsaði til þeirra miklu tíma þegar Arth- ur Nikisch, hinn óviðjafnan- legi stjórnandi Gewvandhaus- konsertanna starfaði hér. — Straube, Reger, Teichmuller, Kleugel, Litt, Ramin o. fl. — allir horfnir. Þetta vóru allt meira eða minna „topp“-menn. Af 7 kennurum mínum er að- eins einn á lífi, próf. Grisch, 80 ára gamall, en hress í anda, Við hann er gott að tala um liðna daga. • Við höfum ekki farið var- hluta af hátíðarhöldum á ferð- um okkar. í Moskvu var það 1. maí, stórkostlegur og ógleym- anlegur dagur í hinni miklu höfuðborg Sovétríkjanna. Þeg ar við svo komum til Leipzig var verið að halda upp á 15 ára afmæli austur-þýzka lýð- veldisins, 8. maí. Voru skrúð- göngur miklar um flestar göt- ur og mikill mannfjöldi safn- aðist saman við gamla ráðhús- ið, sem enn stendur óskemmt sem betur fer. Rauð flögg voru alls staðar ásamt lýðveldisfán- anum. Voru miklar ræður haldnar, sem heyrðust um allt í hátölurum, og þar „voru orð töluð og nöfn nefnd“ eins og þar stendur. — Varð mér hugs að til þess, er ég var 1937 í Leipzig, á velmektardögum nazismanns. Þá var eitthvað um að vera einmitt á þessum sama stað. En nú var heldur en ekki skipt um tóntegund! En allt fór þetta mjög vel fram og prúðmannlega í þetta sinn. Eitt af því sem er áberandi í Austur-Berlín og Leipzig eru hin nýju götunöfn. Zeitzer- strasse hér hét Adolf Hitlers- strasse á nazitatímunum, en nú heitir hún Karl Liebkneckt strasse. Hæsti dómstóll Þýzka- lands, „Das Reichsgericht" ein glæsilegasta byggingin hér heitir nú „Georg Dimitroff- Museum"! Og svo mætti lengi telja. Ég var að hugsa um það, svona að gamni mínu, hvort ekki væri rétt að skipta um nafn á Austurstræti við hver stjórnarskipti og nefna það t.d. eftir forsætisráðherranum eða flokksforingjunum hvert sinn?! Allt minnir þetta á fall- valtleik þessa jarðlífs, og auð- vitað halda þessar nafnabreyt- ingar áfram einhverntíma, því hvað „blíver“? „Mein Leipzig lob’ ich mir! Es ist klein Paris und bildet seine Leute“! Já, svona var það, og ég vona að aftur komi þeir tímar yfir mína kæru borg, hvað sem allri pólitík líður að svona verði það. — P. í. Fara í sumar trí „Kardemommubærinn“ verður sýndur í 43. sinn á morgun ogr hafa þá um 28.500 leikhúsgestir séð sýninguna. — Uppselt hefur verið á allar sýningar og oft hafa margir þurft frá að hverfa. Nú eru aðeins eftir tvær sýn- ingar á þessum vinsæla leik og verða þær á þriðjudag kl. 7 og n.k. fimmtudag, sem er uppstign- ingardagur. Þeir ágætu félagar Kasper — Jasper og Jónatan fara nú í sumarfrí en vel getur veriff að þeir komi aftur til baka næsta vetur. — HVER VEIT? Áætlunarflug hefst til Vopnafjarbar VOPNAFIRÐI. — Áætlunarflug er nú að hefjast í fyrsta skipti til Vopnafjarðar og verður fyrsta flugferðin í dag. Ætlar Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri að fljúga hingað tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Mun hann m. a. taka póst hingað, svo að nú standa vonir til að við láum blöðin á meira en 7—14 daga fresti. Hingað hafa aldrei verið aðrar f uigsamgöngur en hin farsæla flugþj ónusta Björns Pálssonar. En hann hefur að sjálfsögðu ekki haft fastar ferðir og því ekki notast eins af því. Tryggvi ætlar að fljúga milli Akureyrar og Vopnafjarðar og haga ferðum þannig að hann leggur af stað frá Akureyri um 2 leytið e.h., eftir að flugvél F. 1. kemur þangað frá Reykjavík, og flýgur til baka áður en síðdegis- vélin leggur af stað til Reykjavík ur. Geta menn því skroppið til <8>— Sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu. Fremri rÖð: Bjarni Jóns- son, sýslufundarskrifari, Jón Stefánsson, Kagaðarhóli, Haf- steinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum, Guðbrandur íberg, sýslu- maður, fráfarandi oddviti sýslunefndarinnar, Páll Kolka, læknir, sýslunefndarmaður í um aldarfjórðung, Jón S. Pálma- son, Þingeyrum. Efri röð: Björn Jónsson, Ytra-Hóli, Sigurður Björnsson, Örlgsstöðum, Guðmundur Jónasson, Ási, Pétur Pét- ursson, Höllustöðum, Björgvin Jónsson, Höfðakaupstað. Tveir embœttismenn kvaddir á sýslufundi A.-Hún. BLÖNDUOSI, 10. maí. — Sýslu- fundur Austur-Húnavatnssýslu var haldinn á Blönduósi dagana 29. apríl til 5. maí. Að venju voru mörg mál til umræðu, m.a. var fjallskilareglugerð sýslunnar endursamin. Jafnað var niður sýslusjóðs- gjaldi að upphæð kr. 507.000,00. Helztu gjaldaliðir eru til mennta mála, kr. 96.000,00, til heilbrigð- ismála kr. 152.000,00, til atvinnu- mála 77.000,00, til samgöngumála 51.500,00, til félagsheimilis á Blönduósi 60.000,00. Úr sýsluvega sjóði voru veittar kr. 316.000,00 til sýsluvega, þar af til nýbygg- inga kr. 194.000,00. í fundarlok hélt sýslunefndin sýslumanni, Guðbrandi ísberg, og Páli Kolka héraðslækni og frú hans, samsæti, en sýslumaður er að láta af störfum eftir 28 ára embættisferil og Kolka læknir ■ hefir verið sýslunefndarmaður í 23 ár, en er nú á förum héðan. I — Fréttaritari. FERMING Ferming í Grindavíkurkirkjti sunnudaginn 22. maí kl. 2 e.h.: Drengir: Almar Viktor Þórólfsson, Lundi Guðgeir Sveinbjörn Helgason, Valdastöðum Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Borgargerði Jónatan Ægir Sigurjónsson, Reykjanesi. Stúlkur: Dagbjört Oskarsdóttir, Asbyrgi Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Sólvöllum Hula Björk Ingibergsdóttir, Holti. Jóhanna Vilhelmína Reginbaldsdóttir Miðhúsum Sigríður Björg Agústsdóttir, Hraunteig Súsanna Demusdóttir, Hagafelli Valborg Olína Jónsdóttir, Þorvalds- stöðum. Vopnafjarðar frá Reykjavík á einum degi með því að skipta um flugvél á Akureyri og haft klukkutíma viðdvöl hér. Hér er sæmilegur malarvöllur fyrir létt- ar flugvélar. Hvalirnir sökkva í sandinn Tíðarfar hefur verið afbragðs gott hér, nema fyrstu sumar- dagana, sem voru kaldir. Sauð- burður er um það bil að hefjast og gróður er orðinn venju frem ur góður. Hvalinir eru nú að sökkva í sandinn, nema þessir tveir sem Oðinn dró á haf út. Fýlan af þeim var mest fyrst, því gas- myndun var í þeim og þeir sprungu með miklum hvelli. En öll fýla er nú að verða búin og þeir sökkva í sandinn. Lýsið úr hausunum myndaði vaxkekki, sem liggja á sandinum. Læknir fenginn Búið er að fá lækni hingað aftur til bráðabirgða, svo séð er fyrir því, a.m.k. í sumar. Ákveð- ið er að unlirbúa byggingu nýs læknisbústaðar á þessu ári, og mun það meðal annars hljópa Vopnfirðingum til að halda í lækni. Það lítur út fyrir mikla atvinnu hér í sumar. Verið er að undir- búa verksmiðjuna undir mót- töku síldar, og byggja viðbót við hana. Tvær síldarsöltunarstöðvar verða starfræktar í sumar eins og áður. — S.J. Flugmenn fá mann í nefndina FLUGMÁLARÁÐHERRA hefur nú boðið félagi íslenzkra atvinnu flugmanna að skipa mann í nefnd þá, sem ráðherrann setur á lagg- irnar til athugunar á framtíð Rey kj a víkurf lugvellar og flug- vallarmálum höfuðstaðarins al- mennt. Auk ráðuneytisins eiga Flugráð og bæði flugfélögin full- trúa í nefndinni, er mun nafa sam vinnu við sérstaka nefnd, sem starfað hefur á vegum Reykja- víkurbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.