Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 18
18 MORGUNRT. AÐIÐ Laugardagur 21. mai 196C „Sdsialismi stuttbuxum Englendingar að vakna vlð vondan draum — i»ei/ eru ek\i Kengur meistarar knattspyrnunnar I DAG er það umfram allt ein spurning sem iiggur eins og mara á öllum íbúum Bret- landseyja. Hún er ekki stjórnmálalegs eðlis. Ekki er hún heldur spurning varðandi milliríkja- mál, og því síður er það spurning, sem varðar herinn. Hún snertir ekki einu sinni njósnaflug yfir Sovétríkjun- um, og það eitt gerir hana óvenjulega. Þó er þetta spurning, sem liggur hverjurn Breta þungt á hjarta. Þetta er spurning um knattspyrnu. Hrunið knattspyrnuveldi Fram til 1950 voru Bret- ar meistararnir. Þeir höfðu fundið upp leikinn, endurbætt hann, gert hann fjölbreytilegan og kennt öðrum hann. Þeir gátu teflt fram fjórum landsliðum (England, Norður-írland, Skot- land og Wales) og þrátt fyrir það sigrað hvaða þjóð sem var á þeirra eigin heimavelli. En nú er svo komið að ef Bret- land tapar 3:0 geta fyrirsagnir blaðanna verið líkt og þær voru um daginn: „Allt í lagi strákar ' og allir ánægðir yfir því að tapið varð ekki miklu meira. Knattspyrnusigur ársins í ár fyrir Skota var að lið þeirra skyldi ná í undanúrslit í keppn- inni um Evrópubikarinn. Ekkert skozkt knattspyrnulið gat leikið líkt eins góða knatt- spymu og Eintracht, sem tapaði 7:3 fyrir Real Madrid í úrslita- leiknum. Barcelona hefur áður tvisvar sinnum iitilíækkað hina frægu Úlfa (Wolverhampton Wanderers), ógnvald brezkrar knattspyrnu. Hversvegna? — Hversvegna? Knattspyrnuliðin á meginlandi Evrópu og Suður-Ameríkuliðin eru skipuð knattspyrnusnilling- um. Bretar eru vægast sagt lé- legir snillingar. Og því er það spurningin: Hvervegna? Hvers- vegna? sem glymur í eyrum sér- hvers Breta líkt og hergöngu- hljómur. Það sem er sérstaklega eftir- tektarvert við þetta vandamál er það að sennilega er svarið ekki íþróttalegs eðlis. Það er ekki vöntun á knattspyrnumönnum og heldur ekki skortur á hæfi- leikum, heldur er það fjárhags- legt og stjórnmálalegt vanda- máL Röng sálfræði Knattspyrnan í Bretlandi er eins og sósíalimsi í stuttbuxum. Og jafnræðishugmýndir sósíal- ismans eru ekki rétta leiðin til að skapa afburðamenn. Hugsjón- ir sósíalismans fá ekki staðizt samkeppni við hagnaðarhvötina, sem er drifafl hinna erlendu knattspyrnusnillinga. I Bretlandi er knattspyrnu- mönnum greitt kaup samkvæmt fastákveðnum taxta. Það eru að vísu mismunandi aukagreiðsiur fyrir unna sigra, sem verða til þess að beztu leikmennirnir hafa tækifæri á að fá heldur meira kaup, heldur en félagar þeirra, en það er hverfandi lítill hagnaðarauki. „Knattspyrnulið er ein órjúf- andi heild“. — „Við trúum a sanngjarnar launagreiðslur“. — „Allir eru jafnir“. — Þessar og aðrar líkar skoðanir eru endur- speglun hinnar sósíalísku sól- fræði brezku knattspyrnunnar. Sósíalismi ekki vænlegur Aftur á móti er þetta þannig annarsstaðar í heiminum, að leikmaður fær þau laun, sem hann getur pressað út úr félag- jnu sínu. Hann getur verið á launum, sem þyldu samanburð við frægustu kvikmyndastjörnur. Og ef hann er seldur til annars félags, þá myndi hann fá megm- hluta kaupverðsins, þar sem aft- ur á móti í Bretlandi að hánn fær ekki grænan eyri af sölu- verðinu. Afleiðingin er því sú að fóik greiðir helmingi hærri aðgangs- eyri að knattspyrnuleikjum ut- an „föðurlands" knattspyrnunn- ar, heldur en gert er í heima- landinu — og fólkið er fúst til þess. — Knattspyrnan í þessum lönd- um er í stöðugri framför, því efnilegir og leiknir menn laðast að íþróttinni. Það getur verið að til séu af- sakanir, en eitt er víst að Bret- land hefur komizt að raun um eina sanna staðreynd: „Sósíal- ismi í knattspyrnu er ekki væn- legur til vinnings". Frá pressu- Keiknum Myndir þessar voru teknar í leik „landsliðsins“ og liðs íþróttafréttamanna í fyrra- kvöld. Báðar eru teknar við mark „pressuliðsins". Á efri myndinni ver Grétar Guð- mundsson (bakvörður) með skalla nálægt marklínu. — Hver á hvaða fót? mætti spyrja í sambandi við neðri myndina. Þórður Ás- geirsson markvörður greip fallega inn i leikinn, er ,landsliðið‘ sendi fyrir mark ið og Þórður Jónsson kom aðvifandj og hugðist skalla í mark. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson. Bréf: Noregur—ísland Hr. ritstjóri. ÉG LEYFI mér hér með að óska að þér sjáið yður fært að'koma þessu á framfæri fyrir mig í blaði yðar. Þar sem að nú nálgast óðum sá dagur, sem landsliðið okkar í knattspyrnu fer utan til keppni Boðsund lögregiunnar í R.vík HIN árlega boðsundskeppni lög- reglunnar í Reykjavík fór fram í Sundlaugunum í Reykjavík miðvikudaginn 18. maí sl. Lögreglunni í Reykjavík er skipt niður í þrjá varðhópa og hefur hver varðhópur hlotið nafn af varðstjóra sínum Hallgríms- vakt — (Hallgrímur Jónsson) — Magnúsarvakt — Magnús Sig- urðsson) — Matthíasarvakt — (Matthías Sveinbjarnarson). — Alls eru 36 lögregluþjónar í hverjum varðhópi. Boðsundssveitin miðast við 20 manna sveitir frá hverri vakt og keppt er um.farandbikar. — Keppnin fer ávallt fram í Sund- laugunum og hver maður syndir aðeins laugarlengd. Að þessu sinni bar Hallgríms- vatkin sigur -úr bítum. Önnur var sveit Magnúsar og sveit Matt híasar þriðja .Mótstjóri var Er- lingur Pálsson og yfirtímavörð- ur Einar Hjartarson. Syntu 200 metrana. Eftir boðsundskeppnina syntu fjölmargir lögregluþjónanna 200 metrana í sambandi við Nor- rænu sundkeppnina, en áhugi lögreglumanna er mikill fyrir sigri Islands í þeirri keppni. Sundsveitin sem sigraðí við Noreg, er sá leikur orðinn eítt aðalumræðuefni alira þeirra, sem þessari fögru og drengilegu íþrótt unna. Ég tel að allt verði að gjöra sem hægt er, svo íslenzka lands- liðið haldi þeirri virðingu, sem það ávann sér á sl. sumri. Nú er öllum kunnugt að við eigum von á rússneskum knatt- spyrnumönnum rétt áður en okk- ar lið fer utan. Það út af fyrir sig, að eiga von á að fá tækifæri til að sjá rússneskt lið leika hér, er öllum mikið tilhlökkunnar efni, því betur leikna knattspyrnu höfum við varla séð hér, en einmitt leikna af rússnesku knattspyrnu- liði. Það sem ég óttast í sambandi við þessa heimsókn er, að lands- liðsmenn sumir hverjir, verði látnir leika of marga leiki nokkr- um dögum fyrir landsleikinn og þá á þann hátt vegna leikþreytu rændir þeirri leikgleði, sem nauðsynleg er hverju því liði, sem ætlazt er til að sýna eigi góða knattspyrnu. Ég mundi með öllu telja rangt að landsliðsmenn yrðu látnir leika þrjá leiki í sömu vikunni. Enda mur.di ég telja slíkt óverjandi ef leyft yrði af þeim sem þessum málum ráða. Heyrt hefi ég að Suð-vestur- land (þ. e. landsliðið) eigi að leika gegn Rússunum föstudaginn 3. júní þ. e. viku fyrir landsleik- mn og tel ég það mjög heppilega ráðstöfun. Daginn eftir þann leik ætt' liðið svo að taka sér sameig- inlega frí og fara saman úr bæn- um og dvelja á góðum stað fram yfir hvítasunnu og koma í bæinn á þriðjudag eða daginn áður en farið er utan. Sé það rétt að til mála hafi konnö að láta stóran hluta lands- liðsins leika gegn rússunum á annan í Hvítasunnu, þá er það von mín að við slíkt verði hætt með öllu. 1 þess stað gæti vel komið til greina leikur B-lands- liðsins eða pressuliðs gegn Rúss- unum. Sem sagt landsleikurinn númer eitt og því vissulega ekki ætlazt til of mikils, þó það fái næði til unlirbúnings um sjálfa hvítasunnuna. Sigurjón Jónsson Svíþjóð—írlund 4:1 Malmö, 18. maí. SVIAR og Irar léku landsleik í knattspyrnu hér í Malmö í kvöld og unnu Svíar 4:1. I hálfleik var staðan 3:0 fyrir Svía. Ahorfendur voru 25.000 manns. Mörk Svíanna skoruðu Agne Simonsson (2) og „Fölet“ Berndts son og á síðustu mínútu leiksins skoraði svo Rune Börjesson fjórða markið. Leikurinn var jafnari en mörkin sýna en Irska vörnin á mestan hlut í ósigri Ir- anna, því hún var vægast sagt mjög veik. Finnlund — V-Þýzknlnnd 3:2 HELSINGFORS, 18. maí: — Finnland og: Vestur-Þýzkanland léku hér í kvöld sðari leikinn í undirbúningskeppni Olympíu- leikjanna. Finland fór með sigur af hólmi 3:2. Leikurinn var afar spennandi eftir að bæði liðin skoruðu sitt hvort markið, þegar á tveim fyrstu mínútum leiksins. Finnar áttu þó heldur frumkvæðið í leiknum og sigur þeirra pví verð skuldaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.