Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 13
T-.augardagur 21. maí 1960 MORCVISBIAÐIÐ 13 Amerikufararnir ásamt framkvæmdastjóra sjávarafurðadeild- ar SÍS. — Frá vinstri: Bjölgúlfur Sveinsson, Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastj. og Óskar Guðnason. Ameríkuferð fyrir góða verkstjórn Gróðri fleygir fram SJÁVARAFURÐADEILD S. í. S. ákvað í desember sl. að verð- launa með Bandaríkjaför þá tvo verkstjóra hjá hinum 30 frysti- húsum á vegum S.Í.S., er fram úr sköruðu í verkstjórn, hreinlæti og yfirleitt öllu því, sem til þarf að bera til að geta framleitt 1. fiokks hraðfrystan fisk. Auk þess að vera verkstjór- unum hvatning, er markmiðið með verðlaunaveitingu þessari að gefa mönnum kost á að kynn- ast af eigin raun markaði þeim sem íslenzki fiskurinn er seidur á. Sökum þess, hve markaðirnir fyrir fiskafurðirnar eru fjarlæg- ir, eru það aðeins mjög fáir, sem nokkur kynni fá af þeim. Lang- flestir verða þvi að sjá allt með annarra augum. Með kynnisferðum af þessu tagi er stigið skref í þá átt að ráða bót á þessu. Nú um daginn var tilkynnt að þeir Óskar Guðnason hjá hrað- frystihúsinu á Hornafirði og Björgúlfur Sveinsson hjá hrað- frystihúsinu á Stöðvarfirði hefðu verið valdir til fararinnar. Þeir fóru utan með Lagarfossi 17. þ. m. og dveljast vestra á með an skipið stendur við 7—10 daga. Þar verða þeir gestir Iceland Products, Inc., sem er sölufyrir- tæki S.Í.S. í Bandaríkjunum. — Fyrst og fremst verða þeim sýnd ar verksmiðjur þær, sem vinna úr íslenzka fiskinum og verzl- Crænlenzkir fiski- menn í geislahættu THULE, Grænlandi, 19. mai. (Reuter). — Send hefir verið út aðvörun til Eskimóa um að veiða ekki á um 15 fermílna svæði kringum hina miklu ratsjárstöð Bandaríkjamanna hér. — Er tal- in hætta á, að fiskimennirnir geti orðið fyrir hættulegum geisla- áhrifum. Ratsjárstöð þessi er ein af mörg um, sem reistar hafa verið til viðvörunar gegn hugsanlegri skyndíárás á Bandaríkin með langdrægum eldflaugum. — Geislun frá stöðinni hefir reynzt svo mikil, að hún er taiin geta verið lífsrættuleg mönnum í allt að þriggja mílna fjarlægð frá henni. anir þær, sem selja hann. Margt annað markvert munu þeir skoða. (Frá Sjávarafurðadeild 'S.Í.S). AÐALFLUGBRAUTIN á Reykja- víkurflugvelli á að bera DC-b6 flugvélar. Sú er niðurstaða þunga prófunar, sem flugvallarstjórinn lét nýlega fara fram. Á því að vera með öllu óhætt að nota alla flugbrautina, 1731 m, til flugtaks og lendingar fyrir þessar stærstu flugvélar okkar. Flugvallarstjóri mun þó, hafa varað við að flugvélarnar væru stöðvaðar á endum þessarar flug- brautar meðan hreyflarnir eru reyndir fyrir flugtak. Einnig mæltist hann til að hemlar flug- vélanna yrðu -notaðir með var- Kraftaverk PARÍS, 19. maí. (Reuter). — Árekstur varð í dag milli Caravelleþotu er hafði 37 manns innanborðs og lítill- ar eins manns flugvélar við Orly-flugvöllinn. — Árekst urinn varð í 600 metra hæð, er þotan var í aðflugi til lendingar. — Hreyflar henn ar stöðvuðust, en aðstoðar- flugmanninum tókst að koma öðrum þeirra í gang aftur og lenda þannig. Aðeins 1 farþeganna beið bana, en 18 slösuðust meira eða minna og flestir hlutu einhver meiðsl. Þykir flug- maðurinn hafa sýnt mikið snarræði og snilli að koma í veg fyrir stórslys. Sumir sögðu, að það væri hrein- asta kraftaverk, að flugvél- in skyldi ekki farast með öllum, sem í henni voru. Litla flugvélin, sem á- rekstrinum olli, tættist í sundur, og lét flugmaðurinn lífið. Breiðdal, 14. maí. EFTIR hinn úrfellasama vetur gátu menn búizt við þurru vori og jafnvel köldu. En sjáanlega ætlar nú þegar að koma góður gróður, því undanfarna 4 sólar- hringa hefur verið súld og þoka með hlýir.dum, svo gróðri fleygir fram. Um hálfsmánaðartíma var hér kulda- og þurrkakafli, sem tafði mjög fyrir gróðri. Nú munu flestir bændur hafa sleppt fén- aði, eða gera það bráðlega. Á stöku bæjum eru ær farnar að bera, en almennt verður það ekki fyrr en um 20. mai. Varplandið varið fyrir tófu ÞÚFUM, 19. maí. — Gott gróðr- arveður er daglega og fer fróðri vel fram. Sauðburður er víðast byjaður. Dálítið ber á doða í ám sums staðar. Tófa var skotin á sundinu milli Hrúteyjar og lands og er allt gert sem mögulegt er til að friða varp- landið fyrir ágangi hennar. , — PP. færni; þegar ekið er til flugtaks- stöðu á syðri enda þessarur braut- ar, sem" liggur norður í Vatns- mýrina að Hringbraut. Syðri endir brautarinnar hall- ast einnig allmikið. A þessu stigi málsins mun þó ekki hægt að ráða bót á því. Mun málið hins vegar tekið til nánari athugunar, ef horfið verður að því að lengja brautina enn frekar út í Skerja- fjörð . Jarðvinnsla er nýlega hafin, og bráðabirgðaviðgerð vega lokið, svo að vel fært er hér á vegum. í lok apríl varð Breiðdalsheiði fær bifreiðum, og er það með fyrsta móti. Það liggur í loftinu, að nú sé að hefjast vegargerð á Breiðdals- heiði í stærri stíl en verið hef- ur, og fagna því allir. Vertíð er nú lokið, og varð heildarafli Hafnareyjar rúmlega 1000 skippund, sem mun mjög svipað og hjá öðrum bátum hér eystra. — P. G. Erfiðlega gengur að ná járninu KIRKJUBÆJ ARKLAUSTRI 1». maí. Af mönnunum, sem vinna að því að ná upp járninu í Dyn- skógafjöru er fátt að frétta eins og stendur. Um daginn voru þeir langt komnir með að grafa niður á eina hrúguna, en höfðu ekki efni til að þilja nógu vel í kring um hana, svo að hún fylltist jafn óðum af vatni og sandi. En í dag var von á bifreið aust ur með efni í járnþil, sem nota á í þessu skyni. Mun verða tekið Ítil óspilltra málanna, þegar bú- ið er að koma því fyrir. Kópavogsbúar Karlmaður óskast til starfa í verksmiðj- unni. — Uppl. ekki gefnar 1 síma. Kársnesbraut 32 Skrifstofustarf Ungur maður, sem hefur góða bókhaldsþekkingu getur ferigið góða stöðu hjá stóru verzlunarfyrirtæki hér í bæ. — Framtíðaratvinna. Góð launakjör. Umsóknir, er tilgreini æðri menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 25. maí n.k. SVAVAR PÁLSSON löggiltur endurskoðandi, Tjarnargötu 4. Mœnusóttarbólusefning í Reykjavík Þau börn og unglingar, sem ekki hafa þegar fengið 4. bólusetningu gegn mænusótt, geta fengið hana í Heilsuverndarstöðinni næstu l’VÆR vikur. Bólusett verður sem hér segir: Mánudag 23. maí og þriðjudag 24. maí mæti barna- og gagnfræðaskóla- böru búsett í vesturbæ að Snorrabraut. Miðvikudag 25. maí og föstudag 27. maí mæta barna og gagnfræða- skólabörn, búsett við og austan Suorrabrautar. Mánudag 30. maí og þriðjudag 31. maí mæti böm innan skólaaldurs (4—7 ára) úr vesturbæ að Snorrabraut. Miðvikudag 1. júní, fimmtudag 2. júni og föstudag 3. júní mæti 4—7 ára börn við og austan Snorrabrautar. Opið verður fyrir bóiusetningar þessar: KI 9—11 f.h. og kl. 1—4 e.h. Bólusetningin kostar kr. 15.00. Börn yngri en 4 ára verða EKKI bólusett í þetta sinn. Þau fá sína 4. bólu- setningu síðar á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Hinar venjulegu vikulegu bólusetningar barnadeildar Heilsuverndarstöðv- ariunar falla að mestu niður þessar tvær vikur. Kinungis verður tekið á móti börnum búsettum í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Heilsuverndarstöð Reykjavlkur Flugbrautin á að þola DC-Ob Símnotendur Heimildanniðarnir eru fallnir úr gildi. Tryggið yður eigin númer nú þegar. Dregið 21. ágúst. Símahappdrætti S.L.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.