Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. mal 1960 Athuguð verði virkjunar- skilyrði í Fjarðará Tillaga Einars Sigurðssonar á Alþingi EINAR SIGURÐSSON Iagði í gær fram á Alþingi svo- hljóðandi þingsályktunartil- lögu um rannsókn virkjunar- skilyrða í Fjarðará: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta þegar á þessu sumri fara fram rannsókn á virkjun- arskilyrðum í Fjarðará, miðað við að hagnýta einnig vatnsmagn Kötlu- ánna og Miðhúsaárinnar. ef fært þætti, ásamt stækk- un Heiðarvatnsins. 1 greinargerð tillögunnar segir Einar Sigurðsson svo: Rafvæðingin er eitthvert mik- ilvægasta framfaramál þjóðar- •innar. 1 raforkuáætluninni var gert ráð fyrir að fullnægja raf- orkuþörf Austurlands með virkjun Grímsár, þar sem feng- ust 3500 hö. Eins og annars stað- ar fer raforkuþörfin vaxandi á Austurlandi, og þarf að fara að hugsa fyrir næstu virkjun þeg- ar í stað. Draga ekki hvað sízt til sín raforku hin stóru iðjuver, arvatnið, sem Fjarðará rennur m. a. úr, er ekki talið er-fitt né kostnaðarsamt. Hins vegar er erfiðara að segja um hagnýtingu Miðhúsaárinnar í þessu skyni, en vel virðist það í skjótu bragði vera framkvæmanlegt, en nauð- synlegt er að fá úr því skorið til fulls og hvað það mundi kosta með tilliti til framtíðarvirkjana á Austurlandi. Vatnið mælt í áratugi Upptök Fjarðarár eru um 10 km frá Seyðisfirði og hefur hún ' augum. um 500 m fullhæð á aðeins 8 km vegalengd. Hún er eitt fyrsta vatnsfall hér á landi, sem var virkjað í smáum stíl til að sjá Seyðfirðingum fyrir rafmagni. Fyrir liggja áratuga vatnsmæl- ingar í ánni, og er þar því á traustum grunni að byggja hvað það snertir. Ut í hugleiðingar um virkjun annarra vatnsfalla á Austur- landi til að bæta enn frekar úr framtíðarþörf Austfirðinga fyrir rafmagn skal ekki farið hér. — Fjarðará virðist hafa marga kosti til að bera til virkjunar, og má í því sambandi minna á álit hinna velmetnu verkfræð- inga. En þegar taka þarf ákvörð- un um næstu virkjun, er nauð- synlegt ,að fyrir liggi rannsókn á virkjunarskilyrðum Fjarðarár, miðað við að hagnýta einnig vatnsmagn nálægra vatnfalla og aðstöðu til stækkunar Heiðar- vatns með vatnsmiðlun fyrir var fullkominn ljósaumbúnaður og rafmagnsofnar. Gefendur Mar grét Halldórsdóttir frá Hross- haga, og kvenfélag sveitarinnar. I tilefni af þessu langar mig til að minna á annað þessu skylt, að áður höfðu þær Hrosshaga systur gefið þessari sóknarkirkju sinni tvo vandaða áttálmaða ljósa- sem rísa í kaupstöðunum, svo ^ s*-iaka á altari til minningar um Kirkjur í Biskupstungum ÉG las í Morgunblaðinu 19. þ. m. i grænir skógar. Má þar með sanni frásögn um fagrár og veglegar segja að „fögur er hlíðin“. í þessu gjafir til Torfastaðakirkju, semlsambandi langar mig til að sem síldarbræðslur og frystihú jafnframt vaxandi notkun al- mennings á rafmagni. Talin ákjósanlegust til virkjunar Af þessum ástæðum er þessi þingsályktunartillaga flutt um, að Alþingi skori á ríkisstjórn- ina að láta þeg- ...... ...... ar á þessu sumri fara fram rannsókn á virkj unarskilyrðum f Fjarðará, miðað við að hagnýta einnig vatns- magn Kötluánna og Miðhúsaár- innar, ef fært þætti, ásamt stækkun Heiðarvatnsins. En því er bent hér á Fjarðará, að verk- fræðingarnir Höskuldur Baldvins son og Sigurður Thoroddsen bentu 1947 á hana sem ákjósan- legasta til að ráðast í virkjun á, enda þótt Grímsá yrði fyrir val- inu. Telja þeir að virkjun Fjarð- arár á tveim stöðum mundi gefa 6200 og 3200 hestöfl. Þá var aðeins reiknað með að hækka stífluna í Heiðarvatni um 9 metra, en hins vegar ekki að hagnýta fyrrgreindar ár á vatna- svæði Fjarðarár til aukningar á vatnsmagninu. Gizka mætti á, að það mundi auka vatnsmagn- ið um 50%, ef framkvæmanlegt væri að veita þeim í Fjarðará. Fengist um 15000 hestafla orka við fullnaðarvirkjun Fjarðarár, ef þetta fengi staðizt. Til saman- burðar má geta þess ,að Gríms- árvirkjunin er 3500 hestöfl. Mik- ill kostur við virkjun Fjarðarár er ,að unnt er að taka hana í áföngum, eftir því sem raforku- þörfin vex. Að beina Kötluánum í Heið- foreldra sína og bróður, þá fyrir nokkru látinn. Um svipað leyti höfðu hús- freyjur í sókninni lagt saman í forkunnarfagran hökul, saumað- ann af frú Unni Ólafsdóttur, einn ig altarisbúnað og renning á gólf. Ég á nú þær einlægu óskir að ekki líði á löngu þar til hvert býli í sveitinni fær sína hlut- deild í dýrmæti rafmagnsins. Vona ég að kikjurnar njóti þá góðs af með ljós og hita. Skálholtskirkja á þar vitanlega sérstöðu og munu allir óska þess, að smíði hennar verði sem fyrst lokið, og að hún rísi þar kirkna fegurst. Haukadalskirkja á einnig nokkra sérstöðu þar sem staðurinn er eign skógræktar ríkisins. Kirkjan var endurbyggð 1939 og er hið prýðilegasta guðshús. Það sem þessi kirkja hefur fram yfir hin- ar í sveitinni er það, að í nám- unda hennar vaxa nú upp sí- minna á merka grein í jólales- bók Morgunblaðsins um Hauka- dal og sögu staðarins eftir Há- kon Bjarnason skógræktarstjóra sem gerir sér mjög annt um stað- inn og kirkjuna. Má vera að fleirum en mér yrði það til fróðleiks og ánægju að rifja þar upp hversu vel hefur orðið ágengt að græða og gróður- setja. Mættum við þá vera þess minnug hversu mikil sú gjöf var, sem gerði kleyft að hefja slikt landnám á þessum fornfræga stað. Virðist nú sem það hafi orðið gæfa Haukadals, að hinu stór- mannlega boði Biskupstungna- manna, að kaupa og gefa þessa miklu eign undir héraðsskóla sunnlendinga, var með öllu hafn- að og að engu haft. í Útrlíð hefur ekki verið kirkja svo árum skiptir. En á heimili góðra ábúenda hefur guðs þjónustu ætíð verið haldið uppi á móts við hina kirkjustaðina. Burtflutt sóknarfólk hefur sýnt staðnum ræktarsemi og velvild. Má þar til nefna að gefinn var íslenzki fáninn og fánastöng. Til munu þeir vera sem óska þess, að þar rísi aftur upp kirkja. En það mál er nú óútkljáð. Bræðratungukirkja var endur- byggð 1911—12 og vígð á nýárs- Ungur fiðluleikari leikur á vegum Tónlistarfélagsins EINAR G. Sveinbjörnsson fiðlu-' stundaði hann nám í 4 ár í Curtia leikari heldur tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins n.k. mánudags- og þriðjudags- kvöld kl. 7 í Austurbæjarbíói. Jón Nordal aðstoðar. Á efnisskránni er sónata fyr- ir fiðlu og píanó eftir J. S. Bach og fiðlusónata eftir César Franck. Auk þess sónata fyrir einleiks- fiðlu eftir Ysaye, Scherzo-Tar- antella eftir Wieniawski og Tzig- ane eftir Ravel. Eins Sveinbjörnsson stundaði nám í Tónlistarskólanum hjá Birni Ólafssyni og lauk burtfar- Institute of Music í Philadelphiu og útskrifaðist þaðan í fyrra með mjög góðri einkunn. Þessi skóli er álitinn einn allra bezti tón- listarskóli í Bandaríkjunum. Einar er álitinn mjög efnileg- ur fiðluleikari. Strax eftir að hann kom heim, gerðist hann með limur í Sinfóníuhljómsveitinni og lék með henni einleik, fðlukon- sert eftir Mendelssohn, síðast- liðinn vetur. Hann hlaut mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn. Tónleikarnir á mánudag eru fyrstu sjálfstæðu tónleikarnir arprófi þaðan vorið 1955. Síðan sem Einar Sveinbjörnsson heldur. dag. Hún var teiknuð af Rögn- valdi heitnum Ólafssyni. En smíði annaðist Ólafur Jónsson frá Skálholti. Stærð hennar var miðuð við sóknina. Þetta er svip- falleg kirkja, vinaleg og hlýleg. —• Þessar fjórar síðasttöldu kirkjur standa allar á sögufræg- um stóðum eiris og kunnugt er, þótt Haukadal og Skálholt beri þar hæst. Ég lýk þá þessu spjalli með því, sem upphaflega var erindið, að senda minni fyrrum heima- kirkju, eftirmanni mínum og sóknarfólki heillaóskir okkar hjóna með svo miklar og fagrar umbætur Torfastaðakirkju. Svo og öllu Biskupstungnafólki bless- unaróskir á nýbyrjuðu ári. Eiríkur Þ. Stefánsson. Ný sérstofnun — EIFAC (European Inland Fishing Advis- ory Commission) — sem nýtur stuðnings Matvæla og iandbún- aðarstofnunar S.þ. (FAO), hélt fyrstu ráðstefnu sína í Dublin í lok apríl. Stofnunin, sem fjalia mun um vandamál vatnafisk- veiða í Evrópu, hefur 14 meðlima- ríki. EIFAC var sett á stofn sam- kvæmt tillögu fiskifræðinga, sem réldu ráðstefnu í Finnlandi árið 1956 . * Léttur og liðlega stjórnað Nokkrir hafa komið að máli við Velvakanda og néfnt það að þeim þætti þáttur Svavars Gests í útvarpinu á sunnudög- um léttur og skemmtilegur og honum liðlega stjórnað — ekki einhver sérstakur þáttur heldur almennt. En ekki eru allir á sama máli. Bréfritari, sem nefnir sig Pædagogus, skrifar og er ekki myrkur í máli, • Fyrirlitning á jieningum Loks kom að því að Útvarp- ið hækkaði árgjaldið og var ekki lengi að bíða með að láta okkur hlustendur vita til hvers leikurinn var gerður: Að kenna þjóðinni meiri fyrir litningu á peningum — á kostnað hlustenda — Venju- lega hlusta ég ekki á útvarp á sunnudagskvöldum. Það er þá eins og eyðimerkurvindur og lítillar menningar þaðan að vænta og sízt uppbyggilegrar. En ég hlustaði á peninga- þáttinn sl. sunnudagskvöld (þann 15. maí). Nú vildi ég spyrja: Vill útvarpsráð að al- menningur taki upp eftir Rík- FERDIIMAIXID isútvarpinu þann sama leik sem það lék sl. sunnudags- kvöld og geri hann að al- mennu skemmtiatriði? Fróðlegt væri ef þú, kæri Velvakandi, gætir rannsakað hvað þessi bull-þáttur kostaði og látið okkur hlustendur vita. En ég vil mælast til þess að öllum peningaleikum sé hætt í Útvarpinu og afgjaldið aftur lækkað. Forráðamenn vorir ættu að minnast þess, að með Útvarp- inu eru þeir að ala þjóðina upp, jákvætt eða neikvætt, og ýmist að létta heimilum upp- eldi barna eða þyngja það. — En þeir brugðust þessari skyldu sinni bæði með glæpa- leikritinu á laugardag og pen- ingaþættinum á sunnudags- kvöldið. Er ekki nóg fyrir í landinu af fyrirlitnipgu á verðmætum? Með stöðugum skemmtana- auglýsingum dregur útvarpið þá unglinga, sem hægt er að fá út af heimilunum, inn á skemmtistaðina.En það þykir ekki nóg: Sama ópið og öskrið skal inn á hvert heimili á land inu, sömu fíflalætin skulu kveða við í eyrum þeirra sem heima sitja. — Útvarpið er nú að ganga að ljóðum og sögum dauðum, vér biðjum í lengstu lög: hlífið heimilunum og börnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.