Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. maí 1960 v MORCUNBLAÐIÐ 11 Myndir frá „sirkusnum44 í París Á| fcj MYNDIRNAR hér fyrir ofan voru teknar af Nikita Krúsjeff á stóra blaða- mannafundinum, sem hann hélt í Chaillot-höll- inni í París á miðvikudag- inn. Voru þessar fjórar myndir teknar með skömmu millibili og sýna hve skjótlega hinn rúss- neski getur breytt um svip og skap. Matthías Johannessen ritstjóri Mbl, var við- staddur þennan fræga blaðamannafund og gaf hann m. a. þessa lýsingu á honum í fréttaskeyti til blaðsins: „Byrjun fundarins líkt- ist einna helzt sirkus, bæði framkoma Krúsjeffs, sem brosti og gretti sig á víxl, benti á ennið á sér (sjá aðra myndina), gerði hring og benti síðan á blaðamennina, þegar þeir púuðu til að gefa til kynna, að þeir væru eitt- hvað ekki almennilegir. Það dró ekki úr sirkusnum að Malinovsky var í full- um skrúða með orður nið- ur fyrir nafla.“ Ennfremur sagði Matt- hías í skeytinu: „Framkoma Krúsjeffs er nú almennt kölluð „hin diplomatíska Pearl Har- bour-árás“. Menn segja, að það sé gott við þetta, að fölskum vonum sé rutt burtu,og spyrja hvortnokk uð hafi breytzt síðankomm únistar rændu völdum í Tékkóslóvakíu 1948 eða bældu niður uppreisnina í Ungverjalandi 1956. Menn segja ,að með hegðun sinni núna hafi Krúsjeff vakið þá menn á Vestur- löndum, sem voru farnir að trúa fagurgala hans og höfðu sofnað á verðinum. Neðri deild afgreiddi fjögur frumvörp í gær NEÐRI deild Alþingis sam- þykkti í gær tvö frumvarp, sem þar hafa verið til með- ferðar að undanförnu. Stuðningur við bændur Er það í fyrsta lagi frumvarp Jóns Pálmasonar um að nýbýla- stjórn verði heimilað að veita þeim bændum, sem hafa örðug- an fjárhag, styrk til íbúðarhús- byggingar á sama veg og ný- býlastofnendum. Nokkrar breyt- ingatillögur komu fram við frumvarpið, en þær voru felldar, þ. á m. tillögur um auknar fjar- veitingar vegna þessa nýja verk- efnis nýbýlastjórnar, en á þeim var ekki talin þörf í bili. Frum- varpið var síðan samþykkt sam- hljóða. Aðild að siglingamálastofnun I öðru lagi var svo um að ræða frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir íslands hönd samþykkt um alþjóðasiglinga- málastofnun (IMCO). Samþykkti N. d. einróma að heimila stað- festinguna í samræmi við ákvæði írumvarpsins. Þessi mál munu nú bæði fara til Efri deildar og væntanlega koma á dagskrá þar eftir helg- ina. Tvö frumvörp felld Þá voru á fundi Neðri deildar í gær felld tvö frumvörp, annað um bifreiðaskatt o. fl., en hitt um aukaútsvör ríkisstofnana. — Mál þessi höfðu bæði verið rædd nokkuð í deildinni og at- huguð í nefnd. Var síðan fellt að vísa þeim til 3. umræðu. Gjöld af kvikmyndavélum Loks ber að geta tveggja frumvarpa, sem fylgt var úr hlaði á fundi Neðri deildar í gær. Var annað þeirra frumvarp Daníels Ágústínussonar um breytingu á tollskránni, þess efnis, að heimilt sé undir viss- um kringumtæðum að fella nið- ur aðflutningsgjöld af kvik- myndasýningarvélum. Þar sem flutningsmaður er nú horfinn af þingi aftur ,kom það í hlut Hall- dórs E. Sigurðssonar að tala fyr- ir málinu. Olíuverzlunin Hitt var frumvarp Lúðvíks Jósefssonar um að ríkið taki í sínar hendur alla olíuverzlun í landinu. Framsöguræðu um það flutti varamaður Lúðvíks, Ás- mundur Sigurðsson, sem m. a. skýrði frá tilraunum L. J. til að fá vinstri stjórnina til þess að flytja málið. — Bæði þessi frum- vörp fóru án frekari umræðna til nefnda. Fleiri mál voru ekki tekin fyr- ir á fundi Neðri deildar í gær. Ritgerðarsamkeppni um umíerðarmál Skólabörn fengu svefnpoka i verðlaun UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur hefur tekið upp þann hétt að hafa ritgerðasamkeppni í öll- um 12 ára bekkjum barnaskól- anna í Reykjavík um umferða- mál og veita síðan verðlaun fyr- ir beztu ritgerðirnar. Efnið að þessu sinni var um „Gangandi fólk í umferðinni“, og fengu börnin ekki að vita nákvæmlega hvert yerkefnið væri fyrr en þau áttu að skrifa um það í kennslu- stund. Hlutu tvö börn frá hverj- um skóla, piltur og stúlka, verð- laun, sem að þessu sinni voru svefnpokar frá Belgjagerðinni. I gær boðuðu form. Umferðar- nefndar, Sigurjón Sigurðsson, lög reglustjóri og framkvæmdastjóri nefndarinnar Guðm. G. Péturs- son, þau 12 ára börn er unnu til verðlaunanna ásamt Jónasi B. Jónssyni fræðslustjóra, skólastjór um og Ólafi Guðmundssyni lög- regluvarðstjóra, sem séð hefur um umferðarkennsluna síðustu árin. I ávarpi sínu við þetta tækifæri sagði fox-m. umferðarnefndar m. a. að tilgangur ritgerðarsam- keppninnar væri sá að glæða áhuga skólabarna og aðstandenda þeirra fyrir aukinni umferðar- menningu og vekja athygli þeirra á nauðsyn þess að læra réttar um ferðarreglur og fara eftir þeim. Á skólaárinu hefði farið fram all- mikil umferðarfræðsla með ágætri samvinnu barnaskólakenn aranna og nokkurra lögreglu- manna. Börn og fræðendur á einu máli „Það gladdi mig mjög, sagði lögreglustjóri, að í mörgum rit- gerðunum kom það greinilega fram, að börnin kunna vel að meta umferðarfræðsluna. Þau telja að auka beri hana eftir föng um. Fer þar saman álit okkar, sem eigum að láta fræðsluna í té og þeirra, sem hennar eiga að njóta. Er gleðilegt til þess að vita, að nú verða mikilvæg þáttaskil, hvað umferðarfræðslu í skólum snertir, er hin fyrsta reglugerð um umferðarfræðslu hér á landi gengur í gildi innan skamms og kemur vonandi til framkvæmda á næsta skólaári". Verðlaunin Þá afhenti hann börnunum svefn- pokana með skrautrituðu verð- launaskírteini, sem hann sagði að mundi geymast til minningar um þennan atburð löngu eftir að pokinn væri útslitinn. Þessi börn fengu verðlaun: Anna Sigríður Zoega, 12 ára E og Skúli B. Árna- son, 12 ára D, bæði í Miðbæjar- skólanum, Ásta Sigurðardóttir, og Arnþór Óskarsson, 12 ára F, Aust urbæjarskólanum, Bryrtdís ísaks- dóttir og Magni S. Jónsson, 12<*. ára F, Breiðagerðisskóla, Inga Hersteinsdóttir og Þorgrímur Gestsson, 12 ára G, Laugarnes- skóla, Laufey Steingrímsdóttir og Jón Torfi Jónasson, 12 ára J, Melaskólanum, Unnur Gunnars- dóttir, 12 ára C og Kolbeinn Sig- urðsson, 12 ára A, Langholtsskóla. Að verðlaunaafhendingu lok- inni töluðu þeir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, sem þakkaði um- ferðarnefnd góða samvinnu og Gísli Jónasson, skólastjóri, sem flutti nokkur þakkar- og hvatn- ingarorð. Vorverk hafin í Holtum MYKJUNESI, 16. maí. — Hér hef ur verið blíðskapar veður að und anförnu. Síðustu dagana hefur verið austan átt, allhvasst en hlýtt, hitinn stundum nálgast 20 stig og er það meira en venjulegt er í maí. Verulegur gróður er kominn, túnin græn og kominn sauðgróður í úthöfum. Flstir eru búnir að sleppa fé fyrir nokkru og nú er sauðburður að hefjast. Vorverk standa nú yfir og víða búið að bera nokkuð af tilbúnum áburði á túnin Ekki er farið að setja í garða eða sinna nýræktum neitt að ráði, enda ekki áliðið tímans og svo hefur nokkur klaki verið í jörðu fram að þessu. Sem sagt, það iítur vel út ef svo helzt sem nú horfir. — M.G, Mynd þessi var tekin við afhendingu verðlaunanna í ritgerðasamkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.