Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 20
Íbróttasíðan er á bls. 18. Pí>rgiuttl>Ia LEIPZIC Sjá bls. 8. 115. tbl. — Laugardagur 21. maí 1960 Myndin var tekin af Jóhanni Sigurðssyni fyrsta daginn í Eyjum. Hann dró þá margan fiskinn, en var ekki jafnheppinn í gxr. — (Ljósm.: h. j. h.) Spáð er næturfrosti í öll um landshlutum Sjóstangaveiðikeppninn í Eyjum; íslendingarnir afla- hæstirfyrsfa daginn EFTIR þá öndvegistíð sem verið hefur um allt land undanfarið, skýrði veðurstofan frá því í gær- morgun, að hinn ósvikni pólar- straumur, sem jafnan fylgir þeg- ar háþrýstisvæði myndast yfir Grænlandi, væri að flæða inn yf- ir landið. Kuldans gætti þegar í gærmorgun á nokkrum stöðum. í gærmorgun snemma var 8 stiga frost komið á Jan Mayen og um hádegið var það komið niður Skipulagt almenn- ingsálit HEIMDALLUR F.U.S. efnir til almenns fundar í Sjálfstæðishús inu n.k. þriðjudagskvöld kl. 21. Umræðuefnið verður: Skipulagt almenningsálit. Frummælendur verða þrír þjóðkunnir menn, þeir Jóhann Hannesson prófessor, Kristmann Guðmundsson, rithöf- undur og Ævar Kvaran leikari. Á eftir verða frjálsar umræður. Þar sem hér er um mjög forvitni- legt umræðuefni að ræða, sem reifað verður af landskunnum ræðumönnum, er ekki að efa að fundur þessi verður fjölsóttur, en aðgangur er öllum heimill. Uppspuni frá rótum LONDON, 20. maí. — Blaðið New York Daily News segir í dag, að Elísabet drottnigarmóð- ir, eftirlifandi drottning Georgs konungs 6., sé í hjónabandshug- leiðingum. 'Segir blaðið, að sá útvaldi sé Sir Arthur Penn, bú- stjóri drottningar. Hann er 74 ára, drottningarmóðirin 59 ára. Lögfræðingur Sir Penn þar þessa fregn til baka í dag og sagði hana uppspuna frá rótuin. í 5 stig. í vetur er leið var frostið litlu meira. Hér á landi var hvergi frost, en hitinn hafði komizt niður í (i stig á Raufarhöfn. Sagði frétta- ritari Mbl. þar í símtali í gær, að er fólk reis úr rekkju í gær- morgun hafi jörð þar verið al- hvít. í gær gekk þar á með bleytu hríð en hitinn var kominn upp í 2 stig. Kuldaskilin yfir landinu voru afarglögg síðdegis í gær. Kulda- bylgjan hafði þá flætt inn yfir landið og náði nærri því þvert yfir frá Snæfellsnesi og að Dala- tanga, en þó hafði hún ekki enn skolllið yfir Skagafjörð og Eyja- fjörðinn. Illskuveður og kuldi var á Vestfjörðum í gær. í dag mun norðaustan áttin hafa náð alveg yfirhöndinni um land allt og í gærkvöldi var veð- urspáin hryssingsleg því spáð var slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum og næturfrosti um land allt, og víðast hvassviðri eða stormi. arinnar um innflutnings- og gjaldeyrismál var í gær afgreitt sem lög frá Al- þingi. Er þar með fram gengið enn eitt stórmál nú- verandi rikisstjórnar. Samkvæmt hínum nýju ákvæðum verður nú aflétt flestum þeim höftum og hömlum, sem hér hafa rikt Vestmannaeyjum í gærkv.: ALÞJÓÐA sjóstangaveiðimótið hófst í Vestmannaeyjum í morg- un. Bátarnir komu að landi um fimmleytið og var þá geysimi'iill fjöldi heimamanna kominn niður á bryggju, því menn fylgjast nú með þessu móti af vaxandi áhuga og spenningi. Á bryggjunni var afli hvers og eins veginn og metinn og urðu úrslitin eftir fyrsta daginn þau, að Guðmundur Ólafsson úr Reykjavík dró mestan afla, 91% kg. (68 fiska). íslendingar skip uðu líka næstu tvö sæti. Agnar Gústafsson dró 86 kg. og Einar Ásgeirsson í Toledo 83 kg. Fjórði var Bandaríkjamaður, Summer, með 79 kg. 5. var líka Bandaríkjamaður, Frakkinn Au- briot var 6. með 69 kg., hæsti Bretinn var Bracy með 54 kg. og Belgíumaður var með 49 kg. Alls veiddu keppendurnir 1.229 kg. og Fransmaðurinn Fuchs, sem varð frægur fyrir hve snarlega hann bætti úr loft- ræstingunni í suðurherberði sínu í HB, dró þyngsta fiskinn, 29 punda þorsk. Á morgun er athyglisverðasti dagur mótsins. Þá keppa ein- j staklingarnir um bikarinn og | einnig verður sveitakeppni. Ell- ! efu fjögurra manna sveitir eru skráðar til leiks, 3 íslenzkar, 3 bandariskar, 2 franskar og 3 brezkar. í dag veiddu allir bátarnir við Suðurey að einum undanteknum. Það var okkar bátur, Sigrún, sagði Jóhann Sigurðsson, er Mbl. fékk þessar fréttir hjá honum. Við fórum að Geirfuglaskeri, eyddum hálfum deginum i þá ferð og höfðum ekkert upp úr í HÁDEGISÚTVARPI í gær var lesin tilkynning frá Reykjavík- urlögreglu þess efnis að saknað væri 7 ára drengs frá Melahúsi við Hjarðarhaga, en það er stór tvílyftur íbúðarskáli, sem brezka setuliðið reisti á sínum tíma. — Nokkru eftir að tilkynningin hafði verið lesin, barst lögregl- unni örugg vitneskja um að drengurinn væri heill á húfi. í tilkynningu lögreglunnar var þess getið að drengurinn litli hefði ekki verið heima hjá sér um nóttina, þ. e. aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan skýrði Mbl. svo frá í gær, að í fyrrakvöld um kl. um árabil, og í staðinn veitt mjög aukið frelsi til við- skipta og framkvæmda. M. a. verður nú 85—90% innflutn- ingsins gefinn frjáls og fjár- festingarhömlur afnumdar, auk þess sem Innflutnings- skrifstofan og nefndir verða lagðar niður. — Eins og skýrt var frá hér í Mbl. í gær, er fyrirhugað að lögin taki gildi hinn 1. júní n. k., og mun þá hin nýja skipan koma til framkvæmda. krafsinu, því undiraldan var of mikil til að hægt væri að veiða með góðu móti. Keppnisáhugi er orðinn geysi- mikill og veðurútlit er gott, sagði Jóhann að lokum. Rússnesluir togari í Rekavík í FYRRADAG kom varðskipið Þór að rússneskum togara þar sem hann lá undir Straumnes- fjalli í Rekavík. Hafði skipið uppi merkjaflögg þess efnis að bilun væri. Fyrsti stýrimaður varðskips- ins, Garðar Pálsson, fór um borð. Skipstjóri togarans kunni lítt annað mál en rússnesku, en á honum mátti þó skilja að þeir þyrftu ekki á neinni aðstoð að halda. — Allur umbúnaður veiðarfæra var löglegur og hvarf stýrimaður brátt af skipsfjöl og yfir í varðskipið. í BLAÐINU í gær var frá því skýrt, að Haukur Hvannberg hefði látið verðbréfafyrirtæki í New York kaupa og selja verð- bréf fyrir fé, sem hann tók af innstæðum Olíufélagsins h.f. — Ekki fékkst upplýst hjá rann- sóknardómarunum, hvort Hauk- ur hefði rekið viðskipti þessi per- 11 hefði lögreglunni borizt til- mæli um það að skyggnast eftir drengnum. Var eftirlitsbíll lög- reglunnar í Vesturbænum beð- inn að vera á verði, en drengsins varð ekki vart. — Það var ekki hringt aftur og taldi lögreglu- stöðin því senniiegt að drengur- inn myndi hafa skilað sér heim þá skömmu síðar. Það var ekki fyrr en milli kl. 10—11 í gærmorgun að lög- reglunni var tilkynnt að drengs- ins væri saknað. Var þegar haf- inn nauðsynlegur undirbúning- ur að skipulegri dauðaleit að drengnum. Einn liður í því und- irbúningsstarfi var að biðja út- varpið að flytja tilk. um hvarf drengsins á þeim tíma, sem sennilegast væri að fólk myndi helzt hlýða á hádegisútvarpið, í upphafi fréttalesturs. Var það gert. Nokkru eftir barst lög- reglunni tilkynning frá Hafnar- firði um að drengurinn væri heill á húfi. Hann hefði verið um nóttina hjá frænku sinni sem þar býr. í gærmorgun greip kvenlög- reglan þegar inn í þetta mál, sömuleiðis barnaverndarnefnd, sem tók drenginn litla í sína vörzlu meðan hún lætur rann- saka þetta mál drengsins. Innbrot í Kópa vogi Á SKÖMMUM tíma hefur þrisv- ar sinnum verið brotizt inn í Kaupfélag Kópavogs og í öll skipt in stolið sígarettum, en engu öðru. Hafa þjófarnir komizt inn um giugga og nú síðast stálu þeir tuttugu sígarettulengjum. Álfl verpir við Eiðis- tjörn MEYVANT Sigurðsson á Eiði á Seltjarnarnesi, skýrði blað- inu frá því í gær, að ein álfta- hjónanna af Reykjavíkurtjörn, hefði nú flúið Reykjavík og reist sér bú á Seltjarnarnesi á tanga, sem gengur út í Eiði- tjörnina. Liggur álftin þar á þrem eggjum. Gerði Meyvant dr. Finni Guðmundssyni að- vart, og koma hann í fyrra- kvöld og athugaði hið nýja heimili álftanna á tanganum. Staðfesti dr. Finnur að þetta væru Tjarnarálftirnar. Ég myndi svo viija biðja blaðið að vekja athygli barna, sem hafa gerzt nokkuð nær- göngul við álftarhjónin, að sá gamli getur hæglega látið til sín taka, ef honum þykir nóg um. Það er því bezt að börnunum og jafnvel fullorðn lofa álftunum að vera í friði og eiga ekkert á hættu, sagði Meyvant. sónulega eða fyrir Olíufélagið h.f., en um háa upphæð var að ræða. í tilefni af þessari frétt hafa rannsóknardómararnir beðið Mbl. að birta eftirfarandi: „Þar, sem dómararnir hafa orð ið þess varir, að misskilja má það, sem haft er eftir öðrum dóm aranum um það, hvort Haukur Hvannberg hafi stundað kaup- hallarviðskipti í ábataskyni fyr- ir sjálfan sig, viija dómararnir taka fram, að rannsókn málsins ihefir leitt í ljós, að Haukur Hvannberg tók á árunum 1954 til 1956 dollara af innstæðum HÍS og Olíufélagsins h.f. vestanhafs og lét verðbréfasölufyrirtæki í New York kaupa og selja verð- bréf. Reikningurinn hjá fyrirtæki þessu var á nafni Hauks Hvann- bergs. Ekkert hefir komið fram um það, að aðrir en Haukur Hvannberg hafi verið þarna að verki eða að þetta hafi verið gert með vitund eða vilja stjórna fé- laganna eða einstakra stjórnar- manna eða annarra manna. Gunnar Helgason, Guðm. Ingvi Sigurðsson", Hinn al- menni bœnadagur HINN almenni bænadagur ís- lenzku þjóðkirkjunnar verður á morgun. Mun þá að venju verða messað í öllum kirkjum og öðr- um guðsþjónustustöðum í Reykja vík og hvarvetna um lándið, þar sem tök eru á. Hefir góð kirkju- sókn verið víðast á þessum degi, síðan dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lét taka upp almennan bænadag hér á landi. Sigurbjörn Einarsson biskup hefir mælt svo fyrir, að beðið skuli að þessu sinni sérstaklega fyrir kúguðum þjóðflokkum og ofsóttum kirkjum. Innflutnings- og gjald- eyrismálin afgreidd — Lögin taka gildi 1. júní FRUMVARP ríkisstjórn- Dauðaleif var að hefjast Reikninvurinn var á O nafni Hauks Hvannbergs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.