Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVNBT4ÐIÐ Laugardagur 21. maí 1960 íbúð óskast P Bainlaus hjón, sem bæði vinna úti, óska eftir góðri jj 2ja herb. íbúð nú þegar eða seinna í sumar. Upplýsing- ar í síma 14240. 1 herb. og eldhús til leigu nálægt Miðbænum, frá 1. júní. Alger reglusemi áskil in. Tilb. sendist Mbl., — merkt: „S. S. — 3991“. Húsgögn til sölu Sófaborð, stofuskápur, borð stofuborð, 4 stólar 1 manns rúm (inndregið í skáp). Uppl. Blönduhlíð 13, rish. Óska eftir að komast að við innheimtustörf hjá góðu fyrirtæki, sem fyrst. Tilb. merkt. „Gagnfræða- skólastúlka — 3922“. Skipstjórar Vanur stýrimaður óskar eftir plássi á góðum síld- veiðibáti. Upplýsingar í síma 50479. — Ung, harnlaus hjón sem bæði vinna úti, óska eftir 2ja herb. íbúð (konan norsk). Upplýsingar í síma: 13562. Mótatimhur Notað mótatimbur til sölu, Glaðheimum 16, eftir kl. 13 í dag og á morgun. Forstofuherbergi óskast nú þegar fyrir tvo lang- ferðabílstjóra. Upplýsingar í síma 24687. — Myndavél ný, ónotuð Agfa Optima automatic, til sölu. Uppl. í síma 35166 eftir kl. 1. Telpa óskast til að gæta IVz árs barns. — Upplýsingar að Austurbrún 39, niðri. íbúð óskast til kaups 4 herbergi. Bílskúr æski- legur. — Sími 15275. Hafnarfjörður 2ja herbergja íbúð óskast Upplýsingar í sima 10348. íbúð óskast Vil leigja íbúð strax. — Sími 1-00-80. — SPARNEYTIN FORD pall'bíll til sölu. — Njáls- götu 30-B. Lítið, nýtt hús til sölu, til flutnings. Njáls- götu 30-B. í dag er laugardagurinn 21. maí, 141. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 02,29. Síðdegisflæði kl. 15.04 Vikuna 14.—20 maí verður nætur- læknir í Reykjavíkurapóteki og nætur læknir i Hafnarfirði verður Eiríkur Björnsson, sími 50235. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. 1—4. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hrjnginn. — Læknavörður L.R (fyrir vitjanir). er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. AKOGES fer í skógræktarferð í dag kl. 2 frá Arnarhvoli. - M E 55 U R - Dómkirkjan: Almennur bænadagur. Messa kl. 11 f.h. Séra Oskar J. Þorláks- son. Messa kl. 5 e.h. Sr. Jón Auðuns. Neskirkja: Messa kl. 11 f.h. Sr. Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h. Sr. Sigurjón í>. Arnason. Messa kl. 5 síðd. Sr. Lárus Halldórsson. Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 2 e.h. (Almennur bænadagur). — Sr. Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e.h. (Bænadagurinn). Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni. Sr. Garðar Svafarsson. Bústaðaprestakall: — Messa í Kópa vogsskóla kl. 11 f.h. (Bænadagurinn) — Sr. Gunnar Arnason. Fríkirkjan: Messa kl. 2 e.h. Bæna- dagur. Sr. Þorsteinn Björnsson. Kirkja Óháða safnaðarins: — Messa kl. 2 e.h. (bænadagurinn). — Sr. Emil Björnsson. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 árd. Hámessa og prédikun kl. 10 árd. Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 8,30. Asmundur Eiríksson. Hafnarf jarðarkirkja: Bænadagsguðs þjónusta kl. 10 f.h. (Ath. breyttan messutíma). Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa á morgun (Hinn almenna bænadag) kl. 2. — Sr. Kristinn Stefánsson. Bessastaðir: Bænadagsguðsþjónusta kl. 2 e.h. Sr. Garðar Þorsteinsson. Mosfellsprestakall: Messa í Brautar- holti kl. 2. Sr. Bjarni Sigurðsson. Reynivallaprestakall. Messa að Saurbæ kl. 1 e.h. og að Reynivöllum kl. 4 e.h. — Sóknarprestur. Grindavík: Fermingarguðsþjónusta kl. 2 e.h. — Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja: Fermingarguðs- þjónusta kl. 1.30 e.h. — Sr. Björn Jóns- son. Fíladelfía Keflavík: Guðsþjónusta kl. 4 e.h. — Haraldur Guðjónsson. Útskálaprestakall: Fermingarmessa að Utskálum kl 2. — Sóknarprestur. ZllHE m J 888 'L i* SKYRINGAB Lárétt: 1 maður — 6 þjóta — 7 , fegurðarauka — 10 segja frá — ' 11 gripdeild — 12 fangamark — 1 14 slá — 15 dýri — 18 gerði að. I Lóðrétt: — 1 hæsta — 2 áburð- ur — 3 straumkast — 4 dýr — 5 líkamshlutann — 8 fatnaður — 9 dropinn — 13 dvali — 16 svar - 17 frumefni. Fyrir skömmu leit inn á ritstjórnarskrifstofu blaðs- ins japanskur listmálari, er hér hefur dvalizt um hríð. Heitir hann Yoshikumi Iida, kom til að heimsækja kunn- ingja sinn hér og fór ásamt honum og fleirum í ferð á Snæfellsnesjökul um pásk- ana. — Við komumst ekki upp sagði Iida, því að veðrið var svo slæmt. Iida hafði meðferðis nokkrar koparstungur er hann hafði gert, en hingað kom hann frá Vín, þar sem hann hefur dvalizt við nám og er á förum aftur til Jap- an. f Vin sagði Iida að væru 30—40 japanskir námsmenn. Er við spurðum Iida um japanska málaralist, sagði hann, að nokkrir árekstrar Frá Verzlunarskóla íslands: — Inn- tökupróf í Verzlunarskóla Islands hefj ast þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 9 árd. Röð prófanna: Islenzka, danska, reikning- ur. Skráningu til prófs er lokið. Frá Mæðrastyrksnefnd: Mæðradagur inn er á morgun. Mæðrablómin verða afhent sölubörnum frá kl. 9 í fyrramál- ið í öllum barnaskólum bæjarins og að Laufásvegi 3. — Mæðrastyrksnefnd. Vélskólinn i Reykjavik. Skólaslit fara fram í hátíðasal Sjómannaskólans í dag ki. 2 e.h. Bræðrafélag Óháða safnaðarins: held ur framhaldsaðalfund að Kirkjubæ sunnudaginn 22. þ.m. kl. 3,30. — Stj. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hef- ur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu n.k. þriðjudag kl. 8,30 síðd. Snorri Sigurðs- son skógræktarráðunautur flytur er- indi og sýnir litmyndir og kvikmynd á fundinum. væiai milli hinna gömlu mál ara, sem máluðu í hefð- bundnum japönskum stíl og hinna yngri ,sem aðhylltust meira evrópskar stefnur í list sinnj — hefðu jafnvel sumir farið út í abstrakt list. — Þekktastur núlifandi japanskra málara, sagði Iida, er Umehara, sem nú er orðinn 75 ára. Á árunum 1906—1912 var hann mikið í París og þá með Renoir og þeim impressionistum. — Fremur lítil mynd eftir Umehara kostar 60—70 þús. ísl. kr. eða sem svarar tveggja ára verkamanna- launum þar. Er því ekki á margra færi að eignast myndir hans — þó er einn Japani — auðug- ur kvikmyndajöfur — sem á hátt á annað hundrað mynda eftir Umehara. Hinn japanski málari kvaðst una sér vel hér á landi. Hann langaði til að halda hér sýningu, en gat ekki fengið neitt sýningar- pláss fyrr en eftir tvo mán- uði og hafði þá ekki nógan tíma aflögu. Hann kvaðst hafa orðið undrandi yfir því, kvað mat aræði íslendinga og Japana væri á margan hátt líkt. Meðan hann hafði dvalizt svo árum skipti á megin- landi Evrópu hafði hann aldrei séð soðinn fisk, en það er einn helzti þjóðar- réttur Japana. Það var ekki fyrr en hann kom til íslands að hann fékk þennan uppá- haldsrétt sinn. Einnig gladdi það hans japanska auga að sjá hér súrsað hval- rengi og harðfisk, því báðar vöruteg'undirnar þykja herramannsmatur í J-apan. JUMBO Saga barnanna — Flýttu þér nú að leysa okkur, Júmbó! hrópaði hi. Leó. — Bíðið þið andartak, svaraði Júmbó. — Hér eru fleiri, sem ég þarf fyrst að jafna um gúlana á! Og svo sneri hann fallbyss- unni beint að hellismunnanum. Þegar þorpararnir komu aftur út, stóð Júmbó viðbúinn að hleypa af. — Upp með hendurnar, eða ég skýt! æpti hann. Og auðvitað sáu Gns ræningjaforingi, Konráð Asni og kokkurinn sitt óvænna og gáfust upp. Svo leið ekki á löngu, áður en það voru ræningjarnir. sem stóðu bundn- ir við tréð í stað hinna, og hr. Leó sagði: — Það er synd, að þið skulið ekki ganga í skóla hjá mér — þá hefði ég látið ykkur alla sitja eftir minnst tvo tíma. Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman LOOKS En mamma, eina leiðin til að yfir- gefa lestina er að fara syndandi. Líttu út um gluggann, Dídí. Ég er viss um að báturinn er kominn til að sækja Magga og áhöfnin er glæpa- hyski, vinir hans. Veiztu, hattlausi maðurinn minnir mig á einhvern. Nú man ég! Hann er alveg eins og glæpamaðurinn í sið- ustu myndinni minni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.