Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 9
ÍUOK CTiwni 4ÐIÐ 9 Laugardagur 21. mai 1960 Fulltrúar á aðalfundi Vinnuveitendasambanðsins Ályktanir aðalfundar Vinnuveitendasambandsins AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands var haldinn í Reykjavík dagana 12.—14. maí sl., eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu. Félagsmálaráðherra, Emil Jóns son flutti erindi á fundinum um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar innar og nýja skipulagningu verkalýðsfélaganna. Var mál- flutningi hans mjög vel tekið af fundarmönnum. Fundinum lauk með hádegis- verði í Lídó. Fundurinn sendi forseta fslands árnaðaróskir í tilefni af 66 ára afmæii hans. Húsnæði Fundurinn taldi Drýna nauð- syn á að fá .aukið húsrými fyrir starfsemi V. S. í. Fundurinn taldi eðlilegt að makaskipti fari fram, á lóð Reykjavíkurbæjar, þeirri, sem liggur á milli lóðar Vinnuveit- endasambands íslands og lóð- arinnar nr. 8 við Laufásveg og þeim hluta núverandi lóðar Vinnuveitendasambands íslands, sem Reykjavíkurbær væntan- lega þarfnast undir götu ,þegar Fríkirkjuvegurinn verður breikk aður, enda fái Vinuveitendasam- band íslands alla fyrrgreinda lóð Reykjavíkurbæjar. Skorar fundurinn mjög ein- dregið á bæjarráð Reykjavíkur að samþykkja málaleitan Vinnu- veitendasambands íslands þess efnis, en hún liggur nú fyrir bæjarráði. Of ströng verðlagsákvæði Funduripn skorar á ríkisstjórn og Alþingi að nema úr gildi verð lagseftirlit á seldri vinnu og þjón ustu og efnivörum. Taldi fundurinn, að reynslan hafi sýnt, að verðlagsákvæði hér- lendis, sem eru strangari en þekk ist í nokkru öðru landi, hafi ver- ið iðnmeisturum og verkstæðum slíkur fjötur um fót, að við það verði alls ekki unað lengur. Frjáls samkeppni um vöru- vöndun og hagkvæmni í rekstri, án afskipta hins opinbera, sé bezta trygging viðskiptamanna fyrir góðri og ódýrri þjónustu. Sérstaklega bendir fundurinn á, að með rýmri verðlagsákvæðum verði fyrir-tækjunum gert kleift að afla sér nauðsynlegra tækja til vinnusparnaðar og þjálfa starfsmenn í meðferð þeirra, sem hlýtur að hafa í för með sér betri og ódýrari þjónustu öllum til hagsbóta. Fundurinn taldi tímabært að taka upp opinbera skráningu verkstæða, sem annast almenna þjónustu. Setja þyrfti reglur um lág- marksskilyrði, sem verkstæði þarf að fullnægja, hvað húsnæði, tækni og annan útbúnað snertir, til þess að það megi skrásetja, en skilyrði yrðu að sjálfsögðu mismunandi eftir starfsgreinum. Beindi fundurinn því til fram- kvæmdanefndarinnar að hún láti fara fram athugun á því, hvernig slíkri skráningu verði bezt fyrir komið. Tryggingamál Fundurinn taldi, að brýna nauð syn bæri til að endurskoða þau ákvæði almannatryggingalaga, er fjalla um slysabætur, með það fyrir augum að bætur samkvæmt þeim lögum verði fullar bætur og vinnuveitandi verði ekki sótt- ur til ábyrgðar vegna slysa, nema 'um ásetning eða stórkostlegt gá- leysi hans sé að ræða. í>á taldi fundurinn nauðsyn- legt að gagnger endurskoðun á lögum nr. 29/1956 fari fram með það fyrir augum að breyta skipu lagi trygginganna og af athuga um möguleika á að víkka starfs- svið sjóðsins, þar sem reynslan hefur sýnt að mjög verulegir sjóðir hafa myndazt með þeim iðgjöldum, sem nú eru greidd til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Þá ályktaði fundurinn að V.S.f. eigi tvímælalaust að fá apkna aðild að stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs, að minnsta kosti til jafns við Alþýðusam- band íslands, eins og samið var um við stofnun sjóðsins. Fræðsla í þágu atvinnulífsins Fundurinn taldi tímabært að endurskoða fræðslulöggjöf lands ins, sérstaklega með tilliti til skyldunáms barna og unglinga, með það fyrir augum að aðlaða fræðslukerfið betur þörfum at- vinnulífsins og hinni öru tækni- þróun. Með tilliti til nútíma véla- menningar, leit fundurinn svo á, að taka beri iðnfræðsluna til end jjrskoðunar, sérstaklega með til- liti til aukinnar undirbúnings- menntunar og verklegrar þjálf- unar í iðnskólum. Fundurinn fagnaði því að í undirbúningi skuli vera stofnun meistaraskóla og vonar að því máli verði hrundið i fram- kvæmd hið bráðasta. Tillögu þessari var visað til framkvæmdanefndar. Þá undirstrikaði fundurinn 'fyrri samþykktir sínar um nauð- syn þess að verkstjórafræðslu sé komið í fast form og heitir á iðn- aðarmálaráðherra, að hraða sem kostur er, lagasetningu um þessi mál. Sérstaklega fagnar fúndurinn þeirri samstöðu, sem tekist hefur með Verkstjórasambandi fslands og Vinnuveitendasambandi ís- lands í þessu máli og telur sjálf- sagt og eðlilegt, að bæði þessi landssamtök hafi fulltrúa í stjórn þeirri, sem sér um verkstjóra- fræðslu, enda hafa samtökin séð um og staðið að þeim verkstjóra- námskeiðum, sem haldin hafa verið. Hin öra tækniþróun í atvinnu- lífi landsmanna og aukin sér- hæfing gerir þörfina fyrir auk- inni menntun verkstjóra brýna, og beri því að hraða framgangi þessa máls eftir föngum. Skattar og útsvör Fundurinn krafðist þess ein- dregið, að nú þegar verði tekið ti'Uit til margítrekaðra sam- þykkta fyrri aðalfunda um það að skattar og útsvör skuli lögð á eftir sömu reglum á sams konar atvinnurekstur án tillits til fé- lagsforms, og hið sama gildi, hvort ríki eða sveitafélög eiga hlut að máli. Fundurinn beindi því til framkvæmdanefndar sam bandsins, að hún fylgi því ræki- lega eftir, að þetta sjálfsagða réttlætismál nái fram að ganga, og hafi um þetta samstöðu með öðrum félagssamtökum, sem hafa sömu sjónarmið. Þá mótmælti fundurinn fyrir- hugaðri lögfestingu veltuútsvara, sem lögð séu á án tillits til af- komu félags, svo sem ráðgert er í frumvarpi um þetta efni, sem nú liggur fyrir Aiþingi. Fundurinn telur, að því aðeins sé unnt að greiða veltuútsvar að heimiluð sé álagning á vöru og þjónustu vegna veltuútsvarsins og veltuútsvarið gert frádráttar- hæft við álagnipgu tekjuskatts og tekjuútsvars. Fundurinn taldi ennfremur að samanlögð upp- hæð tekjuskatts og tekjuútsvars megi ekki fara fram úr 50% af nettótekjum skattþegns. Ennfremur lýsti fundurinn á- nægju sinni yfir þeim breyting- um, sem undanfarið hafa verið gerðar á tekjuskattslögunum. Jafnframt vænti fundurinn þess, að nú þegar fari fram heildar- endurskoðun á skattlagningu fyrirtækja og það tryggt, að óf- sköttun standi ekki starfsemi þeirra og vexti fyrir þrifum. Fundurinn hvetur til þess, að tekjuútsvör og skattar verði lagð ir á og innheimtir af tekjum jafn óðum og þær skapazt, en ekki á tekjur á undan eins og nú er gert. Einnig hvetji fundurinn til þess, að tekjuútsvör og skattar verði lagðir á sameiginlega og innheimtir í einu lagi. Loks lýsti fundurinn ánægju Framhald á bls. 12. Samkomur Z I O N — Óðinsgötu 6-A Samkomur á morgun. Almenn samkoma kl. 20,30. Hafnarfjörð- ur: Alinenn samkoma kl. 16. — Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Vélsetjari óskSCst strax. — Vaktavinna. — Hátkaup Tilboð sendist í pósthólf 458. Aukatekjur Stúlka vön enskum bréfaskriftum og góð í ensku, óskast 2 til 3 tíma á dag tvisvar til þrisvar í viku. Tilboð merkt: „Bréfaskriftir — 3849“, afhendist afgr. Mbl. strax. Dönsk borðstohihúsgögn Sundurdregið borð og 6 bakstólar og buffetskápur. Knnfremur sófasett og 3 sófaborð. — Allt sem nýtt til sýnis og sölu að Úthlíð 7 eftir kl. 17 daglega. Snmnrbústnðnr á góðum stað óskast til leigu júlí-mánuð. Hjón með tvö börn. Tilooð sendist afgr. Mbl. merkt: „3442“. Ung h]ón óska eftir að taka 4 herbergja íbúð á leigu í aust- urbænum. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Þeir, sem hefðu áhuga á að sinna þessu, vinsamlegast hringið í síma 22681 eða 32057. Skrifstofustúlka Innflutnings- og heildsölufyrirtæki óskar eftir stúlku til almennra skrifstofustarfa. Verzlunarskólamennt- un eða hliðstæð menntun æskileg. — Umsóknir send- ist afgr. Mbl. merktar: „11320 — 3929“. Viðarull fyrirliggjandi Ó. V. Jóhannsón & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563 ViMækjasala - Viotækjaviðgerðir T i 1 s ö 1 u : \ V I Ð T Æ K I RADIÓFÓNAR SEGULBANDSTÆKI SJÓNVARPSTÆKI Önnumst viðgerðir á hverskonar RADIO tækjum. RADIO virkinn Laugavegi 20 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.