Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUIVRLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavllc Tramkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason J$á Vigurl Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERKSVIÐ EIN- STAKLINGANNA pÐLILEGT er að skoðanir manna séu skiptar um það, hve víðtæk afskipti ríkis- valdsins skuli vera. Þeir, sem aðhyllast frjálslynda efna- hagsstefnu, telja að á sviði atvinnumála eigi einstakl- ingsframtakið að hafa sem frjálsastar hendur, en forðast beri þjóðnýtingu og óhófleg ríkisafskipti. Þessi mál eru margrædd og er ekki ætlunin að víkja að þeim sérstaklega. En það eru fleiri svið en þau, sem beint er hægt að telja til atvinnumála, sem eðlilegt er að einstaklingarnir sinni í ríkara mæli en nú er gert. Það*er alkunna, að þar sem samtök einstaklinga standa að ýmsum mannúðarmálum, vísinda- og listastofnunum, er betur á fjármunum haldið en þar, sem ríkisvaldið sinnir þessum verkefnum. — Hjér- lendis þekkjum við ýmis dæmi þessa og t. d. tilnefna Samband ísl. berklasjúklinga, Styrktarfélag vangefinna, Krabbameinsfél., Styrktarfél. fatlaðra og lamaðra, Náttúru- lækningafélagið, Bláan band- ið o. s. frv. Ástæðurnar til þess að bet- ur er á fé haldið í slíkum fé- lögum en þegar ríkið sinnir þessum málum, eru marg- þættar og má aðeins geta þess, að í félögunum skapast aðhald að stjórnendunum frá þeim, sem lagt hafa fram vinnu og fjármuni og ætlast til að það hvorttveggja komi að tilætluðum notum, en se ekki sóað. Til ríkisstofnana ráðast hinsvegar menn, sem misjafnan áhuga hafa á mái- efninu og eftirlit og aðhald getur aldrei orðið fullnægj- andi. En ástæðan til þess að okkur ber að fara lengra inn á það svið, að fá samtökum einstaklinganna í hendur slík verkefni, er ekki einungis sú, að fjármagn nýtist þá betur og meiru verður áorað á þessu sviði, heldur einnig það aukna gildi, sem lífið öðlast fyrir einstaklingana, er þeir fá að vera sjálfráðir um ráð- stöfun fjár síns til þeirra málefna, sem þeir hafa sér- stakan áhuga á. Mjög ánægjulegt er því, að á Alþingi hafa á undanförn- um árum verið fluttar tillög- ur um að fé, sem varið er til mannúðarmála, lista- og vís- indastarfsemi skuli að vissu marki undanþegið skatt- skyldu. Þessi háttur er víða hafður á erlendis og hefur gefið góða raun. Það gefur líka auga leið, að betra er fyrir ríkisvaldið að verða af t. d. 30% þess fjár, sem fer til slíkrar starfsemi, heldur en þurfa sjálft að greiða allt. Nú er það orðin árátta hérlendis að þingmenn metist á um það, hvað þeír hafi gert fyrir kjördæmi sitt. Þeir segjast hafa byggt sjúkraskýlið eða félagsheim- ilið, útvegað styrkinn til bókasafnsins eða lúðrasveit- arinnar o. s. frv., Hinsvegar gleymist venjulega að geta þess, að þeir sem styrkina hljóta, greiða þá að hlula sjálfir og svo hlutdeild í styrkjum til allra annarra. Og þegar á almanna vitorði er, að ver er með fé þetta farið, þegar ríkið gerist þar milliliður, þá er mjög æski- legt að leitast sé við að losa sem mest af þessum byrðum af ríkisvaldinu en örfa borg- arana þess í stað til að sinna þeim sjálfir. Eðlilegt væri líka, að fé sem einkafyrirtæki verðu til rannsóknarstarfa og raun- vísinda væri undanþegið skatti meðan einkafyrirtæki hafa ekki bolmagn til að stunda nauðsynleg rannsókn- arstörf, er eðlilegt að ríkis- valdið sinni þessum mikil- vægustu málum á sviði nýrr- ar atvinnuuppbyggingar. A hinu leikur ekki minnsti vafi, að oft á tíðum er því fé mis- jafnlega vel varið og stund- um fyrirskipar Alþingi rann- sókn á hinu eða þessú, sem litla þýðingu hefur aðra en þá að upphefja ákveðna þing- menn í kjördæmum sínum á kostnað ríkisins. Meginatriði þessa máls, sem menn ættu að geta verið sammála um, er það, að þar sem einstaklingarnir eru fús- ir til að sinna þessum verk- efnum, þá beri ríkisvaldinu að stuðla að því að þeir geri það og þegar mönnum er heimilað að verja skattfrjálsu fé til slíkrar starfsemi, er enginn vafi á því að fjölmarg- ir muni á þann hátt vilja fá að ráða því sjálfir, hvert fé þeirra fer. Ríkisvaldið á síð- an aðeins að sinna þeim verk- efnum, sem þá kunna að hafa orðið afskipt. UTAN ÚR HEIMI 1 Hreinsar án bldðsúthell- „Hvíta hús“ Krúsjeffs utan við Moskvu ræði æðstu manna, það að Krúss- jeff verður að taka tillit til álits um 200 marina ráðs. Að vísu hefur honum tekizt að fjarlægja andstæðinga sína úr ráðinu og koma þangað stuðningsmönnum sínum í staðinn. Þá hefur einnig orðið fram- för síðan Stalin féll frá ef litið er stjórnarinnar, meiri völd yfir- valdanna á hverjum stað, frelsi til að skipta um vinnustað, jöfn- un launa, lífskjörin bætt og laga- legt öryggi einstaklingsins aukið lítillega. Þetta hljómar vel. Eða hvað? Af þeim sökum er óþarfi að BERN, Sviss, 18. maí (Reuter) — Svissneska stjórnin neitaði því algerlega í dag, sem sovétstjórn- in hefði taldið fram, að tveim sové'zkum sendiráðsmönnumhafi verið vísað úr landi og sakað- ir um njósnir, til þess eins að leiða athyglina frá njósnaflugi Bandaríkjamanna yfir Rússland. — í orðsendingu sem afhent var í Moskvu, var mótmælt „móðg- andi ásökunum og dylgjum Sov- étstjórnarinnar, sem eru alger- lega tilhæflausar". Við líkbörur Stalins. — Talið frá vlnstri: Molotov (lækkaður í tign), Vorosjilov (lét af forsetaembætti fyrir stuttu, kominn á eftirlaun), Beria (tekinn af lífi), Malenkov (lækkaður i tign), Bulganin (lækkaður í tign), Krúsjeff (einræðisherra), Kaganovits (lækkaður í tign) og Mikoyan (í miðstjórn æðsta- ráðsins). — VIÐ ímyndum okkur venjulega Krúsjeff sem einvalda harðstjóra. En þegar maður kryfur málið til mergjar, eftir því sem unnt er, kemst maður að því að hann er ekki eins valdamikill og álitið er. Hann hefur til dæm- is alls ekki sömu völd og Stalín sálugi hafði. Hann ræður ekki yfir hinni fjölmennu leynilögreglu sem Stalín, gegnum Bería, gat not að gegn andstæðingum sínum. Nú er í Rússlandi smá þing, sem hann verður að hafa með sér, þ. e. miðstjórn kommúnistaflokks ins, sem er skipuð 220 mönnum. Hjá Stalín var einnig miðstjórn en hún hafði ekki atkvæðisrétt. Sá sem þorði að koma fram með tillögu í miðstjórninni, gat það. Stalin hlustaði og fór síðan burtu. Annaðhvort neitaði hann að sam þykkja tillöguna (og þá var til- lögumaðurinn oftast annaðhvort tekinn af lífi eða sendur í fanga- búðir), eða hann samþykkti til- löguna. Hann lét allrei atkvæða- greiðslur stjórna gjörðum sínum. í dag eru greidd atkvæði í mið stjórninni, en því miður aldrei tilkynnt úrslitin. • NEFNDIR OF RÁÐ En andstaðan er ekki kjörin eins og í lýðræðislöndum. Hún er úr kommúnistaflokknum. Þar er það flokkurinn sem, gegnum miðstjórnina og 14 manna yfir- stjórn hennar, ræður yfir 220 milljónum íbúa. „Ráðuneytið", sem skipað er um 50 ráðherrum, meðlimum miðstjórnarinnar, hef ur þriggja manna yfirstjórn, þ. e. Krúsjeff, Kozlov og Mikoyan, sem einnig eru í yfirstjórn mið- stjórnarinnar. Rússlandi er stjórn 1 að gegnum þessar nefndir og ráð. • ÖRLÍTIÐ SPOR Ef athugaður er mismúnurinn á einræðisstjórnum Stalins og Krúsjeff, verður maður að viður- kenna að stigið hefur verið örlít- ið spor í áttina til lýðræðis. Ekki að vísu stórt spor, en örlítið. Lýð á málið frá mannlegu sjónarmiði. Þeir sem verða fyrir barðinu á „hreinsunum" eru ekki lengur teknir af lífi, heldur sendis í út- KRÚSJEFF er að vísu einræðisherra, segir danski blaðamaðurinn Hans Wattrang, en hann framkvæmir „hreinsanir“ án blóðs- úthellinga. legð, Krúsjeff hefur ekki það lögregluvald sem til þarf til að láta taka mennina af lífi. • ENDURBÆTUR Krúsjeff hefur komið á nokkr- um endurbótum: Dreifing yfir Krúsjeff hefur ekki komið á. Nikita litli frá Kalinovka, slæp- ingi þorpsins, sem heldur vildi leika á flautu en lesa fögin, hefur fengið hörkuglampa í augun. Og augun fylgjast með því að íbú arnir búi við: ár Skattakerfi, sem sogar mill- jónir út úr þjóðinni. Engir beinir skattar — en söluskattar og fram reiðsluskattar, svo arðurinn af gjörnýtingunni rennur allur í ríkiskassann. ár Svo til algjört bann við ferð- um til útlanda. ár Blöð, útvarp og sjónvarp, sem aðeins mega segja þjóðinni það sem Krúsjeff vill að hún fái að v:ta. ár Verkalýðsfélög án verkfalls- réttar og án samningsréttar um jaunakjör. Launin eru ákveðin í Kreml. ■k Krúsjeff og miðstjórnin ákveða hvern hver einstaklingur á að kjósa í „kosningunum“ og einstaklingurinn hefur ekki um neitt að velja. k Iðnaður, sem sífellt er að stöðvast, vegna þess að hin eða þessi verksmiðjan gat ekki fram ieitt „samkvæmt áætlun ‘. Nei, sporið í áttina til lýðræð- is á tímum Krússjeffs er aðeins örstutt. Og samt er það spor í rétta átt. Krúsjeff hefði varla stigið þetta spor án þess að vera neyddur til þess. Og einmitt það að einræðisherra skuli einstaka sinnum vera neyddur til eimhvers veit á gott. Og samt megum við ekki búast við of miklu. Krúsjeff hefur næg- an tíma. JVIóðgandi ásakanir64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.