Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.1960, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. maí 1960 MORCVNTtl AÐIÐ 19 Fjöldafundur í Peking RœÖumenn kölluöu Eisenhower ,,stórglœpa- mann 4 4 riiKING 20. maí. — Hálf önnur milljón manna tók þátt í fjölda- fundi á torgi hins himneska friS- ar í Peking í dag til þess að lýsa yfir fyrirlitningu á Bandaríkjun- um og þá aðallega Eisenhower forseta. Bæðumenn nefndu hann „blóði drifinn slátrara“, „stór- glæpamann" „,glæpaforingja“ „stríðsgróðabrallara" og annað slíkt — og þúsundir karla og kvenna lyftu vopnum sínum mót himni til þess að lýsa fögnuði yfir þessum orðræðum. ) Lóöum brátt út- hlutaö Á FUNDI bæjarstjórnar fyrradag gaf frú Auður Auðuns, borgarstjóri, þær upplýsingar, samkvæmt skýrslu frá bæjarverkfræð- ingi, að innan skamms mundi verða úthlutað lóðum fyrir 194 íbúðir á svæðinu milli Miklubrautar, Kringlumýrar- brautar og Háaleitisvegar. Þessi úthlutun skiptist þannig, að þ. 15. júní verður ’ úthlutað lóðum fyrir alls 118 íbúðir í tvílyftum húsum og fjölbýlishúsum — og þ. 15. júlí fyrir alls 76 íbúðir, ým- ist í raðhúsum, fjölbýlishús- um eða tvílyftum húsum. Viðræður milli „Sex“ o" „Sjö“ LISSABON, 20. maí. — Fulltrúar iandanna sjö, sem aðild eiga að Fríverzlunarbandalaginu, sam- þykktu á fundi hér í dag að hefja viðræður við fulltrúa Markaðsbandalagsríkjanna sex. Lotaumræðan um viðskiptamálin LOKAUMRÆÐA um frumvarp ríkisstjórnarinnar um innflutn- ings- og gjaldeyrismál fór fram í efri deild í gær. Urðu nokkur orðaskipti milli viðskiptamálaráð herra, Gyifa Þ. Gíslasonar og Björns Jónssonar, einkum um bif reiðainnflutninginn frá Sovétríkj unum. Lagði B.J. áherzlu á, að hann gæti haldið áfram, og var undir það tekið af G.Þ.G. Benti ráðherrann á það m.a., að vanda- malin í sambandi við þau yið- skipti ættu síður en svo rætur að rekja til nokkurrar tregðu af hálfu ríkisstjórnarinnar, heldur byggðust þau fyrst og fremst á því, að bifreiðarnar væru seldar hingað á hærra verði en t.d. til Bandaríkj anna og stæðust þar með ekki samkeppni við aðrar bif reiðar hér. — Að þessum umræð- um loknum var frumvarpið bor- ið undir atkvæði og samþykkt með 12 atkvæðum gegn 4. Þetta var fjórði fjöldafundur- inn í Peking og sá stærsti síðan 1. maí. Helztu ræðumennirnir voru Liu Ning-Yi, helzti „verka- lýðsleiðtogi“ kommúnista, Kuo Mo-Jo, formaður friðarnefndar- innar, og Teng Hsiao-Ping, fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks ins. Voru ræður allar á sömu lund. Var sagt, að Bandaríkin og þá einkum Eisenhower, hefðu koll- varpað „toppfundinum", fyrst og fremst með njósnafluginu yfir Rússlandi, sem hefði speglað það hugarfar, sem Bandaríkjamenn hefðu komið með til Parísarfund arins. Var lögð áherzla á það, að árás á Rússa þýddi sama og árás á hið kommúniska Kína. „Stríðsglæpa- mönnum" og „glæpamöiinum“ á borð við Eisenhower yrði að skilj ast það. Ræðunum var útvarpað til vinnustaða í Peking og er talið, að tvær milljónir hafi heyrt auk þeirra, sem torginu voru. Pasternak vart hugaö líf MOSKVU, 20. maí. — Hinn þekkti rússneski rithöfundur, Boris Pasternak, sem hlaut bók- menntaverklaun Nobes árið 1958, Iiggur hættulega veikur og er vart hugað líf. Þjáist hann af lungnabólgu og hjartabilun og hefir honum hrakað mjög síðasta sólarhringinn. Pastemak, sem er sjötugur að aldri, varð mjög frægur á sínum tíma fyrir bókina dr. Zhivago, sem var bönnuð í Rússlandi en gefin út á vesturlöndum. Var hann þá rekinn úr rithöfundasam bandi Sovétrikjanna og einnig var hounm bannað að taka á móti Nobelsverðlaununum. Cefi sig fram við lögreoluna HAFNARFIRÐI. — Á þriðjudag- inn varð lítill drengur á reið- hjóli fyrir fólksbíl á gatnamót- um Hverfisgötu og Mjósunds. _ Slapp hann við meiðsli, en hjól- ið hans skemmdist talsvert. Biður ■lögreglan nú bílstjóra þann, sem ók fyrrnefndum bíl að gefa sig fram, svo að drengurinn fái bætt tjón það, sem hann varð þarna fyrir. Björgvin Jónsson á binsi I i j BJÖRGVIN Jónsson, kaupfélags- stjóri á Seyðisfirði, tók sæti á Alþingi í gær, en hann er fyrsti varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Austurlandskjördæmi. Kemur Björgvin nú í stað Hall- dórs Asgrímssonar, sem vegna aðkallandi starfa heima fyrir næstu vikur hafði óskað eftir að varamaður tæki sæti sitt. Kjör- bréf Björgvins Jónssonar var sam þykkt samihljóða á fundi Samein- aðs þings í gær. >,Einn mesti voftur um vináttu og bráðurþei" Ivar Orgland hlýtur viður- kenningu MENNTAMÁLARÁÐ íslands hefur veitt Ivari Orgland sendi- kennara viðurkenningu — 10 þús. krónur—, fyrir bókmennta störf, einkum kynningu hans á íslenzkum skáldskap í Noregi. Svo sem kunnugt er, hafa þegar komið út á nýnorsku þrjú söfn Ijóðaþýðinga Orglands, Ijóð Stefáns frá Hvítadal, Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guð- mundssonar. Fjórða safnið, ljóð eftir Stein Steinarr, mun koma út á þessu ári. Þýðingarnar hafa hlotið mjög lofsamlega dóma. Þá hefir Ivar Orgland samið stórt rit um Stefán frá Hvítadal, ævi hans og skáldskap. Mun hluti þess, ævisaga Stetfáns, brátt koma út á íslenzku hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs. Ivar Orgland er nú á förum til Noregs eftir nær áratugs störf á íslandi. (Frá skrifstofu Mennta- málaráðs). Or»elveltan á Ak- Frá opnun lceland Close GRIMSBY, 19. maí. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.: — í ræðu, sem Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, ll'utti við opnun „Iceland Close“ í Hull sagði hann, að tengslin milli íslands og Bret- lands væru jafngömul íslands- byggð. Afhjúpaði borgarstjórinn minn ingartöflu þar sem gjöf íslands var skráð og á var greypt skjald- armerki Islands. I lok ræðu sinnar mælti borg- arstjóri á þessa leið: Um leið og ég afhjúpa þessa minningartöflu, óska ég þess og vona að sjómannaheimilið megi lengi standa sem sýnilegt tákn órjúfanlegrar vináttu Englend- inga og íslendinga. Megi þessi hús veita mörgum verðugum skjól og heill og ham- ingja fylgja íbúum þess. Megi Kingston-upon-Hull vaxa og dafna um alla framtíð. C. J. R. Hurley, formaður hús- næðismálanefndarinnar í Hull, flutti ræðu og sagði, að gjöf fs- lendinga minnti á samhuginn, sem verið hefði með þjóðunum tveimur á styrjaldarárunum. Sagðist hann vona, að heimsókn borgarstjóra værí tákn um áfram haldandi vináttu þjóðanna. Sagði Hurley, að ástæðurnar fyrir gjöf- inni hefðu verið þær styrjaídar- hörmungar, sem íbúar Hull hefðu liðið — og gjöfin hefði verið einn mesti vottur um vináttu og bróð- urþel, sem Hull hefði verið sýnd ur. — Viðstaddir voru sendiherra Ía- lands í London, forystumenn bæjarmála í Hull og fulltrúar fiskiðnaðarins. í „Iceland Close“ munu ekkj- ur sjómanna, sem farizt hafa við fsland, fá aðsetur svo og aldraðir sjómenn. Ræddi borgarstjórinn við þetta fólk að athöfninni lok- inni. Eins og áður hefur verið sagt frá nam gjöf íslendinga 20 þús. sterlingspundum, en byggingarn- ar kostuðu 37 þús. pund og lagði Hull fram það, sem upp á var.taði. i í fullum ureyri gan^i I AKUREYRARSÖFNUÐI er nú verið að vinna að því að safna peningum til kaupa á hinu vænt anlega 43 radda pípuorgeli, sem kirkjan á að eignast á 20 ára afmælinu. Hafiit er svokölluð orgelvelta. Hefur hún farið mjög vel af stað og virðist áhugi manna almennur. Smíði orgels- ins er þegar hafin í Þýzkalandi. Á 20 ára afmælinu er einnig ráðgert að kirkjan eignist mynda rúður í 4 glugga kirkj- unnar, en í miðglugganum er myndarúða. Smiði glugganna er hafin hjá fyrirtækinu J. Vippell og Co. í London, en umsjón með verkinu hefur sérfræðingur fyr- irtækiins Mr. Cole, sá sem setti gluggana í Bessastaðakirkju, og ennfremur Guðmundur Einars- son frá Miðdal. Bandaríkin i ná for- ystunni CANAVERALHÖFÐA 20. mai — Bandaríkjamönnum hefur nú tekizt að skjóta flugskeyti töluvert lengri vegalengd en Rússum hafði áður tekizt. Það var Atlas-flugskeyti, sem í dag var skotið frá Canaveral- höfða og flaug það 9,000 míl- ur og kom niður í Indlands- haf, um 16000 km fyrir suð- austan Höfðaborg. Rússneska flugskeytið, sem skotið var út í Kyrrahaf fyrir skemmstu, fór 7,760 mílna vegalengd, en þar áður hafði Bandaríkja- mönnum tekizt að skjóta Atlas skeyti af eldri gerð 6,325 míl- ur. Bróðir okkar SVEINN GUÐMUNDSSON Fáskrúðsfirði, andaðist 19. þ.m. Sigurður Guðmundsson, Árni Guðmundsson Útför ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR Bakkastíg 4 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 1,30. Aðstandendur Ágcetir hljómleikar SINFÖNÍUHLJÖMSVEITIN hélt ar, Tékkanum Smetacek fyrir i gærkvöldi hljómleika í Þjóð- leikhúsinu. Á efnisskrá voru for leikur að Iphigenia in Aulis eftir Gluck, fiðlukonsert eftir Beethov en og fjórða sinfónían eftir Schu mann. Hljómleikar þessir voru alveg óvenjulega vel heppnaðir. Af þremur dagskrárverkum er Beet- hoven fiðlukonsertinn ef til vill bezt þekktur og lék Björn Ölafs- son einleik af alveg sérstakri list, svo að unnendur þessa tón- verks fengu sérstaklega veí notið þess. Þrátt fyrir það, náðu þessir hljómleikar hámarki í síðasta verkinu, sinfóníu Schumanns og er varla, að áheyrendur muni eft ir því, að Sinfóníuhljómsveitin hafi áður verið í slíkri þjálfun eða óskeikul sem í gær. Þökkuðu áheyrendur og stjórnanda henn- með svo áköfu lófataki, að hljóm sveitin gat ekki hjá því komizt að endurtaka siðasta kafla sinfóní- unnar. Þetta voru síðustu hljóm- leikar sinfóníunnar í Reykjavík í vor. Murville fer hvergi PARÍS 20. apríl. — Rússar hafa farið þess á leit að Öryggisráðið komi saman til að ræða um badnarísku njósnaflugvélina. -— Verður' fundurinn haldinn á mánudaginn og fór Gromyko frá París í dag áleiðis vestur um haf. Franska stjórnin tilkynnti, að Murville, utanríkisráðherra mundi ekki sækja þennan fund. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar MARGRÉTAR AUÐUNSDÓTTUR Hellisgötu 1, Hafnarfirði Fyrir hönd aðstandenda. Oddur Hannesson Þökkum hjartanlega alla auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFfU ÁSBJARNADÓTTUR Garðhúsum, Grindavík Börn, tengdaböm og barnaþöm Við þökkum hjartanlega öllum er. sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR Granaskjóli 16. Guðbjörg Jónsdóttir, Þóra Sveinbjarnardóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Rauðafeili. Fyrir hönd vandamanna. Aðalbjörg Skæringsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, GfSLA GUÐMUNDSSONAR frá Gjögri Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.