Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kristsmynd Epsteins loks til sýnis í FYRRA lézt pólski mynd- höggvarinn Jacob Epstein, nær áttræður að aldri (í haust birtist hér í blaðinu grein um hann, ásamt myndum af nokkrum verkum hans). Sagt er að verk listamanna finni ekki náð fyrir augum heims- ins fyrr en eftir dauða þeirra. Að vísu er þetta ekki nema að nokkru leyti rétt um Epstein. Hann var heimsfrægur nokk- uð snemma á ævinni, einkum í hópi menntamanna og frjáls- lyndra, en jafnan stóð mikill , styrr um verk hans, sem mörg hver ollu harðvítugum blaða- deilum. Ein þessara mynda er Krists styttan, sem hann nefndi „Lít- ið á manninn". Það öykir því tíðindum sæta, að hún hefur nú loks fengið samastað — til bráðabirgða að vísu — á sýn- ingu sem opnuð var síðastlið- inn fimmtudag í Battersea Park í London. Þessi 6 lesta marmarastytta hefur í 25 ár verið á mestu hrakhólum. Epstein gerði mynd þessa af Kristi með þyrnikórónuna árið 1935 og bauð hana kirkju í Yorkshire. 1 ÍmRh!! „Diarchy“ eftir Kenneth Armitage En kirkjudómstóll setti hana í bann. Seinna ákvað lista- maðurinn að gefa Félagi dauf- dumbra hana í kirkju félags- skaparins í Lancashire, en hætti við það skömmu áður en hann dó. En nú gnæfir þessi umdeilda stytta samt upp i 3 m hæð í grasi grónum bolla í Batt- ersea-garði á „5. höggmynda- sýningu Lundúnaskíris", og verður þar til sýnis fyrir al- menning í allt sumar. Eftir þekktustu mynd- höggvara Á höggmyndasýningu þess- ari, sem talin er að muni vekja mikla athygli, eru sýndar aðr- ar 42 styttur, margar eftir þá myndhöggvara sem hæst ber í dag. Þar er t. d. mynd eftir franska myndhöggvarann Je- an Arp, sem hann kallar „Skýjasmaiinn”, gamansöm mynd af sundmönnum eftir Picasso sem komið er fyrir á vatnsbakka og einn þeirra meira að segja nærri á kafi í vatni, og höggmyndin „Sendi- boðinn“ eftir rússnesk-franska myndhöggvarann Zadkine, en sagt er að hún minni á líffæra kort eða teikningu af pípu- lagningu. Talið er víst að myndin eftir Kenneth Armi- tage, á sýningunni muni rugla hinn almenna sýningargest mest í ríminu og valda mest- um deilum (sjá mynd). „Lítlð á manninn" eftir Jacob Epstein Fjölmargar bronzmyndir eru á sýningunni. M. a. styttan konumynd eftir Anthony Caro „Merkið“ eftir André Bloc, og „Hjarðmennirnir" eftir Germaine Richiers. En þar eru einnig myndir úr öðrum efn- um, svo sem steinsteypt mynd eftir Siegfried Charoux af fiðluleikurum og mynd af Matildu drottningu, skorin út í mórberjatré eftir R. B. Claughton. Sýning þessi þykir hin merkilegasta og ættu þeir sem leið eiga um London í sumar ekki að láta hana fram hjá sér fara. .Drottnip-I"“ r'lniTn'liton Sr. Jón Auðuns dómprófastur; Almennur bænadagur Jesús bað. Á sólbjörtum dögum, meðan aðdáun fjöldans umvafði hann, leitaði hann föður síns á himn- um. Þegar menn sneru við hon- um baki og spor hans lágu inn í harmanna heim, leitaði hann einveru til þess að biðja. í storm- unum hóf sig sál hans til him- ins. Á friðsælum lognkvöldum laugaði hann sál sína í lindum guðssamfélagsins. Næturlangt bað hann á afviknum stað, og hlaðinn nýrri orku gekk hann frá einverubæninni að morgni út í iðandi mannlífið til nýrra dáða. Með bænarorð á vörum gaf hann upp andann. Æðsta stig bænalífsins er fólgið í hinni dulræðu guðsum- gengní. Þá er bænin ekki beiðni um neitt, en biðjandi maður lifir undur guðsnálægðarinnar. Þá titrar sál hans andspænis hinum ósegjanlega, eilífa, heilaga, hann finnur þann frið, sem er for- smekkur eilífðarinnar, hann laugast því ljósi, sem dulsinnar allra alda og allra æðri trúar- bragða hafa þekkt og vitað um, þótt aldrei verði með orðum lýst. En óleysanlega tengd þessari tegund bænalífs verður fyrir- bænin að vera, sem hinn almenni bænadagur er einkum helgaður. Við iðkun hins kristilega guðs- samfélags dýpkar tilfinning vor fyrir einingu og samábyrgð. Sálin verður altekin þeirri vissu, að í Guði „lifum og hrær- umst og erum vér“, allir ménn sem ein fjölskylda, öll, lífs og liðin, ein órjúfanleg heild, og að einangrunarhyggjan er blekking. Þannig skynjar biðjandi mannssál samtenging allrar til- verunnar og það, að meginrótin að böli voru er sú, hve illa oss tekst að skoða oss sjálf í sam- félagi, órjúfanlegu samfélagi við lifsheildina. Og þá verður mann- inum að sjálfsögðu eins eðlilegt að biðja fyrir öðrum og að biðja fyrir sjálfum sér. Upp af slíkri bænareynslu sprettur fegursti gróðurinn á akri trúarlífsins. Reyndu að biðja fyrir vini þínum og fljótlega muntu kom- ast að raun um, að þér þykir vænna um hann en þú vissir. Reyndu að biðja fyrir þeim, sem þér finnst hafa gert á hlut þinn, þá hverfur kuldinn og hljóðlát hamingja fyllir hjarta þitt. Iðk- aðu fyrirbæn og þú skalt finna, að hún opnar þér áður óþekkt kærleikssamfélag við þá, sem þú biður fyrir. Alla menn tengja ósýnileg bönd, leyndir þræðir bræðralags ins. Vér lifum tíðum eins og þessi vígðu bönd væru ekki til. Fyrirbænin mun gera þau raun- veruleg og vekja þér þá samfé- lagskennd við umhverfi þitt, sem færir þig nær Guði. Hvernig gerist bænheyrslan? Með rnörgu móti, því að leiðir Guðs til mannanna eru margar. Sennilegt er, að aukin þekking á lögmálum fjarhrifanna — hugsanaflutnings — eigi eftir að auka skilning vorn á lögmáli bænar og bænheyrslu. Sem fjar- hrif berst bæn vor til Guðs. Sem fjarhrif berst hjálpin þrásinms frá Guði. Ef þú leggur vanda- mál þitt fyrir hann í trausti og trú, tæmir síðan sál þína af annarlegum hugsunum og kvíða og „bíður hljóður eftir hjálp Drottins", kann vandi þinn | skyndilega að leysast og fyrir þér stendur í ljósi það, sem þú varst áður í fullkominni óvissu um. Þannig svarar Guð tíðum bænum vorum, er vér leggjum vandamálin fyrir hann. En til þess að þú öðlist bænheyrslu þarftu að kunna tvennt: Að biðja í trausti og að kunna siðan að tæma hug þinn og bíða. Ég hef beðið og ekki fengið bænheyslu, segja margir. Láttu það ekki villa þér sýn eða veikja trú þína, að þú ert ekki ævinlega bænheyrður á þann hátt, sem þú hafðir beðið um. Síðar, e. t. v. eftir örfá ár, kanntu að líta allt öðrum augum en þú lítur nú á nauðsyn þess, sem þú biður nú um. Þrásinnis sjáum vér það eftir á, hve gott það, var, að Guð bænheyrði oss ekki á þann veg, sem vér báðum áður um, og að bænheyrslan kom með öðrum og miklu dásamlegri hætti. Láttu ekki gamla töfratrú loka fyrir þér lindum bænar- innar. Bæn þín breytir ekki vilja Guðs, knýr hann ekki til þess að brjóta þau lögmál, sem hann hefur lífinu sett. Hún knýr ekki Guð til þess að gera fyrir þig eitthvað, sem hann ætl- aði ekki að gera áður. Nei. En í bæninni átt þú auðmjúkur að ganga til samstarfs við heilagan, óumbreytanlegan vilja hans og opna sál þína fyrir þeirri bless- un, sem hann var alltaf fús ,á að veita. Og ef þú biður þannig, streymir síauðug blessun Guðs inn í sál þína, og líf þitt verður. ríkara, hamingjusamara en þú vissir áður að væri unnt. Fjáröflun Hraun- prýðis gekk vel HAFNARFIRÐI. — Fjáröflunar- dagur slysavarnarleildarinnar Hraunprýðis var sá bezti hingað +41, og urðu nettótekjur að þessu sinni 40 þúsund krónur. Var mikil aðsókn í samkomuhúsin allan daginn, en þar var selt kaffi. Þá gekk merkjasalan einnig mjög vel og kvikmyndahúsin voru vel sótt. Hafa Hraunprýðis-konur beðið blaðið að færa þakkir öllum þeim mörgu bæjarbúum og öðrum, sem á einn eða annan hátt styrktu deildina 11. maí síðastliðinn. Aðalfundur Féla«;s flu«;um- ferðarstjóra NÝLEGA var haldinn í Reykja- vík aðalfundur Félags íslenzkra flugumferðarstj óra. 1 félaginu„ sem verður fimm ára á þessu ári og hefur barizt fyrir hagsmuna og framfaramálum flugumferðar- stjóra, eru nú 53 félagar. 1 stjórn félagsins voru kjörnir: Valdimar Ólafsson, formaður, en hann hefur verið formaður fé- lagsins frá upphafi, Kristján Sím onarson, Guðjón Ingvarsson, Gunnar Stefánsson og Arni Þ. Þcrgrímsson. Helzta áhugamál féagsins nú er þátttaka í stofnun Evrópusam taka flugumferðarstjóra sem stofna á síðar á þessu ári og verða fyrstu heildarsamtök flugumferð arstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.