Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1960 TTtg.: H.í Arvakur Reykjavik JITamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. MEIRA SVINDL! ITNEYKSLISMÁL Olíufé- lagsins hf., dótturfélags SÍS, verður stöðugt umfangs- meira og fjölþættara. Nú hef- ur það verið upplýst að for- stöðumaður félagsins hefur tekið fé af hinum margum- rædda leynireikningi þess í Bandaríkjunum og sent það yfir til Sviss. Ennfremur hefur fé af leynireikningi Olíufélagsins verið notað í kauphallarbraski í New York á árunum 1954—1956. Fjölþætt afbrot Brask og afbrot þessa dótt- urfyrirtækis Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga er víðtækara og stórfelldara en nokkurt fyrirtæki hefur nokkru sinni orðið bert að hér á landi. Allt hefur þetta háttalag þessa stórfyrirtækis vakið almenna furðu og fordæm- ingu meðal almennings á Is- landi. Pólitísk ofsókn! En þrátt fyrir það, hversu stórbrotið og umfangsmikið j •hneykslis- og afbrotamál, Olíufélagsins er, verður sú staðreynd ekki sniðgengin að forystumenn Sambands is- lenzkra samvinnufélaga hafa ekki hikað við að verja það og reyna að draga fjöður yfir misfellurnar. Einn af for- stjórum SÍS lýsti því t. d. yfir á aðalfundi Sambandsins, að hér væri um pólitíska ofsókn að ræða og allt væri mjög orðum aukið sem sagt væri um afbrot Olíufélagsins og forráðamanna þess. Jafnvel Tíminn, aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins, telur sér sæmandi að þegja um fregnir af hinum stórfeldu afbrotum og svindli fyrirtækisins. Svo halda Framsóknar- menn því fram að þeir og flokkur þeirra hafi jafnan staðið trúan vörð um heið- arlega viðskiptahætti og opinbert siðferði!!! Annað eins öfugmæli hefur víst aldrei heyrzt. BREIÐAFJARÐAR- EYJAR r YRIR nokkrum dögum * skýrði einn af fréttaritur- um blaðsins frá því, að aðeins 8 af Breiðafjarðareyjupa væru nú í byggð. Jafnframt skýrði hann frá því á sl. 18 árum hefðu 17 eyjar á Breiðafirði farið í eyði. Horf- ur væru enn á því að nokkrar af þeim eyjum, sem nú eru í byggð, kynnu að leggjast í eyði á næstunni. Afurðagóðar jarðir Ymsum kann að finnast að slíkar fregnír skipti ekki miklu máli. Eyjarnar við strendur landsins séu flestar svo afskekktar og illa fallnar til búskapar, að engin ástæða sé til þess að harma, þótt fólk gefist upp á búskap þar og flytjist til annarra staða. En ef nánar er að gætt, kemur það þó í ljós, að mjög æski- legt er að Breiðafjarðareyjar og margar aðrar eyjar við strendur íslands haldist í byggð. í fjölmörgum þessum eyjum eru mikil hlunnindi. Þar er dúntekja, fuglatekja og víða seiveiði. En bæði dúnn og selskinn eru nú og hafa jafnan verið mjög verð- mæt vára, sem oft hefur tölu- vert verið flutt út af. Eyja- bændur hafa síðustu árin fengið 12—1400 kr. fyrir kg. af dún og 7—800 kr. fyrir kópsskinnið. Eyjar, þar sem er t. d. 100 punda æðarvarp eða þar sem 100 hópar fást á vori, eru þannig geysiaf- urðagóðar jarðir. En hvernig stendur á því að búskapur leggst niður a slíkum hlunnindajörðum? Þjóðfélagslegt tjón Ástæða þess er einfaldlega sú að eyjajarðir og aðrar hlunnindajarðir eru mjög fólksfrekar. Það þarf einnig sérstaka kunnáttu til þess að hirða varp og stunda selveið- ar með góðum árangri. Með- an þjóðin bjó svo að segja öll í sveitum, þóttu eyjajarðirn- ar kostamestu jarðir landsins og voru eftirsóttari en flest- ar aðrar. Nú er þetta að snú- ast við. Mannafli fæst ekki til þess að nytja hlunnindi eyja- jarðanna. Þess vegna fara þær hver á fætur annarri í eyði. Sumsstaðar grotnar' varpið niður vegna óhirðu og ágangs vargfugls og selurinn er heldur ekki nytjaður. | Af þessu er tvímælalaust þjóðfélagslegt tjón. * UTAN.UR HEIMI Frystur tiskur vinnur á ÁRANGURSLEYSI Genfarráð- stefnunnar orsakar það að vanda mál brezka fiskiðnaðarins eru óleyst. En á meðan atökin við ísland eru forsíðuefni blaðanna, eru aðrir atburðir að ske heima fyrir í fiskimálum, sem ekki eru þýðingarminni. í næsta mánuði mun verða gerð víkingainnrás í Bretland, sem haft getur jafn mikla þýðingu fyrir iðnaðinn og okkur fiskætur eins og forsíðufréttin um togar- ann Northern Foam. Einhvern- tíma í júní mun Findus, Norður- landafélagið, sem framleiðir fryst matvæli, opna fyrsta brezka frystihús sitt í Grimsby, í lykt- arfæri við fiskmarkaðinn sem er tákn okkar hefðbundna máta í meðferð fisks. • MINNKANDI NEYZLA Hækkandi 'útgerðarkostnaður og óstöðugleiki þorsksins hafa valdið útgerðinni erfiðleikum, og sala á nýjum fiski hefur dregizt saman vegna byltingar neytend- anna. Fisklandanir hafa farið minnkandi. Eftir því sem fisk- veiðiþjóðunum hefur fjölgað á Islandsmiðum, hefur þorskinum farið fækkandi. Vegna minnk- andi landana, og vegna þess að þeim fer fjölgandi sem geta veitt sér það að kaupa aðrar matvælategundir, sem þeim líkar betur, hefur fiskneyzla í Bret- landi lækkað úr 212 grömmum á mann á viku árið 1952 í 161 gramm árið 1958. En á sama tíma og heildarfisksalan hefur dregizt saman, hefur sala á frystum fiski stóraukizt, úr 3,2% heildaraflans árið 1952 í 11,3% 1958 og áætlað 14% í ár. • ÝMSAR TILRAUNIR Togari, sem veiðir á fjarlægum miðum, er um þrjár vikur í veiði ferð og elzti aflinn er því rúm- lega hálfsmánaðar gamall, hversu vel sem það gengur að koma hon um úr skipi í fiskbúð. Ýmsar til- raunir hafa verið gerðar til að Grein þessi, sem er lauslega þýdd og nokkuð stytt, birt- ist í brezka blaðinu The Observer 15. maí sl. sem fiskurinn verður flakaður og frystur á miðunum. • CARL ROSS Þessi tæknilega þróun er ekki það eina sem er að breyta fisk- veiðunum. Þar kemur einnig Carl Ross tii skjalanna. Meir en helm- ingur hinna 580 togara Bretlands er í eigu átta fyrirtækja. Stærst Carl Ross þeirra eru Associated Fisheries og Ross hringurinn, sem hvort um sig á um sextíu togara. Carl Ross erfði fiskverzlun föð- ur síns og keypti sinn fyrsta tog- ara árið 1934, en er nú mesti at- hafnamaður brezka fiskiðnaðar- ins. Hann hefur keypt togara og togarafélög. Hann á flutnmgabif- reiðir og verkstæði. Hann á fisk- búðir. Hann er meðeigandi Sal- vesens skipstjóra í Fairtry skip- unum. Nú er hann að reyna að komast yfir Coohrane skipasmíða stöðina í Selby (þar sem nýsköp- unartogarinn Ingólfur Arnar- son og sjö systurskip hans ís- ienzk voru smíðuð). Bæði Associated Fisheries og Ross hringurinn frysta fisk, Associated undir vörumerkinu Eskimo, en Ross undir eigin nafni nema skelfisk, sem seldur er undir vörumerki félagsins Young, sem Ross keypti nýlega. • UNILEVER En Eskimo hefur ekki náð nema 5% af heildarsölu á fryst- um fiski og Ross aðeins 4%. Megnið af frysta fisknum kemur frá Bird’s Eye, einu af dóttur- félögum Unilever auðhringsins, sem selur 70% heildarmagnsins. Velta Bird’s Eye hefur aukizt úr einni milljón sterlingspunla árið 1948 í 36 milljónir punda. Unilever er einnig mesti fersk- fisksali Bretlands gegnum annað dótturfélag, Macfisheries. Uni- lever á enga togara í Bretlandi, en hinsvegar stóran flota í Þýzka landi, sem gerður er út af enn einu dótturfélaginu, Nord See. Findus er þegar í öðru sæti, næst á eftir Bird’s Eye, í sölu á frystum fiski í Bretlandi, þótt frystihús þeirra í Grimsby hafi enn ekki tekið til starfa, og eru menn sammála um að fiskur þeirra sé alveg sérstakur að gæð- um. Findus var áður súkkulaði- framleiðandi, en breytti yfir í hraðfrystingu árið 1941, þeg^r erfitt var að fá sykur til súkku- laðigerðar. Frystur fiskur er enn aðeins lítill hluti heildarfiskneyzlun- ar. En salan fer vaxandi á sama tíma og sala á nýjum fiski dregst saman. Margir fiskkaupmenn segja að hrað- frystur steiktur fiskur spari tíma en kosti of mikið. En þeir gleyma því að milljónir heimila, þar sem frúin vinn- ur úti, hafa nú meira af pening um en minni tíma. •iú’úitóáoév Á uppboði í Grimsby. Hvað stóð í orðsendingu Breta til Norðmanna? reyna að bæta úr þessu. Togara- eigendur gerðu, með aðstoð rík- isstjórnarinnar, út togarann Nort- hern Wave, þar sem átti að heil- frysta aflann um borð. Tæknilega gekk þessi tilraun vel, en fjár- hagslega lofaði hún ekki góðu. Hvalveiðifélagið Salvesen hefur ásamt Ross hríngnum gert út verksmiðjuskip til að frysta fisk á hafi úti, og Harry Pratt, skipa- miðlari frá London, hefur fest kaup á tveim gömlum flugvéla- móðurskipum brezka flotans, sem breyta á í verksmiðjuskip þar NORSKA blaðið Aftenposten upplýsir það á mánudaginn, að brezha ríkisstjórnin hafi fyrir nokkru afhent norsku stjórninni orðsendingu í tilefni þess að sjó- réttarráðstefnan i Genf mis- heppnaðist. Orðsending þessi var afhent, vegna þess að almennt var vitað að Norðmenn hefðu í hyggju útfærslu. Afhending fór fram nokkru áður en Halvard Lange gaf yfirlýsingu sína í Stór þinginu. Ekki er vitað nánar, hvað fólst i orðsendingunni, en vafalaust hafa Bretar lýst sig mótfallna fyrirhuguðum aðgerð- um Norðmanna. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.