Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. maí 1960 MORCUISBLAÐIÐ 15 Leikkonan fræga Jayne Mans- i field og eiginmaður hennar, i Miskey Hargitey, fyrrverandi vöðvakappi, eru nú að leika í sinni eigin kvikmynd í Rómaborg og hún er auðvitað um Herkules. Jayne leikur kvenhetjurnar þrjár sem koma við sögu Herkulesar og skiptir aðeins um hárkoilu. Sem Hippolyta er hún rauðhærð, sem Dejarine ljóshærð og sem Magara brúnhærð. í myndinni verður Herkules að fella naut, til að bjarga fegurðardísinni — en Miskey gat bara ekki fengið sig til þess. Hann heimtaði að skepn- an væri svæfð með kloroformi og að rautt blek yrði notað í stað- inn fyrir blóð. Einkasonur þeirra hjóna var næstum tekinn af þeim þegar hann var 7 ára gamall, því barna- verndarnefndin í Englandi vildi ekki fella sig við að pabbinn léti hann standa á lcfa sínum til sýnis fyrir blaðame.in kl. 12 á miðnætti. 8 mánaða gamall hám- aði pilturinn í sig brauðsneiðar með bönunum og agúrkum. Hann hefur sína einkasundlaug og var farinn að synda áður en hann gat gengið. í Margrétar-drottningar-háskól anum í Glasgow var nýlega efnt til nýstárlegrar samkeppni. Nemendur kepptu um að komast sem flestir inn í 6 manna bíl frá því fyrir stríð. Metið átti 36 manna hópur, en 37 manna kvennalið sló það út Hér sjást stúlkurnar vera að koma sér fyr- ir í bílnum. Þær urðu að hýrast, allar 37, í bílnum í 10 sekúndur með lokaðar allar dyr og glugga og það tókst. í fréttunum Fyrir 6 árum var þessi kona ! aða snáða og búsett í Madagaskar. um skeið meira í heimsfréttunum en nokkur önnur manneskja. Það er „engillin frá Dien-Bien-Phu“, Genevieve le Galard. En svo hvarf hún af myndasíðum blað- anna. Hvað varð af henni? Hér er hún komin aftur, hamingju- söm eiginkona og móðir tíu mán- Hún giftist sem sagt Jean de Heaulme, en hann hitti hana fyrst á flugvellinum, þegar hún kom úr umsá:trinu í Indókína, éftir að hafa unnið sitt frækilega afrek að halda áfram að hjúkra hermönnunum tímum saman í umsetinni Dien-Bien-Phu. Það er ekki alltaf gaman að vera konungborið fólk. Að minnsta kosti finnst þessum tveimur konunglegu skyldurnar ekkert alltaf sérlega skemmti- legar. Albert litli prins í Monako er hér í opinberri heimsókn í sjávardýrasafninu í Monako á 50 ára afmæli þess og hefur engan áhuga. Karolínu systur hans j finnst heldur ekkert gaman að j opna nýtt barnaheimili eftir þess * ari mynd að dæma. Hún hefur i ekkert á móti því að klippa á borðann fyrir dyrunum, en þegar ! ræðurnar byrja. geyspar hún ferlega. i HIJSGÖGiX! TIJ SÖLIJ VEGNA BROTXFLUTNINGS Sérlega vönduð norsk borðstofuhúsgögn. Ennfremur stoppuð stofuhúsgögn o. ÍL Til sýnis kl. 14 til 17 í dag á Hólavallagötu 13, 2. hæð. Sumardvalarhehnili fyrir lömuð- og fötluð börn á aldrinum 5—12 ára verður rekið að Reykjaskóla í Hrútafirði, mánuðina júlí og ágúst. Auk venjulegra æfinga verður sérstök áherzla lögð á sundiðkun. Umsóknir sendist skrifstofu S.L.F. að Sjafnargötu 14 fyrir 1. júní næstkomandi. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Húseigendur athugið! Þér sem fáið hitaveitu tengda í sumar ættuð að athuga hvort ekki sé þörf á Forhitara við kerfið í húsi yðar. Áður en þér festið kaup á Fochitara annars staðar ættuð þér að hafa tal af okkur og fá upplýsingar um verð og hitanýtni þeirra Forhitara er við höfum hafið framleiðslu á undir umsjá sér- fróðs manns. Vélsmiðjan Kyndill Simi 32778.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.