Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Snnrinrtae’ur '>2 maí 1960 Lifrarsárinn, sem tók 20 tunnur af hákarlalifur. brennivín. En mikið orð hefur farið af þessu tvennu saman frá fornu fari. Gömul tæki Norður í Ófeigsfirði á Ströndum voru lengi stundað- ar hákarlaveiðar af miklum dugnaði og þrótti. Hinn merki bóndi, Guðmundur Pétursson í Ófeigsfirði, fór í hákarlaleg- ur á skipi sínu Ófeigi, sem nú mun vera eitt af örfáum há- karlaskipum, sem ennþá eru við líði hér á landi. I Ófeigsfirði getur að líta ýms tæki og mannvirki frá dögúm hákarlaveiðanna. Þar er t. d. hákarlahjallur allmik- ill, þar sem hákarlinn var hengdur upp og þurrkaður, eftir að hann hafði verið kæstur. Stendur þessi gamli hjallur með avipuðum um- Lýsispotturinn. — í honum voru bræddar 4—5 tunnur af lifur í einu. — 20 tunnu lifrarsárinn í Ofeigsfiröi í GAMLA daga fóru menn í hákarlalegur á opnum áraskipum, áttæringum og teinæringum. Á þessum litlu skipum lágu menn úti dögum og jafnvel vikum saman, stundum langt und an landi og í misjöfnum veðrum. Voru þetta hinar mestu svaðilfarir. Það var fyrst og fremst hákarla- lifrin, sem menn slægðust eftir. En sjálfur hákarlinn var einnig hagnýttur, graf- inn niður í jörðina, kæstur og síðan grafinn upp að nýju, þurrkaður og etinn. Þótti þessi bragðmikla fæða hið mesta lostæti, þótt ekki kynnu allir að meta hana. Hákarlsneyzla fer í vöxt En nú fara menn ekki leng- ur í hákarlalegur á opnum áraskipum. Raunar má segja, að hákarlaveiðarnar séu úr sögunni sem slíkar. Sá hákarl, sem við getum keypt i búðum í kaupstöðum, er yfirleitt að- allega veiddur í vörpu togar- anna og stöku sinnum á lóð. En hákarlsneyzla virðist á síð- ustu árum mjög hafa farið í vöxt. Matvörubúðir hér í Reykjavík segja t. d. að mjögl mikið sé spurt eftir hákarlj® og mikið af honum keypt. Þessi gamli þjóðarréttur er þannig að komast í tízku að nýju. Sumir kunna jafnvel ennþá að meta hákarl og merkjum og fyrir 50 árurrt, meðan hann ennþá var fullur af ilmandi hákarli af hákarla- miðum Húnaflóa. En hann ber nú fyrst og fremst vitni fornri frægð. Hákarlalegur eru löngu lagðar niður á Strönd- um. 20 tunna lifrarsár í Ófeigsfirði er einnig lifr- arsár einn mikill. Tók hann á sínum tíma 20 tunnur af hákarlalifur. Þar stendur jafn framt lifrarpottur á hlóðum. I honum var brædd hákarla- lifur og tók hann 4’—5 tunn- ur. Stóð potturinn á útihlóð- um og þar stendur hann enn þann dag í dag. Hákarlalifur var brædd í Ófeigsfirði allt fram til ársins 1910. Voru öll þessi tæki þá notuð. Guð- mundur Pétursson í Ófeigs- firði smíðaði sjálfur hmn mikla lifrarsá. En á honum er ágætasta smíð og auðséð að enginn viðvaningur hefur far- ið um hann höndum. Varðveitum merkilega gripi Fyllsta ástæða er til þess að þessum gömlu tækjum verði haldið til haga og kom- ið í veg fýrir að þau verði tímans tönn að bráð. Það má Hákarlshjallurinn í Ófeigsfirði. (Ljósmyndirnar tók Gunnar Rúnar). heldur ekki henda að hið gamla hákarlaskip, Ófeigur í Ófeigsfirði, grotni niður. Veit ég einnig að Pétur Guð- mundsson bóndi í Ófeigsfirði, sem er hinn mesti höfðingi og hefur glöggan skilning á gildi fornra minja, mun hafa fullan hug á að varðveita bæði skip- ið og hin gömlu tæki. En við- hald og geymsla slíkra muna kostar mikið fé og ber þess vegna brýna nauðsyn til þess að fleiri leggi fram lið sitt til þess að halda hlífisskildi yfir þessum merkileg gripum. Mér finnst að þeir eigi að geymast áfram norður í Ófeigsfirði. Þar voru þeir not- aðir á sínum tíma og þar eiga þeim heima. Til mála kæmi þó að þeir yrðu fluttir i byggðasafn Vestfjarða á ísa- firði. Það er fáránlegur hugsun arháttur að smala beri ölluna minjum úr menningar- eða atvinnusögu þjóðarinnar sam- an í höfuðborg landsins, hvort sem þeir eru í nokkrum tengslum við sögu hennar eða ekki. Ófeigsfjörður í þjóðbraut Hákarlshjallurinn, lifrar- sárin og lýsispotturinn, þar sem hákarlslifrin var brædd á útihlóðum, standa við sjó- inn í Ófeigsfirði. Þessir gömlu hlutir falla þar einkar vel inn- í umhverfið. Þeir sem vilja sjá þá og skapa sér jafnframt nokkra hugmynd um sérkenni legan þátt í atvinnusögu þjóð- arinnar á liðnum tíma eiga greiðan aðgang að þeim þar. Meðan þeir búa þar feðgar, Pétur Guðmundsson og Guð- mundur sonur hans, er Ófeigs fjörður í þjóðbraut, enda þott hann sé meðal afskekktustu bæja á Islandi. S. Bj. Merkilegir gripir, sem verður að varðveita REIKNINGUR H.f. Einmskipafélags fslands fyrir árið 1959 liggur frammi á skrifstofu félagsins til sýnis íyrir hluthafa, frá og með xleginum í dag að telja. Reykjavík, 20. maí 1960. STJÓRNIN. Sumarbúsfaður í nágrenni Reykjavíkur. óskast til leigu. Verður að vera sem næst Strætisvagnaleið. Uppl. í síma 16132. Rússi baðst hælis í Brctlandi LONDON, 20. maí. — 1 gær bað 29 ára gamall Rússi frá Georgíu um pólitískt hæli í Bretlandi.Var maðurinn í rússneskri „menn- ingar og friðarnefnd", sem hcim sótti Bretland — og var slödd í Skotlandi, er þetta gerðist. — Gaf maðurinn sig fram á lög- reglustöð í Edinborg og baðst hælis. „Friðarnefndin“ fór í skyndi flugleiðis til London og af hálfu Rússa hefir ekki fengizt nein umsögn um þcnnan atburð. SÍ-SLETT P0PLIN (N0-IR0M) MIMERVRc/íö^* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.