Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. maí 1960 MORGVISBLAÐIÐ 13 Blaðamenn hópast um Krúsjeff á götu úti. REYKJAVÍKURBRÉF Af hverju fór Krúsjeff til Parísar? Þessari spurningu velta nú margir fyrir sér. Menn geta skil- ið að Rússar hafi orðið gramir yfir njósnaflugi Bandaríkja- manna og noti það eftir föngum sér til framdráttar. En einmitt vegna þess að Rússar höfðu hér raunverulegt sakarefni, eru menn því frekar furðu losnir yfir því, hvernig _ Krúsjeff hefur á því haldið. Úr því að hann ætlaði að setja Eisenhower og Bandaríkja- mönnum svo auðmýkjandi úr- slitakosti fyrir samfundum þeirra, að auðsætt var, að eng- inn, allra sízt annað af mestu stór veldum heims, gat að þeim geng- ið, þá hefði það verið í samræm.i við alla venjulega hegðun, að gera grein fyrir skilyrðunum fyr- írfram, svo að hvorki Krúsjeff sjálfur, Eisenhower, aðrir stór- höfðingjar, fylgdarlið þeirra og þúsundir blaðamanna þyrftu að fara fýluför til Parísar. Það eitt, hvernig Krúsjeff setti úrslitakosti sína fram, sannaði, að meira var hugsað um áróður en lausn mikils alþjóðlegs vandamáls. Lék við hvcrn sinn fingur. Þá eru ekki síður eftirtektar- verðar frásagnirnar af því, að oftast þegar Krúsjeff sást á al- mannafæri í París, lék hann við hvern sinn fingur og gerði að gamni sínu eins og þegar bezt liggur á honum. Ef hann hefði í raun og veru verið fullur rétt- látrar reiði, hvað var þá eðlilegra en hann sýndi alvöruþunga í fram komu sinni? Því fremur sem hon- um að sjálfsögðu var ljóst að hann var að eyða bjartsýni og vonum hundruð milljóna manna hvarvetna um heim, er trúnað höfðu lagt á, að nú væri loks að rofa til í alþjóðastjórnmálum. Þegar svo stendur á, sæmir eng- um, allra sízt þeim, sem telur sig knúinn til að taka slíka á- kvörðun, að vera með gems á almannafæri. Um Eisenhower er aftur á móti sagt, að hann hafi vevið alvöruþrunginn og meira að segja elzt í útliti um mörg ár á hinum fáu dögum Parísarveru sinnar. Hvað sem um annað er, þá getur engum dulizt, að Eisen- hower gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á honum hvílir. Hann tekur ákvarðanir sínar í fullri vitund þess, hversu afleið- ingarnar kunna að verða örlaga- ríkar og lætur ekki stjórnast af yfirlæti eða áróðursfýsn. Alvarlesf mistök %/ Bandaríkjamenn sjálfir bera ekki brigður á, að stjórnendur þeirra hafi gerzt sekir um alvar- leg mistök með njósnaflugi sínu og yfirlýsingum þeim, er þeir gáfu um það fyrstu dagana eftir að það varð uppvist. Auðvitað kemst sá, sem staðinn er að því að njósna um annan, ætíð í illa klípu. Viðbrögðin verða þá oft vandræðaleg, enda reyndist sann arlega svo um Bandaríkjastjórn að þessu sinni. Hneykslun Krús- jeffs er hins vegar ekki í neinu samræmi við tilverknað Banda- ríkjamanna. Engin stjórn hefur oftar verið staðin að njósnum í öðrum ríkjum en einmitt Sovét- stjórnin. Engu að síður hefði það þótt með ódæmum, ef nokkur hefði gerzt talsmaður þess, að lýð ræðisríkin skyldu ekki ljá máls á samfundum æðstu manna fyrr en Sovétstjórnin hefði játað all- ar þessar syndir sínar og beðið afsökunar á þeim í augum al- heims. Menn fara nærri um þau köpuryrði, sem þeim, er slíkar kröfur hefðu sett fram, hefðu verið valin af Krúsjeff og skó- sveinum hans hvarvetna. Kommúnistar eru vissulega slyngir áróðursmenn. Þess vegna hefði mátt ætla, að þeir gerðu sér þegar í stað ljóst, að með ofsa sinum nú voru þeir einmitt að bjarga Bandaríkjastjórn úr þeirri klípu, sem hún var í komin, ekki aðeins í áliti almennings víðs veg ar, heldur einnig í Bandaríkjun'- um sjálfum. Álirif á forseta- kosnin^arnar. Af skrifum Bandaríkjablaða fyrir upphlaup Krúsjeffs í París sást, að Eisenhower og stjórn hans hafði orðið fyrir verulegum álitshnekki heima fyrir. Þar var talið, að öll atvik í sambandi við njósnaflugið, bæði á undan og eft- ir, sýndu fyrirhyggju- og stjórn- leysi og mundu reynast stjórnar- flokknum og forsetaefni hans dýr keypt við kosningarnar í haust. Eisenhower hafði verið þökkuð minnkandi spenna í alþjóðamál- um, og áhrif hans þóttu vera trygging fyrir batnandi friðar- horfum. Talið var að þetta mundi verða helzta haldreipi Nixons í kosningahríðinni, sem framundan er. Meðferð njósna- málsins var talin gerbreyta þess- ari aðstöðu. Njósnaflugið sjálft rétt fyrir fund æðstu manna var talið vitni um einstakt fyr- irhyggjuleysi og tvísögl'i eftir á bæta gráu ofan á svart. Nú gerir Krúsjeff Eisenhower á einu augnabliki aftur að einingartákni allrar Bandaríkjaþjóðarinnar og hvetur lýðræðisunnendur hvar- vetna um heim til meiri sam- heldni en nokkru sinni áður. Því- líkar aðfarir af hálfu mesta á- róðursmeistara, sem sögur fara af mundu þykja ótrúlegar, ef menn hefðu þær ekkf ótvírætt fyrir augum. Gaf þingheimi langt n ef. Að vonum leiða menn nú mjög getum að því, hvað þessu valdi. Skýringarnar eru ýmsar. Eðlilegt er, að menn festi hugann við það, af hverju Krúsjeff hafi í ferð sinni á þennan „friðarfund" haft æðsta yfirhershöfðingja Rússa- veldis sér við hlið. Skýringin kann að vera sú, að minna hafi átt menn á, hvílíku ofurefli væri að mæta, ef ekki væri orðið við úrslitakostunum. Eins kann að vera, að hershöfðinginn hafi ekki viljað sleppa augunum af Krús- jeff til að minna hann sjálfan á, hver að lokum réði í Rússlandi. Þessu og mörgu fleiru af hinum furðulegu atburðum síðustu daga, munu menn velta fyrir sér um ókomin ár, þangað til frá öllu verður skýrt, e. t. v. meira og minna bjöguðu eftir næstu stór- hreinsun í röðum kommúnista- broddanna. Hver sem skýringin kann að vera, þá er ekki um það að vill- ast, að hér ræður enn á ný hinn samí tryllti einræðisandi, sem á æviskeiði einnar kynslóðar hefur þegar hleypt tveimur heimsstyrj- öldum af stað. Atferli ráðamanna Austurríkis eftir Sarajevó-morðið 1914 var að vísu ekki eins dólgs- legt og Krúsjeffs nú, en nægði þó til fyrri heimsstyrja'ldarinnar. Óskapalæti Hitlers fyrir seinni heimsstyrjöldina voru oft slík, að fæstir héldu að lengra yrði kom- izt í þeim efnum. Framkomu Krúsjeffs nú er helzt að jafna við það, þegar ómerkilegur erind- reki Hitlers kvaddi forðum fund Þjóðabandalagsins með þeim hætti að hann sneri sér við í dyr- unum og gaf þingheimi langt nef. Siðferðilegur sigur. Hér í blaðinu var sl. fimmtudág birt fregn um, að fráfarandi for- ’ maður fiskikaupmanna í Flet- ^ wood hefði nýlega sagt, að „fs- lendingar hefðu unnið siðferði- legan sigur í landhelgisdeilunni". Þessi vitnisburður þaulkunnugs Englendings, sem auk þess hefur ríkra hagsmuna að gæta í þess- um efnum, er harla eftirtektar- verður. Hann lýsir áhrifum máls- meðferðar íslendinga í Genf og sakaruppgjafarinnar. Þrátt fyrir þessar og aðrar viðurkenningar á styrkari stöðu íslendinga nú en áður, skyldu menn þó varlega ætla, að allur vandi í málinu væri leystur. Enn er óséð, hvaða ákvarðanir Bretar, ríkisstjórnin og aðrir aðilar, taka að lokum. Stefna íslendinga er alveg ský- laus. Það merkir síður en svo nokkurt hik eða hvik frá henni, þó að viðurkennt sé, að brezka stjórnin hefur við raunverulegt vandamál að etja. Fiskimenn þar í landi telja sig hafa orðið fyrir vefulegri réttarskerðingu. Þar eins og annarsstaðar eru til menn, sem vilja auka vandræðin. Aðrir vinna af heilum hug að því að eyða þeim. Okkur ber að halda þannig á málum, að auka góð- vild í okkar garð og auðvelda þar með heillaríkt starf þeirra, sem vilja endurnýja forna vináttu þjóðanna og tryggja heilbrigða samvinnu þeirra í milli. 12 mílna ákvörðun Norðmanna. Yfirlýsing Langes, Utanríkisráð herra Noregs, um að til stæði að ákveða 12 mílna fiskveiðilögsögu þar við land, kom engum kunn- ugum á óvart. Fiskimenn í Norð- ur-Noregi hafa sótt það mál af miklu kappi að undanförnu. Á Genfarráðstefnunni studdu Norð- menn eindregið hina upphaflegu tillögu Kanada um 12 milna ó- skerta fiskveiðilögsögu. Síðar féll ust þeir þó á 10 ára veiðikvöð, byggða á svokölluðum söguleg- um rétti. Þeir sáu sér að vísu ekki fært að greiða atkvæði með að undanþiggja ísland þessari kvöð. Hins vegar fóru fulltrúar þeirra ekki dult með, að sjálfir mundu Norðmenn ekki nota sér slíkan rétt, þótt samþykktur yrði. Ástæða er til að ætla, að þeir hafi a. m. k. látið Breta vita, að þótt það yrði ofan á, að kvöðin næði ekki til íslands, þá mundu Norðmenn ekki nota það sem for- dæmi til þess að áskilja sér sams konar undanþágu við Norður- Noreg, sem þó er að verulegu leyti háður fiskveiðum. Að þessu leyti reyndu Norðmenn að greiða götu okkar, þó að þeir teldu, að eigin hagsm.unir hlytu að ráða atkvæði þeirra að lokum. Það er þýðingarmikið vitni um skilning Norðmanna á hinni breyttu aðstöðu eftir Genfar-ráð- stefnuna, að þeir, sem áður höfðu talið nauðsynlegt að fá sam- þykki annarra um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 12 mílur, skuli nú telja slíka einhliða ákvörðun vera heimila. Verður að ætla, að fleiri og fleiri ríki fari svo að, því að sú framvinda málanna verður héðan af ekki stöðvuð. Óheppilegur lími. Hins er ekki að dyljast, að yfir- lýsingin um ákvörðun Norð- manna hefði getað verið gefin á heppilegri tíma fyrir ísland. Ein- mitt nú eru Bretar og fleiri Vest- ur-Évrópuþjóðir að íhuga hverja stefnu þær skuli taka í þessum málum, ekki sízt varðandi ísland. Hætt er við, að eftir því sem fiski menn í þessum löndum sjá fleiri mið frá sér tekin, eftir því verði þeir órórri og óbilgjarnari í að- gerðum sínum gegn íslendingum og ákafari í kröfugerð á hendur stjórnum sínum, um einhverjar ráðstafanir gegn okkur. Það er þess vegna misskilning- ur, sem allmargir Virðast haldn- ir af hér á landi, að ákvörðun Norðmanna muni þegar í stað verða okkur að gagni eða til fram dráttar. Um þetta tjáir þó ekki að sakast við Norðmenn, því að eins og við látum okkar eigin hagsmuni ráða, þá er eðlilegt, að þeir geri slíkt hið sama. Vitnað verður til fonlæmis. Hættan á auknum örðugleikun* * um sinn fyrir okkur stafar og ekki eingöngu af því að þessi ákvörðun er tekin á þeirri stundu, sem okkur hefði ver- ið hagkvæmara, að kyrrt væri um málið, heldur og af því, að við verðum að vera við þvl búnir, að gegn okkur verði vitn- að til fordæmis Norðmanna um viðurkenningu á tímabundinni fiskveiðikvöð. Norðmenn höfðu þegar í Genf fallizt á slika kvöð bundna við 10 ár. Nú hefur Lange boðað, að norska stjórnin sé fús til samninga um einhver slík réttindi öðrum til handa. Ligg- ur þá næst að ætla, að samið verði um það, er aðilar höfðu komið sér saman um í Genf, eða eitthvað því svipað. Þegar slíkir samningar komast á, mun þeim óspart hampað gegn okkur íslendingum, enda eru þeir lagaðir til þess að gefa trúnni á óbilgirni okkar byr undir vængi hjá þeim, sem ekki þekkja til. Nauðsynlegt er, að menn geri sér grein fyrir þessu, þegar í stað, til þess að vera viðbúnir örðug- leikunum og haldi ekki, að það, sem ýmsir í fljótu bragði hafa talið okkur mikið happ, sé ágallá laust. Við vitum að sjálfsögðu rökin gegn þessu. Alger sérstaða okkar, þar sem þjóðarbúið er um allan innflutning svo til eingöngu háð arðinum af fiskveiðum, er hér bezta vörnin. Enda á hún að nægja til þess að sýna sanngjörn- um mönnum fram á, að þótt strandríki, sem hafi ótal margar aðrar auðsuppsprettur geti unað fiskveiðirétti annarra um nokk- urt árabil enn, þá er slík kvöð óviðunandi fyrir okkur. Það er þessi sérstaða, sem kommúnistar töldu ganga landráðum næst, að hamrað væri á í Genf, þó að hún vissulega sé okkar styrkasta vörn. Útgáfa Lögbirt- ingablaðs. f lögum eru ótvíræð ákvæði um, að dómsmálaráðuneytið skuli gefa út Stjórnartíðindi og iLögbirtingablað. Kostnaður út- gáfunnar skal talinn til skrifstofu kostnaðar dómsmálaráðuneytis- ins og dómsmálaráðherra ráða mann eða menn til hennar. Á sín- um tíma var Birgir Thorlacius, sem var nokkuð lausum kili i stjornarráðinu eftir að Hermann Jónasson lét af forsætisráðherra- embætti í fyrra skipti, en Birgir hafði verið einkaritari hans.falið að annast þetta starf. Síðar breytt ist aðstaða svo, að Birgir er orð- inn ráðuneytisstjóri í einu ef ekki tveim ráðuneytum. Engu að síð- ur hélt hann áfram útgáfu Lög- birtingablaðsins og það þótt störf við útgáfuna ykjust svo, að þegar Hermann Jónasson var orðinn dómsmálaráðherra á ný ríflega tvöfaldaði hann þókn- unina til Birgis. Jafnframt létti hann verulegum hluta starfsins af ráðuneytisstjóranum og réði til þess annan mann, þó ekki í sjálfu dómsmálaráðuneytinu heldur einn af skjólstæðingum Eysteins Jónssonar í fjármála- ráðuneytinu og ákvað nokkru hærri greiðslu fyrir þann hluta verksins en þangað til hafði verið greitt fyrir það allt. Úr því að breyting var á gerð, hefði það eitt verið eðlilegt að láta dómsmála- ráðuneytið annast verkið og þá helzt að sameina það útgáfu Stjórnartíðinda eða a.m.k. að und irbúa sameiningu þessara tveggja náskyldu starfa, sem ætla verður að einum manni sé ekki ofvaxin. Hermann Jónasson fór sem sagt ekki þannig að e.t.v. vegna þess að hann hefur ekki talið fært að leggja meiri störf á þann roskna mann, sem lengi hefúr annast útgáfu Stjórnartíðinda Sá heiðurs maður verður hins vegar sjötugur á þessu ári og er ráðgert að hann láti af störfum hjá Stjórnarráðinu í árslok. I Fraoak. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.